Morgunblaðið - 03.06.1961, Síða 2
2
MORGVNBL AÐIE
Laugardagur 3. júní 1961
Nýtt leikhús fyrir
5-600 manns
Leikfélag Reykjavikur lætur til skar-
ar skriða og leitar aðstoðar almennings
LEIKFÉLAG Reykjavíkur ætl-
ar nú að láta til skarar skriða
með undirbúning að byggingu
leikhúss. Ekki er endanlega
gengið frá lóðarúthlutun, en
sennilega mun húsið rísa við
Háaleitisbraut og ætlunin er,
að það verði fullbúið til notk-
unar eigi síðar en á 70 ára af-
mæli L.R., í janúar 1967.
★
„1 síðasta lagi 1967“, bættu
talsmenn félagsins við, er þeir
ræddu við fréttamenn í viku-
lokin. Þetta var húsbyggingar-
nefndin og ætlar hún nú held-
ur en ekki að láta hendur
standa fram úr ermum.
í nefndinni eru þeir Þor-
steinn Ö. Stephensen, Brynjólf-
ur Jóhannesson og Bjöm Thors
og hafa þeir nú tekið það ráð
að leita frjálsra framlaga með-
al bæjarbúa. 1 húsbyggingar-
sjóði er nú um hálf milljón,
en það hrekkur skammt, því
byggingarkostnaður mun vart
verða undir 10—15 milljónum
króna.
★
Ekki er endanlega gengið frá
úthlutun lóðarinnar, sem fyrr
segir, en nefndin hefur átt mjög
vinsamleg viðskipti við við-
komandi yfirvöld og verður
þess skammt að bíða, að lóðin
verði mæld út. Þá verður strax
hafizt handa um að teikna hús-
ið og það á að verða fullkom-
og mjög nýtízkulegt og taka
5—600 manns 1 sæti. (Þjóðleik-
húsið rúmar 660 mannss).
Leikfélagið hefur verið til
húa í Iðnó frá upphafi og býr
þar nú við hin frumstæðustu
skilyrði. Auk þess er þetta
leiguhúsnæði og er félaginu
þess vegna sniðinn æði þröng-
ur stakkur. Heitir L.R. á alla
velunnarar leiklistarinnar að
bregða nú vel og skjótt við
og væntir það þess, að 70 ára
afmælið verði haldið hátíðlegt
í nýju og glæsilegu húsi þar
sem aðbúnaður verði allur slík-
ur, að leikhúsgestir geti gert
stærri kröfur til Leikfélagsins
en hægt hefur verið að gera í
gömlu Iðnó.
★
Á v a r P til almennings frá
Leikfélagi Reykjavíkur.
Flestir munu á einu máli
um að æskilegt sé að Leikfélag
Reykjavíkur geti haldið áfram
starfsemi sinni í framtíðinni.
Hitt er ekki öllum Ijóst að fé-
lagið á nú orðið við svo erfið
starfsskilyrði að búa að ástæða
er til að óttast um framtíð
þess ef ekki verður mjög bráð-
lega úr þeim bætt.
Félagsmenn hafa nú ákveðið
að gera sitt ýtrasta til að efla
húsbyggingarsjóð félagsins, svo
að á næstu árum geti risið ný
— Utan úr heimi
árangur, hlýtur maður að
álykta: Úr því það gengur
ekki á þennan hátt, verðum
við að skjóta betur næst.
Danski sendiherrann í
London afhenti brezku ríkis-
stjórninni mótmælaorðsend
ingu stjórnar sinnar strax á
þriðjudagskvöld. Á fimmtu-
daginn var svo málið rætt í
brezka þinginu, en ekkert
svar komið við orðsending-
unni.
Á föstudaginn tillkynnti
Wood skipstjóri að hann
mundi höfða skaðabótamál
gegn dönsku ríkisstjórninni.
leikhúsbygging sem Leikfélag
Reykjavíkur hafi óskoruð um-
ráð yfir og verði hagkvæm til
leikhúsrekstur3.
I húsbyggingarsjóði L.R. er
nú rúmlega hálf milljón króna.
Húsbyggingarnefnd á um þess-
ar mundir viðræður við for-
ráðamenn Reykjavíkurbæjar um
byggingarlóð félagsins, og um
væntanlegan stuðning bæjarins
við húsbyggingarmálið. Bráð
lega verður gerð áætlun um
stærð hússins og tilhögun.
Það er félagsmönnum vel
ljóst að skammt muni hrökkva
góður vilji og afl þeirra einna
til þess að koma í framkvæmd
svo dýrri byggingu sem leik-
húsið hlýtur að verða. Hitt er
þeim einnig vel kunnugt að
margir góðir menn utan félags
ins hafa áhuga á velferðarmál-
um þess, og um leið fullan
skilning á því, að Leikfélagið
veldur ekki hjálparlaust þessu
átaki, heldur verður það að
vera mál allra þeirra er láta
sér annt um félagið, og um
framtíð leiklistar í landinu.
Þess vegna hefur félagið tek-
ið þá ákvörðun að hefja nú
almenna fjársöfnun í húsbygg-
ingarsjóð sinn, og biður alla þá
er málið vilja styðja að leggja
fé í sjóðinn, hvern eftir sinni
getu og á þann hátt sem hverj-
um hentar bezt. Líklegt er að
einhverjir vilji styrkja sjóðinn
með fullnaðarframlagi í eitt
skipti fyrir öll, en aðrir með
mánaðarlegu eða árlegu fram-
lagi til lengri tíma. Félagsmenn
munu koma að máli við þá,
er þeir ná til, en telja má víst
að hinir verði miklu fleiri sem
styðja vilja málið, en ekki næst
til að fyrra bragði. Er heitið
á þá að láta það ekki aftra
því að þeir leggi málinu lið,
en að setja sig sjálfir í sam-
band við Húsbyggingarnefnd
félagsins, eða einhvern annan
félagsmann.
í húsbyggingarnefnd L. R.
eru: Þorsteinn Ö. Stephensen,
Brynjólfur Jóhannesson og
Björn Thors.
Úr setustofu á Gamla Garði. — Teikn. Sigurjón Jóhannsson
Fyrstu gestirnir á
Hótel Garði í gær
Endurbætt husakynni Jbessa stærsta
gistihúss landsins
HÓTEL GARÐUR tók á
móti fyrstu gestum sínum á
þessu sumri í gærkvöldi. —
Meðal þeirra var hópur
brezkra náttúrufræðinga,
hinn fyrsti af allmörgum,
sem hingað eru væntanlegir
í sumar. I»ar með hefur
stærsta hótel landsins hafið
starfsemi sína í ár.
Rekið af stúdentum áfram
Eins og kunnugt er hefur
sumargistihús verið rekið á
stúdentagörðunum um árabil,
enda sízt veitt af á þeim árs-
tíma, sem ferðamannastraum-
urinn hingað til lands er mest-
ur. í fyrra tóku stúdentar sjálf-
ir við hótelreks’trinum og gekk
hann prýðilega. Munu þeir ann
ast hann áfram og verður hótel-
stjóri í sumar hinn sami og
áður, Hörður Sigurgeirsson,
stud. oecon.
Húsakynnin endurbætt
Að undanförnu hafa farið
fram ýmsar endurbætur á húsa
kynnum hótelsins og má þar
sérstaklega nefna, að komið
hefur verið upp tveimur nýj-
um salernum, baðherbergi og
steypibaði á báðum hæðum
Gamla Garðs, en að þessu er
mikið hagræði. Þessum inn-
réttingum er nýlokið, og nokkr-
ar frekari framkvæmdir nú á
döfinni, þó of snemmt sé að
geta þeirra.
— Tillagan felld
Framh. af bls. 1
Félag járniðnaðarmanna:
Jó 25. Nei 230. Á kjörskrá
386. Atkv. greiddu 259.
Meistarafélag járniðnaðarmanna:
Já 130. Nei 880.
; /* NA/Shnutar / SV50hnútar X Snjókoma 9 C/Siwm U Skúrír K Þrumur w%, Kuldaslil Hiltski/ H Hmi L* Lagi
í GÆR var hæg, norðlæg átt
hér á landi og talsverð rign-
ing á N- Og NA-landi, en
þurrt og bjart á S-landi. Lægð
in fyrir austan land þokaðist
norðureftir, en regnsvæðið
fyrir SV-landi var á hreyf-
ingu austur og var ekki talið
að það næði hingað.
Veðurspáin kl. 10 í gærkv.:
SV-land til Breiðafjarðar og
miðin: Hægviðri og léttskýjað
í nótt, þykkanr sennilega upp
þegar líður á morgundaginn.
Vestfirðir til NA-lands og
miðin: Norðan eða NV-gola
eða kaldi og víða rigning eða
slydda í nótt en léttir til á
morgun.
Austfirðir SA-land og mið
in: NV gola og víðast léttskýj
að.
Félag blikksmiða:
Já 2. Nei 19. Á kjörskrá 27.
Atkv. greiddu 21.
Meistarafélag blikksmiða:
Já 7. Nei 5.
Málarasveinafélag Reykjavíkur
Já 14. Nei 55. Á kjörskrá 69.
Atkv. greiddu 69.
Málarameistararfélag
Reykjavíkur
Já 6. Nei 41.
Múrarafélag Reykjavíkur
Já 87. Nei. 64. Á kjörskrá 219.
Atkv. greiddu 152.
Múrarameistarafélag
Reykjavíkur
Já 5. Nei 23.
Trésmiðafélag Reykjavíkur:
Já 112. Nei 242. Á kjörskrá
573. Atkv. greiddu 357.
Meistarafélag húsasmiða:
Já 397. Nei 1155.
Félag bifvélavirkja:
Já 16
Nei 69
Á kjörkrá 166
Atkv. greiddu 85.
Samband bifreiðaverkstæða.
Já 0
Nei 21
Sveinafélag skipasmiða:
Jó 4
Nei 28
Á kjörskrá 38
Atkv. greiddu 32.
Meistarafélag skipasmiða:
Já 2
Nei 3
Verkakvennafélagið Framsókn:
Já 219
Nei 183
Á kjörskrá 1496
Atkv. greiddu 404
Vinnuveitendur gagnvart
Framsókn:
Já 513,5
Nei 659
Auðir 30
Félag íslenzkra rafvirkja.
Já 65
Nei 54
Á kjörskrá 149
Atkv. greiddu 120
Félag rafvirkjameistara:
Já 0
Stærsta hótel Iandsins
A Hótel Garði eru 90 her*
bergi, fjörutíu á Gamla Garði
og fimmtíu á Nýja Garði, alls
160 rúm, auk þess setustofur,
matsalur, fundaherbergi o. fl.
Um 15 manns starfar að jafn-
aði á hótelinu, þar af helm-
ingurinn stúdentar, en þeir ann-
ast öll afgreiðslustörf og kem-
ur tungumálakunnátta þeirra
þar að góðum notum. Matar-
gerð alla annast hinn víðkunni
veitingamaður, Tryggvi Þor-
finnsson, skólastjóri Matsveina-
og veitingaþjónaskólans. Gestir
hótelsins, sem ekki hvað sízt
eru erlendir ferðamenn, eiga
kost á hinni margvíslegustu fyr
irgreiðslu, auk þess sem t. d.
minjagripasala er í hótelinu
sjálfu.
Annasumar framundan
Von er á miklum fjölda ferða
manna til íslands i sumar, eins
og komið hefur fram áður í
fréttum, og hefur Hótel Garð-
ur fengið mikinn fjölda pant-
ana, jafnvel nú þegar fyllt
báða garðana um tíma í júlí
og ágúst.
Það er Stúdentaráð Háskóla-
Islands, sem kýs . stjóm hótels-
ins, en í henni eiga nú sæti
þeir Grétar Br. Kristjánsson,
stud. jur., formaður, Styrmir
Gunnarsson, stud. jur. og Þór
Guðmundsson, stud. oecon.
Nei 806
Sveinafélag pípulagningamanna:
Já 7
Nei 19
Atkv. greiddu 27
Á kjörskrá 42
Meistarafélag pípulagninga-
manna:
Já 10
Nei 22
Verkamannafélagið Hlíf, Hafnar
firði:
Já 66
Nei 108
Á kjörskrá 405
Atkv. greiddu 175
Vinnuveitendafélag Hafnarfjarð-
ar gagnvart Hlíf:
Já 2772
Nei 2574
Verkakvennafélagið Framtíðin,
Hafnarfirði:
Já 84
Nei 66
Á kjörskrá 417
Atkv. greiddu 142
Vinnuveitendafélag Hafnarfjarð-
ar gagnvart Framtíðinni:
Já 2772
Nei 2574
Til skýringar skal þess getið,
að í flestum félögum vinnuveit-
enda fer atkvæðisréttur eftir inn
borguðum félagsgjöldum, og eru
félagsgjöldin reiknuð sem hlut-
fallstala (5/8%) af vinnulaunum
greiddum til verkafólks. Nokkur
meistarafélög iðnaðarmanna hafa
þó þann hátt á, að atkvæðisrétt
ur fer eftir höfðatölu.
_____________________ ’r
Tólf brezkir
lágu
SEYÐISFIRÐI, 2. júní. — Síðan
1. september 1958 hafa 12 brezk-
ir togarasj órnerm verið llagðir
inn í sjúkrahúsið hér á Seyðis-
firði til lengri eða skemniri
dvalar. Auk þeirra hafa þrettán
leitað læknisaðstoðar vegna
minniháttar meiðsla eða veik-
inda. — S.G.
Húsfreyja
fótbrotnar
AKRANESI, 2. júní — Húsfreyj
an á Snældubeinsstöðum í Reyk
holtsdal, Sveinsína Sigurðard.,
var svo óheppin að fótbrotna i
gærkvöldi .Héraðslælknirinn, Þórð
ur Oddsson, gerði að sárum henn
ar til bráðabirgða, en í morgun
var húsfreyjan svo flutt í sjúkra
hús Aikraness — Oddur.