Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.05.1961, Blaðsíða 15
Fimmtuaagur 4. maí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 Kristínn Brynjólfsson skipstjóri — Kveðja ÖRT falla nú stór skörð í raðir áslenzkra sjómanna, þeirra, sem fóru ungir að árum að sækja ejóinn nokkru fyrir síðustu aldamót og þá á litlum árabát- upm. Einn meðal þeirra var Kristinn Brynjólfsson frá Eng- ey. Mikil er sú breyting, sem orðið hefur á íslenzkum far- kosti, frá því að Kristinn hóf sitt sjómannsstarf, 14 ára gam- all, og til þessa dags. Mun það flestum kunnugt, sem komnir eru til vits og ára, og fylgzt hafa með hinum öru breyting- um, sem gerzt hafa í sambandi við íslenzkan sjávarútveg. Kristinn var fæddur í Engey 15. október 1879. Foreldrar hans voru hin alkunnu sæmdarhjón, Þórunn Jónsdóttir og Brynjólf- ur Bjarnason. Kristinn ólst þar upp þar til hann stofnaði sitt eigið heimili. Þegar Kristinn var að alast upp í Engey var þar mikill myndarbragur á öllu. Var þar mikið unnið, bæði til sjós og lands. Þá var farið í land á hverjum degi, þegar fært var. Vandist Kristinn því snemma Bjónum eftir að hann fór að vera með í slíkum ferðum, og mun hann ekki hafa verið hár í loft- inu þegar hann fór að fara slík- ar ferðir. Voru því þessar ferðir hans fyrsti sjómannaskóli þó að •hann síðar gengi undir próf í hinum rétta Sjómannaskóla. Frá Engey var sjórinn sóttur fast, en þó með forsjá. Einnig var mikið unnið í landi, eins og áður getur. En þar bar mest á skipasmíðinni, eins og alkunn- ugt er. ÞaÞr mátti sjá margt frítt fley hlaupa af stokkunum, enda víðfrægt bátalag Engeyjar- manna, Þeim, sem vildu kynn- ast lífinu í Engey á þessum ár- um, vildi ég benda á ritgerð eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson: „Við, sem byggðum þessa borg“. Lengi var tvíbýli í Engey og var þar mannval mikið. Það var því hollur skóli, sem Krist- inn ólst upp í, enda ávaxtaði hann þá fræðslu með ágætum. Kristinn fór ungur að árum í Sjómannaskólann og lauk þaðan prófi. Hann gerðist brátt skip- stjóri á fiskikútter og síðar á togara, þegar þeir komu til sög- unnar. Farnaðist honum það vel og var hann aflasæll í bezta lagi. Menn hændust að Kristni, enda var hann ágætur yfirmað- ur, skemmtilegur í viðmóti og alúðlegur við undirmenn sína og vildi þeim vel. Voru sumir há- setar hans með honum í mörg ár. —. Ég var svo lánsamur að vera með Kristni um nokkurn tíma á sjó, sem háseti. Ég get ekki hugsað mér betri yfirmann. Síð- an á ég margar ánægjustundir og upp frá því skapaðist gagn- kvæm vinátta, sem aldrei hefur borið neinn skugga á. „Mínir vinir fara fjöld, feigð- in þeirra heimtar köld“. Og nú að leiðarlokum, sendi ég látnum vini mínum, einlægar þakkir fyr ir órofa tryggð — allt til síðustu stundar. Fyrst þegar ég var með Kristni, var hann skipstjóri á íslendingnum, minnsta togar- anum, sem þá var í flotanum. Og vel hélt hann hlut sínum þó á litlu skipi væri, móti sumum hinna stærri, sem burðarmeiri sýndust. Sýndi þetta dugnað hans og þrautseigju. Og aldrei varð hann fyrir stóráföllum. Sannarlega hefði Kristinn sómt sér vel sem skipstjóri á hinum fríðu farkostum, sem nú sigla daglega kringum landið og víð- ar út um heimsins höf. Þó Kristinn kæmist hjá stór- áföllum á sjónum, urðu þau þeim mun meiri á landi, í sam- bandi við mikinn ástvinamissi. Fyrst urðu þau hjón fyrir þeirri sáru sorg, að sjá á bak uppkom- inni og efnilegri dóttur, Krist- ínu, sérstaklega geðþekkri stúlku. Nokkru síðar missti Kristinn konu sína, Önnu Guð- mundsdóttur frá Nesi, einstaka gæðakonu og vel gerða, bæði til huga og handa. Var hún mikill sómi sinnar stéttar. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Guðríði og Kristínu. Hefur Guðríður bú- ið með föður sínum og verið honum svo góð og nærgætin sem frekast er hugsanlegt. Var sambúð þeirra öll hin ástúðleg- asta. Hjá þessu fólki hafa alizt upp þrír piltar, sem allir eru upp- komnir menn. Hafa þeir allir gerzt sjómenn. Öllum nánustu ættingjum og vinum Kristins í Ráðagerði sendi ég mína beztu samúðar- kveðju. Ég hugsa mér burtför Krist- ins þannig, að hann hafi siglt blíðan byr með þöndum seglum við hún inn í hina eilífu friðar- höfn, þar sem elskandi ástvinir bíða hans með útrétta arma og bjóða hann velkominn. „Við strendur báran syngur seiðblítt lag, um sólarlagsins roðagullinn bjarma. Hún kveður blítt hinn bjarta haustsins dag, sem bleikur hneig í nætur svalans arma“. Steini Guðmundsson, Volkswagen '60 ekinn 24 þús. km. í fullkomnu lagi til sölu. Uppl. í síma 13766 eftir kl. 6 e.h. Stúlka óskast Upplýsingar gefur brytinn í síma 35133 og 50528 eftir kl. 7- Hrafnista D.A.S. Husquarna Handsláttuvélar fieaZúnaenf IfdiMll Verzlunarstörf Stúlka og karlmaður óskast til afgreiðslustarfa Síld & Fiskur Bergstaðastræti 37 Unglinga vantar til að bera út blabid v/ð Skeqgjagotu Hringbraut II Grenimel JttovgiisttMafrifr X HOLLANDIA Nýkomnir hollenskir BARNASKÓR SKÓSALAN LAUGAVEGI 1 PÓSTSENDUIH UIH ALLT LAIMD niHimn Hýbýladeild- Hafnarstræti 5 — Sími 10422 Ibúúir til sölu til sölu 4ra herb. íbúð í Sogamýri.. íbúðin er á 1. hæð með sér inng. Útborgun aðeins 200 þúsund. 3ja herb. íbúð tilbúin undir tréverk verk í Háaleitishverfi. Útborgun 130 þúsund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.