Morgunblaðið - 18.05.1961, Side 6

Morgunblaðið - 18.05.1961, Side 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 18. maí 1961 Þessi koparstungumynd er birt með grein Viggo Starcke, sem birtist í Berlingske Tidende. Hún hefur verið birt á titilblöðum þeirra bóka, sem Árna Magnússonar-stofnunin hefur gefið út. 1 táknmyndasænum miðjum rís höfuð Árna Magnússonar. Handritamálið í dönskum blöðum BENT A. Koch ritar grein í Kristeligt Dagblad um helgina og ræðir þar um tvenns konar rök gegn afhendingu — lögfræðileg og vísindaleg. Bendir hann á, að lögfræðilegu atriðin séu umdeilanleg svo sem ágreiningur prófessorana Alf 'Ross og Paul Andersen beri vitni 'im. Háskólaráð hafi ekki vefengt, að þjóðþingið geti leyst málið eins og ætlunin sé að gera. Há- skólaráð hafi og ekki eins nei- kvæða afstöðu til gjafarinnar og margir vilji vera láta; ekki hafi komið til atkvæðagreiðslu í ráð- inu, þegar fyrirætlun stjórnarinn ar var rædd, en ef hún hefði átt sér stað megi ætla, að um það bil helmingur háskólaráðsmanna hefði greitt atkvæði með afhend- ingu. Ástæðan fyrir því, að ekki var gengið til atkvæða, var sú, að menn töldu að það sem fyrir lægi væri að láta í ljós álit um afleiðingar afhendingar — og hér hefði orðið að vara við vegna lögfræðilegra og vísindalegra sjónarmiða. Einnig bendir hann á að Thestrup dómari, þingmaður íhaldsflokksins hafi sagt, að eignarréttur háskólans yrði ekki skertur, þótt lagafrumvarpið yrði samþykkt; flestir viður- kenni að eignarréttur sá, sem hér er um að ræða, sé annar en sá, sem 73. gr. stjórnarskrárinnar fjalli um. Bent A. Koch heldur áfram og segir, að einungis verði um frest- un málsins að ræða, þótt meiri hluti fræðimanna komizt að þeirri niðurstöðu, að um eignar- nám sé að ræða. Stjórnin hafi séð, að frumvarp hennar átti víð- tæku fylgi að fagna í þinginu (enda þótt formsatriði sættu gagnrýni), megi því telja víst, að sú stjórn, sem skipuð yrði eft- ir nýjar kosningar mundi leggja fram frumvarp það, sem nú hef- ur verið lagt fram og fá það sam- þykkt. Þriðjungur þjóðþingsins geti ekki tekið málið af dagskrá, held- ur frestað því. Hins vegar mundi frestun valda miklum vonbrigð- um og jafnvel beizkju á fslandi, þar sem mönnum sé að sjálfsögðu ekki ókunnugt um illkvittnisleg- ar árásir á ísland nú síðustu daga — stuttu eftir „Norræna daginn“. Loks gagnrýnir Koch einhliða málflutning danskra vísinda- manna og það hversu þeir virð- ist gera lítið úr starfi íslenzkra vísindamanna. Sannleikurinn sé og sá, að fyrst nú á síðustu ár- um — eftir að umræður um hand ritamálið hafa byrjað fyrir al- vöru — hafi fræðirannsóknir fengið góða aðstöðu í Höfn. Á því sé hins vegar ekki vafi að rannsókn íslenzkra handrita muni blómgast, þegar ritin verða flutt til þess lands, þar sem þau séu rituð. Skilyrði rannsóknanna séu hvergi betri. Það kunni að vera sársaukablandið fyrir danska vísindamenn, sem vinni við handritin, að þau verði flutt til fslands. Jafn sársaukablandið hljóti þó að hafa verið hingað til fyrir íslenzka fræðimenn að þurfa að fara til Hafnar. Það væri í góðu samræmi við norræna samvinnu, sem oft hafi verið lofsungin, ef hinn forni há- skóli Kaupmannahafnar stæði að gjöf handritanna til Háskóla ís- lands á 50 ára afmæli hans. Palle Lauring rithöfundur og Viggo Starche fyrrverandi ráð- herra gera í Berlingi athugasemd ir við grein Richard-Möllers landsréttarlögmanns, sem áður hefur verið getið. Lauring segir m. a. að hér sé um að ræða hvort tilfinninga- blandin röksemdafærsla íslend- inga eiga að vera þyngri á met- unum en málefnaleg rök gegn því, að eyðileggja gamla danska rannsóknarstofnun, sem eigi sér ríkar erfðavenjur en hafi þó jafn- an yfir sér ferskan starfsblæ. Margir hafi fengið þá hugmynd að í Reykjavík séu ekki til „ís- lenzk handrit" Árnasafn eigi 2600 handrit, hluta þeirra úr skinni, en flest úr pappír. En safnið (sic) í Reykjavík eigi 170 skinnhand- rit og handritabrot og ekki færri en 10.772 pappírshandrit. Mörg handritin í Reykjavík séu tiltölu- lega ung en svo sé einnig háttað um mikinn hluta handritanna í Höfn. Rétt sé að hluti hinna frægustu handrita séu í Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn, en það sé jafnrétt að áhugi á þeim ís- lenzku handritum sem séu á ís- landi sé alveg nýtilkomirín. Um 1910 hafi háskólinn í Reykjavík fengið boðið til kaups handrit úr pappír, en hafnað boðinu eftir lauslega athugun. í>að handrit sé nú í Árnasafni. Launing heldur áfram og segir, að skinnhandritin 1 Reykjavík hafi fyrst verið rannsökuð að ráði síðasta áratug og þá hafi — svo kyndugt sem það nú sé — verið uppgötvað blað, sem lengi hafi vantað í Stokkhófmshandrit eitt. Hafi það legið í skáp ein- um í Reykjavík. I Kaupmannahöfn hafi um margar kynslóðir verið unnið geysimikið starf, en þrátt fyrir handritadyngjurnar í Reykjavík hafi þar ekki verið unnið . tarf, sem á neinn hátt geti jafnazt á við starfið í Kaupmannahöfn. Þetta veiti enga ástæðu til að ætla, að skipulagsskrá Árna- stofunnar verði betur fullnægt í Reykjavík, en gert hafi verið í Höfn — fram á þennan dag. Ekki sé minnsta trygging fyrir að því verki sem eyðilagt verði í Höfn verði haldið áfram í Reykjavík á Sigurður Magnús- son form. Kaup- mannasamtakanna EINS OG skýrt var frá í blaðinu í gær var aðalfundur Kaupmanna samtaka íslands haldinn nýlega. Á fundinum var lýst kjöri full trúa einstaklinga í stjórn samtak anna fyrir næsta starfsár, Sigurð ar Ó, Ólafssonar, alþingismanns á Selfossi. Þar var ennfremur kosinn oddamaður í stjórnina, Sigurður Magnússon, forstjóri í Reykjavík. Á fyrsta stjórnarfundi eftir að alfund, sem haldinn var 4. þ.m. voru þessir menn kosnir í fram kvæmdastj órn samtakanna fyrir næsta starfsár. Form.: Sigurður Magnússon. Varform.: ísleifur Jónsson. Ritari: Björn Guðmundsson. Gjaldk.: Jón Mathiesen. Framkvæmdastjóri er Sveinn Snorrason. * Mér eru fornu minnin kær . • . Cervus skrifar: Enn ætlar það að sannast á íslendingum, að þeir geri sig fátæka að fomum minj- um, og séu ótrúlega glám- skyggnir á raungildi þeirra hluta, sem þeir hafa hvers- dagslega fyrir augum og orðn- ir eru snar þáttur í lífi þeirra. Einn góðan veðurdag dettur einhverjum framsæiknum um bótamanni í hug, að nú þurfi að breyta til — og daginn eftir vaknar maður upp við það, garnall vinur er horfinn fyrir fullt og allit. Vill þá sannast málitækið, að enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Mér datt þetba í hug þegar ég las það í Mbl. í gær, að nú ætti að fara að taka af okkur svartad'auðamiðann. Búið að skipta um miða á bittemum og hvannarótinni — og ákavíti og brennivín á að fara sömu leið. Nú er ég hjartanlega sammála hinum nýja forstjóra áfengisverzlun- arinnar um, að það er brýn þörf á umbótum í bruggun- ar- og áfengissölumálum okk ar, og umræddar breytingar eru í sjálfú sér vottur um lofsverða viðleitni bans í þá átt. Það barmar heldur eng- inn, þótt gerð sé andbtslyft ing á biltter-, livannaróitar- og ákavítisflöskum okkar. En að skipta um miða á brenni- víninu er aftur á móti hrein goðgá. • Sögulegur^jHÍði^ Svartadauðamiðinn á sér merikilega sögu, og hefur fyrir löngu áunnið sér hefðbund- inn sess í lífi þjóðarinn'ar. Og sögulegu hliutveriki hans er fjarri því að vera lokið. Hann minnir t. d. á þá tíma, þegar reynt var með lögum að telja þjóðinni trú um, að notkun víns í hófi eða óhófi væri af hinu il'la. Hann er eins konar legsteinn yfir áfengisbann á íslandi. í einfaidleik sínum og yfirlætisleysi minnir hann okkur stöðugt á að vanmeta hvorki né ofmeta gjafir guðs. En miðinn er klassisikur í fleiri en einum skilning. Hann er líka sígilt dæmi um áhrifa mátt hins einfalda og látlausa forms. Teiknaranum hefur tekizt aðdáanlega að búa til sérkennilegt (og fallegt) verk. Að vísu ber að viðurkenna, að miðinn nýtur sín ekiki sem stkyldi á hinum glossialegu sfcrúftappaflöskum, sem á- fengisverzlunin tók upp fyrir nokkrum árum. nægilega traustum grundvellL Það sé hugsanlegt, en þó hrein- ar getgátur. Þá spyr Lauring, hvort Danir þori að slátra þeirri rannsóknar- stofnun, sem verið hafi miðstöð rannsókna norrænnar menning- ar, þegar enginn trygging sé fyrir því, að verkið verði unnið bet- ur eða einungis jafnvel á ís- landi? Geti íslendingar í náinni framtíð ráðið við þetta mikla rannsóknarstarf? Muni fslend- ingar nokkru sini geta ráðið við það eitt að búa sæmilega um þá feiknarstafla handrita, sem nú sé sópað saman? Um þetta spyrji Norðurlönd — um þetta spyrji evrópskir vísindamenn. Sig. Líndal Sigurður Magnússon ♦ Sérstætt listaverk Ég héyrði eitt sinn einn af ökkair menntuðustu arkitekt- um útlista það, að miðinn væri í riaun og veru listrænt afrek. Þetta vafcti mig til um- hugsuniar um hann. Ég býst við, að mörgum bafi Ifarið svipað og mér, að gefa ekki miðanum verðugan gaum, og því bið ég menn að gera það, áður en það er um seinan. Hvað sem öðru líður, á mið- inn sennilega engan sinn líka í bruggunaxsögu veraldarinn- ar (enda mun hann t. d. vera eftirsóttur af etikettu-söfn- urum). Þegar af þeirri ásitæðu á ekki varpa honum fyrir borð. Fyrir þrjátíu árum var ráð izt á Skólavörðuna með of- forsi og hún rifin niður, af því að einhverjum þótti hún ekki nóg.u falleg. Enn í dag mega rosknir Reykvíkingar vart vatni hald'a, er þeim verður huigsað til þess. Við skuluim vona, að ekki verði farið eins með svartadauðann, og það á sama tíma og við erum að fá handritin heim. Einu sinni var Filippseying um skipað að hafa skyrtunia utan yfir buxunum til aðgrein inga frá yifirþjóðinni, Spán- verjum. Enn í dag er það srtolt Filippseyinga, að ganga þann ig til fara. Á sama hártt má það vena stolt okkar synd- ugra íslendinga, að drekka obkar „illræmda" svartadauða til minningar um liðna ófrels isdaga í sögu þjóðarinnar. I stuttu máli: það er ekki mið- inn, sem þarf umbóta við, helduir innihald flöskunnar ög hugarf'ar þeirra manna, sem ekki kunna að meta það að verðlei'kum. Cervus.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.