Morgunblaðið - 28.05.1961, Side 5
Sunnudagur 28. maí 1961
MORGUNBLAÐIÐ
5
MFNN 06 *
= MALEFNI=
,* • Málverkasýning: Jóhanns
9 Briem hefur staðið yfir í eina
|1 viku í Bog-asal Þjóðminjasafns
1 ins. Á sýningunni eru 26
i| myndir, en henni lýkur í
kvöld. Blaðið hafði tal af lista
manninum í vikunni og ræddi
við hann um sýninguna.
— Myndirnar eru allar mál
aðar á tveimur síðustu árum.
Mótívin eru flest sótt í sveita-
lífið og einkum eru það minn
ingarnar frá bernsku árunum,
sem endurspeglast í þeim. Eg
hefi haft þann hátt á, að vinna
allar myndir mínar innanhúss,
þar sem ég tel óhjá'kvæmilegt
að hafa mótívið ekki fyrir aug-
unum þegar myndin er gerð,
því að það er svo erfitt að
gera upp á milli aðal- og auka
atriða í náttúrunni. Þess
vegna er það auðveldara að
mála mynd ,þegar langur tími
hefur fullskapað hana í hug-
anum.
Náttúran er í eðli sínu ekki
listræn heldur er það aðeins
eftir túlkun ákveðins manns
sem ákveðið viðfangsefni verð
ur listrænt — það sýnir höf-
undinn sjálfan.
Listamaður, sem gerir mynd
ir sínar innan fjögurra veggja
verður auðvitað að hafa opin
augu og fylgjast með breyt-
ingum — annað væri stöðnun.
— Hafið þér ekki orðið fyr-
ir áhrifum frá verkum ann-
arra málara?
— Þegar ég var í Dresden
við nám, settu expressionist-
arnir svip sinn á listina í
Þýzkalandi og það má ef til
vill finna einhver áhrif frá
þeim í myndunum mínum, en
impulsinn er sóttur í náttúr-
una sjálfa, en ekki í verk ann
arra. Það sem hægt er að læra
af öðrum eru aðeins teknisk
atriði — en ekki viðhorfin
sjálf.
Eg hefi aldrei komið til
Parísar og hefi þess vegna
ekki orðið fyrir neinum frönsk
um áhrifum.
— Altaristaflan í kirkju Ó-
háða safnaðarins er máluð að
yður?
— Já, ég gerði hana sam-
kvæmt óskum séra Emils og
þetta er stærsta altaristafla,
sem máluð hefur verið á land-
inu — hún er nokkru stærri
en taflan eftir Mugg í Bessa-
staðakirkju. Eg hefi gert
nokkrar altaristöflur og svo
málað nokkuð margar myndir
úr íslenzku þjóðlífi og þjóð-
sögum. f Laugarnesskólanum
eru 22 slíkar.
Annars eru þetta langmest
fígúrur og ég gerði mikið af
því fyrr á árum að mála and-
litsmyndir, en nú er ég alveg
hættur því — hefi ekki tekið
það að mér, þó ég væri beð-
inn um það.
— Listasmekkur íslend-
inga?
— Hann er alltof einstreng
ingslegur eins og oft vill verða
með smáþjóðum. Það er ekki
rúm fyrir mörg viðhorf í fá-
menninu og þess vegna eru
listamenn stórþjóðanna ekki
nærri eins líkir hver öðrum
eins og þeir íslenzku.
— Nöfnin á myndunum
eru mörg ansi sérkennileg.
. Er það? Já, fólki finnst
kannski eitthvað sérkennilegt
við „Græna folaldsmeri og
slokknaða sól“ eða „Kvöld-
roða bak við dottinn skúr“.
Eg gerði þá mynd fyrst í
Þýzkalandi, en svo týndist
hún og ég gerði aðra hér
heima eftir minni. — En hvað
segið þér þá um „Grænan
vörubíl með rekaviðardrumba
á leið upp brekku“? — kann-
ski var vörubíllinn ekki grænn.
og kannski voru engir rekavið
ardrumbar á honum.
Jóliann Briem
— Þú getur ekkl flúið til mín,
elskan, því að ég er að flytja
frá skepnunni honum föður þín-
um heim til ömmu þinnar.
1 — Ég er búin að kaupa mér al
veg dásamlegt sjónvarpstæki,
sagði þerna á hóteli við samstarfö
stúlku sína.
— Ó, ég myndi aldrei eyða pen
Inguni í slíkt, sagði hin, fyrir
mig er ekkert betra en gott
skráargat.
‘As
Henrik og Jón höfðu drukkið
talsvert mikið og voru á heim
leið. — Sérðu þarna, sagði Hen-
rik við vin sinn, þarna er ljós.
Ég læt þig fá 300 kall og þú
skalt kaupa eina flösku af
rommi.
l. — Sjálfsagt, sagði Jón og hélt
í áttina til Ijóssins.
Nokkrum dögum síðar fékk
Henrik bréf frá Jóni, en í því
stóð:
— Fyrirgefðu hve ég befi ver
ið lengi, ljósið var nefnilega aft
an á vörubíl.
Enginn hefur með orðum einum
veginn verið.
Vertu svo mikill á borði, sem þú
ert í orði.
Mildari er margur í orðum en út-
látum.
Sjaldan koma ótöluð orð á þing.
Töluð orð og tapaður meydómur
verða ekki aftur tekin.
Orða sinna á hver ráð.
Allir eiga leiðrétting orða sinna.
Ekki velja allir orð að annars skapi.
Lifa orð lengst eftir hvern.
Enginn fitnar af fögrum orðum.
Sá, sem hugsar aldrci um annað en
eigin hagsmuni, gerir heiminum
greiða, þegar hann deyr.
Ilamingjan er heimafengin og verður
ekki tínd í garði annarra.
Göfugur maður er hófsamur í orð-
um, en eldlegur í starfi.
Tárin hindra sorgina frá því að snú-
ast upp í örvæntingu.
Öll meistaraverk virðast óframkvæm
anleg í upphafi.
Berðu daglega einn malarpoka á
sama staðinn og þú hrúgar upp heilu
fjalli.
Hversu fáar eru ei vorar sönnu þarf
ir, en óendaniega margar hinar ímynd
uðu.
Hafskip h.f.: Laxá fer í dag frá Akur
eyri til Snæfellsneshafna.
Jöklar h.f.: Langjökull var f Vestm.
eyjum í gær. Vatnajökull fór frá Norð
firði í gær á leið til Grimsby.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla
er í Archangel. Askja er í Grange-
móuth.
í gær voru gefin saman í hjóna
band af séra Garðari Þorsteins
syni ungfrú Guðrún Ársælsdótt
ir Jófríðarstaðavegi 12, Hafnar
firði og Steinmóður Einarsson,
Fornhaga 15, Rvík. Heimili hjón
anna verður (að Túnhvammi 4,
Hafnarfirði.
í gær voru gefin saman í hjóna
band ungfrú Gunnhildur Kjart
ansdóttir, Hringbraut 115 og
Kristján Einarsson, Glaðheimum
8. Heimili þeirra er að Mosgerði
8.
Á hvítasunnudag voru gefin
saman í hjónaband af séra Bergi
Björnssyni ,ungfrú Ingibjörg Sig
urðardóttir, skrifstofustúlka
Framnesvegi 63 Rvík og Helgi
Björgvinsson, bifreiðastjóri, Suð
urgötu 94 Akranesi.
60 ára er í dag frú Dagbjört
Ólafsdóttir, Suðurlandsbraut 18.
f gær voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Gunnhildur
Kristjánsdóttir, Hringbraut 115
og Kristján Einarsson, Glaðheim
um 8.
Tveggja herb. íbúð
til leigu í nokkra mánuði,
húsgögn geta fylgt. Tilboð
sendist afgr. Mbl. merkt:
„A 1616“.
Sængur
Endurnýjum gömulu sæng
urnar. Eigum dún og fiður
helt ver. Seljum æðardúns-
og gæsadúns-sængur.
Fiðurhreinsunin, Kirkju-
íeig 29. — Sími 33301.
Stúlka
Fullorðin stúlka eða kona
óskast til afgreiðslustarfa
part úr degi. uppl. í síma
10365 kl. 5—7 í dag.
Glassfiber vatnabátur
sem nýr til sölu^ ásamt ut-
anborðsmótor. Mjög hag-
stætt verð. Uppl. í síma
18496.
Skrúðgarðaeigendur
Úðun trjái.na er að hefjast.
Pantið í síma 35077. S'. avar
F. Xjærnested.
Múrarar
Tilboð óskast í utanhúss-
múrverk á húsi á Seltjarn-
arnesi. Uppl. í síma 38057
alla virka daga frá kl.
9—12 f. h. og 4—7 e. h.
Akranes
Ibúð óskast til leigu sem
næst Sementsverksmiðj-
unni. Tilboð ásamt uppl.
sendist Mbl., merkt: —
„Reglusemi — 1971“.
Sérlega vel með farinn
Silver Cross barnavagn —
stærsta gerð, til sölu á
Hávallagötu 7.
Stúlka
óskar eftir 1—2 herb. og
eldhúsi, sem næst Reykja-
víkurflugvelli. Uppl í síma
19106 frá kl. 1—7.
Til leigu
í 6—8 mánuði 5 herbergja
íbúðarhæð í Hlíðunum ná-
lægt Hafnarfjarðarvegi. —
Sérinngangur. Tilboð send-
ist blaðinu merkt: „1. júní
1992“.
Uppþvottavél
Notuð sambyggð uppþvotta
vél og vaskur með kvörn
(General Electric) er til
sölu fyrir hálfvirði. Sími
13166 eða 33918.
Svefnsófi
til sölu á Nesvegi 8 (kjall-
ara). Uppl. á staðnum. 2—6
í dag.
í Vatnsendalandi
er til sölu gott land undir
sumarbústað. Uppl. í síma
23315.
Stúlka
með barn, óskar eftir ráðs-
konustöðu. Uppl. í síma
50344.
Mótatimbur
Notað mótatimbur ca. 400
fet óskast. Ennfremur verk
færaskúr. Uppl. í síma
23968 kl. 6—8 e. h. sunnu-
dag og mánudag.
A T H U G I Ð
að borið saman '5 útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu, en öðrum
blöðum. —
Veiðiréttindi — Berjaland
Til sölu jörð í Önundarfirði, jörðinni fylgja veiði-
réttindi ásamt mjög góðu berjalandi. Skipti á ný-
legum 6 m. fólksbíl koma til grein.
Upplýsingar í síma 10156 sunnudag og mánudag.
Húseígendur
Vegna okkar fullkomna vélakosts, getum vér boðið
yður hinar sterku og álerðarfallegu HELUUR vorar
i aðeins kr. 26,70 stk.
,s n í®irÁiE3rMEn.iE
KAUOARÁRSTÍC 25 REYKJAVÍK SÍMAR 1255.1 t 1Í7S1
gr4 \
Símar 12551 og 12751