Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.1961, Blaðsíða 13
Miðvik’udagur 24. maí 1961 MORGVyBlAÐÍB 13 MAMiMé Golda Meir á Þingvöllum á laugardaginn. gengar hvar sem væri í þjóð- félaginu, þó hún áliti móður- hlutverkið langmikilvægast af öllum hlutverkum konimn ar. Það væri þetta hlutverk sem gerði konum oft erfitt fyrir að heyja samkeppni við karlmenn, þó þær væru fylli- lega jafnokar þeirra. Hún kvaðst hafa hitt margar kon- ur hér á landi sem starfa að verkalýðsmálum og stjórn- málum, og þannig ætti það að vera. Já, mikið er kven- þjóðin annars falleg hér á Islandi, bætti hún við. Frúin sagði að kvenrétt- indahreyfingin í ísrael (sem þá var Palestína) hefði haf- izt fyrir rúmum 50 árum. Þá heimtuðu konur að fá jafn- an rétt til að vinna á ökrum og taka þátt í hervörnum og bardögum gyðinga í landinu. Nú vinna konur í öllum starfsgreinum landsins, en fá undanþágur í sambandi við barneignir og þurfa ekki að vinna á næturvakt (þriðju vakt) þar sem unnin er vakta vinna. Allar konur fá nú sömu laun fyrir sömu vinnu, en það tíðkaðist ekki á dög- siendingar eru meir í ætt viö hverina en iö sag'i i Golda Meir áður en huin kvaddi Island — Á ÉG nokkuð ósagt? spurði Golda Meir og brosti sínu hlýja glettnis- brosi, þegar ég hitti hana enn einu sinni að máli á sunnudagsmorgun í ráð- herrabústaðnum við Tjarn argötu. Ég hafði beðið hennar dálitla stund í móttökusalnum á neðri hæðinni og rabbað við lög regluþjónana sem gættu hennar dag og nótt, en þegar hún kom hurfu þeir á brott og við settumst í þægilega armstóla ásamt sendiherra ísraels á ís- landi, Arie Aroch. Ég játaði að margt hefðu íslendingar þegar heyrt um Israel, gyðinga og alþjóða- mál, en nú væri gaman að heyra af hennar vörum eitt- hvað um Island og íslend- inga, hvað hefði hrifið hana mest hér á landi eða öðru fremur vakið athygli hennar. Mikilfengleg fegurð — Ég er nú ekki búin að greiða úr eða flokka öll þau margvíslegu áhrif sem ég hef orðið fyrir á íslandi, sagði frúin, og veit satt að segja ekki hvað hefur komið mér mest á óvart. Landið ykkar finnst mér stórkost- legt. Menn setja náttúrufeg- urð venjulega í samband við gróður, tré og skóga, en Is- land hefur sérstæða, mikil- fenglega fegurð sem ég hef ekki séð annars staðar. Lit- irnir og litbrigðin eru næst- um ótrúleg. Allt er hér stórt í sniðum og áhrifamikið, fjöllin, hin víðáttumiklu hraun og árnar, já árnar, þær eru okkur ísraelum alveg ógleymanlegar, því í okkar augum er fátt dýrmæt ara en blessað vatnið. Þið hafið geysileg verðmæti í vatnsföllum ykkar, sannkall- aða fjársjóði sem ættu að tryggja ykkur bjarta fram- tíð. Og svo hafið þið hver- ina, aðra orkulind sem er ykkur ómetanleg. Það kom mér á óvart hve hlýtt og byggilegt ísland er, hélt frúin áfram. Nafnið á landinu er hreinasta öfug- mæli. Og ekki á það síður við um fólkið í landinu. Það er miklu meir í ætt við hverina en jökulárnar. Hlýja íslendinga og gestrisni hefur yljað mér um hjartarætum- ar, og það hefur líka komið mér skemmtilega á óvart hve opinskáir þeir eru og hve auðvelt er að kynnast þeim. Mér hefur fundizt ég vera meðal gamalla og gróinna vina þessa daga sem ég hef verið á íslandi. Lifandi menning Að sjálfsögðu var mér kunnugt um hina merkilegu fornmenningu íslendinga, en það hefur vakið athygli mína hve lifandi og frjósöm ís- lenzk nútímamenning er, og hve sterk eru tengsl hennar við fortíðina. Hér er menn- ingin raunverulegt afl í þjóðlífinu, og ég vona að þið missið aldrei sjónar af mikilvægi hennar þó efnaleg velgengni aukist. Þegar ég spurði Goldu Meir hvort hún vildi gera samanburð á Islendingum og þeim Norðurlandaþjóðum, sem hún hefði þegar kynnzt, brosti hún og kvaðst ekki geta farið út í neinn þjóð- jöfnuð, því hver þjóð hefði bæði jákvæð og neikvæð sér- kenni, og það þyrfti langan tíma til að kynnast þjóð að því marki að hægt væri að leggja almennan dóm á hana. Dómur minn um ísland og íslendinga byggist á nokk- urra daga viðkynningu, og kannski er hann ekki að öllu leyti réttmætur eða ó- hlutdrægur, sagði hún. Erlend fjárfesting Talið barst að framtíðinni og Golda Meir kvaðst sann- færð um að fiskveiðar og iðn aður mundu búa íslandi glæsilega framtíð, ef rétt væri á haldið. í því sam- bandi nefndi hún vatnsaflið sem hlyti að færa Islending- um mikinn auð ef það væri virkjað og nýtt í þágu iðn- aðar. Hér þyrfti að koma á stórauknum iðnaðarfram- kvæmdum. Sennilega yrði nauðsynlegt að flytja inn hráefnin, en það mundi borga sig. Hún sagði að er- lend fjárfesting hefði orðið ísrael ein helzta lyftistöngin og stuðlað mest að þróun iðn aðar þar í landi. Ég spurði hvort Israelar hefðu gert nokkrar varúðar- ráðstafanir í sambandi við er lent fjármagn i landinu. Frú- in kvað nei við, hættan væri lítil sem engin þegar um væri að ræða frjálst og full- valda ríki. Hins vegar veitir ísraelsstjórn erlendum fyrir- tækjum ýmiss konar hlunn- indi til að örva fjárfesting- una, t.d. í sambandi við framleiðslu á vörum sem stjórnin telur sérstaklega nauðsynlegar og verðmætar, og einnig í sambandi við tekjuskatt. Hún sagði enn-1 fremur að hin erlenda fjár- festing í ísrael væri mest- megnis einkafyrirtæki inn- lendra og erlendra aðila sem hefðu samvinnu um framkvæmdir, en stjórnar- völdin kæmu þar sjaldan nærri. Hlutverk kvenna Áður en samtalinu lauk^ varð ekki hjá því komizt aðj minnast aðeins á 'hlutverk ] kvenna í þjóðfélaginu. Goldai Meir kvaðst telja konur hlutj um brezku umboðsstjórnar- innar. Heimsókn að Reykjalundi Klukkan var orðin tíu og fylgdarlið Goldu Meir var komið á vettvang, svp við urðum að slíta samtalinu í bili. Við stigum í bílana sem fluttu okkur að Reykjalundi. Þar kynnti frúin sér af rík- um áhuga hinar merkilegu ráðstafanir til berklavarna og heilsubóta sem gerðar hafa verið á vinnuhælinu í Reykjalundi. Sérstakan áhuga vakti plastvinnslan í Reykja- lundi og leikföngin sem þar eru framleidd, enda koma barnabörnin alltaf upp í huga hennar þegar hún sér falleg leikföng. Öllum sínum frí- stundum á ferðalaginu um Norðurlönd ver hún til að leita að skemmtilegum gjöf- um handa þeim. Heimsóknin að Reykja- lundi stóð yfir um klukku- tíma og frúin virtist vera óþreytandi að híusta á skýrslur og spyrja um allan rekstur vinnuhælisins, enda hefur hún látið félagsmál til sin taka alla ævi. Síðan lá leiðin í Listasafn 1 Einars Jónssonar þar sem frúin hitti ekkju listamanns- ins og skoðaði verk hans. Þótti henni mikið til um „Útilegumanninn“. Á Þmgvöllum og í Hvera- gerði Golda Meir sagði mér stuttlega frá ferð sinni til Þingvalla á laugardaginn og kvaðst hafa orðið snortin af náttúrufegurð og söguhelgi staðarins. Loft var skýjað allan þann dag en blanka- logn, þannig að allt um- hverfið speglaðist í gáralausu vatninu. Hún kom við í Sog- inu og lokaði þar fyrir vatnsrennslið með eigin hendi, eins og til að þreifa á mætti mannsins yfir þess- um mikla orkugjafa. í Hvera gerði skoðaði hún gróðurhús- in og fannst sem hún væri aftur komin heim til sín í aldingarða Israels. Þar fékk hún líka að handfjalla tækin sem mæla orkuna og þrýst- inginn í nýju borholunum. En tilkomumest fannst henni að sjá gos sem framleitt var með hinni gamalkunnu ís- lenzku sápuaðferð. Kveðjur til Islendinga Áður en við kvöddumst bað frúin mig að bera ís- lenzku þjóðinni kveðjur sín- ar fyrir ógleymanlegar mót- tökur og skila þakklæti til þeirra einstaklinga sem hún hafði persónuleg kynni af, forseta Islands, ráðherra, þingmanna, verkalýðsleið- toga, fréttamanna, fésýslu- manna og annarra góðborg- ara. Hún kvaðst vera leið yfir því að sér hefði ekki gefizt tækifæri til að hitta Ólaf Thors forsætisráðherra, en hann var forfallaður vegna veikinda. Golda Meir hélt frá Is- landi á mánudagsmorgun kl. 8 með flugvél Flugfélags Is- lands áleiðis til Lundúna, þar sem hún átti að hitta David Ben-Gurion forsætis- ráðherra Israels, en hann er á leiðinni til Ameríku í op- inbera heimsókn til Kenne- dys Bandaríkjaforseta og Diefenbakers forsætisráð- herra Kanada. Síðan heldur frúin aftur til Ósló og hvílir sig í nokkra daga unz hin opinbera heimsókn til Dan- merkur á sér stað. Upphaf- lega var gert ráð fyrir að hún færi héðan beint til Finnlands, en vegna dauða finnska utanríkisráðherrans varð hún að sleppa fyrirhug- aðri heimsókn til Finnlands. I Danmörku verður hún á þjóðhátíðardegi Dana, 5. júní, en fer þaðan heim í sól- ina og hlýjuna í Israel. s-a-m. F lugbjorgunarsveit- in að æfingum FLU GB J ORGUNARSV EITIN hóf miklar æfingar í samvinnu við björgunardeild varnarliðsins um helgina. Æfingarnar stóðu frá laugardegi fram á mánudags- kvöld og tóku 30 íslendingar þátt í þeim ásamt þyrilvængju af Keflavíkurflugvelli. Setti flokkurinn upp tjaldbúð- ir að Þingvöllum, gekk á Botns- súlur en þar fór mikill hluti æfinganna fram. Þyrilvængja kastaði út manns-brúðu yfir Botnssúlum Lentibrúðan í kletta belti og var henni síðan „bjarg- að“. Þá fóru björgunarmenn með „sjúkan“ mann í körfu upp háa kletta, yfir gljúfur og ýmsar torfærur. Loks leituðu þeir „flug vélarflaks", fundu það og komu hinum „slösuðu“ undir læknis- hendi. — Æfingar þessar þóttu takast vel. Götur malbikaðar BÆJARRÁÐ hefur fyrir skömmu á fundi sínum lagt fyrir bæjarverkfræðing, að hefja mal- bikun gatnanna í Norðurmýrinni, í samræmi við áætlun um gatna- gerð bæjarins á yfirstandandi ári. Götur þær sem hér um ræð- ir eru Bollagata, Guðrúnargata, Kjartansgata, Hrefnugata Vífils- gata, Karlagata og Skarphéðins- gata.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.