Morgunblaðið - 28.05.1961, Side 2

Morgunblaðið - 28.05.1961, Side 2
MORGIJIS BLÁÐIF Sunnu'dagur 28. maí 1961 Tilkynning bandarísku nefndarinnar í Genf: Hersveitir Pathet Lao rjúfa vopnahié í Laos / NA /5 hnútar »/* SV SO finúlar X Snjókoma » ÚÍi \7 Skúrír K Þrumur 'wmss, Kuféaski! Hitaskií H Hmi L ' Laqi Hafa gert þrjátíu árásir á stjornar- herinn á 13 dogum Genf, 27. mai. (Reuter). í OPINBERRI tilkynningu, sem bandaríska sendinefndin á Genfarráðstefnunni um framtíð Laos gaf út í dag, segir, að Pathet Lao hersveit ir hafi rofið og haldi áfram að rjúfa vopnahléið í Laos. Björn á benzín \ til mánaðar „Ég hef flogið nótt og dag að undanförnu“, sagði Björn Pálsson í viðtali við Mbl. í gær. „Ég kom ekki heim fyrr en kl. 7 í gærmorgun og flaug svo fram yfir miðnætti sl. Nú er það bara veðrið, sem haml t ar, því mjög margir eru nú á / biðlista hjá mér, einkum Vest * firðingar" „Ef til verkfalls kemur verður sjálfsagt mikið að gera hjá mér. Ég hef nóg benzín á mínum geymi. Það ætti að endast mér í einn mánuð“, sagði Björn. Segir nefndin að sum þessi brot séu mjög mikil og alvar leg. — í tilkynningunni segir nefnd- in, að hún hafi heimildir, sem hún telji mjög áreiðanlegar, fyr ir fregnum af vopnahlésrofum Pathet Lao manna. Hafi þeir a. m. k. þrjátíu sinnum rofið vopna hléið á tímabilinu 13.—26. raaí, Stjórnin í Laos samþykkti fyr- ir sitt leyti vopnahlé 3. maí sl. og gaf þá hersveitum sínum fyr irskipun um að hætta að beiita skotvopnum, nema á þær væri ráðist. Hins vegar fengu her- menn Pathet Lao og Kong Le höfuðsmanns ekki skipun um að leggja niður vopn fyrr en 11. mai. Er friðartalið glamur eitt? f tilkynningu nefndarinnar segir, að hermenn Pathet Lao hafi ráðizt á stjórnarherinn á Ban Pa Donc svæðinu í suður hluta Xieng Rhouang héraðs. Hafi þær árásir ýmist verið gerð ar af fámennum herflobkum eða gtórskotaliði. Segir nefndin líklegt, að markmið Pathet Lao manna á þessu svæði sé að ein- angra bækistöð stjórnarheirsins við Ban Pa Doni meðan lögð séu á ráðin í Genf um framtíð landsins. Aðrar fregnir kveðst nefndin hafa aif vopnahlésrofum 80 mílur austur af Ban Pa Donc — við þorpið Muong Ngat, sem er rétt við landamæri Norður- Vietnam. í þorpi þessu hafa her sveitir konungs hiaift 'baekiistöð uin nokkurra ára skeið. Scgir nefndin, að árásir Pathet Lao hiermanna hafi valdið miklu tjóni og mannskaða og neínir iAá- sagnir sjónarvotta þessu til sönn unar. — Bendi því allt til þess að hjal forystumanna Pathet Lao um frið og vopnahlé sé nánast glamur eitt. k Næsti fundur á ráðstefnunmi verður á mánudaginn. Er ekki víst hvort þá verður tekin til umræðu tilkynning bandarísku nefndarinnar eða hvort haldið verður áfram umræðum um stotfnun sjálfstæðs og hlutlauss Laosríkis. ' tr — Olafur konungur Frh. á bls. 2 urðsson forstjóri Landhelgisgæzl unni. Þorleifur Thorlacius, deild- arstjóri í utanríkisráðuneytinu verður fylgdarmaður norska ut- anríkisráðherrans. Var Þorleifur um árabil sendiráðunautur við sendiráðið í Oslo. Varðskipið Óðinn, flaggskip Landhelgisgæzlunnar mun koma til móts við konungsskipið Norge suður við Reykjanes og fylgja því inn á ytri höfnina hér. Um klukkan 10,30 fara ýmsir fyrirmenn frá Loftsbryggju út í konungsskipið sem þá hefur væntanlega varpað aikkerum. Verða það utanríkisráðherra Nor egs, sendiherra Norðmanna hér og þeir próf. Sigurður Nordal og Valgeir Björnsson hafnarstjóri. Bátur Noregskonungs sem flytur hann frá konungsskipinu að bryggju hér, kemur að Lofts- bryggju klukkan 11 árd. á miðvikudag. Þá verða á bryggjunni ráðherrar, forseti Sameinaðs Alþingis, forseti Hæstaréttar, borgarstjóri, forseti bæjarstjórnar og ýmsir embættis menn ríkisins. Við höfnina verð- ur stutt móttökuathöfn fyrir konung, en um klukkan 11,20 ekur hann af stað frá, höfninni um Geirsgötu, Pósthússtrætið, um Lækjargötu, þá Vonarstræti og að Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar verður höfð stutt viðdvöl, því Olav konungur kemur í Alþingishúsið klukkan 5 mínútur yfir 12 á hádegi, og gengur þá beint að fótstalli styttu Jóns Sigurðssön forseta og legg- ur þar blómsv' '<g. Það er mjög sennilegt, skaut Birgir Thorlacius ráðuneytis- stjóri inni í, að við þessa athöfn verði fjölmenni á Austurvelli. Því gera má ráð fyrir að forstöðu menn fyrirtækja gefi starfsfólki sínu frí um klukkan 11, til þess að geta tekið þátt í móttökum bæjarbúa á hinum tigna gesti þjóðarinnar. — Noregskonungur og forseti íslands munu koma saman út á svalir Alþingishúss- ins og heilsa manrifjöldanum. Mun konungur skoða Alþingis- húsið í fylgd með forsetum Al- þingis. Síðdegis þennan dag mun Noregskonungur aka suður í Foss vogskirkjugarð, um klukkan 3,40, kemur hann að minnisvarðanum um fallna norska hermenn og leggur blómsveig að honum. Mun ahöfnin við minnisvarð- ann taka um 20 mínútur. Enn síðar um daginn tekur sendi- herrann á móti sendiherrum erlendra ríkja hér í Reykjavík í Ráðherrabústaðnum. Að kvöldi þessa dags bjóða forsetáhjónin til veizlu að Hótel Borg. Kemur konungur að aðaldyrum Borgar- innar um kl. 15 mín. gengin í níu. Verður hinn mesti fjöldi gesta í kvöldverðarveizlu þessari. Við það tækfæri munu þjóðhöfðingj- arnir skiptast á ræðum. Á fimmtudaginn mun konung- urinn heimsækja Háskóla íslands, og Þjóðminjasafnið. Hann verð- ur gestur forsetahjónanna á Bessastöðum, og hlýðir við það tækifæri á messu í Bessastaða- kirkju. Síðdegis á fimmtudaginn verður Noregskonungur gestur Reykjavíkurbæjar, sem hefur móttöku fyrir hann í Melaskól- anum. Á fimmtudagskvöldið klukkan 8,45 hefst svo hátíðar- sýningin í Þjóðleikhúsinu á leik- riti því sem próf. Sigurður Nor- dal hefur samið í tilefni af komu Noregskonungs. Á föstudags- morguninn fer Noregskonungur til Þingvalla. Hann verður kominn í bæinn aftur um hádeg- isbilið. Síðd. kemur konungur í norska sendiráðið þar sem sendi- ráðshjónin . hafa boð inni. Að kvöldi föstudagsins lýkur hinni opinberu heimsókn Olavs Noregs konungs og býður hann þá for- setahjónunum og ýmsum gestum öðrum til kvöldverðar um borð í konungsskipinu Norge. Fara forsetahjónin með bát út í skipið frá Loftsbryggju klukkan 8. Jafiivægi í hættu TEL AVIV, 27. maí — Stjórnvöld í ísrael telja, að því jafnvægi, sem verið hefur um tveggja ára skeið milli launa og verðlags, hafi nú verið stefnt í hættu með nýrri launasamþykkt, sem undirrit uð var í apríllok. í þeirri samþykkt, sem á- kveður laiun, almenn trygg ingargjöld o.fl. í iðngreinum, er kveðið á um 6% launa- hækkun. Óttazt er, að þessi launa- hækkun kunni að breiðast út til annarra greina en iðnaðar ins og getur þá kostað fjár hag ríkisins 1150 millj. sterl ingspunda. í ísrael hafa Iaiun verið bundin vísitölu framfærslu- kostnaðar síðan eftir heims- styrjöldina síðari. fVeðurspáin á hádegi í gær: * Norðurland og miðin: Sunn SV-land til Vestfjarða og an stinningskaldi og rigning, SV-mið til Breiðafjarðar: All SV kaldi og skúrir með kvöld- hvass sunnan og rigning fyrst inu. en SV kaldi og skúrir þegar líður á daginn. NA-land til SA-lands og Vestfjarðamið: Allhvass miðin: Sunnan kaldi eða sunnan og rigning, gengur stinningskaldi og rigning í sennilega í austan og NA átt dag léttir til með vestan stinn í kvöld. ingskalda í nótt. Lítil telpa lézt vegna meiðsla STYKKISHÓLMI 27. maí. — Það hörmulega slys varð hér á fimmtudagskvöldið að lítil stúlka féll fram af klettum með þeim afeiðingum að hún lézt nokkrum stundum síðar. Stúlkan var á fjórða ári, hét Halldóra, dóttir Karenar Péfurs- dóttur og Svend Andreasen, sjó- manns. Hún var ásamt öðrum börnum að leik á svonefndum Mylluhöfða, rétt við höfnina. Hrapaði hún fram af höfðanum, niður í grjóturð. Var fallið um átta metrar. Börnin hrópuðu þeg ar á hjálp og heyrðu menn. sem voru að beita lóðir ekki fjarri, til þeirra. Komu þeir strax til hjálpar. Var litla stúlkan futt í sjúkra- hús og ákvað læknirinn, Guð- Rækjuaflinn miimkaði ÍSAFIRÐI 27. maí. — Nýju rækjumiðin undan Ingólfsfirði hafa ekki orðið jafnfengsæl og menn vonuðu. Eftir hretið fóru aðeins þrír bátar til veiða og komu þeir til ísafjarðar í gær með fremur lítinn afla, um 400 kg hver. — Höfðu þeir veitt nær landi en áður og var rækjan þar töluvert minni en upphaflega. Ekki munu rækjumennirnir þó leggja árar í bát og eftir helgi halda þeir aftur á miðin. Sakadómarar FORSETI ÍSLANDS hefur skip- að Þórð B.iörnsson, Halldór Þor björnsson, Gunnlaug Briem og Ármann Kristinsson sakadómara í Reykjavík. mundur Þórðarson, þá að hringja í sjúkraflugvél, því sýnt var að þörf var á að flytja barnið til Reykjavíkur þegar í stað. Björn Pálsson kom eftir skamman tíma og fóru móðirin og læknirinn með telpunni suður. Hún lézt í sjúkrahúsi í Reykja vík skömmu eftir komuna þang- að. Áttræður á morgun Magnús Gíslason, skáld MAGNÚS Gíslason er fæddur að Helgadal í Mosfellssveit 29/5 1881. Foredrar hans voru Gisli Magnússon, ullarmatsmaður, og Sigríður Hannesdóttir frá Hvoli í ölfusi. Fluttist hann með for- eldrum sínum tveggja ára að Torfastöðum í Grafningi og var þar í 2 ár, er þau fluttust að Króki í Grafningi og var þar til 1901 að hann fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann nam ljósmyndaiðn og eitthvað í raf- fræði og húsamá'lun. Hann gift- ist 25. maí 1912 Jófríði Guð- mundsdóttir frá Skarðströnd við Breiðafjörð og eignuðust þau 5 börn og eru 4 á lífi. Hann missti konu sína 21. maí 1919 úr spönsku vei'kinni. Magnús Gíslason hefur gefið úr þrjár ljóðabækur fyrir utan smákver. Hann var um tíma blaðamaður hjá Vísi og heíur skrifað í ymiss rit munnmæla- sögur. Magnús hefur dvalið hjá dótt- ur sinni og tengdasyni að Grjóta götu 12 í 20 ár, en hún dó í fyrra. Hann dvelst nú hjá tengdasyni sínum Ólafi Jónissyni, og barna börnum að Grjótagötu 12. Um liæstaréttar- dóm í tryggingar- máli TIL glöggvunar á frétt blaðsins í gær um nýfallinn hæstaréttar- dóm vegna þrætu um vátrygg- ingarskyldu, þegar skip flyzt milli vátryggingarsvæða skal frá því skýrt að Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja áfrýjaði málinu til Hæstaréttar, til þess að fá úr því skorið hvort m/b Hellisey sem fluttist frá Vestmannaeyjum í oktober 1956, hafi verið í trygg ingu þess félags er skrifað varð fyrir tjóni í janúar 1957, þrátt fyrir það, að fyrir lá vottorð frá jbæjarfógeta Sauðárkróks um, að skipseigandi sjálfur átti alla sök á því, að skipið var ekki skráð á Sauðárkróki strax í október 1956. í almennum lögum um vátrygg ingarfélög er ákvæði, sem segir að skip, er flyzt á milli vá- tryggingasvæða skuli vera í tryggingu vátryggingarfélagsins á fyrra svæðinu, unz það hefur verið skráð á nýja staðn- um. En þar eð Bátaábyrgðaríé- lag Vestmannaeyja er samkv. sér stöku lagaákvæði undanþegið þessum almennu lögum og þar eð sök á drætti skráningar á hinu nýja vátryggingarsvæði skipsins var einhliða sök skipseiganda, taldi félagið nauðsynlegt að fá skorið úr þessum vafaatriðum með Hæstaréttardómi. Niðurstaða Hæstaréttar var á þá leið eins og frá var skýrt í gær að báturinn hafi verið í vá- tryggingarábyrgð Vestmanna- eyjafélagsins, af því hann bar enn einkennisstafina VE, þegar óhappið skeði. Að þessu leyti væri félagið háð hinum almennu ákvæðum laga um vátryggingar- félög og staðfesti þannig héraða- dóminn. Hins vegar féll dómur í Hæstarétti fyrir nokkru síðan í öðru prófmáli er Bátaábyrgðar félag Vestmannaeyj a áfrýjaði til ákvörðunar um rétt sinn og skyldur þar sem héraðsdómi er dæmdi félagið bótaskylt, var hnekkt af Hæstarétti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.