Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1961næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVTS BLAÐ'fÐ Föstudagur 19. maí 196x Guðbjartur Úlafsson IHinningarorð 1 DAG verður kvaddur frá Dómkirkjunni í Keykjavík Guð- bjartur Ólafsson, hafnsögumað- ur, en hann lézt í Landakots- spítala 15. þ. m., eftir mjög stutta legu. Þó Guðbjartur væri orðinn aldraður bar hann árin óvenju vel, og kom því hið snögga fráfall hans mjög á óvart. Með honum hverfur af sjónarsviðinu einn af merkustu forustumönnum íslenzkrar sjó- mannastéttar á fyrra helmingi þessarar aldar. Guðbjartur fæddist í Kefla- vík í Rauðasandshreppi, 21. marz 1889. Foreldrar hans voru þau Ólafur Guðbjartsson, út- vegsbóndi, og kona hans Guð- rún Jónsdóttir. Kornungur hóf hann að stunda sjó með föður sínum þar vestra og vann jafn- framt á búi föður síns, en hug- ur hans mun þó frá ungum aldri framar öllu hafa hneigzt til sjómennsku. Þegar hann hafði aldur til settist hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan fiskimanna- og farmánnaprófi árið 1911. Hóf hann þá þegar sjómennsku á seglskútum og strax árið 1913 gerðist hann skipstjóri. Yar hann síðan skipstjóri fyrst á skútum og síðar á togurum allt til ársins 1929 að hann gerðist hafnsögumaður í Reykjavík, en því starfi gegndi hann óslitið til ársins 1955. Guðbjartur var far- sæll og dugmikill skipstjóri. 1 formannstíð sinni hlekktist hon- um aldrei á og missti aldrei mann. Þann 24. marz 1916, er hann var skipstjóri á kútter „Ester“ frá Reykjavík, bjargaði hann 4 skipshöfnum, samtals 38 mönnum, af Grindavíkurbátum, úr bráðum lífsháska í norðan áhlaupaveðri, er gerði snögg- lega þennan dag. Þótti þetta og þykir enn einstakt afrek og varð Guðbjartur landskunnur af. Síðar eða árið 1921, er hann hafði tekið við skipstjórn á tog- ara, tókst honum að bjarga ensk um togara með áhöfn, er var að því kominn að reka upp í Þrí- dranga í Vestmannaeyjum. Guðbjartur tók mikinn þátt í félagssamtökum sjómanna, var formaður skipstjórafélagsins Öld unnar í 18 ár og í stjórn Far- manna- og fiskimannasambands Islands frá stofnun þeirra sam- taka árið 1937 til ársins 1952 og gegndi auk þess fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir samtök sjómnnna. Á fyrsta fjórðungi þessarar aldar eða því tímabili, sem Guð- bjartur stundaði sjósókn, urðu hér við land hörmulega mörg sjóslys, og þjóðin varð að sjá á bak mörgum af sínum þrótt- mestu sonum á bezta skeiði án þess að fá að gert. Guðbjarti mun öðrum fremur hafa verið Ijós nauðsyniii að hefja skipu- legt starf til að freista þess að koma í veg fyrir hin tíðu slys, og mun það engin tilviljun, að þegar Slysavarnafélag íslands var stofnað 1928 var hann meðal stofnenda þess. Allt frá upphafi vann hann ötullega að málefnum félagsins. I stjórn fé- lagsins var hann kosinn 1938, en forseti þess 1940 og hafði hann á hendi forustu félagsins allt til ársins 1960, er hann baðst undan endurkosningu. Á þeim tveim áratugum er Guðbjartur veitti Slysavarnafé- lagi íslands forstöðu urðu mikl- ar breytingar á félaginu og starfsemi þess. Árið 1942» var því breytt í landssamtök. Starf- semi þess varð með hverju ár- inu sem leið umfangsmeiri. — Byggð björgunarskip, skip- brotsmannaskýlum og björgun- arstöðvum fjölgað, aukin starf- semi til vamar slysum á landi og lagt fram fé til sjúkraflug- véla. Að öllum þessum verkefnum vann Guðbjartur af fádæma áhuga og elju, og þótt margir hafi lagt hér hönd að verki, má fullyrða að enginn hefur átt eins ríkan þátt í fram- kvæmdum þessum og hann. Guðbjartur naut alla tíð ó- skoraðs trausts félagsmanna, og þeir sem kynntust honum og unnu með honum vissu gerst að hann var þess trausts verð- ur. —■ Árið 1912 kvæntist Guðbjart- ur eftirlifandi konu sinni, Ást- björgu Jónsdóttur, Ásmundsson- ar frá Akranesi og eignuðust þau 5 mannvænleg börn, sem öll eru á lífi, en þau eru Jón, stórkaupmaður, kvnætur Unni Þórðardóttur, frú Dóra, gift Ólafi Jóhannessyni prófessor, Ólafur, bóndi í Kollsvík, Rauða sandshreppi, kvæntur Sólrúnu Jónsdóttur, frú Jóhanna, gift Jean Classen, verzlunarmanni, og Benedikt, stýrimaður, kvænt- ur Maríu Pétursdóttur. Frú Ástbjörg var mjög sam- hent manni sínum, og tók alla tíð mikinn og virkan þátt í áhugamálum hans og vann með honum að framgangi þeirra. Dagsverki Guðbjartar Ólafs- sonar er lokið. Hann lifði mesta framfaratímabil þjóðar vorrar og bar gæfu til að bera hug- sjónir sínar fram til sigurs. Með störfum sínum hefur hann markað spor í sögu þessa tíma- bils, sem ekki munu fyrnást. Ég vil að lokum færa Guð- bjarti hinztu kveðju og þakkir frá félagsmönnum SVFÍ fyrir hið mikla og óeigingjarna starf hans í þágu samtakanna. Gunnar Friðriksson. f Guðbjartur Ólafsson lætur eftir sig langan og athafnasam- an æviferil. Hann flytzt hingað suður árið 1907 og fer þá í Flensborgarskólann og síðan á skútur frá Reykjavík. Lauk prófi úr Stýrimannaskólanum árið 1911 og var þá næstu 2 árin stýrimaður á skútum. Eftir það verður hann skipstjóri á happa- skipinu Esther um margra ára skeið, eða þar til hún er seld úr landi. Á kútter Esther 1915 vann Guðbjartur þá sjómanns- dáð að bjarga úr sjávarháska 38 sjómönnum úr Grindavík. í norðan ofsaveðri náðu þeir ekki landi og voru á reki til hafs er Guðbjarti tókst að bjarga þeim. Eftir að Guðbjartur hætti skipstjórn á kútter Esther, gerð ist hann meðeigandi og skip- stjóri á stórum mótorbáti, er gerður var út á línu- og síld- veiðar. Rinnig var hann skip- stjóri á togaranum „Rán“, svo og fleiri skipum um nokkur ár, þar á meðal mótor-skonnortunni „Veiðibjállan“, er gerð var út héðan á handfæraveiðar. Auk þessa sinnti hann ýmsum störf- um, unz hann gerðist hafnsögu- maður við 'Reykjavíkurhöfn ár- ið 1929 og gegndi hann því starfi til 1954, er hann sagði því lausu. Gerðist hann þá starfs- maður ríkisins við eftirlit með áfengisvörnum og gegndi hann því til dauðadags. Samhliða hafnsögumannsstarfinu við Reykjavíkurhöfn hafði hann á hendi leiðsögu til Faxaflóa- hafna. Þá var Guðbjartur forseti Slysavarnafélags Islands um 20 ára skeið, frá 1940—1960. Félagsmál lét Guðbjartur mik ið til sín taka, en sérstaklega voru það mál er vörðuðu sjó- mannastéttina er áttu hug hans allan. Hann varð snemma fé- lagi í skipstjóra- og stýrimanna- félaginu Aldan, og var hann formaður þess um margra óra skeið. Undir forustu hans var Aldan í fararbroddi um mörg þau mál er snertu hagi sjó- mannastéttarinnar, bæði að því er laut að aukinni menntun sjó- manna og þá ekki síður um aukið öryggi þeim til handa, bæði með fjölgun vita og aukn- ingu hinna ýmsu sjómerkja og eins auknum öryggisútbúnaði • Megrunarlyfin Megrunarlyfin eru nú efst á dagskrá í flestum kaffiboðum og saumaklúbbum í bænum. Margir þykjast hafa himinn höndum tekið er þeir komust yfir eitthvert undra-megrun- arlyf, sem hér var á boðstól- um og seldist upp. Það var von á annarri sendingu svo að væntanlega yngjast fleiri og fleiri um 10—20 ár. Górnlu kjólarnir verða ,.a;it Of víð- ir“ og herramennirnir fara til klæðskerans með buxurnar sínar og láta þrengja streng- inn um svo sem 20—30 senti- metra. • Hugsaði sig tvisvar urn Ég hitti gamansamán kunn- ingja á götunni fyrir nokkrum dögum. Hann er einn þeirra, sem setja mætti í þungavigt og auðvitað byrjaði hann að. tala um megrunarlyfið. „Ég skal segja þér“, sagði hann, „að þetta undralyf er svo dýrt, að ég hugsaði mig tvisv- ar um áður en ég keypti það. Eftir miklar vangaveltur komst ég að raun um, að ég fengi miklu meira út úr því að fara í Naustið og fá mér eina góða máltíð en leggja fé í þetta duft. Og þú hefðir átt að sjá steikina, sem ég fékk. Það var ekki dónalegt, maður minn,“ sagði hann og klapp- aði á ýstruna. • Hinir fu!lkomnu“ þarfnast ekki megrunarlyfja Annars er það athyglisvert — og menn ættu að hugleiða það betur en gert er, að á ís- landi er slegizt um megrunar- .yf samtímis því sem milljón- ir, hundruð milljóna annars staðar í heiminum svelta heilu hungri. Hungrið mun þó einna sárast þessa stundina í einu höfuðríki kommúnismans, „sæiuríkinu" Kína. Þar ríkir algert hallæri og stærstur hluti þjóðarinnar dregur nú fram lífið á mjög naumum matarskammti. Það má líka segja, að þetta sýni á vissan hátt yfirburði hins kommún- iska skipulags. í Kína hefur kommúnisminn komizt á það hátt stig, að menn þurfa alls engin megrunarlyf. Þetta kem ur allt af sjálfu sér undir „föðurlegri handleiðslu flokks • „Landkrabba“ lízt ekki á „Hvernig stendur á því að bátarnir hætta þorskveiðum meðan aflinn er góður? Svo fara allir á síldveiðar enda þótt sáralítið fáist fyrir síld- ina og þjóðhagslega sé það vafalaust miklu æskilegra að þorskurinn sé veiddur áfram meðan hann bítur á,“ segir í um borð í sjálfum skipunum. Einnig undir forustu Guð- bjartar var Aldan eitt af þeim félögum sjómanna er áttu frum- kvæði að stofnun Farmanna- og fiskimannasambands íslands 1936, svo og að stofnun sjó- mannadagsins, og var hann fulltrúi félags síns í báðum þessum stofnunum til hinzta dags. í stjórnmálum tók Guðbjartur Ólafsson virkan þátt um fjölda ára. Hann sat í bæjarstjórn sem varamaður Sjálfstæðisflokksins mörg ár, svo og átti hann sæti í hafnarstjóm um árabil'. Einnig var hann í ýmsum nefndum og gegndi mörgum trúnaðarstörf- um fyrir flokk sinn. Þegar litið er nú yfir hin margvíslegu störf er Guðbjart- ur Ólafsson hafði með hönd- um, auk síns aðalstarfs — hafn- sögumannsstarfsins — kemur ó- hjákvæmilega í ljós, að starfs- dagurinn hlýtur oft að hafa ver ið langur, en hvíldartíminn stuttur. En áhugi Guðbjarts á öllum þessum málum var slík- ur, að þrótt fyrir að hann kenn- ir þreytu frá störfum sínum eft- ir erilsaman dag, er ekkert sjálfsagðara en fara beint í starfið á sviði félagsmálanna þar sem velferðarmál sjómanna- stéttarinnar eru rædd og til hinna ýmsu starfa er slysa- varnamálin hafa í för með sér, eða það er stjórnmálafundur að hefjast, alltaf ér kallinu sinnt með sama áhuganum. En þrátt fyrir, að til þessara starfa færi megnið af hvíldartímanum, kom það aldrei niður á aðalstarfi hans, þar mætti Guðbjartur á sínum tíma, og sinnti hann allt- af starfi sínu af sérstakri alúð og nærgætni. Og ef með þurfti að vinna fram yfir tilskildan vinnutíma, var það alltaf sjálf- sagður hlutur. Kynni okkar Guðbjarts áttu sér langar aldur. Við hittumst Framh. á bls. 16. bréfi frá „Landkrabba". Og hann heldur áfram: „Það hefur vakið furðu mína að lesa í blöðunum, að bátar hætti róðrum, enda þótt þeir fái víða allt upp í átta eða tíu tonn í sjóferð. SvO rjúka þeir á síldina og virðist þá ekki skipta neínu .máli, að ekki er hægt að nýta síldina nema til mjölvinnslu. Átan hefur valdið því, að ekki er hægt að frysta, síldin er of mögur til söltunar — og verð- ið á síldarmjölinu fyrir neðan allar hellur.“ • Alls staðar vantar fólk „Þá var sagt frá því í blöð- unum ekki alls fyrir löngu, ab framboð á mönnum til veiða í salt við Grænland /æri meiri en eftirspurnin. Ekki alls fyrir löngu var rætt um það, að ekki væri hægt að senda togarana á Vestur- Grænlandsmiðin þar eð veiði- förin væri það löng, að ekki væri hægt að fá sjómenn á skipin. Þeir vildu heldur vinna í landi, því alls staðar vantar fólk. Og ég efast um að nokkurs staðar í heiminum sé atvinnuleysi jafnfátítt og hér.“ • Líríuveiðar við Grænland „En nú vilja sjómennirnir iara á Grænlandsmið, því veið in nefur verið mjög góð bar. Ég minnist þess, að eitt smn var gerð tilraun með að senda linubáta á miðin við Vestur- Grær.iand Svo féll þetta nið- ur. En Norðmenn og Færey- ingar senda geysimikinn fjölda línubáta til veiða á þess um slóðum og tékjur þeirra eru ir.'jög góðar. Hvers vegna ekki reyna þetta aftur? Við eigum nukinn fjölda nýrra og stórra báta, sem duggðu sjálf- sagt veL1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 110. tölublað og Lesbók barnanna 20. tölublað (19.05.1961)
https://timarit.is/issue/111580

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

110. tölublað og Lesbók barnanna 20. tölublað (19.05.1961)

Aðgerðir: