Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 20. júnl 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 Danir á íslandi senda Poul Möller skeyti 15. JÚNÍ sl. sendu félag Dana á íslandi, Foreningen Dannebrog og Det Danske Selskab, ásamt aðalræðismanni Dana á íslandi, Ludvig Storr, stórkaupmanni, Poul Möller þingmanni eftirfar- andi skeyti. „Danir á íslandi harma mjög þá afstöðu 60 þingmanna, sem hefur frestað' afhendingu hinnar göfugmannlegu og réttmætu gjaf ar, .íslenku handritanna, í vörzl- ur íslenzku þjóðarinnar. Því biðjum við yður, háttvirti þingmaðuæ, í nafni norrænnar samvinnu og vináttu Dana og Isledinga, að kanna möguleikana á því að draga til baka áskorun- arlistann þannig að frumvarpið geti komið til framkvæmda. Það er heitasta ósk okkar og von, að þetta þýðingarmikla mál verði ekki til þess að raska aukn um og áframhaldandi vináttu- böndum við frændþjóð okkar.“ Undir skeytið rita formenn fé- laganna, Kornerup Hansen og Börge Jónsson, ásamt Storr, aðal- ræðismanni. Danska útvarþið gat um skeyti þetta í gær og lýsti efni þess. Ekkl var getið um svar eða undir tektir Möllers. Kortið sýnir mismunandi tíðni magakrabba á hinum ýmsu stöðum á landinu. Rúðóttu svæðin — Dalasýsla, Húnavatnssýsla, Skagaf jarðarsýsla og Vestmannaeyjar — hafa flest krabbatil- felli. Þá svæðin með lóðréttu strikunum, láréttu strikin sýna meðaltölu krabbatilfella, stuttu strikin tiltölulega fá, og á punktasvæðinu — Rangárvallasýslu — er minnst um magakrabba. Krabbamein Síld til Sandgerði 19. júní s. 1. föstudag kom Jón Garðar með 400 tunnur síldar til Sandgerðis og Muninn með 250 tunnur. Síldin var 13% feit og fór í frystingu. Bátar í Sandgerði búast nú til norðurferðar, en verkfall hefst í Sandgerði á fimmtudag n. k. — PÁLL — Framh. af bls. 1. Var þá farið að athuga geymdan tnat, reyktan og saltaðan. Sendi próf. Dungal hangikjöt og reykt- ian fisk, þorsk, karfa og silung, til rannsóknar hjá sir Ernest Kennaway, krabbameinssérfræð- ingi í Lundúnum, sem fann mik- ið af hringmynduðum kolvetnum á hangikjötinu og silungnum, en í þeim eru efni sem valda krabba meini. Kíló af hangikjöti — 250 sígarettur Hangikjötið og silungurinn, sem sent var, var mikið reykt eins og gert er hér í sveitum, en hinn fiskurinn var búðarreyktur. M. a. farnnst í þessum m-at efnið % Benzpyren, sem myndast þeg- ar jurtavefur brennur eins og gerist í sígarettunni. Var í hverju af hangikjötinu 1,3 mg atf þessu efni, en það er álíka mikið magn og er í aðalstraumnum frá 250 sígarettum. í silungnum fannst ennþá meira magn af þessu efni, enda er hann feitari en hangi- ikjötið og þetta efni leysist betur upp í fitu. í búðarreykta fiskin- um var raagn af þessu efni. Segir próf. Dungal að yzta og mest reykta lagið atf kjötinu sé skað- legast og einnig fitan og flotið. Eftir að þessi niðurstaða var tfengin, var farið að fóðra rottur ihér á rannsóknarstofunni á Ihangikjöti og reyktum silungi í tilraunaskyni. Tókst að fram- ikalla krabbamein atf hvoru- tveggja. 30% af rottunum sem tfengu silunginn fengu krabba og 110% af þeim sem fengu hangi- ikjötið. Engin af rottunum, sem tfóðraðar voru á saltíiski veiktust, en ein atf þeim sem átu saltkjöt. Fengu dýrin krabbamein víða um líkamann, en aðeins ein rotta krabbamein í maga, og þótti það merkilegt þar sem yfirleitt er ekki hægt að framkalla maga- ikrabba hjá rottum. Mismunandi eftlr landshlutum Þegar þessi tilraun reyndist já- kvæð, var farið að athuga skýrsl- ur yfir krabbameinstilíelli á landinu síðan skýrslugerð hófst eða frá 1921 t*l 1959, var vitað um 2655 tilfelli. Voru taldir Ikrabbamemssjúklmgar, 30 ára og eldri, og tíðni miðuð við 100. Kom í ljós að tíðni magakrabba var ákaflega mismunandi eftir Bandshlutum, mest áberandi í Dalasýslu, Húnavatnssýslu, — Skagafirði og Vestmannaeyjum, en minnst í Rangárvallasýslu. Nú eru engar skýrslur til um hangikjötsneyzlu eftir héruðum. En til eru skýrslur yfir lax- og GÍlungsveiði á landinu. Það vakti Rthygli, að öll hæstu krabba- meinshéruðin eru á vesturhelm- ángi landsins, en þar er veitt 6 sinnum meira af silungi og laxi. Bf eftir veiðiskýrslum væri farið, hefði magakrabbi átt að vera mestur í Árnes- Dala- og Borg- arfjarðarsýslu, en svo er efcki. Kvað próf Dungal það e. t. v. standa í sambandi við það að þessir staðir hatfa hatft meiri markaðsmöguleika og betri skil- yrði til flutnings á nýjum fiski og því ekki verið reykt mjög mikið atf fiskinum til geymsl-u. Hvað Vestmannaeyjar snertir, telur hann að skýringin geti ver- ið sú, að þar er nær ekkert grunn vatn, en rigningarvatn notað af þökum, sem reykur sezt á. Þá gat prófessorinn þess, að hann hefði í þesisu sambandi at- hugað ástandið í þeim héruðum, þar sem mikið atf fé drapst úr bráðapest fyrir 1930, en þar var mikið gripið til þess að reykja kjötið til að losna við óbragð atf því. Kvaðst próf. Dungal vita dæmi þess að þar hafi borið ó- eðlilega mikið á magakrabba. TJmfangsmiklar rannsóknir Dungal sagði í viðtali í gær að etftir þetta hefði hann helzt viljað halda áfram tilraunum með svín, þar sem maginn í þeim er svip- aður maganum í mönnum, en það er dýrt og ekkert fé hér til þess. Aftur á móti er í bígerð að Bandaríkjamenn veiti styrk til áframhaldandi krabbameinsrann sókna hér, þó ekki sé það ákveð- ið. Verður þá veitt fé flrá krabba- meinsstofnuninni í Washington. Tilraunirnar verða gerðar hér á vegum Krabbameinsfélags fs- lands en í samvinnu við háskól- ann í Illinois, þar sem unnið verður að jarðvegstilraunum, mæld geislavirkni o. fl. Gæti ver ið um margra ára rannsóknir að ræða, en það verður ekki ákveð- ið fyrr en í október eða nóvem- ber. Caravelle á fimmtu- dag NÚ mun endanlega ákveðið, að Caravelle-þotan komi hingað til Reykjavíkur á fimmtudaginn. Örn O. John- son, framkvstj. Flugfélags ís- lands, tjáði Mbl. í gær, að þot- an kæmi hingað fyrir hádegi, en héldi sennilega áfram vest- ur um haf um kvöldið. Þota þess er í eigu General Electric og verður sýnd Flugfélags- mönnum að tilhlutan Douglas- verksmiðjanna, sem eru að byrja að framleiða þessa l frönsku farþegaþotu. í Missir rétt til flutnings mai- HÆSTIRÉTTUR hefir fyrir nokkru tilkynnt Guðlaugi Einars syni héraðsdómslögmanni, að dómendur hafi samþykkt að fella niður þann rétt, sem hann hefir haft til málflutnings fyrir Hæsta- rétti. Guðlaugur hafði takmark- að leyfi til að flytja mál fyrir réttinum, gat flutt þar mál, sem hia-nn hefur sjálfur flutt í héraði. Það er þetta leyfi, er Hæstirétt- ur hefir nú fellt niður. Bréf Hæstaréttar til héraðs- dómslögmannsins er á þessa leið: HÆSTIRÉTTUR Reykjavík, 12. júní 1961. Dómendur Hæstaréttar hafia í dag gert svofellda ályktun. Árið 1961, mánudaginn 12. júní komu dómendur Hæstaréttar saman í skrifstofu dómsins. Gerð var svofelld ályktun: „Vegna framkomu Guðlaugs Einarssonar héraðsdómslögmanns er niður felld heimild sú til mál- flutnings fyrir Hæstarétti, er hon- um var veitt 15. júní 1956, sbr. 2. mgr. laga nr. 61/1942 og lög nr. 25/1953.“ Þetta tilkynnist yður hér með herra héraðsdómslögmaður. Jafnframt skal yður tjáð, að málið nr. 181/1960: Stephan Stephensen gegn Guðbimi Jó- hannessyni hefir verið sett á skrá til flutnings miðvikudlaginn 21. júní n. k. Er æskilegt að skrif- stofa Hæstaréttar fái svo fljótt sem unnt er, vitneskju um það, hvaða lögmaður flytur málið fyr- ir stefnda. Hákon Guðmundsson (sign). 70,000 FERÐAFÉLAG íslands fer gróð- ursetningarferð í Heiðmörk í kvöld. Verða gróðursettar nokk- ur hundruð plöntur — og hefur Ferðafélagið þar með lokið við gróðursetningu 70,000 trjá- plantna í Heiðmörk. — f kvöld verður farið frá Austurvelli kl. 8. Krístján Bárður Sigurðsson ÞANN 1. þ. m, andaðist að heimili sínu, Aðalstræti 11 á ísa- firði Kristján Bárður Sigurðsson, og var jarðsunginn frá ísafjarð- arkirkju 7. s. m. Kristján Bárður var fæddur að 1893, sonur hjónanna, Ingibjarg- Hvammi í Bolungavík 17. ágúst ar Kristínar Rósenkranzdóttur frá Miðdal og Sigurðar Árnasonar úr Bolungavík. Kristján ólst upp hjá foreldr- um sínum ásamt mörgum systk- inum, og stundaði sjó er hann hafði aldur til. Þann 11. nóvem- ber 1917 kvæntízt hann Þórunni Björgu Jensdóttur úr Bolunga- vík, og bjuggu þau þar í þorp- inu, unz Kristján varð ekkju- maður. En það gerðist með þeim sorglega hætti að Þórunn Björg fórst í snjóflóði, ásamt þremur öðrum, í Óshlíð þann 11. febrú- ar 1928. Þeim hjónum varð 4 barna auðið og eru þau þessi: Margrét Ingunn, gift Baldvin Dungal, kaupmanni, Miklubraut 20, Reykjavik. — Guðrún, gift Halldóri Blöndal, vkm., Baugs- vegi 25, Reykjavík. — Ingibjörg Kristín, gift Ásmundi Guðlaugs. syni húsasmið, Rauðalæk 50, Reykjavík og Jakob, vkm., Holts götu 25, Reykjavík. Þegar Kristján missti konu sína, var elzta barn þeirra 9 ára en hið yngsta nokkurra vikna gamalt. Hann brá þá búi, kom bömunum til dvalar hjá vinum og vandamönnum, en gerðist sjálf ur lausamaður og tók sér jafn- framt aðsetur í Hnífsdal, þar átti hamn heima til ársins 1932, en fluttist svo til ísafjarðar og dvald ist þar siðan til æviloka. Að síð- ustu átti hann þar litla húseign og bjó þar einsamall. Kristján Bárður var fremur lág ur vexti, en þéttur á velli og snyrtimenni í útliti og allri um- gengni. Vel vitiborimn og bók- hneigður, fáskiptinn og dulur í skapi, en þó jafnan glaður í við- móti. Ágætur og eftirsóttur verk- maður til hvers konar starfa, enda smiður góður og smiðiar voru hans hugðar. og viðfangs- efni, þegar ekki þurfti öðru að sinna. En það, sem einkenndi hann öðru fremur var hans ó- skeikula stundvísi, og áreiðanleiki í orðum og athöfnum, svo og framúrskaxandi reglusemi í einu og öllu er hann hafði með hönd- um. Bömum sínum veitti hann ávalt ást og umhyggju eftir mætti. 15. júní 1961. — Meiri likur Frh. af bls. 13 20 metra dýpi reyndist nokkru hærra vestan- og norðanlands, en meðalhitastig undanfarinna ára. Einkum reyndist sjávarhit- inn talsvert yfir meðalhita út af Vesturlandi. Sjávarhitinn í yfir- borðslögum á mið- og austursvæð inu norðanlands var einnig til- tölulega hár, sennilega vegna und anfarinna góðviðra og hlýinda á því svæði, enda virtust strauma mót hins hlýja Atlantssjávar og hins kalda Austur fslandsstraums liggja nær landi nú en t.d. i fyrra. Allmikill þörungagróður íannst víðast hvar norðanlands og aust an, en við Vesturland var hann með minna móti. Rauðáíumagn var mun meira en á undan- förnum árum, einkum var mikið rauðátumagn í hinum hlýja At- lantssjó út af Vesturlandi og á miðsvæðinu norðanlands, frá Eyjafjarðarál að Þistilfjarðar- djúpi var átuhámark. Eins og áður hefur verið skýrt frá sýndu athuganir á aldursdreií ingu rauðátunnar, að mun meira magn ungra og nýklakinna varð vart á vestursvæðinu norðan- lands, en á undanförnum árum. Þá fannst einnig talsvert magn ungrar rauðátu út af Austfjörð- um. Síldar varð einkum vart á tveim svæðum þ.e. út af norðan verðum Vestfjörðum og 50—100 sjómílur út af Melrakkasléttu og Þistilsfirði. Vegna náins samstarfs íslenzku og norsku leiðangursmannanna tókst að fylgjast vel með göngum síldarinnar á austursvæðinu norð anlands. Árangur þessa samstarfs sýndi, að dagana 13.—16. júní var talsvert síldarmagn á þessum slóðum, á hraðri leið vestureítir. Var hér bæði um stórar og smá ar torfur að ræða, en mun meira fannst nú af stórum torfum þessu svæði, en á undanförnum árum. Af framansögðu má ætla, að síldarmagnið á Norðurlandsmið- um muni einkum vera háð því, hvort framhald verður á göngu síldarinnar suður og vestur úr hinum tiltölulega kalda sjó á djúpmiðum út af austanverðu Norðurlandi, og sömuleiðis þvi, hvort íslenzku síldarstofnarnir gangi í vaxandi mæli inn á mið- in, t.d. frá djúpmiðum Vestfjarða. Reynsla undanfarinna ára hef- ur sýnt, að stærð þessara gangna hefur mjög verið háð því, hve rauðátumagnið hefur haldizt miðunum og einnig hlutfallinu milli rauðátumagnsins í hinum hlýja sjó á landgrunninu og á hinum kaldari blöndunarsvæð- um, sem oftast hafa legið utan landgrunnsins. Að þessu sinni var aldursdreif ing rauðátunnar ólík því, sem reyndist, t.d. í fyrra, þar sem mun meira magn fannst nú af ungum dýrum í tiltölulega hlýj um sjó. Ástæða er því til þess að ætla, að talsvert rauðátumagn haldist fyrir norðan í náinni framtíð, þannig að nokkru meiri líkur eru nú fyrir því, að sildin haldi áfram göngu sinni inn á hin eiginlegu síldarmið Norðanlands. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.