Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 4. maí 1961 MORGUNBT.AÐIÐ 23 Bræður aflahæstir PATREKSFIRÐI, 3. maí. All- ar horfur eru á því að vél- skipiff Dofri héðan úr bænum, verði meðal hinna aflahæstu báta á vertíðinni sem senn fer að ljúka. Formaður á Dofra er Finnbogi Magnúss. Hann var um mánaðamótin komintr með 951 tonn af fiski. Síðan hefur báturinn landað einu sinni um 20 tonna afla og í kvöld, er hann væntanlegur inn með svipaðan afla. Næst hæsti báturinn er Andri. Hann hefur verið á línu í allan vetur og er nú með um 775 tonna afla og var einnig á innleið, nú í kvöld. Formaöur á bátnum er Jón Magnússon, bróðir Finnboga, en þeir eru frá Hlaðseyri hér í Patreksfirði. Báðir eru þessir dugmiklu formenn búnir að vera á sjó frá því á unglings- árum sínum og hafa báðir verið bátaformenn í mörg ár, Finnbjörn er þrítugur en Jón á Andra 31 árs. Aðrir tveir bræður frá Hlaðseyri eru nú formenn og búsettir í Ólafsvík, einnig góðir afla- menn og dugmiklir sjósókn- arar. — Trausti. — Handritin Framh. af bls. 13. sagði, að Islendingum væri það itil skaða, að þeir létu skynsem- ina þoka fyrir tilfinningum — þeir mættu ekki álíta, að kær- leikur sá er Danir bæru til Eddu væri fölsk rómantík. En löndih yrðu að þróa með sér gagnkvæm an skilning. Tilgangur Árna Magn ússonar með söfnun handritanna ihefði verið sá að þau kæmu þá síðari kynslóðum að notum. Handritin hefðu verið seiid til Kaupmannahafnar til varðveizlu, þegar ísland hafði engin skil- yrði til að halda þeim, en nú væru þau fyrir hendi. Hann sagði að íslendingar hefðu vanrækt fornleifagröft svo furðu gengdi - þeir ættu fleiri minjar um for- itíðina en handritin, en bætti því við að enginn vafi væri á því, að handritamálið yrði til lykta leitt með skiptingu handritanna. • Hróp og hlátrar Poul Engberg, lýðháskólastóri tók næstur til máls og lýsti yfir fylgi sínu við afhendingu hand- ritanna. Gerðu þá áheyrendur hróp að honum, en hann hrópaði á móti hvort þeir þyldu ekki að hlýða á andstæðing þeirra. Hann sagði, að málið væri ekki lög- fræðilegt og lög gætu ekki gilt um alla eilífð. — Konungalögin bönnuðu kon ungi að afsala sér einveldi, sagði Engberg, — en samt var það gert. Breyttir tímar krefjast breytinga. Kjarni handritamáls- ins er samband milli þjóða og grundvöllur þess sambands er gagnkvæm virðing. beir sem eru andvígir afhendingu handritanna hélt Engberg áfram, hafa ekki kynnt sér, hvað býr að baki ósk- um íslendinga. Vísindastarfi verður alls ekki raskað----- Hér greip Bröndum Nielsen frammí fyrir Engberg og sagði: •— Sannaðu það. En Engberg hélt áfram og sagði, að dönskum fræðimönnum mætti veita styrki til íslands- ferða. — í>á gullu við hlemmihlátr- ar. En Engberg lauk máli sínu með því að segja, að með afhend ingu handritanna fengju Danir tækifæri til þess að vera til fyrir myndar um samskipti þjóða. • Kurrinn dvinaði Alsing Andersen, fyrrum ráð- herra, mælti mjög skörulega og eindregið með frumvarpi stjórn- arinnar. Framan af ræðu hans var mikill kurr með áheyrend- um, en hann dvínaði er á ræð- una leið. Andersen varaði menn við að trúa slúðursögum Starckes um Jörgensen menntamálaráðherra. — Áðurgreind ummæli sem höfð voru eftir Jörgénsen, sagði And- ersen, — voru viðhöfð, er hann sá öll rit Árna sjálfs sanian komin. Andersen sagði, að Bröndum Nielsen hefði haft rangt fyrir sér í því, að málið væri lögfræði legt — þaS væri milliríkjavanda- mál, en ekjci lögfræðilegt vanda- mál. Hann sagði, að í álitsgerð- inni frá 1951, hefði Starcke stað- ið einn á hinum lagalega rétti, en aðrir — þar á meðal Bröndum Nielsen — hefðu viðurkennt, að málið væri milliríkjavandamál. Andersen sagði, að fullheimilt væri að breyta skipulagsskrá Árnasafns, og mundi breyting leiða til þess, að andinn í erfða- skrá Árna kæmi betur fram. Hann sagði að prófessorar gætu ekki vísað þessu vandamáli á bug — Danir ættu að setja sig í spor íslendinga. Bröndum-Nielsen svaraði And ersen og sagðist hafa skipt um skoðun frá því, er nefndarálitið var lagt fram 1951. Hann sagði að áróður íslendinga hefði ekki bætt samstöðu Norðurlanda og nú hefði sáttfýsi Dana verið mis- notuð nægilega lengi. Yar þess- um síðustu orðum hans mikið fagnað. • Veikleiki Dana. Sparring-Petersen, prófastur sagði, að nauðsynlegt væri að ferðast til íslands til þess að skilja málið — menn skyldu reyna að imynda sér Danmörku án fornminja. Hann sagði, að ferðir til íslands gætu komið ~ Kongó Framhald af bls. 1. málaforingja. Síðdegis í dag frétt ist svo að Tshombe hefði óskað eftir að taka þátt í viðræðum á ný — en ekki er vitað hver afstaða þeirra í Leopoldville- stjórn verður til þess nú. ★ f Elisabethville er það haft fyrir satt, að SÞ muni ekki hlut- ast til um, að Thsombe verði látinn laus. Hins vegar muni stjórn samtakanna í Kongó reyna að sjá svo til að hann fái góða meðferð í hvívetna og fái sanngjarnan dóm, verði honum stefnt fyrir rétt. Talsmaður SÞ í Leopoldville sagði í dag, að heríið yrði vænt- anlega sent á ný til Port Frank- qui, en þar lenti saman í bar- daga um helgina Ghana her- mönnum SÞ og Kongóhermönn- um. ~ ★ í Reutersfrétt frá London seg- ir, að 80 brezkir þingmenn hafi sent framkvæmdastjóra Samein- uðu Þjóðanna tilmæli um, að hlutast til um að Moise Tshombe verði látin laus. Segja þeir nauðsyn bera til að hann sitji ásamt öðrum stjórnmálaleiðtog- um landsins ráðstefnu um fram- tíð þess. Enn fremur upplýsti talsmaður brezka utanríkisráðu- neytisins í dag, að brezka stjórn- in hefðj farið hins sama á leit við Hammarskjöld. mönnum til að skipta um skoðun og minnti í því sambandi á Flemming Hvidberg. Sparring-Petersen mælti ákveð ið með afhendingu. Niels Skyum Nielsen, lektor, sagði, að málið snerti allar þjóðir og það skapaði hættulegt for- dæmi. Hann skýrði frá því, að 300 undirskriftum hefði verið safnað meðal fræðimanna á síð- ustu sex dögum, og fylgdu þeim frekari mótmæli gegn afhending unni. Palle Lauring, rithöfundur, gagnrýndi harkalega málsmeð- ferðina og kvaðst ékki fá skilið, að þjóðþingið sætti sig við hana. Bjarni M. Gíslason flytur ræðu súra. Hann sagði að hér væri verið að slátra aldagamalli stofnun í flýti. Hann sagði, að menningar- arfur þjóða væri blandaður í söfnum víðsvegar og ætti óbreytt ástand að ríkja í þeim efnum. Ennfremur, að kröfur Norð- manna um handrit væru stað- reynd — og spurði hverjú ætti að svara þeim, þegar útsalan væri á annað borð byrjuð. Málið sýndi þann veikleika í skapgerð Dana, að vilja gjarna að aðrir álíti þá góða. Breytt afstaða eftir íslandsferð Jóhannes Terkelsen lýðháskóla stjóri lagði áherzlu á sérstöðu málsins, sem ylli þvi, að ekki væri- hætta á að fordæmi skap- aðist. Hann kvaðst hafa tekið nýja afstöðu í málinu, eftir heimsókn sína til íslands fyrir fjörutíu árum og kvaðst viss um. að afhending mundi ekki trufla visindastarf. Hann sagði, að for- svarsmenn íslendinga hefðu við- urkennt afhendinguna sem gjöf, og það yrði að leggja til grund- vallar. Stud.mag. Leif Aager Rasmus- sen sagði, að Danir hefðu ekki áhuga á handritunum — áhug- inn væri með öðrum hætti á íslandi og því bæri að afhenda þau í einhverju formi. Sagði hann engan skaða verða af af- hendingunni, því að verðmæti væru áfram til í Danmörku. Eðli legast hefðj verið, að háskólinn afhenti þau. Lauritz (föður nafn ógreini- legt) sagði að ekki ætti að gefa það, sem menn ekki ættu! Árna- HELGnSON/ o A Kj it DflRVOO 20 «i/ bKAnjl P SIMÍ 36177 /_/ leqsteifiar oq S* ; plÖtUi^ ; stofnunin ein gæti gefið hand- ritin en ekki þjóðþingið. Tveir ungir stúdentar tóku til máls og sögðu, að háskólanum yrði misboðið með afhendingu sem ekki væri í anda norrænn- ar samvinnu. Annar þeirra sagði, að fsland væri nægilega stórt til að fella málið niður og hvatti menn til þátttöku í mótmæla- göngunni. Jón Helgason prófessor var ekki á furrdinum Enn talaði Starcke og kvað íslendinga m'undu færa sig upp á skaftið, ef undan yrði látið. Hann minnti í þvi sambandi á kröfurnar til Grænlands og ræddi um stofnun Landssambands Grænlandsáhugamanna. Hann sagði, að talað væri um að sýna gjafmildi og það væri gott og blessað ef það væri á eigin kostn- að — en glæpsamlegt væri það á annarra kostnað. Að lokum stóð upp Bjaml Gíslason og gerði ýmsar athuga- semdir við það, sem fram hafði komið. Það vakti athygli manna, að prófessor Jón Helgason var ekki á fundinum. Fundi var slit- ið um miðnætti. ÍJt ——————— - D. A S. Framh. af bls. 6. Eftirtalin númer hlutu húsbún að fyrir kr. 5.000.00 hvert: 3598, 4439, 5498, 10799, 10840. 11386, 13964, 14391, 20765, 21377. 21923, 22827, 23662, 23941, 26693. 30779, 33493, 33761, 37315, 39983. 40454, 40599, 40750, 40816, 40881. 44568, 44662, 45303, 45757, 46100. 46786, 49339, 49546, 50832, 51802. 52214, 54582, 56200, 56507, 57174. 57304, 58060, 59122, 61363, 63523. Sala í Happdrættinu hefur gengið mjög vel eins og áður og mun vera um 95—96%. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGIMUNDUR JÓNSSON fyrrv. verkstjóri, Holtsgótu 1, andaðist 20. apríl sl. Samkvæmt ósk hins látna hefur bálför hans farið fram í kyrrþey. Helga Jónsdóttir, Aðalsteinn Ingimundarson, Hrefna Guðnadóttir Jón Ingimundarson, Grethe Mygind Unnur Ingimundardóttir og barnabörn Eiginmaður minn, JÓN VlDALlN HINRIKSSON Hlíðarbraut 17, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudag- inn 5. maí kl. 2 e.h. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún H. Einarsdóttir Minningarathöfn um son okkar skUla ingasonar sem fórst af slysförum 5. apríl sl., verður í Dómkirkj- unni, föstudaginn 5. maí kl. 2 e.h. Gyða Guðmundsdóttir, Ingi Guðmundsson Jarðarför móður minnar SIGRlÐAR SÆMUNDSDÓTTUR Hverfisgötu 23, Hafnarfirði fer fram laugardaginn 6. maí kl. 10,30 f.h. frá Frí- kirkjunni, Hafnarfirði. Sveinbjörn Sveinsson Útför föður okkar JÓNS HALLDÓRSSONAR fyrrum útvegsbónda, fer fram laugard. 6. maí kl. 2 e.h. frá Akraneskirkju. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á „Minnismerki drukknaðara sjómanna á Akranesi". Börnin. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma ÁSLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR sem lézt 29. apríl sl. á Landakotsspitala, verður jarð- sunginn 5. maí kl. 10,30 frá Fossvogskirkju. — Jarðar- förinni verður útvarpað. Sigurjón Pálsson, börn, tengdabörn og barnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för mannsins míns AÐALSTEINS GUÐMUNDSSONAR Stcinunn Sigurðardóttir, dætur, stjúpbörn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum hjartanlega öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför, stefAns INGVARSSONAR Sérstakar þakkir viljum við færa, læknum og hjúkr- unarfólki á sjúkrahúsi Hvítabandsins, fyrir ágæta hjúkr- un í veikindum hans. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.