Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. maí 1961 M ORGV N BL AÐIÐ 5 GEIR AÐILS fréttaritari Tím- ans í Kaupmannahöfn, er nú staddur hér á landi í stuttri heimsókn og átti Morgunblað- ið tal af honum fyrir skömmu. — Hvað hafið þér dvalizt lengi erlendis? — Eg fór til Kaupmanna- hafnar 1924 og hef dvalizt þar nær samfleitt síðan. Eg fór þá til náms í byggingarlist við Listaháskólann þar. Á þeim árum fékkst ég einnig tals- vert við að mála. Á þessu timabili varð ég góðkunningi margra danskra listamanna t. d. rithöfunda, sem þá voru að gefa út sínar fyrstu bækur, én eru nú frægir menn, t.d. Sig- fried Pedersen, Schade og Nis Petersen. Einnig kynntist ég mörgum frægustu málurum dana og færeyska málaranum Jóensen Mikenes. Á stríðsárunum vann ég við byggingaeftirlit í Danmörku, en í lok þeirra kom ég heim og hafði þá ekki heimsótt ættjörð ina í 19 ár. Fannst mér mikið til um allar þær breytingar, sem hér höfðu orðið á þessum tíma, en samt er varla hægt að jafna þeim við breytingarnar, sem orðið hafa hér síðustu 5 árin, því að þær eru alveg undursamlegar. — Hvenær hófuð þér að starfa sem fréttaritari? — Það var strax og ég kom út eftir stríðið, en þá hafði ég dvalið hér á landi í 3 mán- uði og unnið að útgáfu hand- bókar ísafoldar, en það gerði ég fram til 1950 og kom þá alltaf heim á hverju ári og dvaldizt hér þriggja mánaða tíma. Þann tíma ársins, sem ég var í Kaupmannahöfn var ég fréttaritari íslenzka útvarps- ins þar fram til 1949. Einnig skrifaði ég þá greinar frá fs- Iandi í þátt, sem birtist í blað- inu Nationaltidende, en það blað heitir nú Dagens Nyhed- er. Þátturinn hét Norden rundt. Árið 1955 gerðist ég svo fréttaritari, hef ég alltaf haft náið sambandi bæði við ísland og íslendinga í Höfn. T.d. fylg- ist ég mjög vel með störfum íslenzka stúdentafélagsins þar og íslendingafélagsins og sendi fréttir af starfsemi þeirra heim. Strax eftir stríðið fóru fs- lendingar, sem til Hafnar komu að leita til mín um ýms- ar upplýsingar og fyrirgreiðsl urur og fyrir 6 árum setti ég á stofn skrifstofu í þessum tilgangi. Eg tel það mjög mik- ils virði fyrir menn, sem hafa komið undir sig fótunum er- lendis og starfa þar að hafa sem nánast samband við land sitt og þjóð. Eg hef verið lán- samur að þessu leyti. Maður saknar þá ekki eins mikið að dveljast langdvölum f jarri fóst urjörðinni og hugurinn er oft heima. — Þér ætlið að halda áfram að starfa í Kaupmannahöfn? — Já, maður er enn í fullu fjöri. Mig langar þó til að bera beinin heima, en það er aldrei að vita hvernig það verður. — Hvenær heimsóttuð þér ísland síðast? — Það eru þrjú ár síðan, ég reyni að skreppa heim eins oft og tækifæri gefst. Eg rósasveig þér síðla batt að sæma þig, — nei, meir var ætlun mín hann bæri boð um blóm, sem aldrei deyr. Þinn andi blómið aðeins snart, sem endursent var mér. En síðan á það ilm og líf, ei af sér sjálfu, — en þér. Sú þrá, sem rís í þyrstri sál, biðst þrúgu, í hæðir inn. En beri hönd mér himins drykk, ég hafna — og vel mér þinn. Ben Jonson: Tvímenningur (Þýð. Einar Benediktsson). tíLÖÐ OG TÍMARIT Barnablaðið Æskan 4. tbl. 1961 er komið út. Af efni þess má m.a. nefna: Frásögn um fiskasafnið í Florida, smá saga. Æska mín eftir Shirley Temple, framhaldssaga og margt fleira til skemmtunar og fróðleiks. — Sérðu hann þarna, hann pantar sjálfiur! - — Eg fæ t-eið aldrei eins og ég vil hafa það, sagði Skoti nokkur. — Hvernig þá? spurði landi hans. — Eg vil hafa tvo sykurmola út í teið, en þegar ég drekk heima fæ ég mér bara einn, en þrjá, þegar ég drekk annarsstaðar. — Þau lifa eins og þau væru í Paradís. — Er það virkilegt? — Já, bráðum eiga þau ekki spjÖr til þess að vera í. ÁHEIT og GJAFIR Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: — S og H kr. 200; ÞJ kr. 50; Halldóra kr. 50; ónefndur kr. 20. Hallgrímskirkja í Saurbæ, afh. Mbl.: — G. áh. frá Þ 50 kr. — Hvernig gengur hjá fjöl- skyldunni hans Jóns? Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína, ungfrú Guðrún Sigríð- ur Guðlaugsdóttir, Laugarnes- vegi 78 og Örn Ingólfsson, Löngu hiið 19. Sl. þriðjudag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Sólrún Björg Jensdóttir, blaðamaður á Morg- unblaðinu, Grundarstíg 3 og Þórður Harðarson, stud. med., Bræðraborgarstíg 15. Nú eru síffustu forvöff aff sjá hina liugnæmu úrvalsmynd ©r Stjörnubió hefur sýnt í 3 vikur. Þaff er sagan af blindu stúlkunni Esther Costello. Allir sem séff hafa myndina ljúka upp einum rómi um ágæti hennar. Snót, drekktu á mig augans skál, pá er mín lífstryggS ]>m, — lát eftir koss við bikars barm. Pá bergi ég aldrei vín. R 1000 Packard 38 til sölu, í góðu lagi. Til sýnis á Höfðatúni 4 í dag og næstu daga. Uppl. í síma 17848. íbúð óskast 2ja—3ja herb. Uppl. í síma 10371. Eldri kona óskar eftir herbergi á rólegum stað í Vestur- bænum. Uppl. í sma 37882. Til leigu frá 14. maí 2ja og 3ja herb. íbúðir í Miðbænum. Tilboð merkt: „Miðbær — 1184“. Dúkkukerrur Óska eftir 2 notuðum dúkkukerrum eða vögnum, mega vera í ólagi. — Sími 50680. Sjómaður í millilandasiglingum ósk- ar eftir 2ja herb. íbúð. — Uppl. 1 síma 10114. 2—3 herbergi og eldhús óskast strax fyr- ir barnlaus hjón. Uppl. í síma 35727. Dömur Sauma kápur og dragtir úr tillögðum efnum. Hulda Indriffadóttir Kleppsveg 40, 4. hæð. Sími 37717. íbúð til leigu 14. maí 4 herb. á hæð, og tvö í risi á Sólvöllunum. Hitaveita. Tilb. merkt: „777 — 1128“, sendist Mbl. fyrir 7. maí. Halló! 4ra herb. íbúð óskast til kaups fyrir nýlega sendi- ferðabifreið sem fyrstu út- borgun. Tilb. á afgr. Mbl. fyrir laugardag, merkt: — „1944“. Atvinnurekendur Ungan mann vantar vinnu. Vanur plötusmiður, raf- suðu, logsuðu, pípulagn- ingum og vélavinnu. Uppl. í síma 23698. Aðalfundur B.S.P.R. verður haldinn í pósthús- inu þriðjudaginn 16. maí 1961 kl. 9 síðdegis. Stjórnin. Moskwitch! Vil kaupa Moskwitch 1955 með góðum mánaðar- greiðslum. Tilboð sendist til Postbox 448 fyrir 10. maí 1961. Stúlka eða kona óskast til afgreiðslustarfa. Gott kaup. Kjörbarinn Lækjargötu 8. Stúdínur þýzk dragt til sölu. Uppl. í síma 19549. ísskápur Til sölu vegna brottflutn- ings. Uppl. í síma 16638. Vanar saumakonur óskast á lítið verkstæði. — Uppl. í síma 35919 eða 15005. Iðnnám — Keflavík Getum bætt við 2—3 nem- um í járniðnaði. Vélsmiffjan Njarffvíkur hf. Sími 1750. Hafnarfj. — nágrenni Er byrjaður með vorhrein- gerningar. Sigurður. — Sími 50657. Keflavík — íbúð 1—2 herb. og eldhús óskast til leigu 15. maí. Uppl. í síma 1748 kl. 7—8 e. h. Útvega ódýran pússningarsand aðeins vik urblandaður, ekki mjög fínn. Góður í innanhúss- pússningu. Uppl. í síma 12443. Sumarbústaður óskast til leigu við Þing- vallavatn, helzt í Grafn- ingi. Tilb. merkt: „1133“, sendist blaðinu \ ------------------------ Peningamenn! Hver vill lána 50.000,- til 70.000, - kr. til eins eða tveggja ára. Trygging verð- ur fyrir hendi. Tilboð send ist afgr. Mbl. merkt: — „Öruggt — 1185“. Glerísetningar Húsaviffgerffir. ísetningar á einföldu og tvöföldu gleri. — Bæði stór og smá verjc. — Pantið í tíma í síma 37074. Súgþurrkunarblásari H12 nýr og ónotaður er til sölu af sérstökum ástæðum. — Uppl. í síma 36102 í dag og næstu daga e. h. Lóð Óskum eftir að kaupa lóð undir tvær eða fleiri íbúð- ir. Tilb. merkt: „Maí 1186“ sendist Mbl. fyrir sunnu- dagskvöld. Stúlka óskast til fatabreytinga, helzt vön. Herratízkan Laugaveg 27. Ráðskona óskast á fámennt sveitaheimili út á landi. Uppl. í síma 3-21-18 eftir kl. 7 í kvöld. Stúlkur! Vantar stúlku í sveit. Uppl. í dag í síma 37287.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.