Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. júní 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Skipamælingaráb- stefnan í Reykjavík SKIPAMÆLINGARÁÐSTEFNA er haldin 1 Reykjavík dagana 15.—28. júní. Auk fulltrúa þeirra landa, sem aðild eiga að samn- ingum um samræmt kerfi til skipamælinga, en það eru: Dan- mörk, ísland, Niðurlönd, Noreg- ur, Svíþjóð, Finnland, Frakkland, Cambodia, V-Þýzkaland og ísrael, sækja ráðstefnuna áheyrn arfulltrúar frá öðrum siglinga- þjóðum, svo sem Japan, Póllandi og Bretlandi, ennfremur frá flokkunarfélögum skipa. Þá mæta í fyrsta sinn á slíkri ráð- stefnu áheyrnarfulltrúar frá IMCO og Arabíska Sambandslýð- veldinu vegna yfirvalda Suez- skurðarins. — Alþjóðaskipa- mælingarreglur eru byggð- ar á hinu svonenfda enska kerfi, sem raunar er notað með smá frávikum af flestum siglinga þjóðum. Til þess að tryggja sam- ræmda notkun og túlkun mæl- ingareglanna og til þess að geta lagað þær eftir nýjum skipsgerð- um og þróuninni í skipabygginga listinni, skulu sérfræðingar í skipamælingum frá samnings- löndunum koma saman á ráð- stefnu annað hvort ár. Hafa slíkar ráðstefnur áður verið haldnar í Osló 1948, Stokkhólmi 1950, Haag 1952, París 1954, Kaup mannahöfn 1956, Hamborg 1958, Osló 1959. — Hjálmar R. Bárðarson, skipa- skoðunarstjóri, stjórnar ráðsitefn- unni í Reykjavík. Cóð fjárjörð í Snœfellsnessýslu til sölu með allri áhöfn. Mikil ræktunarskilyrði. Silungsveiði. Skipti á húseign koma til greina. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl. Laufásvegi 2 — Símar 19960. 2 handsetjarar geta fengið vinnu strax í góðri prentsmiðju. , Umsókn sendist blaðinu merkt: „Reglusamur — 1431“. Framreiðslumaðtir (þjónn) óskast strax í Naust. Uppl. hjá yfirþjóni og á skrifstofunni. N A U S T . Famreiðslustulka Vön og ábyggileg framreiðslustúlka óskast nú þegar á sumarveitingastað. Uppl. Miklubraut 88, kjallara kl. 7—8. Síldarstúlkur vantar mig nú þegar til: SIGLUFJARÐAR RAUFARHAFNAR VOPNAFJARÐAR Söltun byrjuð. GUNNAR HALUDÓRSSON Sími 34580. Sildarstúlkur síldarstúlkur óskast til Siglufjarðar og Raufar- hafnar. Kauptrygging. Fríar ferðir. Uppl. gefur Ólafur Óskarsson Engihlíð 7. Sími 12298. Til sölu á Skagaströnd 150 ferm. hæð 6 herb. og eldhús. Óinnréttað ris af sömu ^tærð. Selst saman eða sitt í hvoru lagi. íbúðirnar eru staðsettar á bezta stað í þorpinu. Upplýsingar veitar. FASTEIGNASALA Áka Jakobssonar, Kristjáns Eirikssonar Sölnmaður: Ólafur Ásgeirsson. Laugavegi 27 — Sími 14226. Á slóðum Jóns Sigurðssonar Eftir Luðvík Kristjánsson Allir fslendingar vita, að Jón Sigurðsson er eftirminnilegasti tímamótam,- ður íslenzkrar sögu. En ef við hugum að, hvað við í raun og sannleika vitum um Jón Sigurðsson, finnum við hve fáfróð við erum um þessa þjóðhetju okkar, um- fram það sem skólabækur kenna. Veizt þú, hvað Jón var Hinu íslenzka bók- menntafélagi og hvað hann vihli að Bók- menntafélagið yrði íslenzkri þjóð? Veiztu, hvílíkt afrek var að halda úti NÝJUM FÉLAGSRITUM í 30 ár og hver hlutdeild Jóns Sigurðssonar var í því starfi og hverjar mót- tökur þetta höfuðmálgagn i þjóðfrelsisbarátt- unni fékk heima á Fróni? Veiztu, hvernig allskonar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans? Veiztu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhags- stuðningi að halda heiman frá Islandi, og hvernig íslendingar og Danir brugðust þá við? Þekkirðu samskipti Jóns og Georg Povvells, hvemig þeim var háttað og hvert gildi þeirra var fyrir Jón? Þekkirðu þræðina, sem lágn milli Jóns Sig- urðssonar og almennings í landinu? Öllu þessu leitast Lúðvík Kristjánsson við að svara í þessari gagnmerku bók. Allt eru þetta mikilvægir þættir í störfum Jóns Sigurðssonar sem fátt hefur verið ritað um áður. Allt efni þessarar bókar er byggt á rannsókn frumheim- ilda. Aldrei fyrr hafa verið birtar- jafnmargar myndir af skilríkjum varðandi Jón Sigurðsson sem í þessari bók. Þetta er tvímælalaust merkasta rit sem skráð hefur verið um Jón Sigurðsson og ætti því að vera til á hverju islenzku hcimili. SKUGGSJÁ Heildsölubirgðir: Kristján O. Skagfförð hf. Reykjavík. * SCOTTS HAFRAMJÖL er framleitt úr úrvals skozkum höfrum gróf- malað og mjög drjúgt í suðu. * SCOTTS HAFRAMJÖL er pakkað í cellofanhjúpaðar umbúðir, þar sem ýtrasta hreinlætis er gætt í allri meðferð. .* SCOTTS HAFRAMJÖL er bætiefnaríkt. Biðjið ekki aðeins um haframjöl — heldur SCOTTS haframjöl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.