Morgunblaðið - 03.06.1961, Side 11

Morgunblaðið - 03.06.1961, Side 11
Laugardagur 3. júní 1961 UORGVNBLAÐÍÐ 11 Fiskverkunarhús Fiskborgar hf. höndum, enda starfrækti hann allumfangsmikla útgerð með frystihússrekstrinum. í hans tíð eru togararnir „Gyllir" og „Guð- mundur Júní“ keyptir hingað til Flateyrar. Voru þeir reknir til ársins 1959 er útgerð þeirra hsetti. Árið 1953 selur Ragnar Jakobsson frystihúsið „ísfeli" Einari Sigurðssyni, en þeir munu þó um skeið hafa átt og rekið húsið í sameiningu. Á þessu tíma bili eru framkvæmdastjórar Páll Janus Þórðarson og Jón Gunnar Stefánsson. í tíð Páls er beina- mjölsverksmiðjan endurreist og soðkjarnatæki sett upp. Á þeim irum, sem Jón Stefánsson veitir fyrirtækinu forstöðu er ráðizt í stækkun frystihússins um adt að helming. Var það mjög tímabær og þörf framkvæmd. Ekki komst það þó lengra en að verða fokhelt, áður en Jón Stefánsson hætti forstöðu fyrir- tækisins. Á þessum árum var at- vinna góð hér og almenn velmeg- un. Árið 1960 er stofnað nýtt hlutafélag um rekstur frystihúss ins og nefnist það „Fiskiðja Flat- eyrar“. Hluthafar eru m.a. Ein- Fréttabréf frá Flateyri Þrðttmikið athafnabyggðarlag að fornu og nýiu Hinn nýi barnaskóli Flateyringa. sl. hausti, ásamt nokkrum heima- mönnum, að stofnun hlutafélags til útgerðar eigin báts og verkun afla hans. Hlutafélag þetta nefn- ist „Hjallanes h.f.“ og ber bátur þess nafn hins kunna athafna- manns Árgeirs Torfasonar og er að stærð 64 tonn. Þá má geta þess að kaupfélagið rekur mynd- arlega verzlun, hina einu, sem verzlar með nauðsynjar hér á Flateyri. Einnig rekur það brauð gerðarhús og sláturhús með fryst ingu landbúnaðarafurða. Á und- anförnum árum hefur Kaupfélag Önfirðinga stöðugt verið að færa út kvíarnar undir stjórn hins dugmikla kaupfél.stjóra, Trausta Friðbertssonar. Þriðja atvinnufyrirtækið „Fisk borg h.f.“ var stofnað árið 1960. Fyrirtæki þetta rekur saltfisk- verkunarstöð og útgerð eigin Eftir Kristjdn Guðmundsson fréttar. Mbl. FLATEYRI er reist á eyri, sem gengur út í innanverðan Önund- arfjörð að norðan. íbúatala þorps ins er í kringum 500 manns og hefur verið nálega óbreytt um árabil. Að Flateyri liggur faileg og fremur blómleg sveit — á vestfirzkan mælikvarða, — sem sér byggðarlaginu farborða hvað snertir landbúnaðarafurðir. Þegar um og fyrir aldamót er nokkur byggð risin á Flateyri, enda var þá og síðar allgrósku- mikið athafnalíf við Önundar- fjörð. Má þar fyrst nefna hvalveiði- stöð, sem hinn kunni norski at- hafnamaður Hans Ellevesen rak á árunum 1888—1904. Hefur sú at- vinna, sem hann skapaði á þess- um árum vafalaust orðið mikill hagur fyrir byggðarlagið. Til gamans má hér geta þess að hús !það, sem nú er ráðherrabústaður- inn við Tjarnargötu 1 Reykjavík var reist hér í Önundarfirði (Sól bakka) af Ellevsen hinum norska Hann mun síðar hafa gefið húsið Hannesi ráðherra Hafstein, en hann svo látið flytja það til Reykjavíkur. Dt. þ Sólbakkaverksmiðjan Það mun hafa verið árið 1912, eem Þjóðverjar reisa verksmiðju á Sólbakka. Tilgangur þeirrar verksmiðju var að vinna slor og annan úrgang úr fiski. Þjóðverj- ar ráku þó verksmiðju þessa aðeins skamma hríð eða til árs- ins 1914 er fyrri heimsstyrjöld- in hefst. Upp úr því kemst verksmiðja þessi í hendur íslendingum. Er hún þá notuð til síldar- og karfa- vinnslu. Fyrstan skal þar telja hinn mikilhæfa atvinnufrömuð Kristján Torfason. Hann mun um pkeið hafa rekið Sólbakkayerk- emiðjuna, enda var sá merki mað ur langt á undan sinni samtíð og því oft mjög misskilinn af al- þýðu manna. Því miður er ekki unnt að rekja hér sögu þessa mikilhæfa önfirzka athafnamanns í örstuttri blaðagrein. Síðar mun „Kveldúlfur h.f.“ hafa rekið verk emiðjuna um skeið. Loks komst verksmiðja þessi í eign íslenzka ríkisins Og er svo enn. Nú er af sem áður var. Nú er Bólbakkaverksmiðjan ekki leng- ur hinn drífandi kraftur atvinn- unnar í byggðarlaginu. Vélar flestar hafa nú verið fluttar í burtu og verksmiðjuhúsin eru að hruni komin. Hér hefur að- eins verið drepið á hið helzta, enda verður svo viðamiklu efni sem þessu ekki gerð skil í stuttu málL _ Blómlegur sjávarútvegur Á undanförnum árum hefur athafnalíf vetið mikið hér á Flat eyri. Engan skal heldur undra þó að sjávarútvegur hafi verið hér blómlegur, þar sem önund- arfjörður liggur vel við hinum fengsælu fiskimiðum undan Vest fjörðum. Þá er og þess að geta að hafnarskilyrði eru mjög góð á Flateyri. Hingað leita oft inn- lendir og erlendir togarar í var, er vond vetrarveður geysa á mið- unum. Um skeið voru rekin tvö hrað- frystihús hér á Flateyri, ísfell og Snæfell. Snæfell var rekið af hinum dugmikla atorkumanni Ásgeiri Guðnasyni. Ásgeir stóð hér um árabil fyrir allumfangs- mikilli útgerð og verzlun. Árið 1949 brann hraðfrystihúsið Snæ- fell og hefur síðan aðeins eitt frystihús verið starfrækt hér á Flateyri. Hitt frystihúsið og það sem nú er starfandi var reist af Jóni Jónssyni byggingameistara o. fl. árið 1938, hét það þá Hraðfrysti- hús Flateyrar. Rak hann og hús þetta til ársins 1944 er hann seldi það Ragnari Jakobssyni, kunn- um dugnaðar- og athafnamanni. Jókst rekstur frystihússins veru- lega á þeim árum, sem Ragnar hafði rekstur frystihússins með Flökunarsalur í hraðfrystihúsi Fiskiðjunnar hf. ar Sigurðsson, Reykjavik og Rafn Pétursson, núv. framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Síðan núv. framkv.stj. tók við rekstri fyrir- tækisins hefur hluti áðurnefndr- ar viðbyggingar verið innréttað- ur og er þar nú fullkominn vinnslusalur. Önnur atvinnufyrirtæki Auk frystihússins eru starf- rækt hér tvö önnur atvinnufyr- irtæki, bæði að vísu nýstofnuð, en virðast spá góðu um framtíð- ina. Kaupfél. Önfirðinga stóð á Orðsending frá Ferstiklu Ferðalangar takið vei eftir. Sumarið er komið. í dag bjóðum við viðskiptavini vora velkomna með okkar alkunnu heitu matarréttum. Úrvals smurt brauð og matarmikið fyrir lystuga vegfarendur. Ilmandi kaffi og heimabakaðar kökur. Kaldir drykkir, sælgæti, heitar pylsur og ís, að ógleymdri smávörudeildinni okkar með flestum nauðsynjum fyrir ferðafólk. Njótið okkar fagra viðsýnis um Hvalfjörðinn yfir góðum veitingum. Virðingarfyllst, VEITINGAHÚSIÐ FERSTIKLA Hvalfirði. báts. Bátur þessa fyrirtækis, sem er 100 tonn að stærð, ber nafn nýlátins oddvita Flateyrarhrepps Hinriks Guðmundssonar. Hefur það í því skyni reist myndarlegt fiskverkunarhús. Eigandi ásamt nokkrum öðrum heimamönnum, er Jón Gunnar Stefánsson, fram kvæmdastjóri fyrirtækisins. Auk áðurnefndra heimabáta voru gerðir út tveir aðkomubát- ar „Hjálmar" Neskaupstað pg „Stefán Þór“ Húsavík á vegum Fiskiðjunnar á sl. vertíð, Mörg verkefni óleyst Enda þótt Önfirðingar horfi til tölulega björtum augum til fratti- tíðarinnar er mönnum þó ljóst að mörg brýn verkefni eru enn .ö- leyst, enda augljóst þar sem skipt er svo skyndilega frá togara- útgerð yfir í báta. Það virðist nokkuð hæfilegt að 5—6 bátar séu gerðir héðan út á vetrarver- tíð og er því augljóst að báta skortir tilfinnanlega. Þá er ög almennt álit manna að full þörf sé hér fyrir annað hraðfrystihús, þar sem ólíklegt má teljast að þetta eina frystihús anni móttöku af 5—6 stórum bátum, jafnVel þó nokkur hluti aflans færi til saltfiskverkunar. Nýr barnaskóli Af opinberum framkvæmdura má geta byggingu hins myndar- lega skólahúss, sem nú er langt komið. Er gert ráð fyrir að það verði rekið í notkun á hausti kom anda. Þessi framkvæmd var mjög tímabær, þar sem gamla skólahúsið var gjörsamlega úrelt orðið, enda ævagamallt timbur- hús reist 1903. Geta má þess hér að tveir kunnir skólamenn hafa verið hér skólastjórar, Snorri Sigfússon, fv. námsstjóri, sem var hér skólastjóri í 18 ár og Sveinn Gunnlaugsson, sem var skólastjóri í 23 ár. Núverandi skólastjóri er Hjörtur Hjálmars- >n. Á vegum Landssímans er rek- in talstöð til þjónustu við sjó- menn, en brýn þörf er á, að tal- stöð sú sé lengur opin en nú er. Þetta má hverjum og einum vera ljóst, þegar þess er gætt, að oft kemur fyrir að togarar leiti hér hafnar með veika menn eða slas- aða svo og til að fá hér aðra þjónustu. í þessu sambandi má geta þess að aukin þörf er hér fyrir elli- og hjúkrunarheimili, sem jafnframt gæti þá þjónað því hlutverki að vera elli- og hjúkrunarheimili fyrir alla Vest- ur-ísafjarðarsýslu og er það eðli legt, þar sem Flateyri er stærsta þorpið og liggur miðsvæðis í sýslunnL & Flateyri, 24. maí 1961. 1 Kristján Guðmundsson. Símaskrá Tökum að okkur að binda inn símaskrár. Tilbúnar daginn eftir. Félagsbokbandið hf. Ingólfsstræti 9. Safnaðarfundur Hallgrimsprestakalls verður haldinn í kirkju safnaðarins mánudaginn 5. júní n.k. kl. 20,30. Fundarefni.* 1. Sóknargjald 2. Önnur mál. SÓKN ARNEFND.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.