Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 20. júní 1961 MORGUNBLAÐIÐ 23 f samkomulagsátt Ziirich 19. júní (NTB-Reuter). ÞRÍR LEIÐTOGAR deiluað- ila í Laos, prinsarnir Boun Oum forsætisráðlierra hægri stjórnarinnar, Souvanna Pho uma fyrrverandi forsætisráð herra hlutleysisstjórnarinnar og Souphanouvong leiðtogi Pathet Lao kommúnista, sátu fund í Zúrich og ræddu mögu leika á myndun samsteypu- stjórnar í Laos. Urðu prinsarn ir sammála um að skipa nefnd til að vinna að lausn ýmissa innanríkis og utanríkisvanda mála Laos. Nefndin hefur þeg ar komizt að samkomulagi um mörg mál. Þau mál, sem enn hefur ekki náðst samkomulag um, ræða prinsarnir sjálfir á fundi sínum á morgun. Talsmaður hægri stjórnarinnar sagði í dag að ágreiningur væri - //>róttir Framhald af bls 22. ísl. liðið , Þórólfur Beck bar af ísl. liðs- mönnunum — og reyndar öllum á vellinum. Hann hafði bezta tæknina, mesta leiknina og mik- inn kraft og elju. Auga hans fyr- ir að skapa tækifæri er mjög gott. Hann skapaði að verulegu leyti þrjú markanna og skoraði hið fjórða. Glæsilegur árangur og óvenjulegur hjá okkur. Gunnar Felixsson leikur mjög skemmtilega saman með Þórólfi. Samleikur þeirra verður kannski nokkuð einhæfur, en hann er já- kvæður óg meðan hann brýtur alla vörn er hann sjálfsagður þó hinir „svelti“. Það þarf líka sér- stakt auga til að nota tækifærið eins og Gunnar gerri. Ingvar og Steingrímur gerðu sig báðir seka um það margsinnis að ana áfram og verða dæmdir rangstæðir. Ellert vann mjög vel í þessum leik — bezti leikur hans í sumar og sýndi sig fyllilega verðan landsliðssætisins. En hann er þó xnun seinvirkari en áður — Og xnissir knöttinn Oft fyrir það. Steingrímur var Oft biturt vopn en nýttist engan veginn á kantinum sem á miðjunni. Oft slitnaði hann úr sambandi við hina. Mistækur var hann og á íköflum. Sama má segja um Ingv- ar og það vantar í hann meiri hörku. Framverðirnir Sveinn og Garð- ar áttu lakari leik en vonir stóðu til. Og það á þó ennþá fremur við um vörnina. Rúnar byggir illa upp — bara senda eitthvað frá. Stundum er það nauðsyn, stundum hreinn óþarfi. Og það er hægt að vera nákvæmur þó erfið sé aðstaðan og návígið hart. Það þarf Rúnar að læra. Árni átti og heldur slæman leik og Helgi fyllti ekki stöðu bakvarðar sem skyldi. Heimir varði vel Og var mjög lifandi í leiknum — bjargaði stundum glæsilega. Hollenzka liðið Máttur holl. liðsins var i aftari hlutanum. Molenaar er bezti maður liðsins. Við það stækkar hlutur Þórólfs í leiknum. Molenaar bindur vörnina mjög vel og bakverðirnir eru mjög þéttir varnarleikmenn — eink- um sá vinstri. Framverðirnir vinna vel en styðja vörnina mun ’betur en sóknina. Innherjarnir byggja. miklu frekar sóknina og átti báðir góðan leik og eru ásamt Molenaar beztu menn liðsins. í þann hóp fellur Og Weber út- herji. Hann er mjög frár og fer víða yfir. Hann er laus í stöðu sinni og skapar mikla hættu. Dómarinn var öruggur og dæmdi af festu. Og eins og hann segir á öðrum stað á síðunni. Það var betra liðið sem vann í þess- um leik. — A. St. mikill um fjögur mál: 1. Hægristjórnin vill að fylgt verði friðar- og hlutleysisstefnu, sem ákveðin verði af 14 ríkja ráð stefnunni í Genf, hinar tvær nefndirnar vilja bæti því við að sú stefna skiuli vera í samræmi við ákvarðanir Genfarráðstefunn ar frá 1954, sem kom á friði í Indókína. 2. Hægristjórnin vill láta það koma fram að væntanleg ríkis- stjórn Laos muni framfylgja sam komulagi um vopnahlé Og vinna að því að koma á friði í landinu, en hinar nefndirnar vilja bæta því við að ríkisstjórnin muni koma á fót yfirherstjórn, sem vinni að því að sameina herina þrjá í einn her smám saman. 3. Hægristjórnin vill að fram komi að væntanleg stjórn muni sameina „hina ýmsu heri“ í einn Laosher, hinir vilja að í yfir lýsingu fundarins sé rætt um „hina þrjá heri“. 4. Hægristjórnin vill að tekið sé fram að ríkisstjórnin muni ekki gerast aðili að neinum hern aðarbandalögum eða samsteyp- um, né heldur leyfa erlendar her- stöðvar í landinu. Hinir vilja taka það fram í sambandi við herstöðvar að þær stöðvar, sem gert er ráð fyrir í Genfarsam- þykktinni frá 1954, séu undan- þegnar. Þá vilja þeir taka fram að Laos afneiti vernd Suðaustur Asíubandalagsins (SEATO). Souvanna Phouma prins sagði á fundi með fréttamönnum í dag að mikill árangur hefði náðst á fundinum í dag og að samkomu- lag ríkti um 9 veigamikil atriði, þ.e.: 1. Að fylgja í innanlandsmálum stefnu, sem er í fullu samræmi við stjórnarskrá Laos. 2. Að tryggja lýðræðislegt frelsi og nema úr gildi öll andlýð ræðisleg lög. 3. Að vernda einingu, hlutleysi og sjálfstæði Laos. 4. Að tryggja öllum borgurum landsins réttlæti Og frið. 5. A, fylgja grundvallarreglum friðsamlegrar sambúðar. 6. Að koma á vinsamlegri :am vinnu við öll ríki, sem virða sjálf stæði Laos. 7. Að taka upp stjórnmálasam band við öll ríki. 8. Að taka á móti beinni aðstoð frá hverju því ríki, er hana veitir án skilyrða til að byggja upp efnahag landsins. 9. Að viðurkenna alla alþjóða samninga undirritaða af Savang Vatthana konungi og nema úr gildi alla samninga, sem í and- stöðu við stefnu friðar og hlut- leysis. 17. júní í Sandgerði SANDGERÐI, 18. júní. — Þjóð- hátíðin var haldin hátíðleg í Sand gerði, eins og undanfarin ár. Hófst hún við barnaskólann kl. 13.00 og var gengið þaðan í skrúðgöngu til íþróttavallarins. Lúðrasveit Miðnesinga lék fyrir göngunni undir stjórn Guðmund- ar Nordahl. Á íþróttavellinum flutti séra Guðmundur Guðmundsson á Út- skálum predikun og Bjöm Dúa- son, sveitarstjóri, mælti fyrir minni Jóns Sigurðssonar. Lúðra- sveitin lék á undan og eftir ræð- unum. Á eftir fór fram knattspyrnu- keppni milli gefinna kvenna og eínhleypra og lauk leiknum með jafntefli. Dansað var til kl. 2 í samkomuhúsinu. — Páll. Svíar unnu 2-1 SVÍAR og Danir háðu landsleik á sunnudaginn. Svíar sigruðu með 2 mörkum gegn 1. í hálf- leik var staðan 1:0 fyrir Svía. —. Nánar síðar. „Very impressed'' sagði Duncan NESKAUPSTAÐ, 19. júní. — Þeir, sem hlustuðu á togara- bylgjunni síðdegis í dag, heyrðu skipherrann á brezku freigátunni Duncan segja brezkum togaraskipstjórum ferðasögu sína, af heimsókn- inni til Reykjavíkur og flug- ! ferðinni með landhelgisgæzl- unni. Sagðist skipherrann hafa orðið mjög hrifinn af því að sjá íslenzku landhelgisgæzl- una að störfum, fullvissaði togaraskipstjórana um að að- ferðir þær, sem flugbátsmenn notuðu við staðarákvarðanir væru mjög fullkomnar — og áreiðanlegar í alla staði. Pétur ) Sigurðsson hefði sagt sér, að \ það væri með öllu útilokað, 4 að íslenzka landhelgisgæzlan í reyndi að taka togara, sem I ekki væri áreiðanlega fyrir \ innan landhelgistakmörkin. Sagðist hann aldrei hafa séð þetta gert í flugvél fyrr. Báru togaraskipstjórarnir fram ýmsar fyrirspurnir, sem skipherrann svaraði, og hvað eftir annað sagðist hann hafa orðið „very impressed“ af því, sem hann sá hjá landhelgis- gæzlunni. — Svavar. Óhliðholl AKUREYRI 19. júní — Veður guðirnir voru Akureyringum og öðrum Norðlendingum ekki sér lega hliðhollir á þjóðhátíðardag- inn. Hátíðahöldin hér hófust kl. 1:20 á laugardag með útiskemmt un, en kvölddagskránni var frest að til sunnudags. Var þá hið blíð asta veður og skemmtu menn sé konunglega. — St. E. Sig. - Síld Framh. af bls. 1 300, Stuðlaberg 500, Snæfell 800, Snæfari BA 100, Baldvin Þor- valdsson 450, Hugrún ÍS 200, Helga RE 600, Pétur Jónsson 200, Ólafur Magnússon EA 350, Smári Húsavík 100, Jökull 350, Seley 500, Páll Pálsson 500, Guðbjörg OF 100, Garðar EA 350, Þorlák- ur 500, Gunnar SU 350, Einar Hálfdáns 350, Pétur Sigurðssön 250, Vörður 600, Hannes Haf- stein 600, Leifur Eiríksson 300, Guðbjörg fs 600, Vattarnes 700. SÍÐARI FRÉTTIR Síldin, sem veiðst hefur undan farið í Reykjafjarðardýpi, hefur verið frekar mögur og fitumagn hennar tali 8—14%. í gær var efnagreint fitumagn í síld, sem veiðst hafði 15 sjó- mílum NA af Kolbeinsey og mæld ist fita í síldinni heilli 15,7% að meðaltali og í flökunum 16,5% að meðaltali. Meðallengd síldarinnar reynd ist 35,8 sm og meðalþyngd 344 gr. Síldin var full af rauðátu. Síld þessi var af 700 tunnu farmi, sem aflaðist á Helga Fló ventsson frá Húsavík og landað var á söltunarstöð Sigfúsar Bald vinssonar á Siglufirði. Auk þessa skips var í gær- kvcldi vitað um tvö skip önnur, sem fengið höfðu afla á sömu slóðum. Innanfélagsmót Armanns Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ efn ir Ármaxm til innanfélaigsmóts á Melavellinum. Keppt verður í 400 m hlaupi, kringlukasti og há- stökki. Kaþólskir dæmdir Budapest, Ungverjalandi, — 19.1 júní (NTB-Reuter). I DAG var í Búdapest kveð- inn upp dómur í máli 12 hátt settra kaþólskra, sem sakaðir eru um að hafa ætlað að koma á fót „kristilegu lýðveldi“ í Ungverjalandi. Meðal hinna ákærðu voru fimm prestar og þrír munkar. Ellefu hinna á- kærðu játuðu á sig sakir en einn neitaði allri sök. Vægasti dómurinn var 2% árs fang- elsi, þyngsti dómurinn 12 ár. Réttarhöldin yfir ellefu hinna ákærðu fóru fram fyrir opnum dyrum, en tólfta málið, varðandi kaþólska prestinn Istvan Tabody, sem hlaut 12 ára fangelsisdóm, var rekið með leynd. Hann var ásakaður um landráð. Hinir voru sakaðir um aðgerð ir gegn ríkinu og játuðu allir nema ödön Lenard, fyrrverandi prestur, sem dæmdur var til 7% árs fangelsisvistar. Saksóknari hafði krafizt „þungra dóma“ í máli hans og ödöns Barlays, sem hann sagði að væru aðalleiðtogar andbyltingarsamtakanna. Saksóknarinn sagði að sumdr hinna ákærðu hefðu aðeins haft í frammi „andlegar aðgerðir'* gegn kommúnistastjórninni. En hann bætti því við að þetta væri þeim mun hættulegra þar sem hinir ákærðu gætu með þessu of- vegaleitt saklaust fólk. Páfastóllinn í Róm hefur lýst því yfir að dómar þessir séu enn ein sönnun þess hve ung- verska þjóðin og ungverska kirkj an séu kúguð af kommúnistum. Benzín ,,á svörtum" BIFREIÐAEIGENDUR f Reykjavík virðast hafa birgt sig æði vel upp að benzíni áður en verkfallið skall á, því bílaumferðin er enn mikil. Þó mun vera orðið þröngt í búi hjá mörgum og eru brögð að því, að menn hafi reynt að notfæra sér neyð náungans. Er vitað til þess, að benzín- lítrinn hafi verið boðinn á 5 krónur. Innilegar þakkir til barna, tengdabama og allra ann- arra er færðu mér gjafir eða á annan hátt sýndu mér vináttu og hlýhug á 70 ára afmæli mínu þann 8. þ.m. Kristjana Hóhannsdóttir. SIGRtÐUR HULDA ÁGÚSTSDÓTTIR Bogahlíð 24, andaðist laugardaginn 17. júní á Landsspítalanum. Jóna G. Jónsdóttir, Ágúst H. Kristjánsson. Móðir mín og tengdamóðir HENRIETTA ÁSMUNDSDÓTTIR , Suðurgötu 8, lézt að Elli og hjúkrunarheimilinu Grund 17. júní. Kristín Guðmundsdóttir, Haraldur Gislason. Maðurinn minn KJARTAN SÆMUNDSSON frá Stapakoti, andaðist í sjúkrahúsinu í Keflavík 19. júní. Herdís Þórðardóttir. Útför okkar hjartkæru móður og tengdamóður GUÐRÚNAR HINRIKSDÓTTUR fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 2 e.h. Börn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ÞÓRUNNAR GUÐJÖNSDÓTTUR Skólavörðustíg 15. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför fósturmóður minnar SIGRlÐAR JÓNSDÓTTUR Fyrir hönd vandamanna. Ingólfur Ásmundsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar- för föður okkar KRISTJÁNS BÁRÐAR SIGURÐSSONAR Aðalstræti 11 Isafirði. Börnin. Innilegt þakklæti vottast öllum, sem sýndu hluttekn- ingu við fráfall GUNNARS ÞÓRÐARSONAR bókara. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.