Morgunblaðið - 24.05.1961, Page 12

Morgunblaðið - 24.05.1961, Page 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 24. maí 1961 WðtttiMflfrifr Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. TEKST AÐ AFSTÝRA VERKFALLI ? | ANDSI.YÐUR allur er að vonum uggandi út af verkfallsboðunum, en sér- staklega hvílir þó óttinn yfir. verkamannaf j ölskyldunum, sem langvinnt verkfall mundi að sjálfsögðu koma verst við. Þess vegna spyrja allir: Tekst að afstýra verkfalli? Svar við þeirri spurningu hefur Morgunblaðið auðvit- að ekki á reiðum höndum fremur en aðrir. Hins vegar er gagnlegt að menn leitist við að gera sér grein fyrir aðstöðu þeirri, sem samn- inganefndir og sáttasemjari ríkisins eru í við lausn deil- unnar. Auðvitað eru allir sam- mála um, að æskilegt væri að unnt reyndist að bæta verulega kjör verkamanna og raunar flestra stétta ann- arra. í nágrannalöndunum, þar sem vel hefur verið stjórnað og skynsamlega haldið á málefnum launþega- samtaka, hafa kjör batnað um 2 til 3% árlega allt frá styrjaldarlokum. Og sums staðar raunar mun meira. — Hér mun hins vegar láta nærri að þau hafi staðið í stað. Ef hér hefði verið hald- ið svipað á málum og t. d. á Norðurlöndunum væru kjör- in því a.m.k. þriðjungi betri. Af þessu sést, hve brýna nauðsyn bar til að snúa inn á nýjar brautir. Enginn efi er á því að við- reisnarstefnari mun í fram- tíðinni tryggja a.m.k. sam- bærilegar kjarabætur hér á landi, ef efnahagslífið verð- ur ekki sett úr skorðum. Er líka Ijóst að verulegar kjara- bætur hefðu þegar fengizt, ef íslendingar hefðu ekki orðið fyrir stóráföllum af verðfalli á síðasta ári og afla bresti á vetrarvertíðinni. Það ætti því að vera aug- Ijóst mál, að allir þeir, sem í raun og veru vilja kjara- bætur og blómlegt atvinnu- líf, verði að hafa það að meginsjónarmiði að vinnu- deilan leysist án þess að hér skapist nýtt kyrrstöðutíma- bil í kjaramálum, þar sem verðbólga gleypi jafnharðan ímyndaðar kjarabætur. ekkert varðar um kjarabæt- ur, ef þeir geta notað stétta- baráttu sér til pólitísks fram dráttar. Þótt ótrúlegt sé, eru menn þessir áhrifamiklir í launþegasamtökum. Þannig fór það ekki fram hjá lands- lýðnum að sjálfur forseti Alþýðusambands íslands hlakkaði yfir því að líklega yrðu hjól framleiðslunnar brátt stöðvuð öllum til tjóns, er hann flutti ávarp hinn 1. maí. Meðal verkamanna sjálfra ríkir hins vegar annar og betri skilningur á kjaramál- unum, enda hefur þörfin sýnt þeim, að það eru raun- hæfar kjarabætur, sem að þarf að stefna, en verkfalls- stefna undangenginna ára hefur ekki megnað að færa þeim þær. Á sama hátt gera vinnu- veitendur sér það Ijóst, að þeir verða sjálfir að bera þau útgjöld, sem samfara yrðu hækkuðum launum, því að ríkisstjórnin hefur lýst því yfir, að hún muni ekki eins og fyrri stjórnir verða sá milliliður, sem velti byrð- um jafnharðan yfir á almenn ing, þegar laun hafa hækk- að að krónutölu. Það veltur þannig á raun- verulegri greiðslugetu at- vinnuveganna, hvort kjara- bætur fást eða ekki og er væntanlega öllum það ljóst, að kjarabæturnar koma fyrr og verða meiri, ef ekki kem- ur til stöðvunar og vinnu- friður fæst tryggður. Fyrir verkamenn jafnt og aðra skiptir meginmáli að kaupmáttur launanna sé tryggður og baráttan stend- ur um það, hvort krónan verði tryggð eða haldi áfram að falla. í lengstu lög hljóta menn að vona og treysta að vinnu- deilan leysist með hliðsjón af þeim staðreyndum, sem hér að framan hefur verið drepið á, án þess að til verk- falls komi, enda mundi verk- fall vafalaust standa lengi, ef það hæfist á annað borð. JARÐÝTUR OG CASTRO fTMLBOÐ Castros, einvalds- herra á Kúbu, um að af- henda þúsund stríðsfanga gegn því að fá 500 jarðýtur hefur vakið mestu furðu um >4Ð STÖÐVA FRAMLEIÐSLU V í mið-ur eru þeir menn aftur á móti til, sem á sióöum Mikill fornleifafundur Friðþjófs frækna MIKILL fornleifafundur hef- ur nýlega verið gerður við Sognsæ í Noregi. En það er einmitt á þeim slóðum, sem hinar frægu fornaldarsögur, Þorsteins saga Víkingssonar og Friðþjófs saga frækna eiga að hafa gerzt að miklu leyti. Fundur forngripanna atvik- aðist þannig, að maður nokk- ur að nafni Henrik Aspers- heim, endurskoðandi í bænum Bálestrand norðan megin Sognsævar, var að gróður- setja eplatré í garðinum sín- um. Hann stakk sóflunni í eitt- hvað hart og fór að athuga hvað það væri. Innan skamms stóð hann með fornfálegt sverð í hendinni. Það var ryðg að, en annars alveg heilt. Nú fór hann að leita betur æ æstari og spenntari eftir því sem hann fann fleiri gripi. Meðal annars gróf hann úr jörðinni tvö sverð, tvö axar- blöð, fjóra spjótsodda, skjöld, hnífa og ýmis smíðatól. 61 gripur Þá loks var Sögusafninu í Björgvin gert aðvart um fund inn. Hafa allir munirnir nú verið afhentir forstöðumanni safnsins dr. Per Fett. Hann hefur nú gefið út fyrirskipun um að ekki verði hreyft frek- ar við staðnum þar til forn- leifafræðingar koma þangað. Sem stendur kveðst hann ekki geta farið sjálfur á staðinn, því hann sé önnum kafinn l við önnur störf. í Dr. Fett segir, að þessi forn 7 leifafundur sé þegar orðinn íl tölu hinna stærri. Alls hafa V safninu borist rúmlega 601 gripir frá þessum fundarstað ? og búast má við að fleiri liggi J enn í jörðu. 1 Vegsummerki eyðilögð Annars er dr. Fett mjög bit- ur yfir því, hve staðnum var raskað mikið. — Já við höfum fengið 61 grip þaðan og það er hið slæma við það. Finn- andinn hefði átt að hætta að grafa, þegar hann var búinn að fá þriðja hlutinn upp. Nú verður miklu erfiðara að kom ast að raun um, hversvegna gripirnir hafa verið lagðir þarna. Sennilega er um að ræða gröf eða haug, ef til vill gröf tveggja mánna. Að öllum líkindum er gröfin frá vík- ingatímanum á árum 800— 1000. 'x Rússar biðja Breta um hjálp JODRELL BANK, Englandi, 19. maí. (Reuter) — Eins og menn munu minnast, skutu Rússar á loft mikilli eldflaug hinn 12. febrúar í ár, og var henni ætlað að komast til plánetunnar Venus ar, eða fara skammt frá henni. Hins vegar féll niður allt radíó samband við eld'flaugina innan fárra daga, og hefir það ekki náðst síðan. — Hin mikla radíó- stjörnuathugunarstöð hér reyndi nú í dag að" komast í samband við hið rússneska geimskip — að sérstakri beiðni Rússa — en mis- tókst. Lífse’gar bakteríur: 320 millj. ára gamlar og enn með lífsmarki HINN 22. marz sl. var AI- þjóðaveðurfræðistofnuninni afhent afsteypa af mynda- styttu Ásmundar Sveinsson ar, „Veðurspámanninum". Styttan er gjöf frá ríkis- stjórn fslands, og er ætl til skreytingar á hinum nýju og glæsilegu húsa- kynnum Alþjóðaveðurfræði stofnunarinnar í Genf. Myndin sýnir þegar Pét- ur Thorsteinsson sendi- herra afhendir Mr. Davies framkvæmdastjóra Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar, styttuna. heim allan. Við þetta tilboð rifjast það upp, er nazistar buðust til að afhenda eina milljón Gyðinga gegn því að fá 10 þúsund vörubifreiðir á styrjaldarárunum. Það er vissulega hörmu- legt að hugsa til þess, að á miðri 20. öld skuli boðið að verzla með inannslíf og þetta tilboð sýnir glöggt hina al- gjöru fyrirlitningu kommún- ista á mannhelgi. Jafnframt sjá menn svo betur en áður, hve náskyldur kommúnism- inn er nazismanum í fram- kvæmd. J. ÞEGAR nokkrir blaðamenn frá Reykjavíkurblöðunum og fleiri íslendingar voru á ferða lagi um þýzka baðstaði á dög- unum, hittu þeir m. a. snöggv- ast að máli ungan vísinda- mann í heilsulindabænum Bad Nauheim í Hessen í Mið- Þýzkalandi, en hann hafði þá nýlega gert uppgötvun, er hinum íslenzku leikmönnum þótti furðuleg í mesta máta. Þessi vísindamaður, sem er af pólskum ættum, dr. Heinz Dombrowski, hefir unnið að rannsóknum á jarðlögunum kringum Bad Nauheim, sem eru mjög rík af salti, en mikil saltvinnsla var stunduð í bæ þessum fyrr á tímum. Dom- browski hefir tekið sýnishorn af saltlögum frá ýmsum tím- um. Hefir hann komizt að því, að í saltlögum þessum hafa bakteríur legið í ein- hvers konar dái um milljónir ára. Þegar vísindamaðurinn lagði jarðlagasýnishom sín í vatnsupplausn, lifnuðu bakterí ur þessar fljótlega við og tóku að skipta sér á nýjan leik. ★ Dombrowski sýndi fslend- ingunum m. a. saltsteins- klump, sem hann hafði tekið úr borholu einni — og kvað hann jarðlögin í klump þess- um vera um 320 milljón ára gömul. Einnig í þessum lögum leyndust bakteríur, sem lifn- uðu við, þegar vísindamaður- inn setti borholustumpinn í tilraunaglas sitt. — Kvaðst hann ekki vita annað en hér væri um algerlega nýja upp- götvun að ræða — menn hefðu eklki fyrr gert sér í hug- arlund, að nokkrar lífverur gætu tórt 300 milljónir ára. . . ★ Von er á dr. Dombrowski til íslands í sumar, og mun hann m. a. stunda bakteríu- rannsóknir í Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.