Morgunblaðið - 24.05.1961, Page 17

Morgunblaðið - 24.05.1961, Page 17
Miðvikudagur 24. maí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 17 Páll Sæmundsson fulltrúi Minning NÝLÁTINN er í Kaupmannahöfn (9. maí) Páll Sæmundsson í hárri elli (næstum 87 ára). — Hann var yngstur þeirra Hraun- gerðisbræðra, séra Geirs Sæ- mundssonar vigslubiskups og síra Ólafs Sæmundssonar prests í Hraungerði. En faðir þeirra bræðra var síra Sæmundur Jóns son prófastur í Hraungerði Hall- dórssonar prófasts að Breiða- bólsstað í Fljótshlíð Magnús- sonar prests í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd Gíslasonar sýslu- manns að Geitaskarði Magnús- sonar Hólabiskups og er þessi ætt kunn og rakin aftur til Har- alds hárfagra. En föðuramma Páls, Kristín, var dóttir Vigfús- ar Thorarensens sýslumanns að Hlíðarenda, en hún var dóttur- dóttir Skúla fógeta Magnússon- ar og var því Páll 5. maður frá Skúla landfógeta. En móðir |>eirra Hraungerðisbræðra var Stefanía Siggeirsdóttir prests á Skeggjastöðum Pálssonar sýslu- manns Guðmundssonar sýslu- manns á Hallfreðarstöðum í Múlasýslu Péturssonar sýslu- manns á Ketilsstöðum. Voru jþeir bræður því af ágætu kyni komnir í báðar ættir. l>eir ólust allir upp í Hraun- gerði og luku allir stúdents- prófi. Lögð var þá mikil stund á latínu áður en þeir gengu inn í latínuskólann, eins og þá var siður, en faðir þeirra kenndi þeim og þótti allstrangur. Að minnsta kosti þótti móðurinni of hörð kennslan í latínu. Gerði hún þó það, sem víðfleygt varð: hún lærði sjálf latnesku málfræðina, og hjálpaði síðan sonunum við námið. Hefir hún verið kvenskörungur mesti og búkona í bezta lagi, því að mikils þurfti við til að geta kostað synina til náms fyrst í latínuskólann í Reykjavik og 6Íðan til háskólanáms í Kaup- mannahöfn. Móðir þeirra bræðra gerði þessa vísu um þá: Óli, Palli og Geiri, ekki á ég drengina fleiri og er það nú yfrið nóg. Allir eru þeir góðir, tingir, hýrir og rjóðir, en beztur er yngsti bróðirinn þó. Páll lagði stund á læknisfræði um skeið, en byrjaði síðan á lögfræði og las hana alllengi, en lauk ekki prófi. Gerðist hann Btarfsmaður í fjármólaráðuneyti Ðana og varð þar fulltrúi og gegndi því starfi unz hann lét fif embætti sökum aldurs. Er fiagt, að hann hafi aldrei vant- að einn dag til starfs, enda var hann sæmdur gullmedalíu fyrir frábær störf, er hann fór úr ráðuneytinu. Páll var kvæntur hinni mestu ágætiskonu, Magneu Guðmunds- dóttur, hafnarvarðar í Reykja- vík Jakobssonar prests og al- þingismanns Guðmundssonar að Sauðafelli í Dölum og eignuðust þau tvö börn, Magnús, sem er bankastarfsmaður, og Sæunni, er átti danskan garðyrkjufræð- ing, en sonur þeirra Bjarne, stúdent í læknisfræði, heimsótti land feðra sinna síðastliðið sumar. Páli var þannig lýst af skóla- bræðrum sínum, er hann varð stúdent: „Laglegur í andliti. Snyrtilegur í allri háttsemi. Nærsýnn. Söngmaður góður, en þó hvergi nærri jafnoki Geirs bróður síns. Reglumaður ágæt- ur“. Hann var alla ævi bæði reglumaður og snyrtimenni í framkomu og var mjög frábit- inn öllu óhófi og svalli, sem nokkuð tíðkaðist meðal íslenzkra stúdenta í Höfn. Hann stundaði því íþróttir og taldist um skeið til víkinganna, er á hverjum vetri fengu sér sjóbað hjá Löngubrú og skirrðust ekki við að fara niður í íshröngl. Honum varð því tæplega misdægurt allt lífið og þakkaði hann sína góðu heilsu því m. a. að hann drakk safa úr sítrónu á hverjum morgni. Meðal vina Páls voru Sigurð- ur Eggerz, Jóhann Sigurjónsson og Sigurður Guðmundsson, síð- ar skólameistari. Þeir voru af sumum kallaðir Intelligensklúbb urinn, en víst er um það, að þeir hafa rætt af áhuga ýmis mál, er þá voru efst á baugi. Hefir Sigurður Guðmundsson ritað hugljúfa grein um Pál (Hafnar-íslendingaþáttur, í Les- bók Morgunblaðsins, 10. júlí 1949). Hefi ég stuðzt við þá grein í ýmsu, er hér fer á eftir. Páll var ákaflega hrifnæmur fyrir allri náttúrufegurð og unni ilmi og angan danskra skóga. Sigurður segir frá því, er hann kvöld eitt fór með Páli að Krónborgarkastala við Hels- ingjaeyri, hve Páll varð frá sér numinn, er skin kvöldsólarinn- ar, skært og sterkt, glampaði á ótölulegum rúðunum. Sigurður segir um Pál, að hann hafi ver- ið bókmenntalega vaxinn, enda var Bjarni Thorarensen ömmu- bróðir hans í föðurætt, en í móðurætt hans voru ömmu- bræður hans skáldin Páll Ólafs- son og Jón Ólafsson. Páll var gæddur listamannssál og fegurð rita, máls og Ijóða, gagntók huga hans og hann gerði sér ætíð grein fyrir þvi, í hverju hún var fólgin. Einkum unni hann mjög þýðingum Svein- bjarnar Egilssonar á Hómers- kviðum. Sigurður Guðmundsson segir frá því, að Jóhann Sigur- jónsson hafi ort sonnettu til Páls, er nefnist „Fyrir utan glugga vinar míns“ og hefst þannig: „Hljóðnað er, borg, á breiðum strætum þínum. Bláhvítur snjór við vota steina sefur. Draumsilki rakið dimma nóttin hefur deginum fegra upp úr silki- skrínum“, en sonnettan endar þannig: „Hugur minn man þinn háa pálma skugga, hafi ég komið líkur þreyttum gesti, utan af lífsins eyðihvítum söndum“. Eitt einkenni Páls var, að hann var mjög örlátur maður. Hann gerði allt fyrir vini sína og segir ekkja Jóhanns Sigur- jónssonar frá því, að Jóhann fór eitt sinn á fund Páls til þess að biðja hann að lána sér skilding. „Taktu nýju skóna mína og veð- settu þá“, sagði Páll. „Þú, sem átt enga aðra“, svaraði Jóhann. En samt varð svo úr, að skórn- ir fengu að flakka. Sigurður Guðmundsson segist engan hafa þekkt á lífsleiðinni jafnörlátan og Pál og Gunnlaug Claessen dr. med., en en Jón Stefánsson listmálari, er Sigurður sagði þetta, bætti við: og Matthías Einarsson læknir. Sigurður Eggerz hefir sagt mér, að Páll hafi verið mjög vel að sér í lögfræði og myndi áreiðanlega hafa staðizt emb- ættispróf, hvernig sem það ann- ars hefir orsakazt, að hann gekk ekki undir það. Páll mun hafa verið nefndur eftir bróður móðurföður síns, Páli stúdent Pálssyni, sem var mjög hlédrægur afbragðsmaður og mikill fræðimaður. Hann var um hálfa öld í þjónustu Bjarna amtmanns Þorsteinssonar og er hann varð blindur, gat Páll skrifari ekki fengið sig til að víkja úr vistinni (sjá „Skrifar- ann á Stapa“, er Finnur lánds- bókavörður Sigmundsson gaf út fyrir nokkrum árum). Páll Sæ- mundsson hefir verið líkur þess um frænda sínum, er sagt var um, að hafi verið „maður trú- lyndur, sundurgerðarlaus, svo sem mest mátti verða og hófs- maður um hvern hlut“. Nú er Páll Sæmundsson allur og leið hann í svefni yfir landa- mærin. A. J. 3/o—4ra herb. íbiíð á góðum stað óskast til leigu. 2ja ára fyrirfram- greiðslu ef óskað er. Aðeins 1., flokks íbúð kemur til greina. — Upplýsingar í síma 10258 Bifvélavirkjar eða menn vanir bifreiðaviðgerðum óskast á verk- stæði vort strax. Hafið samband við verkstjórann. FORD-umboðið SVEINN EGILSSON H. F. Laugavegi 105 Skólagarðar Reykjavíkur taka til starfa 29. maí. Þau börn í Reykjavík á aldr- inum 10—14 ára, sem hyggja á dvöl í görðunum í sumar, komi til innritunar í garðana fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. þ.m. frá kl. 1—5 e.h. Þáttökugjald 150.00 kr. greiðis við innritun. Garðyrkjustjóri Reykjavíkurbæjar Ódýrt Apaskinnsjakkar Stærðir: 6—16 ára. — Verð frá kr. 245.— Smásala — Laugavegi 81. í júnímánuði ár hvert er kaupstefnan í Poznan samkomustaður fyrir hag kvæm viðskipti milli aust- urs og vesturs. Alþjóðlega kaupstefnan í Poznan (P.I.F.) á nú 30 ára afmæli og verður haldin dagana 11- til 25. júní 1961. P.I.F. er í alþjóðasambandi kaupstefna (UFI) Gjörið svo vel að leita nánari upplýsinga frá: The Management of P.I.F. POZNAN, Glogowska 14, Poland. eða í Reykjavík hjá: Pólska verzlunarfulltrúanum Grenimel 7, sími 1 87 59- Verzlunarmaður Innflutningsfyrirtæki í Miðbænum óskar að ráða mann til algengra skrifstofustarfa. Reglusemi sákilin. Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun áskilin. Uppl. í skrifstofu félagsins Hafnarstræti 8. Félag íslenzkra stórkaupmanna. Þilplötur 4’x9’ 1/8“ fyrirliggjandi Hjálmar Þorsteinsson & Co. hf. Klapparstíg 28 — Sími 11956. Hjóldælur og hjóldælusett í eftirtalda bíla: Chevrolet ’50—’60 Ford og Dodge ’50—’60 Spindilkúlur í Chevrolet ’50—’60 — — í Ford og Dodge ’50-’60 — — í Chevrolet ’55—’60 — — í Ford ’54—’59 Spindilboltar í Chevrolet ’49—’54 — — í Ford ’49—’56 — — í Dodge ’47—’56 — — í Nash ’46—’48 Hraðamælissnúrur í flesta bíla. _ BÍLABÚÐIN Höfðatúni 2 — Sími 24485.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.