Morgunblaðið - 19.05.1961, Side 4
4
MORGVNBLAÐ1Ð
Föstudagur 19. maí 1961
Guðlauguv Einarsson
Málflutningsstofa
Freyjugötu 3’i. Sími 19740.
Keflavík Bandaríkjamann vantar íbúð, 4 herb. og eldhús. — Uppl. gefur Mr. Schultz. — Sími 2223, Keflavíkurflugvelli.
Hohner Organa borðharmonika til sölu, ódýrt. Uppl. ' síma 32706.
Ovgel og harmonika til sölu, góð hljóðfæri. — Uppl. í síma 34577.
3ja herb. íbúð óskast helzt í fjölbýlishúsi. — Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Algjör reglusemi 1355“.
Til leigu 3ja herb. íbúð frá 1. júní til 1. okt. Húsgögn geta fylgt. Uppl. í síma 34856.
Ung'ur bóndi úti á landi óskar eftir ráðskonu strax. Uppl. í síma 10627.
Múrarameistari Tilboð óskast í utanhúss murhúðun í Ljósheimum 11. Uppl. á staðnum.
Til sölu mjög lítið notað K.B. 100 segulbandstæki á kr. 4500,- Uppl. í síma 33397.
Verzlunar- og hárgreiðsluhúsnæði — til leigu við Miðbæinn. Uppl. í síma 12198.
Veitið athygli Tek að mér smíði á hand- riðum og innréttingar úr málmi. Hringið í síma 24745 og 23237.
Get gefið leiðbeiningar til silungs- veiða í Fiskivatni og KleppavatnL Sími 37739. Stefán Ólafsson.
Til sölu klæðaskápur og eldavél. — Uppl. í síma 50782 eftir kl. 7 e. h.
Spil óskast á Dodge weap^i Uppl. í síma 36000.
Taunus station ’55 til sýnis og sölu að Rauð- arárstíg 7. — Uppl. í síma 22944.
1 dag er föstudagurlnn 19. mai.
139. dagUT ársins.
Árdegisflæði kl. 8:23.
Síðdegisflæði kl. 20:44.
Slysavarðstofan er opin allan sólar-
hringinn. — .Læknavörður L.R. (fyrir
vitjanir> er á sama stað frá kl. 18—8.
Síml 15030.
Nætnrvörður vikuna 13.—20. maí er
I Laugavegsapóteki.
Holtsapótek og Garðsapótek eru
opin alla virka daga kl. 9—7, laugar-
daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá
kl. 1—4.
Kópavogsapótek er opið alla virka
daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl.
9,15—4, helgidaga frá 1—4 e.h.
Ljósastofa Hvítabandsins er að Forn
haga 8. Ljósböð fyrir börn og full-
orðna. Upplýsingar í síma: 16699.
Næturlæknir í Hafnarfirði 13.—20.
maí er Eiríkur Björnsson, sími 50235.
I.O.O.F. 1 = 1435198% =
RMR Föstud.
19-5-20-HRS-MT-HT.
FRETIIR
Vélskólanum verður sagt upp kl. 3
e.h. í dag (19. maí).
Akurnesingar! — Farið verður til
Akraness laugardaginn 27. maí kl. 1
e.h. með m.s. Akraborg. Nánar auglýst
síðar. — Attahagafélag Akraness.
Minningarspjöld Hallgrímskirkju í
Reykjavík fást á eftirtöldum stöðum:
Verzlun Amunda Arnasonar, Hverfis-
götu 37 og Verzlun Halldóru Olafsdótt-
ur, Grettisgötu 26.
Kvenfélagið Aldan. — Konur,
skemmtifundurinn verður föstudaginn
Tekið á móti
tilkynningum
í Daghók
frá kl. 10-12 f.h.
■W*.'
Húsgögn
Seljum sófasett frá kr.
o500,00 eins og tveggja
manna svefnsófa, blóma-
kistur símaborð o. fl.
Húsgragnaverzl. Þórsg. 15.
Sími 12131,
Baldursgötumegin
19. maí kl. 8,30 í Oddfellow. Munið
eftir bögglunum.
Orðsending frá Lestrarfélagi kvenna
Reykjavíkur: — Bókainnköllun. Vegna
talningar þurfa allir félagar, sem hafa
bækur frá félaginu, að skila þeim dag-
ana 15:—31. maí. Utlán verða engin
fyrst um sinn
Garðeigendur: kastið aldrei úrgangi úr
görðum yðar á götur bæjarins.
Frá Blóðbankanum. — Margir eru
þeir, sem lengi hafa ætlað sér að
gefa blóð, nú er vöntun á blóði og
fólk er því vinsamlegast beðið að
koma í Blóðbankann til blóðgjafar.
Enginn veit hvenær hann þarf sjálf-
ur á blóði að halda. Opið kl. 9—12 og
13—17. Blóðbankinn í Reykjavík, sími:
19509.
Þann 17. maí opinberuðu trú-
lofun sína, ungfrú Jóna S. Ólafs-
dóttir, Laugarnesvegi 64 og Kenn
eth J. Nielson, starfsmaður banda
ríska sendiráðsins.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína, ungfrú Edda Klingbeil,
Sigtúni 59 og Lúðvík Lúðvíksson,
sjómaður, Barmahlíð 25.
Læknar fiarveiandi
Friðrik Einarsson fjarverandi til 1/7.
Gísli Ólafsson um óákv. tíma (Stefán
Bogason Laugavegsapóteki kl. 4—4,30.
sími 19690).
Grímur Magnússon um óákv tíma
(Björn Þ. t>órðarson).
Guðmundur Benediktsson til 1. jún.
(Skúli Thoroddsen)
nun] . tnnn
Á LAUGARDAGINN var voru
fánar dregnir að hún á opin-
berum byggingum, og strætis-
vagnarnir brunuðu um bæinn
með veifur á stöngum. Ekki
voru allir vissir um ástæðuna
fyrst í stað. Hvaða hátíð var
13. maí? Þá var uppreisnin
gerð í Alsír um árið, sem kom
de Gaulle tU valda. Gat verið,
að . . .? Nei, auðvitað, forset-
inn á afmæli! Einhver gataði
á þessu hjá Svavari Gests um
daginn, svo að nú ættn flestir
að muna eftir deginum í fram
tíðinni, því að segja má að
hálf þjóðin og rúmlega það
hlusti á getspeki fórnarlamba
Svavars.
13. maí verður ávallt fræg-
ur í Frakkasögu, því að upp-
reisnin í Alsír 1958 varð upp-
haf þess, að de Gaulle fékk hin
miklu völd, sem geta ekki sam
rýmzt fulikomnu lýðræði. —
Hins vegar ber ölium saman
nm það, að hann hafi neytt
vaids síns réttlátlega og skyn-
samlega, og að betra sé stjórn-
arfar með einræðisvotti en
flestum nauðsynlegustu stofn-
unum þjóðræðis og tryggingu
nokkurs Iýðræðis, heidur en
algert einræði fasista eða
kommúnista, en það blasti við,
þegar þjóðfélagið var allt í
upplausn.
20. maí n.k. hefst ráðstefna,
þar sem reynt verður að binda
endi á ástandið í Alsír. Þar
koma saman fulltrúar frönsku
ríkisstjórnarinnar og ftjlltrúar
uppreisnarmanna í Alsír. —
Mörgum finnst kyndugt að
hef ja ráðstefnuna kvöldið fyr-
ir hvítasunnu, en tíminn er
þannig valinn vegna þess, að
franska stjórnin óttast enn
eina uppreisnartilraun í Aisír,
og telur sig hafa hetri aðstöðu
til þess að kæfa slíka tiiraun
í fæðingunni meðan á helginni
stendiur. Eðlilegt er, að stjórn-
in sé nú á nálum, því að fransk
ir íbúar Alsírs telja sig nú
hafa allt að vinna en engu að
tapa þegar stjóm þeirra sezt
við samningaborð með morð-
ingjum bræðra þeirra. Einn
helzti forsprakki þeirra lét
hafa eftir sér þessi ummæli:
„Vér viljum gera Alsír að
nýju Kongó. Vér höfum engu
meira að tapa, ekkert framar
að missa“. Geta má þess, að
mestu öfgamennirnir eru
sjaldnast af frönskum ættum,
heldur innflytjendur frá
Spáni, Sikiley og Möltu.
Ráðstefnan verður haldinn í
frönsku borginni Evian. Hún
stendur á suðurbakka Genf-
arvatns, andspænis Lausanne
I Sviss. Genf er við vestur-
botn vatnsins, en Montreux
við austurbotninn. Evian heit-
ir fullu nafni Evian-les-bains,
eða baðborgin Evian. Þar eru
tvær lindir, sem hollt þykir að
sulla í og enn hollara að
drekka úr. — Hér er þýzkt
kort af borginni og nágrenni
hennar (Frankreich = Frakk-
land).
Gunnar GnSmundsson um óákv.
tíma (Magnús Þorstemsson).
Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Kar)
Jónasson).
Jónas Sveinsson í tvo mán. frá 9. maí
(Gunnar Benjamínsson).
Ófeigur J. Ófeigsson fram í júlí.
(Kristján Þorvarðarson).
Sigurður S. Magnússon oákv. tima —
(Tryggvi Þorsteinssonj.
Víkingur Arnórsson um óákv. tíma.
(Olafur Jónsson, Hverfisgötu 106).
JUMBO I INDLANDI
Teiknari J. Mora
1) En Júmbó var svo himinglaður
yfir því, að hr. Leó og hinir vinir
hans skyldu vera heilir á húfi, að
hann lét háðsglósur Mikkíar sem
vind um eyru þjóta. — Sjáið þið nú
til, sagði hr. Leó, — samkvæmt mín-
um útreikningum....
2) .... ættum við nú að vera stödd
við Bengal-flóann á Indlandi. Og nú
skulum við halda ferðinni áfram. —
Já.... en, hr. Leó, ég er svo fjarska
þreyttur í fótunum, volaði Júmbó
aumkunarlega.
3) — Það ætti að ganga, sagði hr.
Leó, — við þurfum víst ekki svo
langt að fara. Sjáið þið bara, þarna
er dálítið þorp.... og svo getum
við spurt þennan mann til vegar.
Jakob blaðamaður
Eítir Peter Hofíman
— .... Það verður erfið barátta,
ritstjóri, en Kid Clary ætti að bera
sigur af hólmi gegn eiturlyfjunum!
— Og mennirnir. seno seldu hon-
um eitrið?
— Það er verið að handtaka þá!
— Allt í lagi.... Flýttu þér þá
hingað, Jakob, þepar þú ert búinn í
læknissknðun!
— Læknisskoðun?!
— Þessa leið, Jakob!