Morgunblaðið - 28.05.1961, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.05.1961, Qupperneq 15
Sunnudagur 28. maí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 MN . hluta kristilega flokksins, myndaði stjórn, _sem eingöngu ér skipuð mönnum úr kristi- lega flokknum, en nýtur þar að auki stuðnings þriggja lít- illa lýðræðissinnaðra flokka. Hún hefur þannig meirihluta þingsins að baki sér, en það er bæði lítill og ótraustur meirihluti. Bæði Gronchi ríkisforseti og Fanfani stjórnarforseti stefna Milano í maí 1961. Það er tilbreytingarlítið á Pósléttunni. Þar er allt flatt eins langt og augað eygir. Kornakrar, mæsakrar og hrís- grjónaakrar skiptast á. Hrís- grjónaakrarnir líkjast dálitl- um stöðuvötnum á þessum tíma árs. Víða er ekið framhjá lágvöxnum mórberjatrjám. Hinir gráðugu silkiormar eru sem kunnugt er fóðraðir með mórberjalaufi. Silkiræktin er mikil þarna á Langbarða- landi. Pósléttan er „búr“ íbúanna í Milano. Þaðan fá þeir, sem eru 1% milljón að tölu, svo að segja öll þau matvæli, sem þeir þurfa á að halda. Ekki hvað sízt í Milano minnast menn þess, að 100 ár eru nú liðin, síðan Ítalía sam- einaðist í eitt konungsríki. Við burðirnir, sem leiddu til þess ara sameiningar, gerðu að verkum að Langbarðaland — Og þá um leið Milano — losn- aði undan yfirráðum Austur- ríkis. . Eftir orustuna við Magenta í júní 1859 varð Aust urríki að láta þetta hérað af hendi við Napoleon 3. Þegar Ítalía sameinaðist í eitt ríki í , marz 1861, gaf Napoleon ítalska konungsríkinu Lang- , barðaland. i Milano líkist ekki öðrum ! ítölskum borgum. Þar eru svo 1 að segja engar foraldarminjar, engin bæjarhverfi frá miðöld- 1 unum og ekki nema fá mið- Skýjakljúfur við lýðveldistorgið í Mílanó. PÁLL Jónsson, fréttaritari Mbl. í Kaupmannahöfn hefur undanfarið dvalið í sumar- leyfi í Milano. Þaðan sendi hann blaðinu þessa. grein. ur skapað hinn mikla efna- hagslega uppgang á Ítalíu á undanförnum árum og gert MÍLANO orðin ofjarl höfuðborgarinnar aldahús. Dómkirkjan mikla Svar reist á árunum 1386—1580, en framhlið hennar var ekki _ fullgerð fyrr en á dögum Napoleons mikla. Milano er ekki aðeins önnur stærsta borgin á Ítalíu. Hún er þýðingarmesta verzlunar- og iðnaðarborgin og um leið *nýtízkulegasta borgin þar í landi. Sumir kalla hana Man- hattan á Pósléttunni. 20% af húsunum voru skotin í rústir *á árunum 1943—45. Fjöldi stórhýsa hafa verið reist á rústunum, jafnvel nokkrir skýjakljúfar. Eitt af því fyrsta, sem að- komumaðurinn sér, þegar komið er til Milano með járn- brautarlest, er Pirelli-skýja- kljúfurinn, 35 hæða hús, sem er hæsta húsið í Evrópu. Það stendur örskammt frá hinni miklu, skrautlegu og nýtízku- legu járnbrautarstöð, sem Mussolini lét reisa. Þegar gengið er frá stöðinni inn til miðbæjarins, þá tekur hver skýjakljúfurinn við af öðrum. Þróunhi eftir heimsstyrjöld ina síðari hefur gert að verk- um, að Milano er orðin höfuð- borginni ofjarl. íbúarnir í Milano eru hreyknir af þessu og tala allt annað en virðu- lega um Rómaborg. Satt er það, segja þeir, að hún er að nafninu höfuðborg ríkisins. Þar er aðsetur ríkisstjórnar- innar óg þingsins. En Róma- borg er fortímaborg, sem lifir á því að sýna fólki fornaldar- byggingar og gömul söfn. Milanö er borg nútímans. Það er stóriðnaðurinn þar, sem hef ftalíu að þriðja stærsta iðnað- arlandinu í Vestur-Evrópu. Vt hluti ríkisskattanna koma frá Milano, þótt þar búi ekki nema 1/25 hluti allra íbúanna í landinu. Milano er hin raun- verulega höfuðborg. Þannig tala hinir státnu íbúar stór- borgarinnar á Pósléttunni. Stjórnmálamennirnir í Mil- ano, sem sem telur sig fyrir- myndarborg á mörgum svið- um, gera sér von um, að borg- in hafi skapað fordæmi, sem geti haft mikla þýðingu, þegar um samstarf milli flokkapna í ítalska þinginu er að ræða. Eftir ítölsku bæjarstjórnar- kosningarar skömmu fyrir sl. áramót reyndist miklum erfið leikum bundið að skapa sam- vinnu milli flokka, sem hafa x sameiningu starfshæfan meirihluta í bæjarstjórninni. Eftir langvinnar viðræður náð ist snemma á þessu ári sam- komulag um samstarf milli kristilega lýðræðisflokksins Og Nenni-sósíalistanna. Seinna mynduðust bæjarstjórnir í Genova og Firenze á sama grundvelli. Nú er það von margra að samvinna hefjist áður en langt um líður milli þessara flokka í ítalska þing- inu. Kristilegi lýðræðisflokkur- inn er sem kunnugt er stærsti ítalski flokkurinn, ræður yfir 273 af 596 þingsætum og hefur árum saman farið með völd. Þegar kommúnistar og ný- fastistar gerðu alvarlega árás á ítalska lýðræðið í júlí í fyrra, sagði Tambroni af sér og Fanfani, foringi vinstri að því, að tryggja ríkisstjórn- inni stuðning — eða að minnsta kosti hlutleysi — af hálfu Nenni-sósíalista, sem eru þriðji stærsti þingflokkur- inn og hafa 84 sæti í þinginu. Meira en eitt vakir þarna fyrir Gronchi og Fanfani. Þeir vilja koma í veg fyrir sam- vinnu milli Nenni-sósíalista og kommúnista, og þeir vilja líka afstýra því, að þessir tveir flokkar fái meirihluta í þinginu, en svo gæti farið, ef kristilegi flokkurinn neyddist til að afla sér stuðnings ný- fasista og konungssinna. Nenni-flokkurinn fékk við síð ustu kosningar 14,4% og kommúnistar 24,5% af greidd um atkvæðum eða samtals ná- lega 39,%, en kristilegi flokk- urinn fékk rúmlega 40%. Þessar samvinnutilraunir mæta, sem vænta mátti, ékafri mótspyrnu hægra hluta kristilega lýðræðisflokks ins og páfastjórnarinnar. Skilyrði fyrir samvinnu við Nenni-flökkinn er þó fyrst og fremst það, að hann slíti allri samvinnu við kommúnista. Nenni, sem hlotið hefur Stal- in-verðlaunin, var lengi banda maður kommúnistaforingjans Togliattis. En vegna viðburð- anna í Ungverjalandi neitaði Nenni að gera kosningabanda- lag við kommúnista við þing- kosningarnar 1958. Hinsvegar sleit hann ekki samvinnu við þá á öllum sviðum, m. a. ekki í verkalýðsfélögunum. En nú hefur hann með öllu sagt skilið við kommúnista. Það heyrðist á f'okksþingi Nenni-sósíalista í Milano fyrir skömmu. Þar sagði Nenni m. a.: Samstarf við kommún- ista getur ekki komið til mála. Við aðhyllumfst ekki stefnu þeirra í utanríkismálum og við viljum starfa á lýðræðis- legum grundvelli. Um leið ávítti hann harðlega einræðis- stefnu Krúsjeffs og Maos. Nenni tjáði sig reiðubúinn til samstarfs við kristilega lýð ræðisflokkinn. 55% af fulltrú- um á flokksþinginu aðhylltust stefnu hans, en 45% greiddu atkvæði á móti henni. Þetta er að vísu lítill meirihluti, en samþykkt flokksþingsins er talinn sögulegur viðburður. Erfitt er að sjá um afleið- ingarnar að svo stöddu. En víst er það, að þetta kemur sér illa fyrir Togliatti og kommúnistaflokk hans. Það er ekki hvað sízt alvar- legt, þar sem meðlimum kommúnistaflokksins hefur fækkað um V2 milljón úr 2 millj. niður í IV2 millj. á 5 árum. Áð vísu fékk flokkur- inn h. u. b. 6 millj. atkvæði við síðustu kosningar, en skrá settir meðlimir eru hinn fasti kjarni flokksins. Sérstaklega er kommúnistum það áhyggju efni, að það er æskulýðurinn, sem snýr bakinu að flokknum og þó fyrst og fremst æsku- lýður í fátæku héruðunum í Suður-Ítalíu, ef til vill vegna þeirra félagslegu umbóta, sem ríkisstjórnin hefur gengizt fyrir i suðurhéruðunum. f fyrra fækkaði meðlimum kommúnistaflokksins' í Pal- ermo og Catania á Sikiley um 60%. Flokkurinn hefur því hafið mikinn áróður í von um að geta aukið meðlimatöluna, en óvíst er um árangurinn. Páll Jónsson. MnvcmmhMI Sýningar UM hvítasunnuna voru opnaðar hvorki meira né minna en þrjár listsýningar hér í bænum. Eggert Guðmundsson sýnir mál- verk í Nemendasal Iðnskólans, og man ég ekki eftir, að þar hafi áður verið haldin málverka- sýning. Finnur Jónsson heldur yfirgripsmikla sýnmgu á mál- verkum og vatnslitamyndum i Listamannaskálanum, og þriðja sýningin er á nýjum verkum Jó- hanns Briem í Bogasalnum við Hringbraut. FINNUR JÓNSSON: Á sýningu Finns Jónssonar eru um áttatíu til níutíu myndir, og eru það olíumálverk og vatns litamyndir ásamt nokkrum teikn ingum. Hér eru bæði landslög og ævintýramyndir. Ennfremur eru á þessari sýningu Finns nokkrar abstraktsmyndir, en ekki er mér kunnugt um, hvort þær eru frá gamalli tíð eða nýj- ar af nálinni. Finnur Jónsson stílfærir fyrir- myndir sínar og notar breiða og nokkuð hörljulega línu í teikn- ingu sumra verka sinna. Gott dæmi um þetta er mynd No. 21 „Adam og Eva“. En Finnur nær ekki nægilega miklum krafti í litastemmur sínar til að sannfæra tmann um orku verksins í heild. Stundum blossa upp skapheitir ' litir í verkum Finns en honum ' virðist það ekki lagið að gegn- umfæra verkið og lyfta því í hærra veldi. „Vetrarsólhvörf" No. 9, er mjög sérstakt vefk, sem mér finnst einna bezta m^lverk sýningarinnar. Ekki skal ég fjölyrða um þessa sýningu Finns Jónssonar, en ég verð að viðurkenna, að hún hafði ekki mikil áhrif á mig persónu- lega, og ég var ekki ánægður með hana. JÓHANN BRIEM: í Bogasalnum hefur Jóhann Briem efnt til sýningar á nýjum verkum, er hann hefur unnið að undanförnu. Jóhann sýndi á samd stað fyrir skemmstu, og vakti sú sýning mikla og verð skulduga eftirtekt. Þessi sýning Jóhanns, í Bogasalnum er ekki síður eftirtektarverk en sú fyrri og sýnir vel, hve örugglega lista maðurinn vex ár frá ári. Að þessu sinni eru 26 olíu- málverk á sýningu Jóhanns, og má með sanni segja, að hann hafi miklu afrekað. Ég hef áður sagt hér í blaðinu, að Jóhann Briem hafi nokkra sérstöðu meðal íslenzkra málara, og ég endurtek það hér. Hann vinnur verk sín ákveðið og stefnir í myndbyggingu sinni að því einu að skapa heilsteypt verk er öðlast tilveru á myndfletinum. Þetta á jafnt við litameðferð hans og formbyggingu. Hann sveigir fyrir myndir sínar undir járnsterkan vilja sinn og skipar á myndflöt- inn, þar til hann hefur náð þéirri spennu, er hann ætlar sér í það og það skiptið. Hann teflir saman í litum miklum andstæð- um, sem virðast ætla að sprengja af sér umgjörð verksins og tvístra myndbyggingunni. En Jó- hann Briem kann þá list að hemja verkið, Og hann hefur full- komið vald á litnum, þótt hann á stundum tefli djarft. Annað er það einnig, sem er einnkennandi á þessari sýningu, en það er að Jóhann byggir verk sín á áber- andi einfaldan hátt, en samt eru verk hans iðandi af litauðugum átökum. Hann er án nokkurs efa að verða einn okkar fremstu mál ara, og þessar tvær seinustu sýn- ingar Jóhanns Briems eru þær sýningar, sem skera úr um það mat. Margt það, sem ég reit hér í blaðið um list Jóhanns Briem fyr- ir hálfu öðru ári, á enn við um list hans. Ég vil ekki lengja þetta skrif með því að endurtaka það hér, en ég varð ekki fyrir von- brigðum með þessa núverandi sýningu Jóhanns. Þar eru mörg verk, er verða manni minnisstæð, og það eru margir myndlistar- menn á þessu landi, er gætu lært ýmislegt af verkum Jóhanns Briems. Ég hvet eindregið alla, þá er unna málaralist, að heim- sækja þessa sýningu Jóhanns og kynnast af eigin' reynd, hvað þessi málari er að fara. Ég nefni hér nokkur verk, er sérlega vöktu eftirtekt mína á sýningu Jóhanns, en það eru: „Via Appia“, „Staurar við sjó“, „Rautt hár Og blátt haf“, „Hestar í grænni brekku“, og mjög eftir- tektarverð mynd, sem heitir nokkuð óvenjulegu nafni, „Grænn vörubíll með rekaviðar- drumba á leið upp brekku“. Þessi sýning Jóhanns Briem er eftirtektarverðasta sýning, sem verið hefur á ferð hér að undan- förnu. Ég hef stiklað hér á stóru en þeir sem lesa skrif mitt ættu samt að fá glögga hugmynd um hve hrifinn ég er af list Jóhanns Briem. Að lokum óska ég hon- um til hamingju með þann ár- angur er hann nú sýnir. Valtýr Pétursson. Kennsla Kennsla Enska, danska. Nokkrir tímar lausir. Kristín Óladóttir. Sími 14263.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.