Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐIÐ Fimmíudagur 4. maí 1961 Falsanir kommúnista Höggvið aftan af Hofteigs Bjarna! ■M Hinn 1. maí sl. gáfu ® kommúnistar út auka- blað af Þjóðviljanum undir fyrirsögninni „Islenzkar radd ir“. I kálfi þessum voru prentaðar upp glefsur úr ræð um ýmsra þjóðkunnra manna um öryggismálin og afstöð- una til dvalar erlends hers á Islandi. Flestir voru þessir ræðukaflar frá fyrstu árun- um eftir að síðari heims- styrjöldinni Iauk og jafnvel áður en henni lauk. Á þeim árum var það að sjálfsögðu heitasta ósk allra Islendinga að friðar- og öryggistímabil rynni upp í alþjóðamálum að hinum mikla hildarleik, sem kommúnistar og nazistar hleyptu af stað, loknum. Mót uðust ræður lýðræðissinn- aðra manna mjög af þessari ósk og þeim vilja, að hinn erlendi her, sem hér dvaldi á stríðsárunum hyrfi héðan burtu. ■ En hinn alþjóðlegi komm únismi feykti þessum vonum burtu. Rússar létu Rauða herinn ræna hverja Evrópuþjóðina á fætur ann- ari frelsi og sjálfstæði. I stað þess að afvopnast eins og lýðræðisríkin juku Sovét- ríkin herbúnað sinn að mikl- um mun. Þá neyddust lýð- ræðisþjóðimar til þess að snúast til varnar. Þeir menn hér á landi, sem gæta vildu sjálfstæðis og öryggis lands- ins gerðu sér ljóst að Islend- ingar urðu að fara sömu leið og nágrannar þeirra og leita skjóls í varnarsamtökum vest rænna þjóða. Af því leiddi síðan nauðsyn þess að hér yrði haldið uppi vörnum með svipuðum hætti og meðal ann arra frjálsra þjóða. ■fl Nú bera kommúnistar ““ skoðanaskipti og „þjóð- svik“ á þessa menn og prenta upp ummæli þeirra, sem mælt voru við allt aðrar að- stæður en við nú búum við, sem sönnun fyrir „svikum" þeirra. Hér er um grófa og auð- sæja fölsun að ræða. En kommúnistar righalda í hana eins og sökkvandi maður í bjarghring. Hún er þeirra eina von þegar svo er kom- ið, að meginhluti þjóðarinn- ar sér og skilur að þjónkun við hina rússneku frelsisræn- ingja er æðsta boðorð komm- únistadeildarinnar landi. hér » Það er Iítið atriði, sem ™“ sýnir enn, hversu tamt kommúnistum er að beita föls unum, að Bjarni Benedikts- son frá Hofteigi, sem er á- byrgðarmaður hinna „Islenzku radda“, er kommúnistar gáfu út 1. maí, kallar sig nú að- eins „Bjarna Benediktsson“. Tilgangurinn er auðsær. Moskvuleppamir eru nú jafn- vel teknir að falsa sínar eig- in undirskriftir, ef ské kynni að þeir gætu villt um fyrir einhverri auðtrúa sál með því að höggva aftan af Hof- teigs-piltinum kennileiti hans! ■| En þessar falsanir duga ™ kommúnistum ekki. Sú staðreynd stendur óhögguð að Stalín og Hitler hleyptu síð- ari heimsstyrjöldinni af stað, og að henni lokinni knúði landránsstefna Rússa lýðræð- isþjóðirnar til samstöðu um varnir sínar. Þess vegna eru Islendingar í dag í varnar- bandalagi með öðrum lýð- frjálsum þjóðum, og þess vegna er hér vamarviðbún- aður í landi. Flugfélagið kaupirDC-6b FLIJGFÉLAG ÍSLANDS h.f. hef- ir undirritað kaupsamning við flugfélagið SAS um kaup á Cloud masterflugvél. Samningar um kaupin hafa staðið yfir að undan fömu en endanlega var frá þeim gengið fyrir nokkrum dög- um. Hin nýja Cloudmasterflugvél, verður afhent félaginu í júní- mánuði n.k. Þangað til mun Flug félag íslands hafa samskonar flugvél á leigu frá SAS, eins og verið hefir nokkrar undanfarn- ar vikur. Eins og undanfarin fjögur sum ur, munu Viscount-skrúfuþotur Flugfélags ísland, Gullfaxi og Hrímfaxi annast áætlunarflug Var snúið við til K-hafnar í GÆRKVKLDI um kl. 11 átti Flugfélagið von á einum faxanna frá Kaupmannahöfn og Glas- gow. Er flugvélin var rétt ný- farin af stað kom í ljós smávægi- leg bilun á stillingu hæðarstýris, í sambandi við sjálfstýristæki flugvélarinnar og var þá snúið við til Kaupmannahafnar. Þar var ekki hægt að fá varastykki og voru þá þegar gerðar ráðstaf- anir til þess að fá það frá Lon- don, með fyrstu flugferð. Stóðu vonir til að flugvélin gæti lagt af stað frá Kaupmannahöfn um kl. 8 árd. í dag. Mjög miklir farþegaflutningar hafa verið síðustu daga á öllum leiðum, sagði Guðmundur Snorra son í símtali við Mbl. í gær, og gat hann þess að aukaflug hefðu verið dag hvern undanfarið til Akureyrar og til Vestmannaeyja. félagsins milli landa, en Cloud- masterflugvélin verða notuð til leiguflugs, aukaflugferða og að litlu leyti til áætlunarflugs. Flugfélag íslands hefir nú auk eigin flugvélakosts, tvær fjögurra hreyfla flugvélar á leigu. Samtals eru flugvélarnar því átta, þar af fimm fjögurra hreyfla millilandaflugvélar. Sam tals getur flugfloti Flugfélags íslands nú flutt þrjú hundruð og níutíu farþega í einu. Fræðslufundur um garðyrkju á Akranesi FJÓRÐI fræðslufundur Garð- yrkjufélags íslands verður hald- inn að Hótel Akranes, Akranesi, laugardaginn 6. maí kl. 2 e.h. Á þessum fundi tala þeir dr. Bjöm Sigurbjörnsson, Jón H. Björns- son skrúðgarðaarkitekt og Óli Valur Hansson garðyrkj uráðu- nautur landbúnaðarins. Munu þeir svara fyrirspurnum fundar- manna ef tími vinnst til. Enn- fremur verða sýndar skugga- myndir (litmyndir). Aðgangur að fundinum er ókeypis og öllum heimill. Með þessum fundi lýkur fræðslufundum Garðyrkjufélags íslands á þessu vori. Helmingur aflans fyllti frystihúsið HAFNARFIRÐI. — Unnið hefir verið að því að losa hinn mikla karfaafla, sem Maí kom með hingað um hádegisbilið í fyrra- dag. Var unnið allan þann dag við uppskipun og fram að hádegi í gær, en þá varð að hætta sök- um þess að Fiskiðjuver Bæjarút- gerðarinnar var orðið yfirfullt. Verður allur karfinn unninn þar að 30 tonnum undanskildum, sem Jón Gíslason fékk, — og 5—6 tonn höfðu farið í „Gúanó“ þeg- ar tæpur helmingur aflans eða 240 tonn hafði verið skipað upp á hádegi í gær. Húsið fullt í dag verður svo haldið áfram að skipa upp þeim 250 tonnum, sem eftir eru, en þá hefir rýmk- ast eitthvað til í Fiskiðjuverinu. Sagði Kristján Andrésson for- stjóri í gær, að heppilegra og betra væri að geyma aflann í skipinu, heldur en í húsum uppi, því að lestir Maí eru úr alumínium, sem geyma fiskinn betur. — Er talið að aflinn muni verða um 500 tonn. Eins og sagt var í blaðinu í gær, kemur Apríl hingað með fullfermi af karfa á morgun. 1 NA IS hnúíar \jj/fa$V50hnúitr ¥: Snjókomo • ÚSi St Skúrir K Þrumur W.ZZ KtíUaski/ —hifaskit HcS | L&L*oS § ENN helzt sama veðráttan hér á landi, austlæg átt, þokuloft og svalt norðan lands og aust- an, en hlýtt á Suðurlandi. Á Hellu á Rangárvöllum var 12° hiti í gær kl. 15, en að- eins 5° á Akureyri. Veðurspáin kl. 22 í gær: Suðvesturland til Breiða- fjarðar og SV.mið til Breiða- fjarðamið: NA-kaldi eða stinningskaldi, skýjað mcð köflum. Vestfirðir og Vest. fjarðarmið: NA-kaldi eða stinningskaldi, slydda eða snjó koma norðantil. Norðurland itil Austfjarða og Norðurmið til Austfjarðamiða: NA-kaldi eða stinningskaldi, þokuloft og víða rigning. SA-land og SA-mið: NA-stinningskaldi, sums staðar dálítil rigning Kvenstúdentar sýna tlzkufatnað Forsala aðgöngumiða á föstudag og laugardag NÆSTKOMANDI sunnudag 7. maí mun Kvenstúdenrtafélag ís- lands hafa kaffisölu í veitinga- húsinu Lídó, og jafnframt sýna wkvenstúder4ar tízkufatnaði frá Markaðinum. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í styrkveitingasjóð félags ins. Félagið hefur á undanförnum árum tekið upp þá nýbreytni í starfsemi sinni að styrkja kven- stúdenta til náms, bæði við er- lenda háskóla, svo og við Há- skóla íslands eftir því, sem fjár- hagur félagsins hefur leyft. Dugleg systkin Bíldudal BÍLDUDAL, 3. maí — Barna- og unglingaskólanum hér var sagt upp á sunnudaginn. 1 vet ur voru um 100 nemendur í skólanum. Við vorprófin hlutu systkin hæstu einkunn irnar. I 12 ára bekk Björg Kristjánsdóttir með 9,48 og í 1. bekk gagnfræðadeildar bróðir hennar Ríkarður með 9,27. Auk skólastjórans Sæm- undar G. Ólafssonar voru við skólann tveir kennarar í vetur I Selárdalsskóla hlaut Sveinn Sigurjónsson í Grænu hlíð hæzta einkunn 9,G7. Hannes. Á s.l. hausti veitti félagið tveim kvenstúdentum styrki til náms við Háskóla Islands. Hvor styrkur var að upphæð kr. 7.000.—. Þær, sem styrkina hlutu, eru Björg Gunnlaugsdóttir, sem les viðskiptafræði, og Sigrún Björgvinsdóttir, sem stundar málanám. Félagið vonast til að geta hald ið þessum styrkveitingum áfram, þar sem þeirra er full þörf, eins og hinar mörgu um.sóknir bera með sér. Eina fjáröfluaarleið félagsins hefur fram að þessu verið hin ár lega kaffisala, sem nú er sérstrk- lega vandað til með því að sýna jafnframt tízkufatnað. Kvenstúdentar annast að sjálf sögðu sjálfar allt í sambandi við baffisöluna — baka kökurnar, ganga um beina, sýna tízkufatn- aðinn og halda uppi hljómlist meðan á veitingum stendur. Stjórn félagsins var endur- kjörin á aðalfundi í janúar s.l., og er hún þannig skipuð: Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður, og aðrar í stjórn og varastjórn: Ingibjörg Guðmunds dóttir, Erla Elíasdóttir, Ólöf Bene diktsdóttir, Ólafía Einarsdóttir, Brynhildur Kj artansdóttir, Sig- ríður Erlendsdóttir, Svava Pét- ursdóttir, Ragnhildur Helgadótt ir og Anna Júliusdóttir í stað Elsu E. Guðjónsson, sem dvelur erlendis. Þar sem búast má við mikilli aðsókn að þessari kaffisölu, er ákveðin forsala á aðgöngumið- um í Lídó föstudaginn 5. maí og laugardaginn 6. maí frá kl. 4 til 6 e.h. báða dagana. Mikill taprekstur bæjarfyrirtaekja á ríkis- og Siglufirúi í TILEFNI af kauphækkunar- kröfum þeim, sem Verkamanna- félagið' Þróttur á Siglufirði hef- ur gert á hendMr Síldarverksmiðj um ríkisins og öðrum atvinnu- rekendum þar hefur Morgun- blaðið fengið eftirfarandi upp- lýsingar um afkomiu helztu opin- berra atvinnufyrirtækja þar á s.l. ári. Tap Síldarverksmiðja ríkisins á síldarrekstrinum nam á s.l. ári um kr. 400.000,00 og voroi þá ekki færðar til gjalda fyrningar eða sjóðagjöld. Tap á rekstri Hraðfrystihúss S.R. á Siglufirði nam kr. 870.000,00 og voru þá engar af- skriftir færðar. Tapið á bæjarútgerð Siglu- f jarðar, sem gerir út tvo togara, nam á s.l. ári kr. 3.229.000,00 og er þá ekki reiknað með fyrning- um, en hins vegar reiknað með því, að 80% af vátryggingarið- gjöldum togaranna sé greitt úr útiflutningssjóði. Þegar tekið er tillit til þessa, hefur raunveru- legt tap á útgerð þessara tveggja togara numið um kr. 4.500.000,00 á árinu, auk fyrningar. Síldarverksmiðjan Raiuðka, sem er eign Siglufjarðarkaup- staðar, var einnig rekin með tapi, sem nema mun yfir >4 milljón króna, sem bætist við mikinn taprckstur fyrirtækisins undan- farinn áratug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.