Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. maí 1961 ð Framtíðaríogarar eru skuttogarar ÝMSUM þeim sem við togveiðar hafa starfað, mun hafa þótt nóg lun þá óheilla þróun, sem átt hefur sér stað í sambandi við togveiðar íslendinga nú síðustu árin, þar sem segja má að um al- gjöra kyrrstöðu sé að ræða, að því er snertir skipalag, að öðru leyti en þvi, að skipin hafa ver- ið stækkuð, svo óraunhæft má teljast, þegar það er haft í huga, að þeim hefur verið ætlað að stunda fiskveiðar í ís, og þá í flestum tilfellum vegna hrað- frystihúsanna, en að mestu leyti horfið frá veiðum til saltfisk- verkunar! I>að er augljóst mál, að tog- skip allt að 1000 lestir eða meira, hafa ekki aðstöðu til að stunda hagkvæmar veiðar fyrir hraðfrystihúsin, annað tveggja hlýtur að eiga sér stað, % eða % fermi, eða þá lélegt hráefni, svo að vara frystihúsanna verð- ur ekki í bezta gæðaflokki. Til þess að svo stór eða stærri skip fullnægi öllum þeim kröf- um sem gera ber til vörugæða hraðfrysts fisks, er aðeins til ein lausn. Það eru tveggja þil- fara togarar eða verksmiðju- skip, þar sem allur fiskur er flakaður spriklandi upp úr sjón- um og settur strax í umbúðir, eftir tegundum, og í hraðfrysti- hólfin, og allur úrgangur í lýsis- og mjölvinnsluvélarnar. Þetta er sú eina raunhæfa og rétta lausn, þegar um úthafs- veiðar er að raeða, á fjarlægum miðum, sem aetlaðar eru til hraðfrystingar. Ef togskipum er aftur á móti ætlað það hlutverk að fiska fyr- ir hraðfrystihús í landi, og þá helzt ekki á allt of fjarlægum miðum, þá mun tæplega vera hagkvæmt að stærðin sé meira en 600 til 700 lestir, ef um skut- togara er að ræða. Frændur okkar Norðmenn virðast vera búnir að átta sig á þessu, því nú eru þeir að ljúka við smíði á fyrsta skuttogara sínum, af stærðinni 650 lestir. Togarinn er með tveim stálþil- förum, og 350 m3 lestarrúmi, sem allt er klætt aluminium að innan. Takmarkið er að þessi skip eigi að tryggja hraðfrysti- húsunum hráefni, því er aðeins um kælingu að ræða allt niður í mínus 3 C’ en ekki hraðfryst- ingu á fiskinum. Við íslendingar höfum reynslu á því, að norskbyggð fiskiskip taka flestum fiskiskipum fram um alla hagkvæmni og sjóhæfni. Þau fiskiskip, sem fengin hafa verið á seinustu árum til lands- ins, hafa sannað það. Nú þegar þeir eru að fara inn á nýtt svið £ skipabyggingum, sem miða að vissu hlutverki, getum við því treyst því að þeir hafa Gunnar Zoega lögg. endurskoðandi Endurskoðunarstofa Skólavörðust. 3 — Sími 1-7588. valið hagkvæmt fyrirkomúlag, að vel yfirveguðu máli, til að fullnægja því. Þorkell Sigurðsson, vélstjóri. KÓR Kvennadeildar Slysavarna félags fslands efnir til sinna fyrstu kirkjutónleika í Krists- kirkju í Landakoti sunnudags- kvöldið 7. maí undir stjóm Her- berts Hriberschek, sem stjórnað hefur kórnum undanfarin ár. Einsöngvarar með kórnum verða Snæbjörg Snæbjarnar og Sigur- veig Hjaltested, Dr. Páll ísólfs- son mun aðstoða kórinn og einnig leika einleik á orgel. Kór Kvennadeildarinnar hefur- starfað í 7 ár og haldið 4 opin- bera hljómleika, auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsöng á vegum ópperuskóla V. M. De- metz, sem verið hefur raddþjálf ari kórsins undanfarin tvö ár. Um jólin í vetur flutti kórinn óperettuna Fuglasalinn í útvarp ið og sungu þau þá með honum Demetz og Snæbjörg Snæbjarn- ar. Nú er í ráði að flytja fyrsta stóra kórverkið Stabat Mater eftir Pergolese um næstu páska. í kómum eru um 30 konur úr Kvennadeild Slysavarnafélags- ins, og hafa þær sýnt mikinn áhuga og fórnfýsi með því að mæta stöðugt á æfingum. For- maður kórsins er Gróa Péturs- dóttir, gjaldkeri Elinborg Guð- jónsdóttir og ritari Hjördís Pét- ursdóttir. Andleg lög Á efnisskrá kórsins á sam- söngnum í Kristskirkju verða að sjálfsögðu eingöngu andleg lög, verða sungin lög eftir dr. Pál ísólfsson, Jón Leifs og Karl O. Runólfsson, ennfremur gömul ísl. kirkjulög, sem Hriberschek hefur tekið saman og útbúið til flutnings, einnig gamalt ísl. kirkjulag í útsetningu dr. Vict- ors Urbancic. Og af erlendum höfundum má nefna G. B. Per- golese, Joh. Brahms, Nágeli. Schubert o. fl. Dr. Pál ísólfsson mun leika sálmaforleik eftir Jón Leifs og Pál ísólfsson, ennfremur verk eftir J. Sweelinck og M. Reger. Kvennadeildin starfar með blóma Forseti Slysavarnafélagsins, Gunnar Friðriksson, og formað- ur Kvennadeildarinnar, frú Gróa Pétursdóttir, skýrðu blaðamönn- um frá þessum samsöng á af- mælisdegi Kvennadeildarinnar, 28. apríl s- 1., en 31 ár er liðið frá stofnun hennar. Frú Guðrún Jónasson hafði forustuna í deildinni fyrstu 28 árin og hún beitti sér einnig mikið fyrir 65 ára Einar Helgi Hafnarfirði í DAG er Einar Helgi Nikulás- son Þúfubarði 8 Hafnarfirði 65 ára. Einar Helgi er fæddur á Stokks eyri 4. maí 1896 og voru for- eldrar hans Sigríður Jónsdóttir og Nikulás Helgasonar. Á Stokkseyri dvaldizt Einar Helgi fram yfir aldamót, en þá fluttist hann hingað til Hafnar- fjarðar og hér hefur hann verið búsettur síðan. Eins og margir Hafnfirðingar fyrr og síðar hóf hann ungur að stunda sjóinn og mun þar eins og á svo mörgum öðrum sviðum hafa verið full hlutgengur í sinni vinnu. Um 1940 fór Einar Helgi í land og hóf skömmu síðar störf hjá Raftækjaverksmiðjunni í Hafn- arfirði og starfaði þar meðan heilsa hans leyfði. stofnun kórsins. Kvennadeildin starfar nú með svo miklum blóma, að konurnar fylla stærstu samkomusali bæjarins hvenær sem þær efna til samkomu, kom ust færri að en vildu á afmælis- hófinu. Deildin hefur á þessum árum lagt fram drjúgan skerf til að byggja upp öryggiskerfi til björgunar úr sjávarháska um allt land og einnig til þriggja björgunarskipa, Sæbjargar, Maríu Júlíu og Alberts. „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Því skal hann virður vel“. J Ó N Bjarnason, fyrr bóndi á Þúfu, er fæddur að Eyri í Kjós 4. maí 1881. Voru foreldrar hans Þórdís Gestsdóttir og Bjarni Jónsson Sæmundarson og kona hans, Sesselja Sigurðardótt ir frá Neðra-Hálsi í Kjós. Er margt merkra manna frá því fólki komið, þar á meðal Sig- urður (hómópati) í Lambhaga, sem var föðurbróðir Jóns á Þúfu. Jón á Neðra-Hálsi var son ur Sæmundar frá Haukagili Guðmundssonar og Bríetar, dóttur Snæbjarnar prests í Grímstungu, Halldórssonar bisk- , ups á Hólum, Brynjólfssonar. En systkini séra Snæbjarnar voru ' Brynjólfur gullsmiður, faðir Þóru, móður Péturs biskups Pét urssonar. Mætti þar fleiri til nefna: Arnljót prest Ólafsson á Bægisá, Bríeti Bjarnhéðinsdótt- ur og hennar systkini o. fl. Séra Arnljótur og Jón á Neðra-Hálsi voru systrasynir. Jón ólst að mestu leyti upp með föður sín- um í Eilífsdal, sökum þess að foreldrar hans ráku ekki sjálf- stæðan búrekstur, nema um stutt árabil. Árið 1908 giftist Jón Guðrúnu Bjarnadóttur frá Sandi £ Kjós, dugmikilli og greindri konu, og hófu þau búskap á Þúfu og bjuggu þar til 1952. En það ár andaðist Guðrún. Þegar þau hófu búskap á Þúfu, sem leiguliðar, var sú jörð talin lítið og heldur lélegt býli, ræktun svo að kalla engin og húsakostur lítill, bæði fyrir fólk og fénað. En 1945 taka þau kaup á jörðinni og á búskaparárum þeirra hjóna, með aðstoð barna þeirra, er nú öðruvísi um að litast á Þúfu. Öll hús hafa i dag: Nikulásson maður og hefur mörgum komið það vel, því hjálpsamur er hann og greiðvikinn svo sem bezt má verða. Hann kvæntist 1923 Friðrikku Eyjólfsdóttur hinni mestu mynd arkonu og eignuðust þau hjónin fjögur börn, sem öll eru búsett í Hafnarfirði. Einar Helgi festi rætur sínar hér í Hafnarfirði á þeim árum, sem þjóðin var að vakna til fram fara og breyttra atvinnuhátta. Hér var eins og annars staðar mikið verk að vinna í þeim efn- um og lá Einar Helgi ekki á liði sínu eins og hans var von og vísa. Fylgismaður Sjálfstæðisstefn- unnar hefur hann verið og hafa þau hjónin unnið þar mikið og gott starf. Ég vil í dag nota tækifærið með þessum örfáu línum og senda vini mínu Einari Helga beztu af- mæliskveðjur. verið byggð upp á traustum grunni, og feiknar mikið land- ræktað, svo að nú má þetta heita orðið stórbýli. Auk aðaljarðar- innar hafa verið lögð undir hana tvö lítil býli, sem áður var búið á, Litlibær og Lindar- brekka. Nú býr á Þúfu, Bjarni, elzti sonur þeirra hjóna og Ásta syst- ir hans. Þegar þau tóku við var Þúfan gerð að ætt- óðali. Og mun það annað býlið hér í sveit, sem þannig er ráðstafað. Er þar nú rekinn myndarbúskapur, og er þar vel séð fyrir öllu, bæði mönnum og málleysingjum. Og hefir Jóni tekizt þetta með aðstoð konu sinnar og barna. Eignuðust þau 9 börn, og eru 8 þeirra á lífi, tvö á Þúfu eins og fyrr segir. Hin eru Rannveig símstjóri í Eyrarkoti, Kristín, húsfrú á Eyri, Oddur bóndi á Sandi, Þor- björn og Óskar, búsettir í Reykjavík og Guðmundur á Reykjalundi, (vegna lömunar) og svo Haraldur, sem féll frá á bezta aldri, hinn mesti efnis maður. Allt «r þetta hið mesta dugnaðarfólk, og áberandi lag- virkt. Má segja að bræðumir séu allir smiðir, þó að ólærðir séu og systurnar sérstaklega vel verki farnar. Ekki hafa systkinin notið fræðslu í skóla, utan fermingar- undirbúnings. Eins og gefur að skilja var að sjálfsögðu þröngt í búi hjá þessum hjónum, hin fyrstu búskaparár þeirra. En allt hefir þetta blessazt vel og giftusamlega. Svo nú má telja, að búskapur standi traustum fót um á Þúfu. Og enn mun Jón taka þar til hendi ef með þarf. Óvíða mun jafnfagurt útsýni hér í sveit eins og að heiman Einar Helgi er mjög laghentur Kór SVFI efnir til kirkjutónleika Matthías Á. Mathiesen. Jón Bjarnason áttrœður Hussein kon- ungur trúlof- aður AMMAN, Jórdaníu, 2. maí — (Reuter) —Hussein, Jórdaníu- konungur tilkynnti í dag að hann hefði trúlofast enskri) stúlku, Antoinette Aveil Gar- í diner að nafni. Stúlkan er 7, tvítug að aldri, en konung- urinn 25 ára. Hún er dóttir eins af hinum brezku hernað-í ar ráðgjöfum konungsins. Ekkert hefur enn verið tilkynnt um hvenær brúðkaup þeirra verður haldið, en menn vænta þess eftir svo sem tvo mánuði. Ungfrú Gardiner verður önnur kona Husseins, hann skildi við fyrri konu sína fyrir fjórum árum. Ungfrúin starf- aði sem símastúlka hjá verk- fræðifyrirtæki í Stratford on — Avon í Englandi, áður en faðir hennar tók fjölskyld una með sér til Jórdaníu fyrir rúmu ári. Hefur hún stundað nám í arabísku í nokkra mán- uði og verið enskur þulur fyr ir útvarpið í Amman. Grásleppukavíar GJÓGRI, 28. apríl — Ágæt grá- sleppuveiði hefur verið en gæft- ir slæmar, fyrr en nú 6 sl. daga, að veðráttan hefur verið mjög hagstæð og mikil veiði. Nú eru komnar eins margar tunnur af fullverkuðum hrognum hjá hrognamóttöku Kaupfélags Strandamanna á Gjögri og komn ar voru í fyrra í vertíðarlok um mánaðamótin maí—júní. Flug- aldan, 10 tonna bátur á Djúpa- vík, byrjaði á grásleppuveiði um sl. helgi og hefur fiskað ágæt- lega miðað við netafjölda. — Regína. frá Þúfu. Iveruhúsið og sumt af peningshúsum, standa uppá há- um hól, og sést þaðan vítt til allra átta, nema til suðvesturs, þar skyggir Eyrarfjall á. Heim- an frá Þúfu, sést öll umferð un» Vestur- og Norðurlandsveg. Og öll skipaferð inn Hvalfjörðinn. Þar mátti sjá marga fríða íleytu í síðasta ófriði, þegar brezki flot inn hafði þar bækistöð sína, og sérstaklega er sólarlagið fagurt á Þúfu, þegar sólin gengur und- ir í vestri. Þegar að komið er heim að Þúfu, leynir sér ekki hin snyrti lega umgengni úti sem inni og þar er öllum vel tekið. Jón dvelur nú hjá börnum sínum á Þúfu við sæmilega heilsu. Jón hefir skilað miklu og góðu dags verki, og er því vel að því kom- inn að hvílast i næði. Óska ég honum fararheilla síðasta áfang- ann. Heill og hamingja fylgi hverj- um góðum dreng. St.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.