Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1961næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 4. maí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 — Keflavík Framhald af ols. 10. inum sem dokar við og segist ek.ki vera nein film- stjarna, en spyr hverjir við séum. Við segjum honum það og hann segist heita Ingólfur Magnússon og vera úr Garð- inum. Ég er kallaður Ingólf- ur á BergL Ég segi: — Sveinn Ijósmynd arinn minn er líka ættaður úr Garðinum. Ætli þið séuð ekki frændur. Nú lítur Ingólfur á Svein: — Heyrðu þú en sonur hars logga. Hann var oft hér á Jerðinni í Keflavik, að kauoa gotu. — Jú það passar. — Ég man eftir honum. Við vor- um líka einu sinni saman á honum Gunnari Hámundar- syni. Þá var ég strákur kom- inn yfir fermingu. — Hvernig fannst þér fiski- ríið? — Svona sæmilegt. Aflinn er líklega um 400 kíló. Hvað skyldi fást fyrri það? — lík- lega eitthvað yfir 1000 krónur. — Ég er annars bílstjóri, en ier á færaveiðar á vorin. Við Sveinn hnippum hvor í annan og segjum að það væri vænlegra að fá sér trillu en vera í þessum blaða- mennskubransa. Ingólfur seg- ist fá aflann á Brúnunum. Hann hefur verið í þessu þennan mánuð. Loks lyftir hann upp úr rúminu einum risastórum ufsa. — Jæja, þarna sjáið þið, við veiðum ekki eintóman smáufsa í Keflavík. Nei viff erum ekki með mótorhjóladellu. Aðeins fiskidellu. • f upplestrarfríi Við höfum tekið eftir því, að strákpatti einn hefur læðst niður í bátinn hjá Ingólfi og hjálpað honum við að kasta fiskinum á land. Það kemur í ljós, að þessi piltungur, þrettán ára og stuttur á velli er einn af „stórútgerðarmönnum“ Kefla víkur. — Það er ég sem veiði smá- ufsann hér í höfninni. í fyrra dró ég fyrir hann o,g hafði tvö tonn í land. Síðan ók ég honum í hjólbörum í fiski- mjölsverksmiðjuna. „Stórútgerðarmaður“ þessi kvaðst heita Ragnar Jón. Hann á nú raunar að vera að lesa undir próf í gagnfræða- skólanum, en var „af ein- liverri tilviljun" niður við höfnina, þegar við komum þangað. Farðu nú strax heim Jón Ragnar og lesta undir þitt próf, sagði ég við hann. En tíminn leið. Við blaðamenn- irnir fórum upp í fiskvinnslu- stöð og upp að harðfisktrön- um og sáum það síðast til Jóns Ragnars að hann sigldi með Ingólfi frá bryggjunni til að koma bátnum í lægi. Og seinna um kvöldið, þeg- ar bátarnir voru að koma og við gengum um höfnina, var Jón Ragnar þar enn á bryggj unum og strákahópur í kring- um hann. ■— Þú hefur náttúrlega ver- ið að lesa lexíurnar þínar? — Nei, það hafði hann nú ekki gert enn. — Æ, hvernig fer með ungdóminn í dag. — Ætli ■■- vt maður falli ekki bara, sagði guttinn hinn rólegasti. • Með fiskidellu Hinir strákarnir sögðust líka alltaf vera niðrá bryggju. Þeir höfðu ekki áhuga fyrir neinu öðru en sjónum og fiski bátunum. — Er enginn með mótor- hjóladellu? Nei, enginn var með mótor- hjóladellu, ekki einu sinni hjóladellu. Bara með fiski- dellu. Þeir minntust þess enn þegar þeir veiddu sem mest af smáufsanum í höfn- inni. Þá fengu þeir nóga pen- inga í vasann. Það var Jón Ragnar sem stjórnaði útveg- inum. Svo réði hann okkur og borgaði okkur kaup. Sjálf- ur hirti hann náttúrlega all- an gróðann. Hvað gerðuð þið við pen- ingana? Þið hafið auðvitað keypt tómar karmellur og brjóstsigg fyrir þá? — Nei, þeir sögðust engan áhuga hafa fyrir sælgæti. Auðvitað höfðu þeir lagt pen- ingana fyrir í banka. Eftir þetta samtal við, strák ana, ætluðum við aldrei að losna við þá. Þeir flæktust um allt með Okkur og voru að spyrja: — Skrifar þú Jakob blaðamann? Þangað til ég sagði við þá: — Farið upp á Vatnsnesið og gáið hvort bátarnir fara ekki að koma. Og strákastrollan hljóp með góli og gargi upp á Vatnsnesið. Við þekkjum hvern einasta bát, — við þekkjum þá á mastrinu, hróp- uðu þeir. Og litlu síðar köll- uðu þeir ofan af Vatnsnes- inu: — Þeir eru að koma, þeir eru að koma. Þ. Th. Fundu glym- skiuttunn ú Lungubui SÍÐDEGIS á fimmtudag komu nokkrir útlendingar á lögreglu- stöðina í Reykjavík og báðu lög- regluna að hafa hendur í hári unglinga, sem væru að spila á glymskrattann þeirra inni á Expressókaffi. Útlendingar þessir komu með Gullfossi hingað til lands í síð- ustu ferð hans. Skömmu eftir að þeir stigu hér á landi, var glym- skrattanum þeirra stolið í and- dyri Hótel Borgar. Útlendingarnir voru í atvinnu- leit hér og fengu brátt vinnu á Álafossi, eins og margir útlend- ingar. Þeir fréttu svo ekkert af glymskrattanum um hríð. En á laugardag, er þeir komu í bæ- inn varð þeim gengið inn á Ex- pressókaffi. Sáu þeir þá unglinga hóp þar inni með glymskrattann þeirra. Þeir brugðu fljótt við og fengu lögregluna í lið með sér. Þegar lögreglan og útlendingarn- ir komu á Expressókaffi, voru unglingarnir horfnir með glym- skrattann. Eftir skamma leit fund ust þeir þó aftur á Langabar, þar sem þeir sátu umhverfis glym- skrattann og hlustuðu á hljóðin. Lögreglan fór með allan hóp- inn, útlendingana, glymskrattann þeirra og unglingana, sem vöru 5 eða 6 að tölu, strákar og stelp- ur. Einn strákanna kvaðst vera eigandi glymskrattans, enda keypt hann af öðrum strák, sem hafði keypt hann af enn öðrum strák o. s. frv. Málið er í rann- sókn. Karimannaföt — Karimannaföt -K Yor og sumarföfin koma fram þessa dagana Fallegra og glæsilegra úrval en nokkru sinni fyrr Valin úrvals efni Stakir jakkar Slakar buxur • • VIL KLÆDDIR I FOTUM FRA ANDERSEIV S EAUTH UF. Vesturgötu 17 — Laugavegi 39.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 98. tölublað (04.05.1961)
https://timarit.is/issue/111566

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

98. tölublað (04.05.1961)

Aðgerðir: