Morgunblaðið - 26.05.1961, Page 2

Morgunblaðið - 26.05.1961, Page 2
2 MORGVHBLAÐIE Fostudagur 26. mal 1961 Robert E. Butto varnir IMATO á Stúdentafélagsins ræðir fundi í kvöld HIN G A Ð til lands var væntanlegur i gærkvöldi Robert E. Button, einn helzti aðstoðarmaður Finletters, fastafulltrúa Banda- ríkjanna hjá NATO. Button hefur lengi unnið í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins í París og er þar öllum hnútum kunn- ugur. Stúdentafélag Reykjavíkur hefur því boðið honum að halda fyrirlestur um starfsemi NATO, einkum með tilliti til varna Is- lands og hefur hann þekkzt það boð. Mun hann flytja fyrirlestur sinn í Oddfellowhúsinu í kvöld og hefst hann kl. 8,30. Að fyrirlestrinum loknum mun Robert E. Button svara fyrrspurnum, sem fram koma á fundinum. í fyrirlestri sínum mun Robert E. Button lýsa vörnum NATO- ríkjanna og hvernig þær eru byggðar upp og ennfremur þró- uninni í vamarsamstarfi þess- ara ríkja. Þá mun hann einnig ræða um efnahagsleg og póli- tísk vandamál í sambandi við varnarsamtök lýðræðisríkjanna. Einkum mun -það vekja athygli að hann mun fjalla um varnir Islands og þá þýðingu, sem landið hefur í vamarkerfi vest- rænna ríkja. Mun hann nota skuggamyndir máli sínu til stuðnings. Þess má að lokum geta að öllum er heimill aðgangur að þessum fundi Stúdentafélagsins og kostar inngangur 10,00 krón- ur fyrir þá sem ekki hafa stúd- entaskírteinL Ráðgert er að Robert E. Butt- on fari aftur til Parísar næst- komandi sunnudag. Veður er nií batnandi og horfir befur BLAÐIÐ fregnaði í gær nokkuð nánar um hvítasunnuhretið sem gekk yfir Iandið frá Vestfjörðum til Austfjarða. Ekki er enn vitað að fullu hve miklu tjóni það mun hafa valdið á búfé, einkum ný- bornum lömbum, en það mun vera nokkurt. Fullorðið fé mun ekki hafa fennt svo teljandi sé, en báta tvo rak á land í Bolung- arvík og skemmdust talsvert. Færð þyngdist í nokkrum hér- uðum. í gær var veður mun skárra, þótt kalsi væri, en tekið var að hlýna í gærkvöldi og að ganga til sunnanáttar. Húsavík, 25. maí. Hvítasunnuhretið virðist vera gengið yfir og í dag hefir verið sólskin öðru hverju og hiti um ■kl. 16 kominn upp í sjö stig. Snjór hverfur ört af láglendi. f gær var hér frost allan daginn Og hefir trjágróður, sem töluvert var farinn að laufgast víða skemmzt vegna kals og húsgarð- ar munu láta á sjá eftir þetta hret Kartöflur voru menn al- mennt ekki farnir að láta niður. Grundarhóli, Fjöllum, 25. maí Hér hafa bændur í dag gengið við fé, sem sleppt hafði verið jafnóðum og það var borið og lömbin farin að fylgja ánum. Gróður var orðinn talsverður, Engin til- boð í vinnu- deilunni SAMNINGAFUNDIR stóðu í gær milli vinnuveitenda og þeirra aðila er boðað hafa til verkfalls um næstu helgi. Ekki bólar enn á neinu samkomulagi, enda engin tilboð kominn fram frá hvorugum aðila. Milli kl. 5 og 8 í gær var fundur með atvinnu- rekendum og sveinafélög- um trésmiða, múrara, pípu lagningamanna og málara, svo og járnsmiða, skipa- smiða, blikksmiða og bif- vélavirkja, en þessi félög hafa tekið samstöðu við samningana. Samkomulag varð ekkert i gær. Kl. 9 í gærkvöldi hófst annar fundur með vinnu- veitendum og íulltrúum Dagsbrúnar og Hlífar og stóð hann til kl. 22 í gær- kvöldi án árangurs. Þá hefur bætzt í hóp verkfallsboðenda, Félag is- lenzkra rafvirkja, en verka kvennafélagið Framsókn hefur fengið heimild til verkfallsboðunar, en ekki boðað það. Félagið hefur vísað málinu til sáttasemj- bæði í mel og víðar. Komið er nú hátt á aðra viku síðan sauð- burður byrjaði og því búið að sleppa allmörgu fé. í dag fund- ust 11 lömb í metersdjúpri fönn Og voru þau grafin upp og bjarg- að. Enn er ekki vitað með vissu hve mörgum lömbum hefir hlekkzt á. Ekkert hefir þó fund- izt dautt enn. Fullorðið fé er ekki talið hafa orðið sér að fjör- tjóni. — Víkingur. — • — Árnesi, Þ.-Þing. 25. maí Síðdegis í fyrradag gerði hér norðan bleytuhríð. Um kvöldið herti veðrið og gerði frost um nóttina með vonzku rennings- hríð, sem stóð fram undir hádegi. f gær tók þó að lægja og rofa til. Frost hélzt í allan gærdag — Kiljan Framhald af bls. 24. tóku að skrifa íslenzku. í safni Árna Magnússonar eru mörg handrit frá 17. öld. Eru þau einn- ig fornnorræn — og skrifum við íslendingar e. t. v. ekki þetta dæmalausa mál enn þann dag í dag? Þannig hafa fornnorræna og íslenzka verið gerð að einu og sama tungumálinu, og má því líkja allri röksemdafærslunni við mann, sem gengur og gengur — í sömu sporum. — ★ — Laxness fullyrðir, að ýmsar bækur, sem rómantískir skýja- glópar á sl. öld nefndu forn- norrænu, séu allar skrifaðar á íslandi, um íslenzk efnL og á tungumáli, sem aldrei hafi verið sameiginlegt bókmenntamáli í Skandinavíu. • Einoktunin Hjelmslev hafði spurt, hvers vegna handritin hefðu verið að eyðileggjast á íslandi. Og Lax- ness svarar: — Það var vegna víðtækrar hrörnunar og niður- níðslu, sem einokunarverzlunin olli. Hann bætir við: — Á írr landi, þar sem líkja mátti stjórn Englendinga að nokkru við stjórn Dana á íslandi, voru hand- rit franna ekki flutt á brott, held ur varðveitt í lærdómsstofnunum í landinu sjálfu. • Sívali turn Um fyrrnefnda grein próf. Ross segir Laxness m. a.: — Til þess að laða fram enn fleiri lög- fræðilegar skopsýningar, leyfi ég mér hér með að lýsa eftir sönn- uninn fyrir því, að ef íslenzkar bækur teljast danskar eftir grundvallarlögunum, þá sé Sívali turn líka íslenzkur! — Þar sem Kaupmannahöfn var þröngvað upp á okkur sem höfuðborg, urðu danskar stofnanir um leið ís- lenzkar. Og kóngurinn reisti hall ir — einnig Sívala turn — að nokkru fyrir íslenzkt fé. Til dæmis fyrir ágóðanna af einok- unarverzlunnL , svo ekki klökknaði um hádag- inn, en í nótt birti upp með 3 stiga frosti. í þessu áhlaupi gerði alhvítt og svo mikil var rennings hríðin að snjóskaflarnir urðu 1—2 m. djúpir. Fáir bændur voru búnir að sleppa lambfé, en höfðu það í túnunum. Var því flestu fé komið í hús í fyrrakvöld, þótt erfitt reyndist að hýsa, vegna þrengsla þar sem nú er flest bor- ið. Á stöku stað vantar nokkrar kindur, sem getur hafa fennt. í gærmorgun fann ég eina í fönn og sá aðeins í snoppuna á henni, en lambið stóð á skaflinum og hafði ekki sakað. Þetta slæma áhlaup hefir valdið bæijdum miklum erfiðleikum, en þar sem almennt var ekki búið að sleppa lambfé standa vonir til að ekki verði teljandi fjárskaðar. — • — Siglufirði, 25. maí. Byrjað var í morgun að moka skarðið og gert ráð fyrir að því verki verði lokið á morgun og þá verði það fært til umferðar. Mikinn snjó setti niður í hret- inu og er hvítt niður að sjó. Frost var í nótt 5 stig. Allt fé er nú komið á gjöf aftur, því hvergi nær það til jarðar. í dag er suðvestan kaldi og snjóél til fjalla. — Guðjón. Fellur verk- frœðingur- inn á lands- prófinu ? ÞAÐ ER NÚ mikið rætt um það bæði í gamni og alvöru að Stefán Bjarnason verkfræð ingur skuli þreyta landspróf. Hvort hann stenzt það er enn óvitað, en Friðfinnur Ólafs- son heldur því statt og stöð- ugt fram að hann muni bæði missa stúdentsprófið og verk- fræðiprófið ef hann falli. Stefán telur sig hins vegar hafa fullan rétt til að gleyma. Annars leizt skólastjórum bæjarins ekki meira en svo á þetta uppátæki Stefáns og var þeim um og ó að hýsa hann og leyfa honum þátttöku í prófinu. Hann fékk þó loks inni í Vesturbæjarskólanum. Börnunum leizt ekki á þenn- an bekkjarfélaga, þegar hann settist við hlið þeirra í próf- inu. — En þau eru nú farin að venjast mér, sagði Stefán í samtali við blaðið. », — Ég hef engin úrslit feng ið enn nema í sögu og þar fékk ég 6,5 og nú á ég eftir íslenzku og landafræði. Alls eru grcinarnar 9 talsins. Það verður ekki nærri strax, sem ég fæ að vita hvort ég hef fallið. sagði Stefán og hló við. 1 / NA /5 hnútar ( SV 50 hnútar ¥: Snjóhoma t úSi *m \7 Skúrír ÍC Þrumur WZS, II K\ L Latgh |j HÁÞRÝSTISVÆÐIÐ ér nú að færast suður fyrir ísland, en vestan Grænlands er víðáttu- mikil lægð, sem þokast hægt NA-eftir. Kuldakastið er um garð gengið að mestu. Þó er aðeins 2—4 st. hiti á annesjum nyrðra, en 5—-7 st. í innsveit- um og 6—9 st. hiti sunnan- lands. Lítur út fyrir, að senn dragi til suðlægrar áttar um allt land. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land til Breiðaf jarðar og — Bandaríkjamenn Framh. af bls. 1 ÉT Mikil fjárþörf Kennedy bað þingið um 1.885 dollara fjárveitingu til hern aðaraðstoðar við erlend riki, sem er nær 300 millj. dollara meira en það hefur þegar veitt í þessu skyni. Þá upplýsti hann, að hann hefði falið landvarna- ráðherra sínum að framkvæma mikla endurskipulagningu hers- ins, einkum þess hluta hans, sem búinn er venjulegum vopn- um (þ.e. ekki kjarnorkuvopn- um) — og beiddist 100 millj. dollara byrjunarfjárveitingar til þess að koma þessu starfi á rek spöl. Þá kvað hann nauðsynlegt að veita 60 millj. dollara til eflingar sjóhemum. Loks kom forsetinn að geim- rannsóknunum. Hann kvað nauðsynlegt að sameina nú alla krafta til stórframkvæmda og stórafreka á því sviði — enda hefði það sannazt á síðustu vik- um, hvílík áhrif „geimafrek“ hefðu í „baráttunni um hugi mannanna“, eins og hann orð- aði það. Átti hann með þessu við geimferðir Gagaríns og Shepards. — Kennedy kvað áætlanir Bandaríkjanna í geim- rannsóknum hafa verið í endur- skoðun síðustu mánuðina, en nú væri kominn timi til þess að líta til muna fram á veginn, gera mikla áætlun til langs tíma — og ná forustunni af Rússum. •k 7—9 milljarðar dollara Að svo mæltu lagði forset- inn fyrir þingið áætlun um geimrannsóknir, í stórum drátt- um, og var þar helzt það, að hann kvað þjóðina eiga að stefna að því, að unnt yrði að senda Bandaríkjamann til tungls ins — og ná honum aftur til baka — áður en áratugurinn 1960—’70 væri liðinn. Einnig lagði forsftinn áherzlu á að flýta bæri smíði kjarnorkueld- flaugar, sem raunar væri þegar komin nokkuð á veg. Þá bæri að auka sem mest það forskot, sem Bandaríkin hefðu nú þegar í geimrannsóknum, þ.e. að full- komna kerfi gervihnatta til fjarskipta um víða veröld — svo og bæri að leggja fé til að koma upp fjölda gervihnatta til veðurathugana, en síðast töldu liðirnir tveir hlytu að teljast ó- metanlegt framlag til almanna- þarfa um allan heim. — For- setinn sundurliðaði fjárþörfina fyrir hina einstöku liði fram- kvæmdaáætlunar sinnar á sviði geimrannsókna — en samanlagt kvað hann þurfa 7—9 milljarða dollara fjárveitingu til þessara mála á næstu fimm árum, fram yfir það, sem þegar hefði verið veitt. . miðin: SV gola eða kaldi, skýjað en úrkomulaust, hiti 3—4 stig í nótt. Vestfirðir og Vestfjarðamið: SV kaldi eða stinningskaldi, skýjað en úrkomulaust að mestu. Norðurland og NA-land: SV gola, léttskýjað með köflum. Norður mið og NA-mið: Vestan stinningskaldi, skýjað. Austfirðir, SA-land og mið- in: Vestan gola, léttskýjað. d ii ár Mark allra vona Kennedy forseti tók það sér staklega fram, er hann ræddi um auknar fjárveitingar til varnarmála og hernaðaraðstoð- ar, að auðvitað bæri að leggja megináherzlu á það að koma á samningum um allsherjarafvopn un í heiminum — það væri mark allra vona. — Vopn vor eru ekki framleidd til styrjald* arrekstrar —■ þau marka v íð- leitni okkar til þess að draga úr og standa gegn ævintýra- mennsku annarra, er kynni að enda með styrjöld, ef engar öfl- ugar hömlur væru til, sagði for- setinn. J — Þung ábyrgb Framh. af bls. 1 það fær enginn ráðið. Hitt er sjálfskaparvíti, ef stofnað erí til langvinnra verkfalla, sem í skaða mundu þjóðina stórlega um langa framtíð, án þess að ítrasta tilraun sé gerð á báða bógá til að leysa vandann. Því miður verður því ekki neitað að til eru þau öfl, sem grunuð eru um að láta sig ekki skipta raunhæfar kjarabætur eða þjóðarhagsmuni heldur vilja nota það vandræða- ástand, sem verkföll hafa í för með sér, til að afla sér pólitískra áhrifa, jafnvel þótt efnahag þjóðarinnar væri stefnt í beinan voða. Því verð- ur þó í lengstu lög að treysta, að enginn sá einstaklingur, sem hin mikila ábyrgð hvílir á við samningaviðræðumar, láti slík sjónarmið ráða gerð- um sínum, þegar hann gerir ' sér grein fyrir því, að hann hefur á valdi sínu lífshags- muni fjölmargra fjölskyldna í landinu. Þess vegna hljót- um við að mega vænta þess að verkföllum verði þrátt fyr- ir allt afstýrt og vinnufriður tryggður. Megi störf samn- inganefndanna og sáttasemj- ara verða til gæfu fyrir þjóð-l ina en ekki hinar mestu k ógæfu. „Þorsteinn Ingólfsson66 SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIB Þor- steinn Ingólfsson, í Kjósarsýslu, heldur aðalfund sinn að Klébergi í kvöld kl. 8:30. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ávarp: Matthias Matthiesen alþingismaður. 3. Kosning fulltrúa á lands- fund Sjáilfstæðisflokksins. 4. Önnur mál. Fjölmennið stundvíslega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.