Morgunblaðið - 26.05.1961, Side 24

Morgunblaðið - 26.05.1961, Side 24
Kista Johanns Þ. Josefssonar borin ur Domkirkjunni af forvigismonnum Sjalfstæðisflokksins: Bjarna Benediktssyni dómsmálaráðherra, Sigurði Kristjánssyni fyrrum alþingismanni, Sigurði Óla Ólafssyni alþingismanni, Jóhanni Hafstein alþm., Gísla Jónssyni, alþm., Gunnari Thorodd- sen fjármálaráðherra, Guölaugi Gíslasyni alþm. og Ingólfi Jónssyni landbúnaðarmálaráðherra. Stdrstyrjöld í Þióðleikhúsinu Þ|óðleikhú'sst|órB rekur bslSet- meistarann Veii Bethke MORGUNBLAÐIÐ frétti í gærdag af því, að ballett- meistara Þjóðleikhússins, Bethke hefði verið vikið úr starfi fyrirvaralaust, en samn ingur hans við Þjóðleikhúsið átti ekki að renna út fyrr en í lok júnímánaðar. — Veit Bethke hefur átt verulegan þátt í uppsetnin^u óperett- unnar Sígaunabarónninn eft- ir Jóhann Strauss, sem frum- sýnd var í gærkvöldi, en auk þess verið starfandi ballettmeistari leikhússins síðan um áramót. Blaðið hefur snúið sér til beggja aðila og beðið þá segja hvor sína hlið á málinu. i Heildarverðmæti afurða 376 millj. 1960 en árið áður Auk þess 87 millj. kr. tap vegna verðfalls á óseldum hirgðum í ársbyrjun Fjölmenn útför Jóhanns Þ. Jósefssonar FJÖLMENNI var mikið við út- för Jóhanns Þ. Jósefssonar, fyrr- um alþingismanns og ráðherra, er fram fór frá Dómkirkjunni í gær. Séra Jón Auðuns dómprófast- ur flutti minningarræðuna og lagði út af Opinberunarbókinni: Sjá ég geri alla hluti nýja. Kista hins látna var sveipuð íslenzka fánanum en umhverfis hana.var mikið blómahaf, og fjöldi blóm- sveiga- Kórfélagar úr Fóstbræðrum stmgu, en dr. Páll ísólfsson dóm- organisti lék undir. Lék Páll og _,Pilagrimskórinn“ úr Tannhaus- er á kirkjuorgelið, en að lokum sungu Fóstbræður „Nú legg ég augun aftur“. Dómprófastur kast aði rekum í kirkjunni. Ýmsir forvígismenn Sjálfstæðisflokks- ins; ráðherrar og alþingismenn báru kistuna úr kirkju. Forseti íslands, forsætisráðherra svo og margir alþingismenn voru við útförina. Kaupmannahöfn, 25. maí. (Einkaskeyti frá Páli Jónssyni) HALLDÓR Kiljan Laxness skrifar í dag „kjallaragrein“ í Politiken, er hann nefnir „íslenzkar bækur og Sívali turn“ — og tekur skáldið þar til bæna þær fullyrðingar ýmissa lærðra manna í Dan- mörku, að hin íslenzku hand- rit séu í rauninni alls ekki íslenzk, heldur „fornnorræn“ (oldnordisk), þ.e., að þau séu skrifuð á sameiginlega, nor- ræna tungu — ekki íslenzku. Rífur Laxness niður rök þess ara manna. « — ★ — Skáldið fjallar einkum um fyrri greinar um handritamálið í FISKIFÉLAG íslands hefur nú gefið út skýrslu um heildarverðmæti sjávaraf- urða ársins 1969 borið sam- an við árið 1959. Kemur þar Politiken eftir prófessorana Hjelmslev og Ross. Hann segir, að Hjelmslev neiti því, að hand- Halldór Kiljan — tekur dönsku prófessorana í karphúsið fram að heildarverðmæti sjávarafurða á árinu 1960 nam 2262,6 millj. kr., en var 2638,4 millj. kr. árið áður. Þrátt fyrir aukinn skipastól ritin séu rituð á íslenzku. — í kenningu hans felst fullkomin neitun þess, að klassískar, ís- lenzkar þókmenntir séu raun- verulega til, segir Laxness, — og að nokkru afneitun þess, að til séu nokkuð, sem heitir íslejizk tunga, þar sem því er haldið fram, að menningarminjar sem íslendingasögur séu ritaðar á fornnorrænu. • Gengið í sömu sporum Og Laxness heldur áfram: — Setjum svo, að við tökum því, að tunga okkar sé nefnd forn- norræna. Ari fróði hóf að skrifa á tungu landsins, sögu þess. Við höfum svo sem ekkert á móti því, að verk Ara sé kallað forn- norrænt. Sama gildir um ritverk Snorra og sömuleiðis íslenzkar bókmenntir á öldunum eftir Snorra. Aðeins væri býsna fróð- legt að fá upplýst hjá hinum lærðu mönnum Danmerkur, hvenær íslendingar hættu eigin- lega að rita á fornnorrænu og Frh. á bls. 2 sjávar- kr. lægri er verðmæti aflans þannig 376 milj. kr. minna síðasta ár en það var 1959. Við þetta tjón bætist svo það, að við áramótin 1959 og ’60 voru miklar birgðir af mjöli og lýsi í landinu, sem seldar voru á lágu verði á síðasta ári. Nam tjónið af verðfall- inu 87 millj. kr. Heildartjón íslendinga varð þannig 463 millj. kr. vegna aflabrestsins og verðfallsins. Við þetta hætist svo afla- bresturinn á vetrarvertíð- inni, en endanlegar tölur liggja ekki fyrir um, hve mikilli upphæð tjónið af honum nemur. Framh. á bls. 23 Hlaut nafnið Elín Hekla UM hvítasunnuna var litla stúlkan frá Selfossi, sem í haust fæddist þremur mánuð- um fyrir tímann að Næfur- holti, skírð. Hún hafði í gamni hlotið nafnið Hekla í sjúkrahúsinu meðan hún lá þar. Því fékk hún að halda og hlaut fullt nafn Elín Hekla. Ungfrúin dafnar vel og er hin hressasta. Séra Kári Valsson framkvæmdi skírnina. Furtseva kemur 6. eða 7. maí BLAÐINU barst í gær eftir- farandi fréttatilkynning frá menntamálaráðuneytinu: „Menntamálaráðherra Sovét- ríkjanna frú Ekaterina A. Furt- seva kemur til Reykjavíkur 6. eða 7. júní n.k. í boði mennta- málaráðuneytisins og dvelst á ís- landi í vikutíma". Langur aðdragandi Þetta leiðindamál hefur átt sér langan aðdraganda, sagði Veit Bethke er fréttamaður blaðsins náði tal af honum í gær, en kjarni málsins er sá, að Þjóð- leikhússtjóri réði hingað til að stjórna óperettunni leikstjóra frá Svíþjóð, sem að margra dómi reyndist þegar til kastanna kom^ lítt hæfur til starfsins af ýms- um ástæðum, sem ég tel ekki nauðsynlegt að fara út í á bessu stigi málsins. Eftir því sem á æfingar leið þróaðist málið á þann veg, að ég var æ meir beðinn að taka að mér verkefni, sem heyrðu undir Wallenius og voru utan þess verkefnis sem mér var fal- ið, sem sé að stjórna ballett og hópatriðum. Um síðustu helgi talaði frú Widmann um það við Þjóðleikhússtjóra, hvort ekki væri bezt að ég tæki yfir stjórn verksins, því hún teldi sýning- unni bezt borgið með því. i Töluðum við Þjóðleikhússtjóri um þetta á sunnudaginn og féllzt ég þá á, að taka þetta að mér, svo framarlega sem Wallenius hefði áfram ábyrgð í orði, því að á þrem dögum væri ekki svo auðvelt að bæta úr því sem ábóta vant er og hefði mátt laga fyrir Framh. á bls. 23 Nýr bæjarfógeti í Iíeflavík EGGERT Jónsson lögfræðingur, sem verið hefir bæjarstjóri í Keflavík frá árinu 1958, hefir nú verið skipaður bæjarfógeti þar. Eggert Jóhann Jónsson er fæddur að Ytri-Löngumýri í A-Húnavatnssýslu 22 maí 1919. Hann er sonur Jóns Pálmasonar fyrrverandi landbúnaðarráðherra og alþingisforseta á Akri og Jón- ínu Ólafsdóttur konu hans. Egg- ert varð stúdent frá AkureyTÍ 1942 og lauk lögfræðiprófi £rá Háskóla íslands 1948. Laxness um handritamálið í Politiken: Hvenær tóku Islendingar að skrifa á íslenzku? Ef íslenzkar bækur eru danskar, er þá ekki Sívali turn íslenzkur? spyr skáldið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.