Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUPBLAÐ1Ð Fimmtudagur 4. mai 1961 Keppendur frá 5 kaupstöðum leika Islandsmótib i badminton um helgina Á LAUGARDAG og sunnu- dag kl. 14:00 fer íslandsmót í Badminton fram í K.R.- húsinu hér í Reykjavík. Þátttakendur eru 27 í meist araflokki, en í I. flokki eru þeir 14, eða 41 alls, og eru frá Stykkishólmi, ísafirði, Akureyri, Hafnarfirði og Reykjavík. ★ Meistarar verja titilinn Flestir beztu Badmintonleik arar landsins taka þátt í mótinu. Allir síðustu árs meistarar taka þátt, í einl.leik karla: Óskar Guðmundsson, tvíl.leik karla: Ragnar Thorsteinsson og Lárus Guðmundsson.' Einl.leik kvenna: Jónína Niljóníusdóttir, tvíl.leik kvenna, Jónina Niljóníusdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir og í tvenndarleik Lovísa Sigurðardótt ir og Þorv. Ásgeirsson, sem öll munu reyna að halda í titla sína frá 1960. Búast má við spennandi keppni í öllum greinum. í einl.leik karla eru fyrir utan Óskar, m. a. Ágúst Bjartmars úr Stykkis- hólmi, margf. ísl. meistari (síð- ast 1959), Ragnar Thorsteinss., Garðar Alfonsson úr T. B. R. og Jón Höskuldsson Stkh, í>eir tveir síðastnefndu keppa nú fyrsta sinni í meistaraflokki á fslandsmóti, ungir menn og báð- ir í framför. í tvíl.leik karla eru auk Ragn- ars og Lárusar þeir Óskar Guð- mundsson og Einar Jónsson. Ósk ar og Einar unnu nýlega Reykja víkurmeistarakeppnina og munu þeir verða Ragnari og Lárusi skeinuhættir. Jónína verður að teljast nokk- uð öruggur sigurvegari, bæði í eiml. leik kvenna og með Sigríði Guðmundsdóttir í tvíl. leik kvenna. f tvenndarkeppni er erfitt að segja fyrir um væntanlega sig- urvegara. Jónína og Lárus töp- uðu naumlega fyrir Lovisu og Þorvaldi í Reykjavíkurmótinu á dögunum. Auk þess mætir nú aft- ur eftir tveggja ára fjarveru, hinn góðkunni badmintonmeist- ari margra ára, Vagn Ottosson en hann leikur að þessu sinni aðeins í einni grein með Juliönu Isebarn. Um fyrsta flokk er afarerfitt að segja nokkuð, þar sem utan- bæjarmennimir eru okkur hér að mestu x ókunnir hvað leikni snertir. Pétur Rögnvaldsson sigrar í Miami Hefur ndð ágætum tima # grindahlaupi FYRSTl ísl. frjálsíþróttamað- urinn sem á þessu ári vekur á sér athygli fyrir afrek er Pétur Rögnvaldsson. Hann Goð samvinna bæja og íÞróttafél. um íþrótíasali Á SÍÐASTA ársþingi ÍBR gat Gísli Halldórsson um samvinnu íþróttafélaga og bæjarins varðandi íþrótta- mannvirkin og komst að orði á þessa leið: ALLT frá stofnun bandalagsins hefur verið hin ákjósanlegasta samvinna við íþróttafulltrúa rik isins, íþróttaráðunaut bæjarins og fræðslustjóra. Slík samvinna er á margan hátt sjálfsögð og nauðsynleg fyrir alla aðila. — Strax í upphafi samdi ÍBR fyrir hönd félaganna um afnot af íþróttasölum skólanna, enda varla um annað að gera á með- an aðeins eitt félag átti eigið hús. Eftir að ÍBR og tvö félög komu upp stórum íþróttasölum, hefur þessi samvinna færzt nokk uð í það horf, að skólarnir leigi húsnæði íþróttahreyfingarinnar á daginn, síðan nota félögin það eftir þörfum á kvöldin. Á þenn- an hátt eru nú allir salir sem við ráðum yfir, fullnýttir frá morgni til kvölds. Þetta er hag- kvæmt fyrir báða aðila og fjár- festingarsparnaður fyrir þjóðina. Að undanförnu hefur þessi samvinna enn aukizt og nær nú til bygginga íþróttavalla og íþróttahúsa. Á sl. ári hóf skóli framkvæmdir við einn félags- völl, sem verður notaður af skólanum að vetrarlagi en félag- ið fær full umráð yfir honum að sumarlagi. ★ Chuan Kwang Yang Jrá Formósu — tugþrautar- Tcappinn Jrægi — hefur í Los Angeles kastaö spjótinu 71.96 m. Hann hyggst í sumar gera álvarlega tilraun til aö hnekkja heimsmeti Rafers Johnsons í tugþraut. Framk væmdast j órnin þessari samvinnu og fagnar I þessum aðilum mikil og góð þakkar ) störf í þágu æskunnar. er nú við nám í Miami og leggur jafnframt stund á íþróttir sínar. 2 bréfi sem hann hefur sent íþróttasíð- unni segir svo: „Um páskana" keppti ég í 120 yarda grindahlaupi í skóla- keppni á móti Yale-háskólanum og Brown College. Ég vann það hlaup og tíminn var 14.8. Síðan hefi ég keppt tvisvar og náð tímanum 14.9 og 14.7 á stuttu vegálengdinni en einnig hlaupið 220 yarda hlaup á beinni braut á 24.5 sek. í dag (bréfið er dagsett 29. apríl) var svo keppni hér á frjálsíþróttavellinum sem skóli okkar University of Miami ræður yfir. Keppt var við Stetson-College. Ég sigr- aði í 120 yarda hlaupintu á 14.6 sek. og varð annar í 220 yarda grindahlaupi — á beinni braut — á 23.9. Hitinn var um 30 gráður á C og allar aðstæður löglegar. Lítill hliðarvindur var, en háði þó ekki. Framundan eru þrjú mót í maí og vona ég að bæta mig eitthvað segir Rétur í bréfinu. Fyrr sagði Pétur á þessa leið: Samafara náminu æfi ég og keppi, Námið tekur mest af tím- anum og hefi ég því alls ekki getað æft undir tugþraut, en einbeitt mér að grindahlaupi og spretthlaupi. Þetta eru meistarar KR í kvennaflokki á nýafstöðnu Is- landsmóti í körfuknattleik. Þær unnu Ármann með nokkr um mun. (Ljósm.: Sv. Þorm.). Hörku keppni SUNDMÓT KR fór fram i gærkvöld og varð þar hörku skemmtileg keppni og jöfn. Hörðust var keppnin í skrið- sundi kvenna en þar vann Hrafnhildur Guðmundsdóttir ÍR enn sigur yfir Ágústu Þorsteinsdóttur. Tíminn var 1.06.04 hjá Hrafnhildi — henn ar bezti og aðeins 8/10 frá íslandsmeti Ágústu. Tími Ágústu var 1.06.7 mín. Hrafn hildur hlaut því Flugfreyju- bikarinn. í 100 m bringusundi karla varð og hörkukeppni. Hörður Finnsson ÍR tók forystu og hélt henni til loka. Tíminn varð ágætur 1.15.1. Einar Kristjánsson hlaut annað sæt- ið með 1.15.9. Guðmundur Gíslason ÍR vann yfirburðasigur í 100 m skriðsundi synti á 58.4 sek., 6/10 frá meti og í 50 m skrið sundi sigraði hann einnig á 26.3; 1/10 frá meti sínu. Guðmundur vann bezta af- rek mótsins og hlaut bikar Sundssambandsins fyrir. Hann hlaut 860 stig fyrir 100 m skrið sund sitt. Hrafnhildur átti tvö næstu afrek 856 stig fyrir skriðsundið og 856 stig fyrir bringusundið, sem hún vann á 1.23.5 mín. Enska knattspyrnan Danny Blanceflower var uit sýnir Blanceflower með bikar síðustu helgi valinn knatt þann er félag hans, Totten- spyrnumaður ársins í Eng ham. hlaut fyrir sigur í ensku landi. Myndin hér að ofar deildarkeppninni. 42. UMFERÐ ensku deildarkeppninnar og sú síðasta fór fram sl. laugardag og urðu úrslit þessi: 1. deild: Aston Villa — Sheffield W...... 4:1 Blackburn — Newcastle ......... 2:4 Blackpool — Manchester City ... 3:3 Bolton — Preston .............. i:i Chelsea — N. Forest............ 4:3 Everton — Arsenal ............. 4;i Leichester — Birmingham ....... 3:2 Manchester U. Cardiff ....... 3:3 Tottenham — W.B.A............ 1:2 West Ham — Burnley ............ 1:2 Wolverhampton — Fulham ........ 2:4 2- deild Charlton — Leeds .............. 2:0 Huddersfield — Bristol Rovers .... 4:0 Lincoln — Leyton Orient ....... 2:0 Luton — Scunthorpe ............ 0:0 Norwich — Southampton ......... 5:0 Plymouth — Rotherham ......... 3:3 Portsmouth —- Derby ........... 3:2 Sheffield U. — Middlesbrough .... 4:1 Stoke — Brighton .............. 0:2 Sunderland — Liverpool Swansea — Ipswich ...... Röð efstu og neðstu liðanna í I. og II. deild varð þessi: 1. deild: Tottenliam 42 31 4 7 115:55 66 Sheffield W. 42 23 12 7 78:47 Bð W olverhampten 42 25 7 10 83:57 57 Blackpool 42 12 9 21 68:73 33 Newcastle 42 11 10 21 86:109 32 Preston 42 10 10 22 43:71 30 2. deild Ipswich 42 26 7 9 100:52 5í) Sheffield U. 42 26 6 10 80:50 88 Liverpool 41 21 10 10 88:54 52 Stoke 41 11 12 18 48:58 M Portsmouth 41 10 11 20 61:91 n Lincoln 42 8 8 26 48:91 2« í Skotlandi urðu úrslit þau, að Rang« ers sigruðu í deildarkeppninni, en Kilmarnock varð í öðru saeti. í síð« ustu umferðinnl sigraði Rangers, Ayr með 7 mörkum gegn 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.