Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 1
24 síöur
'wc&mibUfaib
48. árgangur
98. tbl. — Fimmtudagur 4. maí 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vopnahlé
VIENTIANE, Laos, 3. maí —
(Reuter) — Hongo Lea, höf-
uðsmaður hermanna þeirra
sem hollir eru Souvanna Ph-o
uma, las í morgun í útvarpi
skipun til hermanna sinni og
Iieriiiaima Fathet Lao, sem
hafa barizt með beim, að þeir
hættu hvarvetna bardögum.
Jafnframt tilkynnti hann að
síðar í dag yrði aftur haldinn
fundur fulltrúa deiluaðila um
vopnahlé.
Rólegt hefur verið á öllum
vígstöðvum í dag. Og vænta
menn þess, að vopnahlés-
nefndin, sem bíður í Nýju
Delhi, fari innan skamms til
Laos.
Frá handritafundinum sem Studenterforeningen efndi til. Áhheyrendur hlusta á framsöguræðu Bjarna M. Gislásonar.
ögufegur fundur um handrita
máliö í Studenterforeningen
Stúdentar við Hafnarháskóla
sendu út dreifibréf með níði
um Jorgensen menntamálaráðh.
A ÞRIÐJUDAGSKVÖLDID var haldinn umræðufundur
um handritamálið í Studenterforeningen í Kaupmanna-
höfn. Fundurinn var fjölsóttur og tóku margir til máls
Og var um tíma nokkur háreysti á fundinum.
Fréttaritari Morgunblaðsins sat fundinn og hér fer á
eftir úrdráttur hans úr ræðum frummælenda, þeirra Bjarna
M. Gíslasonar rifhöf. og Bröndum-Nielsens, prófessors
auk þess sem drepið er á ýmis atriði í ræðum annarra
ræðumanna.
Lýsing fréttaritara er svohljóðandi:
Einkaskeyti til Mbl.
frá Sigurði Líndal,
Kaupmannahöfn, 3. maí.
f GÆRKVELDI var haldinn
fjölmennur fundur í Studenter-
foreningen. Fundurinn var settur
kl. 19.45 og gerði það formaður
félagsins £. Clan, hæstaréttar-
lögmaður.
Meðal viðstaddra má nefna
þingmennina Ib Thyregod úr
Vinstri-flokknum, Edvard Jen-
sen úr fhaldsflokknum, Rime-
stad frá Óháðum, og Aksel Lar-
sen formann Socialísk Folke-
parti.
Ennfremur Sören Holm
Anna Borg, Poul Hjermind for-
maður félagsins Norden, Aksel
Christensen, prófssor og Agnete
Wöhlitz, deildarstjóri í mennta-
málaráðuneytinu.
— Aftur á móti var Jörgen
Jörgensen ekki mættur á fund-
inum.
• Harðar umræður
Umræður urðu harðar og virt-
ust áheyrendur flestir andvígir
afhendingunni. Títt var, að menn
gripu hver fram í fyrir öðrum
og varð fundarstjóri hvað eftir
annað að gefa áheyrendum
áminningar. Einkum urðu þeir
fyrir aðkasti, sem meðmæltir
voru afhendingu.
• Framsöguræða
Bjarna Gíslasonar
Bjarni Gíslason hóf mál sitt
með því að gera grein fyrir
hversu miklu máli fornbókmennt
ir skiptu og hefðu skipt síðustu
aldir. Hann gerði grein fyrir
því, hvernig handritin hefðu
horfið úr landi og ástæ'ðum fyrir
því. Sérstaklega skýrði hann frá
söfnun þeirra Brynjólfs biskups ] Þau rök, sem Bjarni færði eink-
Sveínssonar og Árna Magnússon- um fyrir afhendingu handritanna
ar. Síðan sagði hann frá erfða- voru:--------
skrá Árna og skipulagsskrá Árna J • — 1. Lifandi samband þjóð-
stofunar. ¦ Framh. á bls. 13.
Fyrirlio-
inn hand-
tekinn
HAVANA, Kúbu, 3. maí. (Keut-
er). — í dag var gefin út til-
kynning frá kúbanska hernum,
þar sem sagt var, að fjórir hátt-
settir menn úr liðinu, sem gerði
innrásina á Kúbu á dögunum,
hefðu verið teknir höndum.
Væri þeirra á meðal Manuel
Artime, höfuðsmaður, sem var
fyrirliði innrásarhersins. Segir í
tilkynningunni, að hann og fleiri
innrásarmenn hafi leitað hælis
í mýrledi inn af svonefndum
Pig Bay (Svínaflóa), skammt
þar frá er innrásarliðið gekk á
land.
Artime var áður stuðningsmað
ur Castros og vann með stjórn
hans í fyrstu, en flúði til Banda
ríkjanna fyrir rúmu ári síðan.
Allar herdeildir í Kongó
undir stjórn Kasavubus
Londoft og Coquilhatville,
3. mai — (Reuter — MTB)
TILKYNNT var í dag, að stjórn
Sameinuðu Þjóðanna í Kongó
hefði fallizt á, að allar herdeildir
hinna ýmsu ríkisstjórna í Kongó
verði aameinaðar undir stjórn
Kasavubus farseta og stjórnar
hans í Leopoldville.
-Ar Thsombe ekki sleppt
Það var Justin Bomboko,
utanríkisráðherra, sem tilkynnti
þetta fréttamönnum í Coquil-
hatville í dag. Hann sagði, að
Hammarskjöld frkv.stj. Samein
uðu Þjóðanna hefði fallizt á þetta
fyrirkomulag svo og, að ljóst
væri nú, að samtökin myndu
ekki hlutast til um að Thsombe,
forsætisráðherra Katangafylkis
yrði látinn laus. Hann hefur nú
verið í haldi í sjö daga — eða
síðan hann fór í fússi af ráð-
stefnu stjórnmálaleiðtoga Kongó
lýðveldisins, þar sem átti að á-
kveða framtíðarskipan landsins.
Bomboko sagði að samkomu-
lag hefði orðið milli stjórnarinn
ar í Leopoldville og stjórnar liðs
SÞ um samstarf á ýmsum svið-
um og að reyna að forðast mis-
skilning í samskiptum þessara
Bourguibu
Woshington
WASHINGTON, 3. maí fReut-
er) — Habib Bourguiba, for-
seti Túnis, kom í dag til Was-
hington, en þar mun hann
dvelja í þrjá daga í boði
Kennedys forseta.
Bourguiba, sem dvaldist sið
ustu þrjá dap.a í Kanada, var
fa'gnað hjartanlega á flugvell-
inum. Hann og Kennedy óku
síðan í opinni bifreið til Hvíta
hússins.
aðila — sem svo oft hefur spillt
samstarfi þeirra. Bamboko sagði
að úr þessu yrði litið á alla her-
menn sem óhlýðnuðust boðum
Leopoldvillistjórnar sem upp-
reisnarmenn.
Fulltrúar S> og stjórnarinnar
í Leopoldville hafa undanfarnar
vikur setið að samningaviðræð-
um, sem hafa gefið góðan árang-
ur, — meðal annars þann, að
SÞ hafa aftur fengið afnot af
haínarbænum Matadi, þar sem
var aðal birgðahöfn liðs samtak
anna. Vegna þessa samkomulags
varð Tshombe hinn reiðasti og fór
sem fyrr segir í fússi af ráðstefn-
unni í Coquilhatville og ætlaði
að halda heim til Katanga.
Brugðu þá hermenn Leopoldville
stjórnar hratt við og heftu för
Tshombes og alls fylgdarliðs
hans. Þeir sögðust ekki sleppa
honum fyrr en hann hefði aftur
hafið viðræður við aðra stjóm-
Framhald á bls. 23.