Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 12
12 M O RGU N B L'/ÍÐI Ð Fimmtudagur 4. maí 1961 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavik. FraTiikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. LÍFSKJÖRIN OG ÞJÓÐAR- TEKJURNAR t Þjóðviljanum hefur að undanförnu staðið yfir mikil herferð í sambandi við launamálin, sem rekin hefur verið með þeirri alkunnu að- ferð að falsa staðreyndir, en endurtaka þær síðan mörg- um sinnum í von um að þá muni einhver trúa að lok- um. Þessi herferð hófst með skrifum um þjóðartekjurnar. Þær hefðu aukizt mikið á sama tíma sem lífskjör þjóð- arinnar hefðu ekkert batnað. Þetta var því miður satt. — Svo illa var þjóðin á vegi stödd eftir ofstjórn vinstri stefnunnar. Að vísu verður þjóðarframleiðelan að aukast verulega á hverju ári til að vega upp á móti hinni miklu fólksfjölgun í landinu. Og væri aukningin ekki meiri hefði enginn grundvöllur skapazt fyrir bættum kjör- um einstaklinganna. En vissu lega jókst þjóðarframleiðslan meira en fólksfjölguninni nam. Hitt fór til fjárfesting- ar, senr gefur ekki hagnað fyrr en eftir lengri eða skemmri tíma. Nokkuð af fjárfestingunni mun þó engan arð gefa. Tap þjóðarinnar af^þessum sökum varð mjög mikið. En hún varð þó dýrkeyptri reynslu ríkari. Það var m.a. af þessum ástæðum, sem hægt var að vinna þjóðina til fylgis við hinar róttæku við- reisnarráðstafanir ríkisstjórn arinnar. Þetta hefur Þjóðviljinn fundið og leggur nú ekki sömp áherzlu á það og áður að bera saman þjóðartekjurn ar og lífskjörin. — Nýjasta hálmstráið eru áætlanir Framkvæmdabankans um neyzluna í landinu. Hallar blaðið þar gróflega réttu máli með því að segja að tekjur verkamanna séu helm ingur á við meðalneyzlu á fjölskyldu. Tala vinnandi fólks í landinu er miklu hærri en tala fjölskyldna og því getur neyzla útreiknaðr- ar meðalfjölskyldu orðið mun hærri en hver vinnandi einstaklingur getur að meðal- tali veitt sér. Þetta hljóta jafnvel reiknimeistarar Þjóð- viljans að sjá, þó að ekki verði það séð á skrifum þeirra. Einnig miða þeir við lægsta taxta verkamanna án nokkurrar yfirvinnu og er það ærin fölsun í sjálfu sér. Þar að auki ber þess að gæta, að hæð launanna og kaupmáttur þeirra er ekki einhlítur mælikvarði, þegar bera á saman lífskjörin nú og áður. Mikla lækkun beinna skatta og stórauknar fjölskyldubætur verður einn- ig að taka með í reikninginn. FRAMSÓKN TVÍSTÍGUR ENN að er alþjóð kunnugt, að undanfarna mánuði hafa leiðtogar Framsóknarflokks- ins og jafnvel málgögn hans stutt undirskriftasmölun kommúnista á Moskvuvíxil þeirra. En í því plaggi hefur fyrst og fremst verið skorað á íslendinga að taka upp hlutleysisstefnu og snúast gegn hverskonar þátttöku í varnarsamstarfi vestrænna lýðræðisþjóða. Nú eru Framsóknarleið- togarnir orðnir hræddir við afleiðingar gerða sinna. Þeir hafa neyðzt til þess að ljá ýmsum flokksmönnum sínum rúm í Tímanum til þess að mótmæla undirgefni Fram- sóknarflokksins við kommún- ista. Jafnhliða hafa þó verið birtar greinar, þar sem kommúnistalínunni hefur ver ið dyggilega fylgt. í gær ritar svo Eysteinn Jónsson grein í Tímann um varnarmálin. Er auðsætt, að hann er orðinn smeykur við afleiðingar hlutleysisdekurs Tímans. Færir hann þar rök að því, að íslendingum hafi verið lífsnauðsynlegt að taka þátt í varnarsamtökum vest- rænna þjóða og að hlutleysis stefnan sé gersamlega óraun- hæf. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið. „Smáþjóðir Yestur-Evrópu, sem dreymt hafði um betri og friðsamari heim, eins og okkur Islendinga 17. og 18. júní 1944, sáu að þær yrðu annað hvort að eiga þátt í varnarsamtökum og öflugum herbúnaði gegn framrás kommúnismans, eða eiga það á hættu að sæta sömu örlög- um og þjóðir Austur-Ev- rópu“. Síðar í grein sinni kemst Eysteinn Jónsson að orði á þessa leið: „Það er einnig alveg óraun UTAN UR NEIMI Viöræöur í Evian innan skamms O.A.S. segir Chaíle svikara París, 3. maí. (Reuter-NTB). NÚ BENDIR allt til þess, að samningaviðræður milli full- trúa frönsku stjórnarinnar og alsírsku útlagastjórnar- innar hefjist áður en langt um líður í fjallabænum Evi- an. Louis Terrenoire, upplýsinga- málaráðherra Frakka skýrði svo frá eftir þriggja klst. ráðuneyt- isfund í dag, að vsenta mætti samningaviðræðna innan tíðar, en ekki gat hann sagt urn nánar, hvenær það yrði. Hinsvegar skýrði blaðið France Soir svo frá í dag, að viðræðurn- ar muni hefjast 17. þessa mánað- ar, en áður hafði frétzt frá Túnis að útlagastjórnin hefði stungið upp á 11. maí. Réttarhöld 29. maí. í»á skýrði Terrenoire frá því í dag, að de Gaulle hyggðist halda því valdi, sem hann hefði tekið sér meðan á uppreisninni í Alsir stóð — a.m.k. þangað til réttarhöld í máli uppreisnar- manna eru komin vel á veg. Rétt arhöld í máli Challe, hershöfð- ingja hefjast væntanlega 29. maí og munu standa yfir í a.m.k. þrjá daga. Búizt er við að de Gaulle haldi sjónvarpsræðu á mánudag. Challe „svikari“ Fregnir berast frá Alsír um, hæf stefna, að íslendingar einangri sig frá nágrönnum sínum með því að taka upp hlutleysistefnu á ný og segi sig þar með úr varnarbanda- lagi v&trænna þjóða“. Enda þótt þessi leiðtogi Framsóknarflokksins virðist í þessari grein sinni vera ein dregið fylgjandi þátttöku ís- lands í varnarsamstarfi vest- rænna lýðræðisþjóða, er erf- itt að draga af því þá álykt- un að flokkur hans sé trúr fyrri stefnu sinni. Framsókn- arflokkurinn hefur undanfar ið verið eitt í dag og annað á morgun í varnarmálunum. Það er þessi háskalegai tví- skinnungur í öryggismálum þjóðarinnar, sem er að firra Framsóknarflokkinn öllu trausti. MIKILVÆGUR MARKAÐUR inar hagstæðu fisksölur ís- lenzkra togara í Bret- landi undanfarið sýna, hversu mikilvægur brezki markaðurinn er fyrir togara- útgerð okkar. Það er ákaf- ' lega mikils virði fyrir tog- j arana að geta siglt á erlend- j an markað einhvern hluta að flugritum hafi £ dag verið dreift meðal íbúa Algeirsbor.gar, þar sem segir að Raoul Salan hafi tekið forystu fyrir and- spyrnuhreyfingu andstæðinga de Gaulle í Evrópu. Segir í flugrit- unum, sem undirrituð eru af O. A. S. — (Secret Army Organ- ization) — að Challe hershöfð- ingi sé svikari. Challe er sá eini af fimm aðalforsprökkum upp- reisnarmanna, sem fallið hefur í hendur franskra yfirvalda. Terr- enoire, upplýsingamálaráðherra hefur tilkynnt, að allt. sé gert sem unnt er til þess að hafa Ferhat Abbas forsætisráðh. útlagastjórnarinnar ársins og fengið hátt verð fyrir afla sinn. Því miður hefur afkoma togaraútgerð- arinnar undanfarið verið mjög bágborin. Sprettur það fyrst og fremst af aflabresti, bæði á heimamiðum og á hin um fjarlægari miðum. Eitt- hvað virðist þó vera að ræt- ast úr um aflabrögðin, þar sem einstaka togari hefur undanfarið fengið mjög góð- an afla á Nýfundnalandsmið- um. — Togaraútgerðin er einn þýð ingarmesti hlekkur útflutn- ingsframleiðslu okkar. Þess vegna er mjög mikils virði að hún geti rétt hag sinn, komizt úr skuldasúpunni og hafið rekstur sinn á heil- brigðum grundvelli. Með lánalöggjöf ríkisstjórnarinn- ar á sl. vetri var einnig stefnt að því takmarki. Hinar góðu sölur togaranna er- lendis undanfarið skapa ástæðu til aukinnar bjartsýni og trú á framtíð þessara af- kastamiklu framleiðslutækja. Verkföllin, sem yfirmenn á brezkum togurum hafa efnt til í brezkum útgerðar- bæjum, hafa síður en svo orð ið íslendingum til tjóns enda þótt sá væri tilgangurinn með þeim. De Gaulle hendur í hári hinna forsprakk- anna. — ~k — í Algeirsborg hefur verið tekið fyrir útgáfu allra blaða, nema Le Journal d’ Alger. Miklar hand- tökur hafa farið fram þar sem i Frakklandi sjálfu hafa 324 manns verið teknir höndum, en allmarg ir látnir lausir aftur. í Álgeirs- borg hafa 220 liðsforingjar og 200 menn við ýmiss konar þjón- ustustörf verið handteknir og í Oran hafa 115 manns verið tekn- ir. OrSrómi vísað á bug Waghinton, 3. maí —- Reuter). BANDARÍSKA utanríkisráðu neytið vísaði í dag á bug fregn um um, að bandaríska leyni-1 þjónustan CIA hafi átt nokk- urn þátt í uppreisninni i Alsir. ! Lincoln White, talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði, að orðrómur þessi væri eins og hver annar kommúnískur áróður, sem ekki ætti sér stoð. White benti á, að Kennedy, forseti, hefði fyrir löngu gert ljósa afstöðu sína til Alsir- málsins og jafnframt hefði hann lýst yfir stuðningi sínum við De Gaulle í viðureign hans við uppreisnarmenn. Góðir gestir Nýlega héldu frú Snæ- björg Snæbjarnar og Árni Jóns- son óperusöngvari, söngskemmt- un á Grund, undirleik annaðist Hafliði Jónsson. Okkur á Grund þótti vænt um þessa heimsókn, ekki aðeins vegna þe&s, að sjaldan hefur þar verið haldin betri söng- skemmtun, heldur og vegna þess, að við fundum öll hlýju og vináttu, sem þau báru til vist- fólksins. Þetta voru sannkallað- ir vinir í heimsókn. Ein vist- konan sagði við mig á eftir: „Af þessari ljómandi skemmtun hefði ég ekki viljað missa, mér finnst ég verða að betri mann- eskju, þegar ég heyri svóna yndislegan söng, og öll lögin voru líka íslenzk11. Um leið og ég færi frú Snæ- björgu, Árna og Hafliða kærar þakkir fyrir heimsókn þeirra og skemmtun, þá vona ég að þeir verði fleiri listamennimir, sem koma í heimsókn á Grund til þess að gleðja og skemmta vist- fólkinu. Gísli Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.