Morgunblaðið - 18.05.1961, Page 5

Morgunblaðið - 18.05.1961, Page 5
Fimmtudagur 18. maí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 ; ■ MENN 06 = mi£FN/= JAMES K. Penfield, sem ný- lega var útnefndur ambassa- dor Bandaríkjanna á íslandi, er væntanlegur hingað hinn 23. þessa mánaðar. Hinn nýi ambassador vann embættiseið sinn í Washington 5. maí, en hann hefur að undanförnu starfað sem aðstoðardeildar- stjóri um málefni Afríku í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu. Við-embættistökuna sagð- ist hinn nýi ambassador hafa starfað á Grænlandi um rúmra tveggja ára bil á stríðsárun- um. Þá kvaðst hann hafa haft tækifæri til að kynnast hin- um ógnvekjandi náttúruöflum, er hefðu mótað hugarfar fs- lendinganna, þeirrar þjóðar, sem hann hefði heyrt svo margt gott um. Hann kvaðst vona, að honum yrði unnt að leggja eitthvað af mörkum til að treysta enn meir vináttu- bönd fslands og Bandaríkj- anna. Mr. Penfield er fæddur í New York árið 1908 og lauk BA-gráðu við Stanford há1- skóla 1929. Hann hóf starf sitt í utanríkisþjónustunni ári seinna og dvaldist á hennar vegum í Mexikó, Kína og Mansjúríu. Árið 1940 varð hann fyrsti fulltrúi ríkisstjórn ar Bandaríkjanna á Græn- landi, en hélt þaðan aftur til Kína og siðan til Washington þar sem hann starfaði til árs- ins 1948 er hann fór til Prag og síðan til London. Hann varð varaformaður sendinefnd ar Bandarikjanna í Vín 1954, og ráðUnautur í sendiráðinu í Aþenu 1956. Hann fluttist til Washington 1958 og hefur starfað síðan í utanrikisráðu- neytinu. Myndin hér að ofan var tekin af James K. Pen- field ásamt eiginkonu hans eftir að hann tók við embætti ambassadors á íslandi. — Gettu þrisvar. Skotinn ætlaði að kaupa atlas- kort handa syni sínum og fór eðlilega í fornbókaverzlun. — Gerir nokuð til, þótt það sé gömul útgáfa? spurði af- greiðslumaðurinn. ■— Nei, nei, svaraði Skotinn. En helzt ekki svo gamalt að Ame ríka fyrirfinnist ekki í því. —o— Skoti nokkur sat inni á krá og sagði ýmsar lognar frægðarsögur af sjálfum sér. Að lokum var einum gestanna nóg boðið og hann sagði: Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, ungfrú Elísabet Ester Lunt, Skúlagötu 66 og Halldór Margeir Ingólfsson, Sóleyjargötu 23. 65 ára er í dag frú Guðlaug Jónsdóttir, Þverholti 18. Hún dvelst í dag á heimili Ingólfs sonar síns á Selfossi.' Sl. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Elín Jó- hannesdóttir, Mávahlíð 23 og Páll Samúelsson frá Siglufirði. Heim- ili þeirra er að Kaplaskjólsv. 51. — Segið mér frá einhverju sem þér getið ekki gert og ég skal framkvæma það. — Já, sagði Skotinn, ég get ekki borgað reikninginn. —o— Eitt sinn er Maurice Chevalier ætlaði að halda söngskemmtun fékk hann slæmsku í hálsinn. Hann leitaði þá til kollega síns Louis Armstrongs og spurði hvort hann gæti nokkuð hjálpað sér. Armstrong sendi honum þá blöndu, sem hann sagðist taka í hvert skipti, sem hann ætlaði að syngja. En blandan samanstóð af 50% hunangi og 50% glycirini. Chevalier tók inn blönduna, batn aði samstundis og söngskemmtun in gekk að óskum. Að henni lok- inni sagði hann: — Hvernig ætli Louis myndi syngja, ef hann tæki ekki inn þessa blöndu? Það var sveinspróf hjá rakara- nemum og eitt verkefnið var að klippa og laga hár á ungri stúlku. Þegar prófinu var lokið spurði einn sveinanna: — Má maður hafa sveinsstykkið með sér heim? I»að er með hjarta konunnar eins og mánann, það er sibreytilegt, en samt alltaf karlmannsandlit f þvi. Þótt kona væri á leið til aftöku sinnar, mundi hún krefjast örlitils tíma til þess að snyrta sig. Fögur kona gleður augað, en góð kona gleður hjartað. Lygarinn verður að hafa gott minni. Ef vér gætum lesið sögu óvina vorra niður f kjölinn, mundum vér komast að raun um, að í lífi allra gætir svo mikilla þjáninga og harma, að óger- legt er að bera haturshug til nokkurs manns. Reynslan er nafnið sem menn gefa mistökum sínum. Flugfélag íslands. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:00 í dag. Væntan- legur aftur kl. 22:30 í kvöld. Fer til Glaskow og Kaupmannahafnar kl. 08:00 í fyrramálið. Innanlandsflug: I dag: til Akureyrar, (2 ferðir). Eg- ilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þórshafnar. A morgun: til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Horna- fjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklaust- urs og Vestmannaeyja (2 ferðir). Pan American flugvél kom til Kefla- ur f morgun frá New York og hélt á- leiðis til Glasgow og London. Flugvél- in er væntanleg aftur í kvöld og fer þá til New York. Eimskipafélag islands h.f.: — Brúar- foss fór frá Rvík í gær til Akraness. —* Dettifoss ér í N.Y. — Fjallfoss fór frá Kotka í gær til Gdynia. — Goða- foss er á leið til Siglufjarðar. — Gull- foss er í Kaupmh. — Lagarfoss er í Rvík. — Reykjafoss fór frá Húsavík 16. til Dalvíkur. — Selfoss er í Rvík. — Tröllafoss er á leið til Rvíkur. — Tungufoss fór frá Isafirði í gær til Bíldudals. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla kem- ur til Rvíkur í dag. — Esja er á Vest- fjörðum. -— Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 22 í kvöld til Rvíkur. — Þyrill er i Reykjavík. — Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Akureyrar. — Herðubreið er í Reykjavík. H.f. Jöklar: — Langjökull er á leið til Rvíkur. — Vatnajökull er í Vest- mannaeyjum. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á leið til Archangel. — Askja er í Kenitra. Skipadcild SÍS Hvassafell losar á Húnaflóahöfnum. — Arnafell er á leið til Archangelsk. — Jökulfell kemur til Hamborgar í dag. — Dísarfell er á leið til Mantyluoto. — Litlafell fer I dag frá Reykjavík til Norðurlandshafna. — Helgafell er á leið til íslands. — Hamrafell er í Ham borg. tfLÖÐ OG TÍMARIT Kirkjuritið 4. hefti 27. árgangs flytur minningargreinar um Sr. Friðrik Frið- riksson eftir séra Bjarna Jónsson vígslubiskup og Sigurbjörn Einarsson biskup. Þá er grein sem nefnist: Upp- kast að barnalærdómi í ensku kirkj- unni, Gísli Magnússon ritar Stiklað á stóru. I ritinu birtist einnig grein eftir Dag Hammarskjold sem nefnist Trú mín, pistlar, ljóð o.fl. Hitstjóri Kirkju ritsins er séra Gunnar Arnason. Ráðskona einhleyp um fertugt, ósk- ast í nágrenni Reykjavík- ur. — Sími 19333. íbúð óskast til leigu^ 3 herb. — Uppl. í síma 10731. Keflavík 2 herb. og eldhús óskast strax eða um mánaðamót. Uppl. í síma 1602, Keflavík í dag. Vil kaupa kamb og pinjón í Reno ’46 módel. Uppl. í síma 35400. Ógangfær Bradford til sölu. Uppl. 1 síma 14667 í dag og næstu daga. 2ja—3ja herbergja íbúð til leigu. Uppl. í síma 3-22-25 frá kl. 12—2 í dag. Passap-prjónavél til sölu ,— mjög lítið notuð — og vel meo farin. Verð kr. 1800. — Uppl. í síma 34502. Segulbandstæki Til sölu er mjög gott Segul bandstæki KB 100,11 — Verð 3.500,00. Uppl. í síma 23508. Ný sérleyfisleið Reykjavík — Stafholtstunga — Hvítársíða (Kalmanstunga) 1. Áætunarferð laugardag. 20. maí kl. 2 frá Reykjavík Frá Síðumúla mánudag kl. 16. Þar næst verða farnar 2 ferðir í viku. Frá Reykjavík fimmtudag, laugardag kl. 2. Frá Síðumúla föstudag kl. 8 og sunnudag kl. 16 til Reykjavíkur. Gjörið svo vel að panta sæti í Síðumúla, Svignaskarði daginn á,ður og Bifreiðastöð Islands. Magnús Gunnlaugsson, Akranesi Ráöskona Sandgræðslu Islands vantar ráðskonu nú þegar að Gunnarsholti, Rang. — Ráðningartími yfir sumarið. Umsóknii sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi laugar- daginn 20. þ.m. merktar: „Gunnarsholt — 99“. TIL SÖLU Buick-bíll sjálfskipting, lítið ekinn (41000 km), sem nýr. Til sýnis í Fornhaga 20 miðvikudag og fimmtudag 17. og 18. maí kl. 4—7. — Tilboð merkt G.H.—1337“, sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi 19. maí. Bústaðaskipti Við viljum vekja athygli viðskiptamanna okkar á því, að nauðsynlegt er að tilkynna bústaðaskipti strax. Brunatrygging innbús og annars lausafjár er eigi í fullkomnu lagi nema það sé gert. Samviinnutryggi igar Sími 17940

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.