Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 10
K) MORGVTSBLÁÐIÐ Fimmtudagur 4. maí 1961 ÞAÐ var værð yfir Kefla- víkurhöfn, er við komum þangað fréttamaður og Ijósmyndari Morgunblaðs- ins einn eftirmiðdag í síð- ustu viku. Það var fremur heitt í veðri, skúrir inn til fjall- anna, en móða yfir Suður- nesjum. Nokkrir mávar og ritur sátu á hafnargarðinum og lyftu sér til flugs við og við, eins og þær væru að skyggnast um út á Flóann. Þeir voru að bíða eins og við eftir því að flotinn kæmi í höfn. Við höfðum fyrst ekið um í Keflavíkurhöfn. Fyrstu bátarnir komnir að landi. Konurnar í verkfalli og strákar með fiskidellu Fréttama5ur IVtbl. heim- sækir héfn- ina í Keflavík Karl Guðjónsson gerir við talstöðvarnar stund fram og aftur um hæ- inn Og séð byggingar hinna mörgu útvegs- og fiskvinnslu- fyrirtækja. Hér var það áður fyrr sem karlarnir söfnuðust saman í Duus-verzlun til að höndla Og drekka brennivín. Nú reka Keflvíkingar sjálfir í öll sín fyrirtæki og útvegs- menn hafa góða samvinnu sín á milli. Hér í Keflavík er t. d. fyrír tæki, sem er einstakt í sinni röð. Það nefnist Flökunar- stöðin og er sameign frystihús anna í bænum. Þar er allur fiskur sem á að frysta flak- aður. Síðan eru flökin sett upp á bíl og flutt tilbúin til frystihúsanna. Það hefur ver- ið umdeilt, hvort þetta fyrir- komulag sé heppilegt, en ætl- unin er fyrst Og fremst að það spari vinnuaflið. En nú standa vélarnar í flökunarstöðinni ónotaðar, því að í vetur hefur geisað í Keflavík eitt hið skæðasta verkfall. Veika kynið stend- ur fyrir því og hefur gengið á ' ýmsu, en jafnvel sagt að það sé ekki lítið sem þær konurn- ar ætla sér fyrir með verk- fallinu, — hvorki meira né minna en að steypa ríkis- stjórninni. Albert Bjarnason hlustar á bátabylgjuna Hvort sem verkfall kven- anna er löglegt eða ólöglegt, þá er það jafn víst, að það hefur stöðvað frystihúsin. í vetur hefur sama og enginn fiskur verið frystur í Kefla- vík. Frystihúsin standa auð og færiböndin hreyfast ekki. Þess í stað er mestallur fisk- urinn settur í salt. 0 Bærinn sprengir Hringbrautina Keflvíkingar eiga sína Hringbraut eins og við í Reykjavík. Hún liggur um- hverfis bæinn, er malbikuð og hefur aðalbrautarréttindi. — Við erum strengir á að- albrautarréttinum hér í Kefla vík, segir einn Keflvíkingur- inn við mig. — Keyrum bara á þá sem eru að flækjast fyrir. Og alveg eins og í Reykja- vík hefur Keflavíkin sprengt sína Hringbraut utan af sér. Fyrir 10 árum stóð ekkert hús vestan við Hringbrautina í Keflavík. Þar voru móar og hraun, gömul stakkstæði og fisktrönur. Nú eru risin þar víðáttumikil ný íbúðarhúsa- hverfi með óteljandi fallegum einbýlishúsum. Enn er hald- ið áfram að byggja í þessu út- hverfi Keflavíkur og þar er einnig að rísa upp stór nýr gagnfræðaskóli. • Við höfnina Loks ókum við fram á Vatnsnesið. Nýja höfnin er fyrir innan það, undir hömr- unum í þröngri kró. Hefur orðið að leggja veginn niður að höfninni í stórri lykkju niður fyrir hamrana. Um þessa brekku fer öll umferð til og frá bryggjunum. Höfn- in er skjólsæl, en virðist vera í þrengsta lagi. Sem fyrr segir, var rólegt við höfnina, þegar við kom- um þangað. Allur fiskiskipa- floti Keflvíkinga, nærri 50 skip var úti að veiðum og við biðum eftir komu skipanna. Það voru aðeins tvö fiskiskip, sem lágu í höfninni. Annað hafði eitthvað bilað. Hitt var nýtt 150 tonna fiskiskip, Árni Þorkelsson og var verið að búa það út á síldveiðar. Við hafskipabryggjuna lá lítið út- lent flutningaskip, sem var að taka saltfiskfarm, aðalútflutn ingsvöru Keflvíkinga í ár. Önnur hreyfing var ekki að ráði við höfnina, en fyrir aust an hana hvein í fiskimélsverk smiðju Keflavíkur. Rauk úr strompi hennar og blandaðist peningalyktin móðunni sem lá yfir landinu. • Talstöðvaþjónustan Við litum inn í talstöðva- þjónustuna, sem er í húsi Olíu samlagsins fyrir ofan Mið- bryggjuna. — Hvenær koma þeir að landi, spurðum við óþolin- móðir. Þar sat Albert Bjarnason við talstöðina og hlustaði á bylgjuna. — Það er misjafnt, þetta frá klukkan sex og fram til níu og tíu í kvöld. — Hvað eru bátarnir marg- ir, sem róa frá Keflavík? Albert fer að telja þá sam- an. Hann er sjálfur gamall sjómaður í Keflavík. Loks segir hann: — Þeir eru 45. Nú er aðeins einn með línu. Hinir allir með net. Allt í einu heyrðum við kall að á bylgjunni: — Helgavík Keflavík, Helgavík Keflavík. Við komum klukkan hálf sex til kortér yfir sex. Vantar eitt bólfæri. Albert tilkynnir þeim aftur að hann hafi heyrt. — Hvernig er fiskiríið hjá þeim? Albert kemur spurningunni til þeirra og þeir svara: — Það er svöna ög svona. — Þýðir ekkert að spyrja þá um aflann. Þeir gefa ekki upplýsingar um það nema með dulmálslyklum. Nokkrir bátar eru saman um kóda Og gefa hver öðrum upplýsingar. — Hefur þessi talstöðva- þjónusta verið lengi við lýði? — Nei, hún byrjaði í fyrra. Hún er aðallega tli að gefa fólkinu í landi upplýsingar um, hvenær bátarnir komi í land. Það er gott að vita það fyrirfram, svó fólk þurfi ekki að bíða lengi á vinnustað. Vinnukrafturinn orðinn dýr. 0 Radio-amatörinn Ég skrepp á bak við og hitti þar Karl Guðjónsson, viðgerð armann. Hann segist hafa lært radíofræðina af sjálfum sér. Hann var í byrjun raf- virki, en árið 1929 smíðaði hann sjálfur fyrsta móttöku- tækið sitt. — Þá var maður alveg gagn tekinn af útvarpstækninni, segir Karl, — að geta hlustað á útvarpsstöðvar í útlöndum það var eins og ævintýri. Síð- an fóru að koma talstöðvar á bátana og ég tók þá að mér að gera við þær, þegar þær biluðu. En svo var það bann- að að áhugamenn gerðu við talstöðvarnar. — Seinna þegar Landssím- inn fékk mig til að taka að mér viðgerðirnar, þá sagði ég verkfræðingnum: — Ég hef nú alltaf verið að gera við stöðvarnar, þrátt fyrir bann- ið, — vegna þess, að ég hef fremur viljað brjóta bannið, en láta sjómennina fara út með bilaðar talstöðvar. Og verkfræðingurinn svaraði: — Við vissum alltaf að þú varst að gera við þær, en létum það kyrrt liggja. Albert kallar framan úr út- varpsherberginu: — Heyrðu þú þarna frá Mogganum, komdu hérna, — er þetta ekki blaðaefni. Og ég hleyp fram til hans. Þeir eru að segja frá því á bátabylgjunni að báturinn Gjafar hafi fengið mjög stórt kast af síld vestur af Þor- móðsskeri. Hann liggur með 2000 mála kast á síðunni og veit ekkert hvað hann á að gera við þetta. Við sitjum þarna enn um stund hjá þeim Alberti og Karli og hlustum á örrustuna um þorskinn og síldina í gegn um bylgjulengdir radíotækn- innar. Loks kveðjum við þá og göngum út á bryggjuna. 0 Afli af Brúnunum Trillubátur er kominn upp að henni. Þar stendur maður í sjóstakk og kastar aflanum upp á bryggjuna. Sveinn Þor- móðsson fer formálalaust að smella myndum af sjómann- Framh. á bls. 17. Ingólfur Magnússon trillubátseigandi, og strákurinn, sem hjálpaði honum. Það eru engir smáufsar þarna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.