Morgunblaðið - 26.05.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.05.1961, Qupperneq 3
 Föstudagur 26. maí 1961 3 MÖRQUNBLAÐ1<Ð -- ---------------------------------------------------v- THORBJÖRN Egner, höf- undur Kardemommubæj- arins, hefur dvalizt hér á landi að undanförnu og var m.a. viðstaddur 74. sýningu leikritsins hér í Þjóðleikhúsinu á annan Emelía Ólafsdóttir syngur lagið hennar Kamillu litlu. hvítasunnudag. Eins og áður hefur verið getið í fréttum ákvað höfundur- inn að koma hingað til lands í lok leikársins og bjóða öllum starfsmönn- um við sýningu Karde- mommubæjarins til loka- hófs, sem haldið var í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöld. Guðlaugur Rósenkranz, þjóð leikhússtjóri, stjórnaði þessari 75. og síðustu Kardemommu- hátíð, en lét þess jafnframt getið, að Bastían baejarfógeti hefði ekki getað haft stjórn hátíðarinnar með höndum. af því að úniformið hans vseri í ■MMMMkMMlMlMMMÉkÍliM hreinsun. Sagði þjóðleikhus- stjóri, að þessi hátíð vaeri hin- um sjötíu og fjórum frábrugð in að því leyti, að nú vaeri höfundur leiksins meðal gest- anna og svo væru allir ræn- ingjarnir svo tandurhreinir hefðu meira að segja þvegið sér um fæturna. Þakkaði hann Thorbjörn Egner fyrir kom- una og skemmtunina sem leikrit hans hefði veitt leik- urum og þeim mikla fjölda áhorfenda, sem viðstaddir hafa verið sýningarnar. Hann sagði að Thorbjörn Egner væri sérstæður höfund- ur að því leyti, að honum tæk- ist að líta á viðfangsefnin með barnsaugun og gerði persón- urnar svo skemmtilegar, ein- lægar og minnisstæðar öllum áhorfendum, jafnt börnum sem fullorðnum. í lok máls síns bað þjóð- leikhússtjóri alla viðstadda að syngja Kardemommusöng- inn, en þá greip ungfrú Soffía frænka fram í og bað um Húrrasönginn — og þá var hann auðvitað sunginn. Rób- ert Arnfinnsson gefek fram og söng lagið hans Bastíans bæj- arfógeta og var ósköp blíður á manninn eins og vanalega og svo var röðin komin að Em- elíu Jónasdóttur, sem söng skammarræðurnar hennar Soffíu frænku, en þar sem ræningjarnir voru ekki nær- staddir, hellti hún úr skálum reiði sinnar yfir klarinettleik- arann í hljómsveitinni og sagði honum til hvers hrein- lætisáhöld hefðu verið upp fundin. Jón Aðils söng vísuna hans Tobba gamla í turnin- um og svo kom yngsta stjarn- an á Kardemommuhátíðinni, hún Kamilla litla. og leyfði okkur að heyra hvernig lagið hennar ómaði í þetta skipti. Þá var röðin komin að hetj- unum Kasper, Jesper og Jóna- tan, sem voru allir í spariföt- unum þvegnir og greiddir og meira að segja með hvítan klút i brjóstvasanum. Soffía frænka var líka búin að vanda um við þá sjötíu og fjórum sinnum og það bar ekki á öðru en að þeir hefðu tekið hana alvarlega, enda gegna þeir nú virðingarstöð- um í bæjarfélaginu sínu, sem sirkusstjóri, bakari og slökkvi liðsstjóri. Nú var komið að Sörensen rakarameistara — en svo ein- kennilega vildi til að nú voru Sörensenarnir allt í einu orðnir tveir. Helgi Skúlason lék rakarameistarann þar til hann hætti störfum hjá Þjóð- leikhúsinu, en þá tók Jón Sig- urbjörnsson við hlutverkinu og nú sungu þeir og spiluðu saman á klarinettin. Að söngnum loknum kvaddi Thorbjörn Egner sér hljóðs og kvaðst vera svo innilega glað- ur yfir dvölinni hér á landi og sér í lagi þessari lokahátíð, að sér lægi við gráti. Hann sagðist aldrei hafa orðið eins hrifinn á nokkurri sýningu á leikriti sínu eins og 'þeirri sem hann sá hér. Karde- mommubærinn á sviði Þjóð- leikhússins væri eins og hinn eiginíegi Kardemommubær — það hefði verið yndislegt að sjá svona góða sýningu á því, sem hann hefði hugsað. Klemenz Jónsson. leikstjóri, þakkaði Egner fyrir hönd leik ara og sagði, að strax á fyrstu lesæfingunni hefðu allir verið svo ánægðir með sitt hlut- verk, að það væri einn vott- urinn um að hér hefði gott leikrit verið á ferðinni. Færði Klemenz, yngstu þátttakend- um og öllu kvenfólkinu á | Kardemommuhátíðinni, kon- 1 fektkassa með sviðsmynd úr leikritinu að gjöf frá sælgæt- < isgerðinni Nóa. Var höfundi síðan fært að gjöf albúm með myndum úr Kardemommu- 1 bænum og síðan ávarpaði Vil- hjálmur Þ. Gíslason, formað- ' ur þjóðleikhúsráðs, höfund- 1 inn. ( L Kardemommúhátíðinni lauk svo með dansi og bauð Egner þá Soffíu frænku fyrst í dans- inn og þegar Kasper, Jesper og Jónatan áttuðu sig loksins , og ætluðu að bjóða henni upp, tilkynnti Bastían bæjarfógeti, að það væri ekki hægt — næstu 23 dansar væru því mið ■ ur upppantaðir hjá ungfrúnni. , Á fundi með blaðamönnum í gær sagði þjóðleikhússtjóri að áhorfendur Kardemommu- bæjarins væru nú orðnir lið- lega 46 þúsund og hefði ekk- , ert leikrit verið sýnt jafn- lengi samfleytt á sviði Þjóð- , leikhússins. Fór hann mörgum viðurkenningarorðum um Egn er og sagði að Þjóðleikhúsið ■ hefði í hyggju að sina annað leikrit eftir hann, „Klifurmús- , in og hin dýrin í Hálsaskógi", en ekki væri ráðið hvenær það yrði. Thorbjörn Egner sagðist I1 hafa skrifað Kardemommubæ i| inn árið 1954 og hefði hann « fyrst verið fluttur í útvarp. 1j Síðan hefur norska ríkisleik- % húsið sýnt leikritið 150 sinn- I um viðs vegar um Noreg og hefur leikritið farið sigurför ' um öll Norðurlönd. Hafa Egner boðizt mörg tilboð ' frá kvifemyndafyrirtækjum á Norðurlöndum um kvikmynd- un Kardemommubæjarins en hann hafi ekkert ákveðið um það enn sem komið er. Egner hefur skrifað fjölda barnabóka og hefur ein þeirra „Karíus og Baktus“ komið út í íslenzkri þýðingu, en sú saga hefur einnig verið kvik- mynduð í Noregi. Áður en Egner kom til íslands var , hann staddur í Danmörku og voru honum þá veittar 10.000 danskar krónur í þakklætis- skyni fyrir að hann hefur gert kennslustundirnar og tóm- , stundirnar skemmtilegar og lærdómsríkar fyrir börnin í Noregi og Danmörku, með ýmsum lestrarbókum, sem hann hefur tekið saman. Sagði , Egner það vera mjög skemmti legt að skrifa fyrir börnin — en þau væru ákaflega .,krit- . Framh. á bls. 23 STÍmÍMR Einar birtir greinina sína í sambandi við kæru Eyjólfs Konráðs Jónssonar, ritstjóra, á hendur Einari Olgeirssyni fyrir hin hrottalegu meiðyrði, sem Einar lét Þjóðviljann birta, skor- aði Eyjólfur á þennan leiðtoga heimskommúnismans á islandi að birta, þótt ekki væri nema eitt dæmi um það, að hann eða Morgunblaðið hefði á ritstjórn- arferli hans sýnt nazisma eða ofbeldi samúð. Þjóðviljinn lét í það skína í fyrradag að Einar ætlaði sér að verða við þessari áskorun. í gær gerir foringinn svo tilraun til þess í langri grein í Þjóðviljanum. Eins og vænta mátti er hann þó að mestu leyti þrjá áratugi aftur í tímanum, þ.e.a.s. hann birtir einu sinni enn greinina sína með litið eitt nýj- um tilbrigðum. Eyjólfur hefur að vísu aðeins verið ritstjóri Morgunblaðsins í rúmt ár. Samt verður að láta Einar Olgeirsson njóta þess sannmælis að hann reynir að nálgast nútímann, því að hann kemst alla leið fram til ársins 1950. Þá hafði Morgun- blaðið heldur betur verið fasist- iskt, því að það hafði bara blá- kalt haldið því fram að kommún- istar hafi gert innrás í Suður- Kóreu. Það finnst Einari Olgeirs- syni ekki góð sagnfræði. Heil — Castró! Þegar þýzku nazistarnir fundu það út á stríðsárunum að bjóða eina milljón Gyðinga til sölu fyrir 10 þúsund vörubila, hafa þeir vafalaust lamið saman hælunum og öskrað „Heil-Hitler“ yfir hugmyndaaúðginni. Og sag- an endurtekur sig. Hin kommún- istiska ofbeldisstjórn Castros á Kúbu hefur nú boðizt til að selja stríðsfanga fyrir jarðýtur. Hið íslenzka málgagn heimskommún ismans furðar sig á að Morgun- blaðið skuli vekja athygli á þessu siðleysi og segir: „Öðrum finnst þetta mildileg og mannúðleg framkoma af Kúbustjórn. Árásarmennirnir voru fyrst og fremst Kúbubúar og samkvæmt Iögum heimalands- ins var hægt að dæma þá í hinar þyngstu refsingar, fangelsa þá eða svifta þá lifi, enda var fyrsta áróðurshrinan í því fólg- in að nú mundi hefjast mikið blóðbað á Kúbu. En Kúbustjórn afsalar sér réttinum til refsing- ar“. íslenzkum kommúnistum finnst það þannig mannúð að selja mannslíf og einstakt frjálslyndi að „afsala sér réttinum til refsing ar“, en sá réttur er að „svifta þá lífi“. Hvað finnst mönnum um að tala um það sem mikils- verð réttindi að fá að myrða menn? Nýstárleg þegnskylduvinna Ferðaskrifstofa, sem aðsevur hefur að Þórsgötu 1, hefur gefið út fréttatilkynningu, þar sem m. a. segir: „Þá skipuleggur ferðaskrifstof an hópferð ungs fólkis til Júgó- slavíu í júlílok og taka þátttak- endur þátt í alþjóðlegum vinnu- flokki sjálfboðaliða við vega- gerð í Serbíu og Makedóníu og ferð til Kína í ágúst og verður það fyrsta almenna hópferðin héðan austur þangað“. Áður hafa verið uppi hér á landi kenningar um að lögbjóða ætti þegnskylduvinnu innan- lands, en nýstárleg tillaga er það að senda eigi unga islendinga austur fyrir járntjald til þess að vinna þar að vegalagningu í sjálfboðavinnu. Hefðum við hald ið að æskulýðurinn hefði nóg verkefni hér á landi. Einhverj- um virðist það þó standa ung- mennum nær að fara til starfa fyrir austan tjald. ■*»

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.