Morgunblaðið - 03.06.1961, Page 23

Morgunblaðið - 03.06.1961, Page 23
Laugardagur 3. júní 1961 MORCUN sr ÁÐIÐ 23 Mikil þátttaka í hátíða- höldunum í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Eins og að vanda verður Sjómannadagurinn hátíðlegur haldinn á morgun og er nú þátttaka meiri en nokkru sinni áður. Verður dagskráin, sem hér segir. Kl. 10,30 fyrir hádegi safnazt saman við slysavarnaskýlið í Svendborg og gengið þaðan í kirkju undir fánum félag-anna og með lúðrasveit í fararbroddi. — Séra Kristinn Stefánsson predik ar og Guðm. Jónsson óperusöngv ari syngur. Klukkan 1,45 hefjast svo hátíðahöld á Thors-plani. Sig urður Sigurjónsson form. Kára setur hátíðina og síðan flytja ræður Jóhanna Brynjólfsdóttir frá Hraunprýði, fulltrúi útgerðarmanna og Ólafur Brandsson fulltrúi sjómanna. Síð — Handritin Framh. af bls. 1 ar Hæstaréttar um það hvort lögin væru brot á eignarréttar- ákvæðum stjórnarskrárinnar. Það er vitað að lagadeild ’Árósa-háskóla gekk frá áliti sínu í handritamálinu í gær og var búizt við að svarið kæmi til Kaupmannahafnar í dag. — Svar lagadeildar Kaupmanna- hafnarháskóla var afhent menntamálaráðherra síðdegis í dag. Lagadeildirnar hafa neit- að að gefa nokkrar upplýsing- ar um efni svarsins. Kvöldberlingur segir í dag að 40 sænskir sagnfræðingar og málfræðingar hafi undirritað áskorun til stjórnar Árna Magnússonar stofnunarinnar um að safninu verði ekki skipt. 1 áskoruninni er ekki tekin af- staða til þess hvort safnið verð- ur í Kaupmannahöfn eða Reykjavík, aðeins lögð áherzla á að mjög óheppilegt sé fyrir þessi fræði að skipta þvL an verður róður, reiptog og poka hlaup. Lúðrasveitin leikur af og til allan daginn. Kl. 9 um kvölaið hefjast svo dansleikir í Alþýðu- húsinu og Gúttó. Merki og Sjó- mannablaðið verður selt allan daginn. Þá skal þess getið, að börn, sem selja fyrir 150 kr. og meira fá í verðlaun miða í Laugarássbíó og fríar ferðir á milli . — G. E. Skemmtiferðir um Suðurnes f DAG, laugardaginn 3. júní, verður farin fyrsta skemmtiferð in um Suðurnes á þessu sumri. Lagt verður aif stað frá Bifreiða- stöð fslands kl. 13:30 og ekið, sem leið liggur til Keflavíkur með stuttri viðstöðu þar. Það- an í kring um Garðskaga til Sandgerðis og svo inn á Kefla- víkurflugvöll. Á Flugvallarhótel inu munu farþegar geta fengið sér síðdegiskaffi. Bftir stutta skoðunarforð um flugvöllinn verður ekið um Hafnir að Reykja nesvita og sá sérkennilegi stað- ur skoðaður. Þaðan verður svo ekið um hinn nýja Oddsveg til Grindavíkur en þar undan strönd inni er einn mesti skipakirkju- garður þessa lands. f Grindavík gefst farþegum tækifæri til að skoða sig um og fá sér kaffi sopa. í bakaleið verður ekið i gegn um Hafnarfjörð og út Garða hverfi til Bessastaða og staður- inn skoðaður. Komið verður til Reykjavíkur um kl. 21:30. Leið- sögumaður í ferðinni verður Gísli Guðmundsson. — Kennedy Framh. af bls. 1. Um viðræðurnar við de Gaulle sagði hann að þær hefðu verið mjög gagnlegar. Þær hefðu verið mjög ýtar- legar og fjallað um flest lieimsvandamálin. — Kvaðst hann vonast til að forustu- menn Vesturveldanna gætu haldið áfram svo nánum og einlægum viðræðum sín á milli. Á sama tíma og Kennedy var að ljúka Parísarheim- sókn sinni ók járnbrautar- ' lest inn á suðaustur járn- brautarstöðina í Vín. Adolf Scharf forseti Austurríkis stóð á brautarpallinum og bauð farþegann Nikita Krús- jeff velkominn til borgar- innar. Á flugmóbur- skipi Framh. af bls. 13 sem við sjáum við flugvelli á landL Nú er beygjan tekin alllangt frá skipinu og aðflugs línan síðustu tvo kílómetrana er bein. Flugvélin nálgast, 'bilið á milli ljósanna á væng- endunum breikkar stöðugt. Vélin virðist ætla að fljúga á yfirbygginguna — en skyndi- lega stingur hún sér á nefið Og skellur niður á enda flug- brautarinnar með miklum hávaða. Neistaflugið er mikið þegar stélkrókurinn smellur í þilfarinu og krækist í stálvír inn. Venjulegar farþegavélar mundu sennilega slitna í sund ur og hjólagrindurnar brotna undan þeim í slíkum átökum. En flugvélin nemur staðar, flugmaðurinn slekkur á lend- ingarljósunum og aftur er myrkur. Hreyflunum er gefið inn Og hávaðinn verður ær- andi.-Flugvélin líður eftir þil- farinu eins og skuggi Og það mótar rétt fyrir vængendun- um, er þeir hefjast upp Og vængirnir leggjast saman. ★ Þannig gengur það dag og nótt. Að þessu sinni var kaf- báturinn bandarískur, sem leitað var að. Að jafnaði eru bátarnir rússneskir og það ikemur ósjaldan fyrir, að Rúss- arnir vara sig ekki á augum ©g eyrum Atlantshafsflotans, 8em stöðugt er á verði, nótt sem dag, allan ársins hring. Þjóðum Atlantshafsbandalags ins hefur skilizt, að öflugar varnir og stöðugur viðbúnað- ur er eina tryggingin gegn yf- irgangi og ofbeldi hins öfluga herveldis kommúnismans. h.j.h. Uppeldismálaþing hefst í dag UPPELDISMÁLAÞING hefst Hagaskólanum í Reykjavík kl. 10 f.h. í dag. Er það haldið vegum Landssambands fram- haldsskólakennara og Sambands ísl. barniakennara. Aðalmál þings ins verða launamál kennara og skólavist tornæmra barna og unglinga; flytja erindi um þau mál Jónas B. Jónsson, fræðslu- stjóri, og Jónas Pálsson, sál- ifxæðingur. Þingfulltrúar munu £ dag einnig skoða mjög athygl isverða kennslutækjasýningu, er sett hefur verið upp í skólanum og síðar mun verða opin almenn ingi. — — Áburöar- verksmibjan Framh. af bls. 10. verki sínu í þágu landbnúaðar- ins og þjóðarinnar og væri sú uppbygging sem átt hefði sér stað í fyrirtækinu nauðsynleg til að tryggja að það gæti þjónað því ætlunarverki. Reikningar verksmiðjunnar voru samþykktir samhljóða og var ákveðið að úthluta arði 6% svo sem gert haifði verið árið þar á undan. Við stjórniarkjör voru endur- kjörnir aðalmenn í stjórn, þeir Ingólfur Jónsson, landbnúaðar- ráðherra og Jón ívarsson, for- stjóri, og varamenn einnig end urkjörnir þeir Halldór H. Jóns son, arkitakt og Hjörtur Hj'art ar, forstjóri. Endurskoðandi var endurkjörinn Halldór Kjartans son, forstjóri. Stjóm Áburðarverksmiðjunn ar h.f. skipa nú: Vilhjálmur Þór, formaður Ingólfur Jónsson, landbúnaðar ráðherra. Jón ívarsson, forstjóri. Kjartan Ólafsson frá Hafnar firði. Pétur Gunnarsson, tilraunastj. Plastefni í stað gólfdúka BRÁÐLEGA verður hafin hér á landi framleiðsla plastefnis, sem ætlað er til nota á gólf og veggi. Verður það framleitt eftir þýzkri einkaleyfisaðferð. Hefur þetta nýja efni sömiu áferð og venju- legir gólfdúkar og á að koma alveg í þeirra stað. Framleiðandi plastefnisins hér á landi er fyrirtækið Ágúst Jóns son & Co. h.f. Helztu eiginleikar efnisins eru, að það losnar ekki upp af gólfi, eins og venjulegir dúkar gera gjarna í raka, og að mjög auðvelt er að bæta það, svo ekki sjáist missmíð á. Þá einangrar efnið mjög vel og hent- ar af þeim sökum ágætlega t.d. í verksmiðjur, vélasali og raf- orkuver. Ending þeirra á að jafn - íþróttir Framhald af bls 22. m hlaup sveina: Róbert Hreiðars K'v/.ctoff j ít f______ son KR 9.8 Einar Gíslason KR 9.9 Krusjeff flutti stutt avarp, Arngelr Lúðviksson Kr io.o. Langstökk Vilhjálmur Einarsson IR 7.20 Einar Frímannsson KR 6.98 Þor- valdur Jónasson KR 6.72 Sig. Sigurðs son USAH 6.54 Hástökk: Jón Þ. Ölafsson IR 1.96 Valbjörn Þorláksson ÍR 1.70 Sigurður Lárusson Á 1.65. Sleggjukast: Þórður B. Sigurðsson KR 49.64 Þorsteinn Löwe IR 46.62 Frið rik Guðmundsson KR 46.15 Birgir Guð jónsson IR 42.04 Kúluvarp: Guðmundur Hermanns- son KR 15.74 Gunnar Huseby KR 14.87 Friðrik Guðmundsson KR 14.06 Agúst Arngrímsson HSH 14.03 Spjótkast: Valbjörrt Þorláksson ÍR 63.18 Kristján Stefánsson FH 57.70 Páll Eiríksson FH 46.99 >ar sem hann lét í ljós vonir um að hið góða and- rúmsloft í hlutlausu og -frið- elskandi Austurríki gæti haft góð áhrif á viðræðurnar morgun. Aðstoð Bandaríkjanna Snemma í morgun heimsótti Kennedy forseti SHAPE, sem er aðaistöðvar yfirstjórnar hers bandamanna í Evrópu. Kennedy lagði þar áherzlu á það, að Banda ríkin myndu aldrei yfirgefa Evrópu eða selja hana í hendur árásarstórveldi. „Við höfum ákveðið í samráði við Evrópu- >jóðirnar að viðhalda og efla her þann sem við höfum nú dreifðan út um meginland Evr- ópu, til þess að styrkja hinar sameiginlegu varftir frelsisins“ sagði Kennedy. Hann sagði að Bandaríkin myndu aldrei bregð ast Vestur-Evrópu, þeim heims- hluta sem frá hafa stafað kraftar lýðræðis og frelsis um heim allan. Síðan ók Kennedy til Elysee- hallar og hóf viðræður við de Gaulle. Fyrsta klukkutímann sátu þeir einslega saman að tali, en að því búnu kvöddu þeir helztu ráðgjafa sína til fundar- ins, m. a. utanríkisráðherranna Rusk og de Murville og sátu með þeim á fundi í 1% klst. Tilgangur fundarins Síðdegis átti Kennedy fund með fréttamönnum og var hann mjög fjölmennur. Þar ræddi for- setinn um alþjóðamálin almennt og svaraði spumingum blaða- manna. Kennedy sagði að tilgangurinn með fundinum með Krúsjeff væri að fá ljósari skilning á deilu Austurs og Vesturs og taldi hann það sérstaklega þýðingarmiikið að nota fundinn til að útrýma öllum misskilningi eða vanmati annars aðilans á hinum Og koma með þeim hætti í veg fyrir að sama sagan endurtaki sig og í Kóreu á sínum tíma. Kennedy sagði að horfurnar væru ekki góðar á að hægt væri að koma á frjálsu og hlutlausu Laos, en Bandaríkin myndu halda viðræðunum áfram í Genf meðan nokur von væri um ár- angur. Þá vakti það nokkra athygli, að Kennedy lýsti því yfir að fundum og ráðaumleitunum milli Bandiaríkjanna, Bretlands og Frakklands þyrfti að fjölga á næstunni og styrkja sérstak- lega sambandið milli þessara vestrænu stórvelda. Loks sagði Kennedy, að hann vonaðist til að Kínverjar hættu hatursæði sínu í garð Bandaríkj anna og byggðu utanríkisstefnu sína fremur á reglunni um frið- samlega sambúð þjóða. Kennedy mun verða kominn itil Vínarborgar um hádegá á morgun og mun hann þá fljót- lega fara til fundar við Krús- jeff. ^ ast fyllilega á við linoleumdúka. Ágúst Jónsson & Co. h.f. mun annast ásetningu efnisins, og tjáði framkvæmdastjóri þess, Ágúst Jónsson, blaðamönnum, að ásett mundi það kosta svipað og venjulegir gólfdúkar óásettir. Fyrst um sinn mun þýzkur sér- fræðingur annast ásetningu efn- isins. Hráefni til framleiðslunnar mun að miklu leyti að fá hér heima, svo að talsverður gjald- eyrissparnaður ætti að verða af notkun þess. Fóru með síðustu ferð LAUST fyrir miðnætti síðastlið- ið lagði DC-6 leiguflugvél Flug- félags íslands upp í síðustu ferð- ina um sinn til Osló, Kaupmanna hafnar og Hamborgar, en flug- samgöngur til útlanda á vegum íslenzku félagana hafa nú stöðv- azt vegna verkfallsins. Meðal far þega í gærkvöldi voru þeir Hal- vard Lange, utanríkisráðherra Noregs, og allmargir sendiherrar, sem hér hafa dvalizt undanfarna daga vegna heimsóknar Ólafs Noregskonungs. — Allt er nú á huldu um áframhald utanlands- flugsins. Auglýssng um lausar lögreglumannastöður í Kópavogi. Þrjár lögreglumannastöður í Kópavogi eru lausar til umsóknar. Laun eru samkvæmt ákvæðum launasamþykkta Kópavogsbæj ar. Aðrar upplýsingar um starfskjör eru veittar á skrif- stofu minni og þar eru afhent umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 1. júlí n.k. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 30. maí 1961. Sigurgeir Jónsson. Þakka innilega árnaðaróskir og heimsóknir á 70 ára afmæli mínu þann 30. f. m. Sigurður A. Finnbogason, frá Sæbóli í Aðalvík. Móðir mín, SIGRlÐUR JÓNASDÓTTIR fyrrverandi ljósmóðir, Eskihlíð 14, andaðist í Landsspítalanum 1. júní. Fyrir hönd vandamanna. Signar Valdemarsson. Maðurinn minn BJÖRN ODDSSON Berunesi, Reyðarfirði, andaðist 31. maí síðastliðinn. Guðlaug Þorsteinsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför BJARNA BJARNASONAR kennara, Bjarnarstíg 10, Elísabet Helgadóttir, Sverrir Bjarnason, Sigrún Þorsteinsdóttir, Helgi Bjarnason, Ásta Bjarnadóttir, Guðmundur Þorsteinsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.