Morgunblaðið - 18.05.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.05.1961, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 18. maí 1961 Vorperlukvöld í Laugamesskirkju JHvað er það?. Vorið 1952 var stofnaður kristniboðsflokkur í Laugarnes- sókn, er hlaut nafmð „Vorperla“, sem er heiti á þeirri jurt ís- lenzkri, er fyrst allra jurta springur út á vorin, og þekur mela og börð snjóhvítum blóm- um sínu.m. f>essi kristniboðsflokkur hefur undanfarin ár haft kristniboðs- samkomu í Laugarneskirkju vor hvert, við góða aðsókn, til ágóðr. fyrir íslenzka kristniboðið í Konsó í Suður-Eþíópíu. En þar rekur Samband íslenzkra kristni- boðsfélaga blómlegt kristniboð, Og hefur íslenzka kirkjan þegar eígnazt þar dótturkirkju, sem er eínn merkasti viðburður í ís- lenzkri kirkjusögu síðari ára. Sama árið og Vorperla var stofnuð, voru fyrstu kristniboð- arnir vígðir og sendir til Konsó, þau Kristín Guðleifsdóttir og Felix ÓlafssOn, sem inntu af Ihendi erfitt en blessunarríkt brautryðjendastarf við frumstæð skilyrði. Síðan hafa tvenn hjón verið vígð og send, þau Margrét Hró- bjartsdóttir og Benedikt Jasonar son, sem nú starfa við kristni- boðsstöðina í Konsó, og í fyrra- vor þau Áslaug Johnsen og Jó- hannes ÓlafssOn, kristniboðslækn ir. En fyrir fimm árum var Ing- unn Gísladóttir, hjúkrunarkona, vígð og send til þess að starfa við sjúkraskýlið í Konsó, en þar hefur aðsóknin verið gífurleg, t. d. um 17.000 sjúklingar samkv. síðustu ársskýrslu. Ingunn er nú í hvíldarleyfi heima, en færeysk hjúkrunarkona Elsa Jacobsen starfar í hennar stað á meðan, og munu þær báðar starfa við skýlið í framtíðinni. Fjórðu hjónin vöru svo vígð síðastliðinn uppstigningardag, þau Katrín Guðlaugsdóttir og Gísli Arnkelsson, en þau fara héðan 7. júní n.k. til Könsó. Albert Schweitzer er þekktur og dáður að maklegleikum fyrir sitt kærleiksríka og fórn- fúsa starf í Afríku. En hér er ungt fólk, íslenzkt að hlýða sömu köllun og færa sömu fórn- ir til þess að inna af hendi sams könar starf, göfugasta og háleit- asta starf í heimi. Það ætti að gleðja alla íslendinga og hvetja til þess að styrkja þetta starf af alhug. Skrifað er í bréfi frá Tanga- nyika (bréfið hefði aiveg eins get að verið frá Konsó) um unga móður, sem mikill harmur var kveðinn að. Hún grét hástöfum, fleygði sér á jörðina, reif klæði sín, blótaði og öskraði eftir hjálp. „Hvers vegna verða börnin mín að deyja?“ æpti hún. „Látið þau í friði: Drepið mig“. Hún hafði alltaf vitað það, enginn þurfti að segja henni það, að tvíburar voru alltaf deyddir. Það var óumflýjanleg erfðavenja frá feðrunum. Seiðmennirnir sáu til þess, að ekki væri horfið frá því. „Tvíburum fylgir bölvun", höfðu þeir sagt. „Séu þeir látnir halda lífi, mun allur ættflokkur okkar deyja“. * Miskunnarlausar hendur slíta tvíburana nýfædda úr faðmi móðurinnar. Hún hendir sér á öpinn eld. Vinkonur koma henni til bjargar og reyna að hugga hana. Hún ber sér á brjóst með krepptum hnefum, lemur höfð- inu við húsvegginn, bítur sig í tunguna, svo að blóðið rennur úr munnvikunum. En úti, milli runna skammt frá þorpinu, liggja tveir naktir, ör- smáir barnslíkamir. Þeim hafði verið sú miskunn sýnd, að þeir voru ekki bornir út fyrr en um sólsetur, eða um það leyti er villidýrin fara á kreik, svo að biðin yrði þeim ekki löng. En áður en til þess kæmi, kom innlendur, kristinn maður á vett- vang tvíburunum til hjálpar, og hann lét í laumi gera boð eftir móður þeirra. Og hann gaf móð- ur þeirra þá aftur. Þess vegna hefur þessi saga geymzt. Á kristniboðssamkomunni í Laugarnesskirkju næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 8,30 tala þau Jóhann Hannesson, prófessor, og Ingunn Gísladóttir, hjúkrun- arkona í Konsó. Ennfremur verð- ur kórsöngur og einsögur. Að lokinni samkomu gefst öll- um tækifæri til þess að styrkja kristniboðið í Konsó. Þetta starf kostar mikið fé, en er eingöngu rekið með frjálsum gjöfum fórnfúsra kristniboðs- J vina. Allir eru hjartanlega velkomn- ir á Vorperlukvöldið í Laugar- neskirkju í kvöld. J. S. Minningar- og líknar- sjóður Páls Arn'jótssonar f MARZMÁNUÐI n.k. eru tvö ár liðin síðan Minningar og líkn- arsjóður Páls Arnljótssonar var stofnaður í þeim tilgangi að kaupa gerfinýra til handa Land- spítalanum og kosta utanför læknis til að læra meðferð þess. Heildarupphæð sjóðsins er orð- in 92 þúsund krónur og þar að auki loforð um framlög að upp- hæð 13 þúsund krónur. Sjóðurinn hefir átt því láni að fagna, að bæði félagasamtök og einstaklingar hafa fært honum höfðinglegar gjafir, og sýnt þann ig örlæti sitt og skilning á nauð- syn þess, að tilgangi sjóðsins verði náð. Lionsklúbburinn Bald rxr hefur gefið sjóðnum 10 þús- und krónur Og nýlega gaf Lions- ■klúbburinn Fjölnir 20 þúsund krónur. Konur yfirmanna Varn- arliðsins á Keflavíkutflugvelli gáfu sjóðnum nýlega kr. 3790.00. Nýlega bárust sjóðnum 5 þúsund krónur til minningar um Matt- hildi Jónsdóttur frá Gauksstöð- um, frá foreldrum hennar og systtúnum. Hinn 11. marz sl. efndi hópur listamanna til skemmtunar í Austurbæjarbíói, í þeim tilgangi að efla Minningar og líknarsjóð j Páls Arnljótssonar. Gaf listafólk ið vinnu sína og var sjóðnum af- hentur ágóði af skemmtuninni, sem nam kr. 23.029.00. Kostar 300 þús. krónur Þrátt fyrir rausnarleg framlög skortir enn mikið, að fé sé fyrir hendi til kaupa á gervinýra, sem gert er ráð fyrir að kosti 300 þúsund krónur. Þetta er ekki há upphæð, þegar haft er í huga að íslendingar eyða árlega 11 millj. króna til að leita sér lækninga erlendis og í þeim stóra hópi eru ' að sjálfsögðu sjúklingar, sem gervinýra gæti orðið að gagni til lífs Og heilsu. Húsnæði um áramót Vegna þrengsla í húsnæði Landspítalans hafa ekki verið ( tök á því að koma fyrir tæki,1 sem gervinýra, en nú mun ræt- j ast úr þessu, þegar hluti ný- byggingar Landspítalans verð- ur tekin í notkunn um næstu ára- mót. Er það að sjálfsögðu von stjórnar Minningar og líknarsjóðs ins, og allra sem styrkja málefn- ið, að sem skemmstur tími líði Myndin er tekin norðan Oddsskarðs 8. maí sl., en þann dag var lokiff við að ryðja snjó af skarðinu. Sést glöggt á myndinni, hve mikil fannkynngi er þarna megin skarðsins, en snjó- göngin voru sums staöar meira en þrjár mannhæðir. (Ljósmyndari: Vilberg Guðnason). Odds- skarð Eskifirði, 12. maí. ODDSKARÐ milli Eski- fjarðar og Norðfjarðar, er einn allra hæsti fjallvegur á íslandi. Festir því snjó á skarð ið snemma á hverju hausti og er það venjulega ófært mest- an hluta vetrarins. Er þó jafn an reynt að halda veginum yfir skarðið opnum eftir því sem mögulegt er, oft ýtt af honum fyrri hluta vetrar og skarðið jafnan rutt eins snemma og fært þykir vor hvert. Vegurinn yfir Oddsskarð er mjög mikilvæg samgönguleið fyrir Norðfirðinga og raunar ella Austfirðinga. Veldur þar miklu um, að fjórðungssjúkra hús Austurlands, er staðsett á Norðfirði, Og því ófært með sjúklinga til sjúkrahússins nema sjóleiðis hálft árið. Má geta þess, að sl. vetur var þrisvar sinnum farið með sjúklinga á báti héðan frá Eskifirði á fjórðungssjúkra- húsið. Norðfirðingar búa við mjög slæmar samgöngur þann hluta ársins, sem skarðið er teppt. Flugvöllurinn þar er ekki kominn til nota Og eru því einu samgöngur við staðinn á sjó. En strandferðir hafa verið strjálli í seinni tíð en áður sein kunnugt er og hafa Aust firðingar ekki sízt fengið að kenna á því. Er því jafnan míkil eftirvænting á Norð- firði eftir því að skarðíð verði opnað á vorin og margir, sem leggja leið sína yfir skarðið Charles Magnússon, vegaverkstjóri, hafði yfirumsjón með snjómokstrinum af Oddsskarði í vor. Hér sést hann á bíl sínum í snjógöngunum daginn, sem vegarsambandið komst á. fyrstu dagana sem vegurinn segir, en auk þess er rakari er fær. staðsettur á Norðfirði en ekki Hérna megin skarðsins er hér, og er því mörgum mann- þess einnig beðið með eftir- • * * , * „ ínum orðið mal a klxppmgu, væntingu, að það verði opnað. , Kemur þar til greina fjórð- ^egar vegarsamband kemst a. ungssjúkrahúsið eins og áður — Fréttaritari. þar til hægt yrði að kaupa gervi- nýrað. Fer vikulega í blóðhreinsun Bandaríska tímaritið Time birtir í síðasta hefti grein, sem öðru betur lýsir gagnsemi gervi- nýrans. Ungur maður, sem fyrir nokkrum árum var ofurseldur dauðanum, lifir enn og starfar, vegna þess að hann fer vikulega í blóðhreinsun. Að sögn sérfræð- inga gæti hann í mesta lagi lifað 1—2 vikur, ef gervinýrans nyti ekki við. Nýru þessa manns starfa ekki nema að einum fertug asta, miðað við nýrnastarfsemi heilbrigðs manns. Menn, sem þurfa að fá blóðhreinsun með gervinýra láta opna sér æð. Við endurteknar tilraunir með stuttu millibili er þetta óþægilegt og getur valdið sjúkleika. David Dillard, skurðlæknir, sá ráð við þessum vanda. Han opnaði slag- æð og blóðæð í vinstra handlegg Og setti plastleiðslu á milli, þann- ig að blóðið gæti runið frjálst. Svo þegar Ben skrifstofumaður kemur í sína vikulegu blóðhreins un, þarf ekki annað en að opna leiðsluna Og hreinsa blóðið, hann gengur síðan hress í bragði, sem nýr maður. (Úr fréttatilkynningu) Hollenskar kápur og dragtir Ný sending tekin upp í dag Bernharð Laxdal Kjörsarði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.