Morgunblaðið - 28.05.1961, Page 23

Morgunblaðið - 28.05.1961, Page 23
T Sunnudagur 28. maí 1961 MORGVNBLAÐ1Ð — Athafnalíf Framh. af bls. 1. íiga brennsluolíubirgðir til viku sn hafa í verkföllum jafnan feng ið að aka með hálfan vagnakost. Óvíst er enn, hvenær farþega Clugvélar og farþegaskip stöðv- ast en flutningaskip stöðvast þeg ar í stað, þau sem hér eru í höfn um. Fiskiflotinn, sem þarf brennsluolíur hér á landi, stöðv-- ast allur þegar í stað, svo sem bátaflotinn. Togarar munu geta stundað veiðar svo lengi sem þeir ekki þurfa að koma í höfn hér á landi. Verði langt verkfall, liggja framleiðsluvörur undir skemmd um, svo sem skreið og harðfisk ur. Sjá nánar á bls. 3. - Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 13 sem heilbrigð skynsemi og reynsla allra annarra sýnir, að ein er fær. í lýðræðisþjóðfélagi eiga menn rétt á því að baka sjálfum sér tjón, ef þeir velja þann kost með löglegum hætti. En mikil er ábyrgð þeirra manna, sem misnota trúnað þann, er verkalýðurinn hefur sýnt þeim, til að rífa niður það, sem nú er verið að reyna að byggja upp og verða mun öldum og óbornum til blessun- ar, ef það fær að þróast svo sem efni standa til. Ný skáldsaga efíir Guðmund Daníelsson Þessi mynd var tekin nú í vikunni af Pétri Ólafssyni, forstjóra ísafoldarprentsm., útgáfu á nýrri skáldsögu eft ir Guðmund, sem ráðgert er að komi út í haust á forlagi ísafoldar. Síðasta skáldsaga Guðmundar er sem kunnugt er „Hrafnhetta". í hinni nýju skáldsögu sem enn er óskírð, eftir því sem og Guðmundi Daníelssyni, blaðið bezt veit, er stuðzt við skáldi, þegar þeir undirrit- temað um Sinfjötla úr Völs- uðu samning sín á milli um ungasögu. - Vorubirgðir Framh. af bls. 3. en ekki er vitað enn, hvernig það verður að þessu sinni. í síðasta stóra verkifallinu var Áfengisverzluninni lokað en um það atriði taka lögreglu stjóri og ráðuneytið ákvörðun. Samgöngur stöðvast innan skamms tíma Samgöngur á landi munu ekki stöðvast fyrst í stað. Langferðabifreiðir ag flutn- ingabifreiðir geta haldið á- fram svo lengi sem brennslu- efnisbirgðir ekki þrjóta á geymum víðs vegar um land- ið. Hér í Reykjavík og öðrum aðalstöðvum olíuféfaganna verður ekkert afgreitt frá því er verkfall hefst. Að undan- förnu 'hafa allir geymar ein. staklinga verið fylltir. Fólk Ihefur einnig birgt sig upp roeð brennsiuefni til upphirt- unar á heimilum sínum. Stræt isvagnar Reykjavíkur eiga ibrennsluefnisbirgðir til einn- ar viku en í síðasta verkfalli fékk fyrirtækið leyfi til þess að aka með hálfum vagna- kosti. Öll flutningaskip munu stöðvast jafnóðum og þau koma til hafna, þar sem vör- um mun ekki verða skipað upp úr þeim. Ai skipum Eimskipafélagsins stöðvast Tröllafoss og Fjallfoss nú þeg- ar. önnur skip félagsins munu hafa látið úr höfn fyrir verk- fallsboðun. Óvíst er um hvort farþegaskipin sem sigla á milli landa, Gullfoss Og Hekla geta hadið áfram siglingum, þótt þau aðeins fytji farþega. Um vöruflutninga með þeim verður ekki að ræða. Nokkra verkamenn þarf til þess að taka á móti þessum skipum, leysa þau og binda og koma fyrir landgöngubrúm. Annað Btarfslið þurfa þessi skip ekki af þeim sem boðað hafa til verkfalls. Svipaða sögu er að segja um flugvélarnar. Enn er allt óvíst um hvort þær fá unadanþágu til afgreiðslu, en verkamenn þarf til að koma fyrir landgöngustigum og ferma og afferma farþega- flutning. Millilandaflugvélar Loftleiða og Cloudmeisterleigu vél Flugfélagsins þurfa ekki að taka brennsluefni hér á landi frekar en verkast vill. Afgreiðslumál flugvéla og farþegaskipa eru enn á um- ræðustigi og mun ekki fást úr ■ þeim skorið fyrr en ef verk- fall skellur á. Togarar að veiðum Togaraflotinn mun stöðvast jafnóðum og togarar þurfa að koma í höfn á íslandi. Nokkr- ir togarar liggja bundnir og fara ekki út, svo sem Askur, Geir, Jón forseti og Neptúnus. Fimmtán togarar munu vera á saltfiskveiðum við Græn- land og er möguleiki að þeir geti selt afla sinn í Esbjerg og þurfi því ekki að leita hafnar hér. 7—8 togarar veiða í ís og selja í Bretlandi, en óvíst er hvort þeir taka ís og brennslu olíur þar ytra og halda beint á veiðar. Tveir togarar, Freyr og Narfi fara nú í flokkunar- viðgerð til Þýzkalands. Báta- flotinn er allur í höfn, flestir eru þegar byrjaðir að búa sig undir sumarsíldveiðar en eng- inn er tilbúinn og stöðvast sá undirbúningur. Skreið liggur undir skcmmdum Fyrst í stað mun ekkert af framleiðsluvörum sjávarút- vegsins liggja undir skemmd um, en lítið er farið að taka niður úr hjöllum af skreið. Venja er til að það sk gert í næsta mánuði eða fyrst í júlí. Hangi fiskurinn lengur er hætt við að hann skemmist af völdum jarðslaga. Almenningur héfur að und- anförnu óttazt að verkfall skylli á og hefur því reynt á ýmsan hátt að afla sér nauð synjavara sem ekki eru fáan- legar þegar verkfall stendur. Bændur hafa verið að taka á burð sinn út og flytja hann heim, bifreiðaeigendur hafa reynt eftir föngum að afla sér benzíns og fengið það geymt hér og hvar utan lögsagnar- umdæma kaupstaðanna, þar sem brunasamþykktir banna geymslu eldfimra efna nema undir eftirliti. Eitthvað mun hafa verið um að fólk hafi reynt að birgja sig upp með nauðsyn j avörur. Hitaveituframkvæmdir stöðvast Ef til vinnustöðvunar kem ur, stöðvast að sjálfsögðu og tefjast allar fyrirhugaðar framkvæmdir, bæði hjá hinu opinbera og einstaklingum. Má þar nefna að þetta tefur fyrir að fólk í Laugarnes- hverfi og Hlíðunum fái hita veitu í hús sín og tafir geta orðið á viðgerðum á hitaveitu, en að öðru leyti m.unu opin berir starfsmenn reyna að halda þar í horfinu. Gatnagerð og viðhald gatna holræsagerð og gatnahreins- un leggst niður ög fram- kvæmdir í bæjargörðunum að öðru leyti en því að garðyrkju menn ásamt aðstoðarstúlkum geta plantað út. Að undan- förnu hafa verið settar upp flággstengur í tilefni kornu Noregskonungs og munu þær verða til taks, þó verkfallið skelli á. Ekki hafa enn komið í ljós nein vandkvæði á að taka á móti Noregskonungi, svo sem fyrirhugað var. Vetrargarðurinn DANSLEIKUR íkvöld ★ DÍANA & STEFÁN og ★ LÚDÓ-sextett leika og syngja Sími 16710. Maðurinn minn BJARNI BJARNASON kennari, verður jarðsunginn þriðjudaginn 30. þ.m. kl. 3 frá Foss- vogskirkju. Elísabet Helgadóttir. Frænka mín DOROTHEA BJARNADÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn þann 30. þ.m. kl. 1,30. Fyrir hönd aðstandenda. Bjarni Jónsson. Maðurinn minn, faðir okkar og sonur, GUÐMUNDUR RUNÖLFSSON Nönnugötu 3 verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, þriðjudaginn 30. þ.m. kl. 3 e.h. Guðlaug Vilhjáimsdóttir, Sigurbjörg Eiríksdóttir Kjartan Guðmundsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir Svala Guðmundsdóttir Maðurinn minn, SIGURJÓN GESTSSON bóndi, Hurðarbaki, Kjós, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. maí kl. 3 e.h. Herdís Jónsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma MARGRÉT GÍSLADÓTTIR verður jarðsungin frá Eyararbakkakirkju miðvikudaginn 31. maí kl. 1,30 e.h. Húskveðja hefst að Elliheimilinu Grund kl. 10 áýdegis sama dag. Svanlaug Pétursdóttir, Margrét Jakobsdóttir, Ingileif Jakobsdóttir, Gísli Jakobsson, tengdabörn og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall JÓMANNS Þ. JÓSEFSSONAR Magnea Þórðardóttir, Ágústa Jóhannsdóttir, Svana J. Hodgson. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- semd við fráfall og jarðarför GUÐBJARTS ÓLAFSSONAR fyrrv. hafnsögumanns Sérstakar þakkir færum við Slysavarnafélagi íslands, er heiðraði minningu hans með frábærum höfðingsskap. Ástbjörg Jónsdóttir, Jón Guðbjartsson, Unnur Þórðardóttir, Dóra Guðbjartsdóttir, Óiafur Jóhannesson, Ólafur Guðbjartsson, Sólrún Jónsdóttir, Jóhanna Guðbjartsdóttir, Jean Claessen, Benedikt Guðbjartsson, María Pétursdóttir Ollum þeim sem glöddu mig á sextugsafmælinu með gjöfum, heillaskeytum, heimsóknum og öðru, sendi ég mínar beztu kveðjur og þakklæti. Guðmundur Björnsson, frá Hvammstanga. stofu 14, Landakotsspitala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.