Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVTSntAÐ 1Ð Sunnudagur 30. aprö 1960 * Hvar er himnaríki I GETURÐU sagt mér hvar er himnaríki? Þessa spurningu lagSi ung kona íyrir Velvak ■anda. Ef til vill segirðu mér að spyrja prest, skrifar hún ennfremur, en þannig má ekki spyrja, því allir eiga að „vita“ hvar himnaríki er. Velvakandi vísaði þessari spumingu áfram til séra Bjarna Jónssonar, vígslubisk- ups, sem svaraði: • Þarsem Guð er mmemmmmmm^mmmmmmmmmmmummm I>ar sem Guð er, þar er himnaríki. En hvar er Guð? Hann ríkir hátt yfir hverf- leikans straum. Guði verða engin tákmörk sett í tíma eða rúmi. Lofgjörð trúarinnar segir: „Dýrð sé Guði í upp- hæðum“. Hér er ekki verið að ákveða staðsetningu sam- kvæmt mannlegum útreikn- ingi. Himininn og himnanna himnar taka þig ekki, segir heilög ritning. Guð er á himn um, en þú á jörðu. Héðan lít- um vér til Guðs, sem er í upphæðum, og biðjum: Faðir vor, þú sem ert á himnum." Hann er á himnum, en um leið er hann hjá oss. Þess- vegna segir Matthías: Hann heyrir stormsins hörpuslátt, hann heyrir barnsins andardrátt, hann heyrir sínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörð á. Sálmaskáld biblíunnar lýsir þessu með ógleymanlegum orðum: „Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert flúið frá augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gjörði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar, þótt ég lyfti mér á vængi morg unroðans og setist við hið yzta haf, einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér, og þótt ég Sigurbjöri? Þorbjörnsson formaður N.V.Í. AÐALFUNDUR Nemendasam- bands Verzlunarskóla íslands var haldinn 19. apríl. Fráfarandi formaður, Guðjón Einarsson, baðst eindregið undan endur- kosningu. Stjórn sambandsins skipa nú: Sigurbjörn Þorbjörns- son formaður, Njáll Símonarson varaformaður, Örn Valdimars- son ritari, Kristinn Hallsson, Ól- afur Briem, Bjarni Dagbjartsson, Kjartan Reynir Ólafsson og Páll Gunnar Sigurðsson. Hið árlega nemendasambands- mót, sem sambandið gengst fyr- ir, verður haldið í Sjálfstæðis- húsinu, laugardaginn 29. apríl, og hefst það með borðhaldi kl. 6.30 sd. Koma þar saman eldri og yngri nemendur Verzlunarskól- ans og endurnýja gömul kynni. Nemendasambandið beitir sér nú fyrir fjársöfnun til styrktar hinni nýju skólabyggingu Verzl- unarskóla íslands, og mun verða leitað til brautskráðra nemenda með að leggja þessu máli lið. segði: „Myrkrið hylji mig og ljósið í kring um mig verði nótt‘“, þá myndi þó myrkrið eigi verða þér of myrkt og nóttin lýsa eins og dagur; myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér“ (Sálm 139 7—12). Geymum einnig í huga vor- um þessi orð postulans: „Guð er eigi langt frá hverjum ein- um af oss, því að í honum lifum, hrærumst og erum vér.“ (Post 17.28) Oft verður mér hugsað til þessara orða: Þú yztu takmörk eygir geims og innstu lífsins parta; þú telur ár og aldir heims og æðarslög mína hjarta. • Himnaríki er í dýrð- JnniJhijá^Gu^ogJiér ájjörðu^ Himnaríki er í dýrðinni hjá Guði. En eins og Guð er hér hjá oss, þannig er einnig himnaríki hér meðal vor. Ef vér lifum í samfélagi við Guð, þá erum vér í himnaríki. Það er hjá Guði í upphæðum, en það er einnig hér. Það er oss nálægt, og oss er boðið til hátíðar í himnaríki. Jóhannes skírari kallaði menn til iðr- unar og sagði: „Himnaríki er nálægt", og Jesús flutti fagn- aðarboðskapinn: „Himnaríki er nálægt.“ Eldur í norsku síldarvinnsluskipi UM miðjan þennan mánuð kom eldur upp í norska síldarvinnslu- skipinu Clubia, („Hæringur" Norðmanna) og skemmdist það illa af völdum eldsins, að talið er að taka muni hálft ár að gera við það. Clubia var statt við V-Afríku, út af Máritaníu, er eldurinn kom upp í því, en þar átti það að vinna síldar — og fiskimjöl og bræða og frysta síld. Hið sama skal sagt nú í dag. Ef þú ert nú með Guði, þá átt þú sælu himnaríkis. Handgenginn Guði, í gleði, í starfi, í baráttu og í sorg, getur þú borið því vitni, að í samfélagi við Drottin í himnaríki, eignast þú fögnuð, huggun og kraft. Þá þekkir þú af eigin reynd sannleika þessara orða: „Guðsríki er réttlæti og friður og fögnuð- ur í heilögum anda“. Jesús v.ar spurður um himnaríki, og hann sagði: „Guðsríki er hið innra með yður“. Þannig er oss bent á, hvar himnaríki er að finna. Göngum Guði á hönd, lifum honum, og vér finnum, að himnaríki er hér. Dyrnar eru opnar. Oss er boð- ið að ganga inn. Það er tekið fagnandi á móti oss, og vér fáum hlutdeild í krafti hins eilífa lífs. Lesum dæmisögurnar um guðsríki. Lesum 13. kapitula Matteusarguðspjalls. Sjáum vöxtinn og útbreiðsluna. „Líkt er himnaríki mustarðskorni. Vissulega er það hverju sáð komi smærra, en þegar það er sprottið, er það stærra en jurtirnar og verður að tré, svo að fuglar himinsins koma og hreiðra um sig í greinum þess“. Vér þekkjum sálminn ,,í fornöld á jörðu var fræ- korni sáð.“ Syngjum hann og biðjum: „Tilkomi þitt ríki“. Göngum inn í hátíðarsal himnaríkis. Þá þurfum vér ekki að spyrja: „Hvar er himnaríki?", því að nú eigum vér þar heima. Tökum á móti þessari bless- un frá Guði, eins og böm- in taka fagnandi á móti góð- um gjöfum. Komum á fund Drottins eins og lofsyngjandi börn, og heyrum hann segja: „Slíkra er guðsrikið." Þetta hnoss er hægt að eignast nú. Þetta er hin sæla nútíð. Það skal sannast nú og hér, að hin mesta sæmd og sælasta gleði er í því fólgin að vera lærisveinn himnaríkis. * Ég á liegar eilífajífið Nú skil ég orðin, sem oft eru sungin: ,,Ég á þegar eilífa lífið". Eilífðin er lögð oss í brjósti. Eilíft líf byrjar hér. En hvernig er framtíðin? Hvað tekur við? Ég hlusta og heyri hin óviðjafnanlegu og styrkjandi orð: „Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig. f húsi föður míns eru mörg híbýli, væri ekki svo, mundi ég þá hafa sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Og þegar ég er farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem ég er“. (Jóh. 14. 1—3). Vér vitum, hver talar þann- ig. Orðum hans má fullkom- lega treysta. Ég spyr um eilífð ina, og hlusta eftir þessum orðum. Þau nægja mér. Við mér blasir hið fegursta út- sýni. Ég horfi til þeirrar stund ar, er gleðin verður fullkom in í himnaríki hjá Guði, er tárin þorna fyrir geislum kærleikans. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá í óljósri mynd, en þá augliti til auglitis. Trú- in sér eilíft Ijós. Verum samferða á leiðinni til himinsala. Leitum guðs- ríkis hér og þá mun spurn- ingunum verða svarað af Drottni sjállfum, sem gefur oss hér og nú gleði himna- ríkis og i hinum komandi heimi eilíft líf. Þá verður leyst út öllum spurningum. í dag er oss boðið til hátíðar í himnaríki, en hátíðin heldur áfram og nær sinni fullkomn- un í himnunum, í upphæðum hjá Guði. Oft nem ég staðar við þessi orð og vil benda á þau nú í dag: ,,Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki, og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrir bjó þeim, er elska hann“. (lKor. 2.9.). Sú kemur stund, að vér fá- um fullkomið svar. HlcuiAAflr: jdnaband NÝLEGA var sýnd kvikmynd í Frakklandi, eftir ung- an höfund, sem olli löngum og all-heitum ritdeilum. Efni myndarinnar var: „Girnd og hjónaband“ (Desire and marriage). Ung hjón hafa verið gift í fjögur ár. í upphafi hjónabandsins var ást, líkamleg ást, til staðar. En eftir fjögur ár eru þau hætt að þrá líkama hvors annars, sem í fyrstu hafði veitt þeim svo mik- inn unað og ánægju. Þau ákveða því að slíta samvist- um, enda þótt þau hafi raunverulega ekki yfir neinu að kvarta. Francoise Sagan, hin unga og þekkta skáldkona, ritaði grein um fyrrnefnda kvikmynd. Skoðun skáld- konunnar var í stuttu máli sú, að þegar líkamleg þrá væri horfin, þá væri þó margt eftir til að sameina hjónin: Vinátta, venjur, sameiginleg áhugamál, tilfinri- ingar, sú ánægja að vakna saman, og þetta nægði til að gera líf þeirra beggja bjart og hamingjuríkt. Ég álít að hún hafi á réttu að standa. Hin líkam- lega þrá hlýtur ávallt að dofna og ef hjón skildu jafn- skjótt og mesti hiti líkamlegrar ástar dvínaði, þá yrðu fá hjónabönd annað en tjaldbúð til einnar nætur. Að sjálfsögðu er það mikilvæg ákvörðun fyrir konuna, eigi síður en manninn, að bindast fyrir allt lífið. í fyrstu álíta elskendurnir, að þeir hafi valið þann einasta eina, þann eina rétia. Slíkt fer þó engan- vegin staðizt. Þeir völdu þann, sem atvik og aðstæður gerðu eftirsóknarverðan. Að velja þann bezta væri ó- mögulegt með öllu. Á þeirri stundu sem valið fór fram, þekkir maður ekki alla aðra. Vandinn er sá, að breyta þannig að hinn kjörni verði sá bezti. Hjóna- band er ekki fyrirfram tilbúin hamingja. Það er lista- verk, sem báðir aðilar verða að helga allt sitt líf. — Hjón skapa sín eigin örlög, eigin auðnu eða auðnu- leysi. Það er óumflýjanlegt að á eftir fyrsta ástríðu- eldinum komi þreyta, eða jafnvel afturkippur. Eng- inn getur alltaf haldið líkamlegum girndum sínum óskertum. Það væri losti, ekki ást. En ef karl og kona hafa til þess vit og hyggindi, að notfæra sér hamingju fyrstu samlífsáranna, til þess að skapa varanlega ást, þá veita unaðssemdir æskuár- anna þeim tækifæri og möguleika til að undirbúa un- aðssemdir fullorðinsáranna, sem ekki eru síðri. Þau venja sig sið stöðuga návist hvors annars; þau læra að treysta hvort öðru, sem er önnur og betri ást, en hin líkamlega. Þau læra að brosa að mismunandi smekk og áhuga hvors annars, í stað þess að láta slíkt valda deilum og ágreiningi. Þannig koma þau smátt og smátt í hægu leiði af ( hinu úfna hafi girnda og afbrýðisemi, inn í kyrrsævi j hjónabandshamingju og hjúskapargleði.... | Ferming Ferming í Árbæjarkirkju 30. apríl (Séra Bjarni Sigurðsson) Stúlkur: Jóhanna Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Árbæjarbletti 46 Magnea Ingibjörg Gestsdóttir, Selás- bletti 2 Sigurborg Kolbeinsdóttir, Selásbl. 22A Sólveig Hannam, Árbæjarbletti 13 Steinunn Hjördís Sigurðardóttir, Ar- bæjarbletti 47 Sædís Guðrún Geirmundsdóttir, Ar- bæjarbletti 30 Drengir: Gísli Guðmundsson, Selásbletti 6. Logi Asgeirsson, Urðarbraut 2 Sigurjón Guðmundsson, A»*bæjarbl. 70 Sævar Guðmundsson, Nesjum v. Suð urlandsbraut A ^T, FERDIIMAMP JLl »1 V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.