Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. júní 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Stytta Ingólfs reist í Noregi næsta haust Kópferð fslendinga fyrirhuguð SUMARIÐ 1957 bauð norska ríkisstjórnin rúmlega 30 íslend- ingum til Noregs. Ferðuðust þeir um þau héruð Noregs, sem taldar eru helztu ættarslóðir landnáms- manna. Var meðal annars komið til Hrífudals í Dalsfirði á Fjöl- um í Firðafylki, en þar er Ingólfur Arnarson borinn og barnfæddur. Islendingarnir dvöld ust þar 17. júní, og var minn- ingarhátíð haldin vegna komu þeirra. Þeir nutu hvarvetna frá- bærrar gestrisni í Noregi og urðu mjög varir við það vinarþel, sem Norðmenn bera til íslendinga, og áhuga þeirra á að halda við tengslum frændþjóðanna. * * * í Hrífudal fæddist sú hugmynd meðal íslendinganna, að gaman væri að stytta af Ingólfi Arnar- syni stæði í heimabyggð hans. Næsta voí', eðla nánar tiltekið 30. maí 1958, fluttu fimm þingmenn, sem þátt höfðu tekið í förinni, þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að láta gera af- steypu of styttu Ingólfs eftir Ein- ar Jónsson og færa Norðmönn- um hana að gjöf með það í huga, að hún yrði réist í Hrífudal (Rivedal). Tillöguna, sem var samþykkt, fluttu Bjarni Bene- diktsson, Gylfi Þ. Gíslason, Hannibal Valdimarsson, Halldór E. Sigurðsson og Pétur Ottesen. Nefnd var skipuð til að sinna málinu, og eiga sæti í henni fjór ir hinir fyrsttöldu flutnings- manna auk ráðuneytisstjóra ut- anríkisráðuneytisins. * * * í gær var fréttamönnum boðið á fund nefndarmanna og annarra aðila, sem hlut eiga að máli. Á fundinum var frá því skýrt, að nú hefði verið afráðið að af- henda styttuna með viðhöfn hinn 17. september í haust. Mun menntamálaráðherra, Bjiarni Benediktsson, afhenda styttuna fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar. Afsteypan er gerð í Kaup- mannahöfn, en norskur listamað ur, Stále Kyllingstad, gerir fót- stallinn. Framan á stallinn verð- ur letrað „Ingolfr Arnarson", á vinstri hlið ’hans „Ingolfr Arnar- son frá Dalsfirði, fyrsti landnáms maður á Íslandi", en á hægri hlið „Gjöf frá Íslendingum. Vin sín- um skal maðr vin vera“. * ★ * Vegna afhendingarinnar verð- ur efnt til hópferðar frá íslandi til Noregs. Skipaútgerð ríkisins og Ferðaskrifstofa ríkisins annast ferðalagið í sameiningu. Héðan verður siglt með Heklu 14. sept. og komið aftur á 12. degi, 25. sept. Farið verður víða um fegurstu héruð Noregs og merkir sögustað ir heimsóttir. Fyrst verður komið í Dalsfjörð, en síðan siglt innan skerjia suður með ströndum, inn um Sognsæ, til Björgynjar og Stafangurs. Á heim leiðinni verð- ur staldrað við í Færeyjum. Fargjöldum er mjög í hóf stillt. Þau eru þrenns konar, 3.600 kr„ Stytta Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsyni, sem stendur á Arnar- hóli í Reykjavík. 4.400 kr. og 5.600 kr. hin dýr- ustu. Þau fela í sér mat, þjón- ustugjöld, ferðir á landi o. s. frv. Aukakostnaður í landi getur orð ið 1.000—1.500 kr. Enginn vafi mun leika á því, að hér er um langódýrustu ferð ársins að ræða, og að mönnum gefst hér einstabt tækifæri til þess að ferðast um ýmsa fegurstu og merkustu staði í Noregi. Skipaútgerð ríkisins og Ferðaskrifstofa ríkisins taka við farbeiðnum frá og með deginum í dag. Ekki komast nema 150— 160 manns með skipunu, svo að viðbúið er, að farþegalistanum verði lokið fljótlega. Söguíegur fundur í stjórn S.R. Þóroddur Guðmundsson lýsti trausti á Eystéini Jónssyni SÍÐASTLIÐINN laugardag og sunnudag hélt stjórn Síld arverksmiðja ríkisins marga fundi á Siglufirði, bæði sjálf og með fulltrúum Verka- mannafélagsins Þróttar um kaupsamninga. Á sunnudag- inn hafði náðst sá árangur af viðræðunum, að munnlegt samkomulag var orðið um önnur atriði en það, hvort 1% af dagvinnukaupi Þrótt- armanna skyldi vera greitt í sjúkrasjóð félagsins og kaup þá hækka um 10%, eða hækkunin nema 11% án sér- staks tillags í sjóðinn. Úrskurður ráðherra Eysteinn Jónsson lagði þá fram tillögu um að verksmiðjustjórnin byði fram nú þegar, að S. R. iegði 1% af dagvinnukaupi Þróttar í sjúkrasjóð eins og aðrir atvinnu- rekendur á Siglufirði hefðu sam ið um. Jöhann Möller bar fram viðaukatillögu þess efnis, að hlið stæð reglufgerð yrði sett um sjóð- inn og gert var á Akureyri og ennfremur að S. R. tilnefndi ennan endurskoðanda sjóðsins. í tilefni af þessum tillögum lét gveinn Benediktsson formaður verksmiðjustjórnar bóka eftirfar andi: „Þar sem sjávarútvegsmálaráð herra hefir eindregið mælzt til þess við stjórn S. R„ að hún eemdi ekki um greiðslu á 1% af dlagvinnukaupi er renni til sér- sjóða hjá verklýðsfélögum og hafi *amstöðu í því efni með Vinnu- veitendasambandi fslands, sem S. R. eru aðilar að, þá mun ég íem formaðux stjórnar S. R„ ef verksmiðjustjórnin gerir sam- •þykktir, sem brjóta í bága við þessi ákveðnu tilmæli ráðherr- ans. skjóta þeim samþykktum hennar til úrskurðar hans og ekki telja þær bindandi fyrir S. R„ ef hann ákveður annað sem æðsti yfirmaður S. R. samkvæmt lögum nr. 1. frá 5. jan. 1958.“ Eysteinn Jónsson mótmælti því að ágreiningnum yrði skotið til úrskurðar ráðherrans. Sveinn Benediktsson tók fram, að í lög- unum frá 1958 væri ákveðið, að ráðherrann setji stjórninni erind- isbréf og í því ákvæði m. a. fælist, að ráðherrann gæti kveðið á um, hvað gera skuli varðandi verksmiðjurnar í slíku máli sem því, sem nú væri deilt um. Skuldii líkis- sjoðs vio bæ- inn lækku REIKNINGUR Reykjavík- urkaupstaðar fyrir árið 1960 var, eins og Mbl. skýrði frá fyrir helgina, lagður fram á bæjarstjórn- arfundi í síðustu viku. í reikningnum kemur fram, að skuldir ríkissjóðs við i1 bæjarsjóð hafa á síðasta ári lækkað verulega. — Skuldirnar námu í árslok 1959 20,9 millj. kr. — en lækkuðu á árinu 1960 um 6,1 millj. kr. og voru því í árslok komnar niður í 14,8 millj. kr. Skuldir þær, sem hér er um að ræða, eiga aðallega rætur að rekja til stofnkostnaðar barna- og gagnfræðaskóla svo og eftirstöðva af stofn kostnaði vegna fram- kvæmda á sviði heilbrigð- ismála. Margar bókanir Margar bókanir voru gerðar um þetta mál. M, a. óskaði for- maður eftir því að framkvæmda stjóri gæfi yfirlýsingu um það, hvort hann mundi bíða úrskurðar ráðherrans varðandi gildi siam- þykktar verksmiðjustjómar er gerð kynni að verða gegn ein- dregnum tilmælum sjávarútvegs málaráðherra, eða láta hugsan- lega samþykkt verksmiðjustjórn ar koma til framkvæmda hvað sem úrskurði ráðherrans liði. Framkvæmdastjóri Sigurður Jónsson lýsti því yfir að hann mundi fara eftir úrskurði ráð- herrans um það, hvort verksmiðj urnar skyldu reknar eða ekki. Hins vegar taldi hann bráðnaiuð- synlegt að gengið yrði vel frá samningum við verkamannafélag ið Þrótt sem allra fyrst. Frámangreind tillaga Eysteins Jónssonar ásamt viðaukatillögu Jóhanns Möllers var samþykkt með atkvæðum þeirra tveggja og Þórodds Guðmundssonar. Þóroddur vildi Eysteirm Þá lagði Eysteinn Jónsson fram svohljóðandi tillögu: „Verksmiðjustjórnin felur for- manni að ganga frá samning- um við Þrótt nú þegar á grund- velli þeirra samningaviðræðna, sem fram fóru í gær og í dag og samkvæmt þeirri samþykkt, sem gerð hefir verið á þessum fundi.“ Þóroddur Guðmundsson lagði þá fram tillögu um að í sjað þess að fela formanni samningagerð- ina skyldi þeim Eysteini Jóns. syni og Jóhanni Möller falið að annast hana. Þegar hér var kom ið lýsti formaður því yfir að hann mundi ekki taka framkomn ar tillögur til afgreiðslu fyrr en að fengnum úrskurði sjávarút- vegsmálaráðherra um ágreinings atriði þau um valdsvið verk- smiðjustjórnarinnar og ráðherr- ans sem fram hefðu komið á fundinum. Var fundi síðan slitið. Mál þessi munu hafa verið rædd á tveimur fundum Vinnu- veitendasambandsins í gær. - 10°Jo Framh. af bls. 1 til þess að framkvæmdir yrðu jafnmiklar eftir launahækkunina eins og þær hafa verið. Ekki er gert ráð fyrir að neinn tekjuafgangur verði hjá ríkissjóði í ár. Þess vegna hlýtur að verða að afla tekna til að standa undir hinum auknu útgjöldum og þær er hvergi að fá annars- staðar en hjá borgurunum sjálfum, sem áttu að njóta hækkaðra launa. — Þau útgjöld bætast óhjá- kvæmilega við greiðslur almennings vegna hækk- aðs verðlags, sem leiðir af kauphækkunum. Við þetta bætist svo, að atvinnuvegirnir geta ekki að óbreyttum aðstæðum staðið undir kauphækk- ununum; það er öllum Ijóst. Þess vegna hljóta einhverjar ráðstafanir að verða gerðar þeirra vegna. Þegar því er lokið, þá er hringnum líka lokað, krón an hefur verið skert en enginn fær raunhæfar kjarabætur. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að verða afleiðing þeirrar stefnu, sem hafnar raunhæfum kjarabótum en beinist að almennum kauphækkun- um í krónutölu, án þess að framleiðsluaukning svari til hækkananna. Hugsanlegt hefði verið að ráða við 6% kaup- hækkun ári þess að hún hyrfi í hækkuðum útgjöld um, en því miður ekki þá kauphækkun, sem nú á að knýja fram til að skapa aukna erfiðleika. STAKSTEINAR Laun eða sjóðstillög Systurblöðin, Þjóðviljinn og Tíminn, fagna ákaft yfir því að verkfalli skuli haldið áfram til að knýja fram lægri laun en Dags- brúnarverkamenn geta fengið. Tíminn segir eftir formanni Dags brúnar: „Fyrir Dagsbrúnarmenn er ólíkt betra að fá það öryggi, sem felst í þessu en 1% kauphækkun beint . . .“ ® Og Þjóðviljinn segir: „Hver er sá verkamaður, sem ekki vill leggja kr. 1,60 til hliðar á dag af kaupi sínu heldur en fá þær í hendur — og verða þar með af þeim tryggingum, sem sjúkrasjóður mundi veita og hef- ur verið lýst hér að framan?“ Ef það er svo, að verkamenn vilja í raun og veru heldur að 1% launa þeirra renni í slíkan -sjóð heldur en að þeir fái þær tekjur sjálfir, er augljóst mál að þegar í stað á að vera hægt að semja um tilboð vinnuveit- enda. Verkamönnum er auðvitað frjálst að ráðstafa þeim tekjum, sem þeir fá, á hvern þann veg, sem þeir kjósa. Þeir geta því greitt 1% í hvaða sjóð, sem þeim sýnist. Tilboð vinnuveitenda hærra En tilboð vinnuveitenda er hærra en krafa Dagsbrúnar. Þannig gætu verkamenn, eftir að þeir hefðu greitt þetta 1% í frjáls ar tryggingar, annað hvort hjá sameiginlegum sjóði eða trygg- ingarfélögum haldið eftir kaup- hæk'kun, sem boðin er á alla yfir- og næturvinnu. Þannig er það alveg óumdeilanleg staðreynd, að verkfallinu er nú haldið áfram til að knýja fram lægri laun en boðin eru, en jafnframt miða kröfur kommúnista að því að skerða réttindi verkamanna. Ef þeir fá sjálfir öll launin í hend- ur, geta þeir ráðið hvernig með þau er farið, en það vilja komm- únistar alls ekki. Þeir vilja um- fram allt þvinga verkamenn til að greiða 1% launa sinna í sjóð, sem þeir geta svo ráðskað með að eigin vild. Dæmið frá Iðju Mönnum er enn í fersku minnl, hvernig kommúnistastjórnin, sem á sínum tíma var rekin frá völd- um í Iðju, fór með sjóði félagsins. Var sú saga á sínum tíma rifjuð upp, hvernig Björn Bjarnason og félagar hans höfðu ráðskað með fjármuni Iðju til prívatlána, styrktar við starfsemi kommún- istaflokiksins og til einkaútgjalda. Björn Bjarnason sá sig knúinn til að höfða meiðyrðamál út af þeim ummælum, en tapaði þvi máli ,enda hafði ekkert verið of- sagt um fjármálabruðlið. Það er á þennan sama veg, sem kommúnistar hyggjast fara með þá sjóði, sem þeir nú heimta að 1% launa verkamanna sé greitt í. Þá á að nota til að styrkja starf- semi kommúnistaflokksins, til lána og framlaga í húsbyggingar, til dæmis Rúbluna, hið nýja hús þeirra við Laugaveg. Styrkja á atvinnupólitíkusa eins og þann, sem jafnan ber mest á í verk- föllum, en ekki er vitað til að nokkurn tíma hafi unnið fyrir sér við þjóðnýt störf. En að því leyti, sem einhverjir peningar kynnu að renna til verkamanna, sem þeirra þyrftu með, þá þarf víst enginn að Iáta sér til hugar koma að sú úthlutun yrði ekki pólitísk líka. Eysteinn kæri Eysteinn í aðalfrétt aukablaðs af Þjóð- viljanum í gær er nafn Eysteins Jónssonar nefnt 5 sinnum sem sérstaks verkalýðsvinar. Ein- hverjum hefur orðið á að segja: „Öðru mér áður brá“'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.