Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVN BLAÐIÐ Fimmtudagur 4. mai 1961 Trjágarður í hœttu af eldi Aílaiuum skipað á land Góð kolaveiði í Rennunum Einn fékk 700 kg. af kola og 600 kg. af þorski „í leiðinni" V IÐ B O R Ð liggur að sinu- íkveikjuæði hafi gripið um sig meðal unglinga í úthverfum bæj- Dregið í 1. fl, D. A. 5. í GÆR var dregið í 1. fl. Happ- drættis D.A.S. um 55 vinninga að þessu sinni. Féllu vinningar þannig: 2ja herb. ÍBÚÐ Kleppsv. 28 kom á nr. 14927. Umboð Aðal- umboð. Eigandi Ragna Nordahl, Heilsuhælinu Hveragerði. 4ra herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nff-. 17440. Umboð Aðalumboð. Eigandi Jóhann Baldvinsson, Urð arbr. 9 Kópavogi. 2ja herb. ÍBÚÐ Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 30891. Umboð Húsavík. Eig- andi Ágústa Kristjánsd. TAUNUS fólksbifreið kom á nr. 35743. Umboð Aðalumboð. Ekki hefir enn náðst í eiganda. OPEL fólksbifreið kom á nr. 48844. Umboð Siglufjörður. Eig- andi Gestur Guðjónsson, verkstj. Síldarverksm. Eftirtalin númer hlutu húsbún að fyrir kr. 10.000.00 hvert: 6427, 22834, 23724, 41445 , 58876. Framhald á bls. 23. arins, þar sem enn eru holt og móar, sem sótt er í til leika. Á sunnudaginn munaði litlu að illa færi. Krakkar höfðu borið eld að sinu á þúfnakollum rétt vestan við hinn gróskumikla trjágarð Hákonar Guðmundssónar hæsta- réttarritara að Bjarkahlíð við Bústaðaveg. Sinueldurinn barst inn í trjágarðinn. Var kona Há- konar ein heima er hún sá að eldur var farinn að loga vestast í garðinum. Voru þá á bruna- svæðinu allmörg birkitré og nokkur barrtré. Vegna þess hve veður var stillt og eldurinn fór hægt yfir, tókst frúnni að kæfa hann, en henni hafði borizt hjálp við slökkvi- starfið frá manni nokkrum, sem leið átti eftir veginum. Ef andvari hefði verið, er hætt við að stórtjón hefði orðið í trjá- garðinum, því sina er mikil í skjóli trjánna. í þessum garði liggur að baki margra ára vinna Hákonar og konu hans, enda er garðurinn í Bjarkahlíð meðal hinna mestu trjágarða bæjarins, þar sem auk birkis er hinn mesti fjöldi barrtrjáa á ýmsum aldri. Má það teljast hreinasta mildi, að ekki skyldi hljótast mikið tjón og eyðilegging af þessum sinueldi. — Ættu foreldrar að brýna fyrir börnum sínum, að það er hættulegur siður að leika sér með eld. Og minna má á, að fuglarnir eru nú að gera sér hreiður eða að byrja að verpa. UM kl. 16 á mánudag kom trillu- báturinn Höfrungur, AK 83, til Reykjavíkur. Einn maður var á, Ársæll Eilífsson, og hafði fengið mjög góðan afla á línu vestur í Rennum. Aðallega var það skar- koli (rauðspretta), samtals um 700 kíló. Einnig var hann með um 600 kg. af þorski og ýsu. Ársæll kvaðst hafa verið með kasta á land einum af hinum stóru kolahlemmum, sem hann fékk í róðrinum. — Ljósm. tók Sv. Þormóðsson. Tveir einþátt- ungar í IVSos- fellssveit U.M.F. Afturelding hafði frum- sýningu á tveim einþáttungum þriðjudaginn 2. maí sl. að Hlé- garði í Mosfellssveit fyrir fullu húsi. Þessir einþáttungar eru „Kvöldið fyrir haustmarkað“ gamanleikur eftir Vilhelm Mo- berg í þýðingu Elíasar Mar og „Sér grefur gröf“, enskur gam- anþáttur. Leiknefndin hefir feng ið sér til aðstoðar við uppsetn- ingu fjóra utanfélagsmenn. Leikstjórann Kristján Jónsson, leiktjaldamálarann Ragnar Lár- usson og tvo leikara Vilborgu Sveinbjarnardóttur og Erlend Blandon. Báðir þessir einþáttungar eru þannig á borð bornir áð þeir vöktu almenna skemmtan frum- sýningargesta, sem létu ánægju sína óspart í ljósi þegar tilefni gafst. Það er ekki ætlan mín að fara að dæma einstakan leikara, því að þeir gerðu allir sitt bezta og er ánægjulegt til þess að vita að leiknefnd U.M.F. Aftureld- ingar skuli vera svo voguð að setja á svið leiki, rétt við bæj- ardyr reykvískra leikara, en hafi þeir þökk fyrir áræðið og árangurinn. - — A. G. Nokkur tilbod haía borizt í togarann Sumarstarf KFUM SUMARSTARFSNEFND K. F. V. M. hefir gefið út áætlun fyrir sumarstarfið í Vatnaskógi. Áætl að er, að 10 vikuflokkar dveljist í Skóginum, og fer sá fyrsti þang að föstudaginn 9. júní Þrír flokk ar munu því dveljast þar þann mánuð, og eru þeir ætlaðir drengjum 10—12 ára. í júlí eru tveir flokkar ætlaðir drengjum 12—14 ára, og hefst sá fyrri föstudaginn 7. júlí. Eru flokkaskipti síðan á hverjum föstudegi þann mánuð, en þann 21. júlí hefst flokkur, sem ætlað- ur er piltum 14—16 ára. 26. júlí hefst svo hinn fyrsti fjögurra flokka, sem ætlaðir eru drengj- um frá 9 ára aldri og lýkur sum- arstarfinu þann 25. ágúst. Vikugjaldið er kr. 329 og 350. Þar við bætist svo ferðakostnað- Ur með áætlunarbifreiðinni. Þeir, sem óska dvalar fyrir drengi í Vatnaskógi, ættu að leita upplýsinga fyrr en seinna á skrif stofu KFUM, sími 17536 og 13437, milli kl. 5,15 og 7 alla daga nema laugardaga og sunnu daga, þar sem aðsókn er meiri í marga flokka en unnt er að taka við. 9 stampa línu, sem hann hefði lagt mestalla í Rennurnar, en lítils háttar af henni innar, þar sem snurvoðarbátarnir voru að veiðum sl. sumar. Sagðist Ár- sæll mest sjá eftir því, af því að þar var ekkert nema lítils háttar af smákola, sem vart var ætur. Hins vegar hefðu snurvoðarbát- arnir ekki verið á þeim svæðum, þar sem fékk aðalveiðina. Hér að ofan er mynd af Ársæli í bát sínum, þar sem hann er að 1 GÆR kom hingað til Reykja- víkur úr 12 ára klössun í Bret- landi, togarinn Bjarni Ólafsson frá Akranesi. Fyrir nokkru auglýsti stofn- lánadeildin skipið til sölu. í gær spurðist Mbl. fyrir um það hjá Birni Ólaís hve mörg tilboð hefðu borizt í skipið. Kvað hann nokkur hafa borizt, togarinn væri í fyrsta flokks standi eftir svo gagngera flokkunarviðgerð og gæti því hafið veiðar án tafar. Landsbankinn mun að sjálfsögðu fjalla um tilboðin og taka ákvörð un um þau. Starfið í Vatnaskógi hefir átt miklum og vaxandi vinsældum að fagna á liðnum árum og hafa Oft færri komizt að en vilja, enda er aðstaða til slíks starfs mjög ákjósanleg í Vatnaskógi. Land- rými er mikið, en auk þess býð- ur vatnið og leikvellir upp á fyr- irtaks aðstöðu til leikja og íþrótta iðkana. Kvöldvökur með margs- konar leikjum og frásögnum hafa einnig verið mjög vin- sælar meðal drengjanna. Innritun í sumardvalarflokk- ana er nú að hefjast. Dvalar- kostnaði er mjög í hóf stillt. Dag gjald er kr. 47 fyrir drengi 9—11 ára og 50 kr. fyrir 12 ára og eldri. • Aurinn á skólagólfinu Gunnar Finnbogason skrif- ar „ábendingur til bæjarráðs": Það kom október 1960. í glæsilegu húsi Gagnfræða- skóla Austurbæjar voru kenn- arar á fundi. Svo sem hátt- ur er spakra manna, þá var horft fram í tímann í upphafi starfsárs, ráð lögð á um vetrar starf — og vorið. Þá blasti við oss hin daprandi mynd fag- urra vordaga í glæstu húsi: aur og sandur þekur gólf skól- ans; dætur vorar og synir vaða aurinn á leið í skólastofur sín ar í höfuðborg fslands á seinni hluta 20. aldar. Svo hafa smal- ar gert til fjalla allar götur frá landnámstíð — og hvað er þá orðið okkar starf? • Gangstéttarhellur vantar Á fundi þessum var sam- þykkt áskorun til bæjarráðs að láta hefjast handa og leggja gangstéttarhellur b e g g j a vegna Egilsgötu við hús Gagn fræðaskólans. Trúið þessu, les endur, gangstéttarhellur eru ekki lagðar við þennan skóla? Vér hefðum jafnvel haldið, að slíkt sem þetta gæti heyrt til starfs borgarlæknis, þegar þess er gætt að skólinn er tví- settur. Gólf eru ekki þvegin, þegar árdegisdeildir hverfa heim og síðdegisdeildir hefja í gær er blaðamaður frá Mbl. var niðri á togarabryggju, hitti hann Hallgrím Guðmundsson for stöðumann togaraafgreiðslunnar og fyrrum togaraskipstjóra. Barst togarinn þá í tal, því hann lá þar nýmálaður hátt og lágt. Hallgrím ur sagði, að hann myndi hafa næg verkefni handa skipinu ef hann réði yfir því. Nú vantar okkur leitarskip á Nýfundalands mið, til þess að leita þar uppi karfa, en af-li er aftur tekinn að tregðast þar fyrir togarana sem þar eru. starfið, sami sorinn á gólfi, ryk þyrlast upp. Verður ekki í þessu efni þrifnaði og holl- ustuháttum áfátt? Væri ekki rétt, að einhver fulltrúi borg- arlæknis sæi gólf skólastof- anna að kvöldi dags? Áskorun vor til bæjarráðs minnti einnig á þessi atriði: nauðsyn ber til að leggja hell- ur á gangstéttir á Barónsstíg beggja vegna götunnar, frá Egilsgötu, helzt þó frá Eiríks- götu, að Bergþórugötu; þar gengur um mikill fjöldi fólks og barna á leið í Gagnfræða- skóla AuBturbæjar, Iðnskól- ann, Barnaskóla Austurbæjar, Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur og Sundhöllina. Enginn trú- ir að ekki sé til fjármagn til að helluleggja þennan spotta, sem hér hefur verið nefndur — þegar hægt er að benda á hellulagðar gangstéttir, þar sem fáir eiga leið um allt árið. Bendum t.d. á Miklubraut að austan, svo og gangstétt við Skúlagötu, einnig götur við Hljómskálagarðinn. Þegar menn fara í Hljómskálagarð, verður því naumast jafnað við það, þegar nemendur fara í skólastofu til að sitja þar all- an daginn með sorann undir fótum sínum. Bæjarráð svaraði bréfi voru með hæversku: bíðið. Hér er áreiðanlega um að ræða sinnuleysi þeirra manna, sem mál þessi heyra undir, og er greinarkorni þessu ætlað að vekja þá af dvalanum með því að minna þá á áðurgreinda fundarsamþykkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.