Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. júnx 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesserv. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. EINKENNILEG VERKFALLSBARÁTTA l/'ERKFALL Dagsbrúnar og * Hlífar hefur nú tekið á sig einkennilegan svip. — Verkföllunum er haldið á- fram til að knýja fram lægri laun en verkamönnum eru boðin. Vinnuveitendur bjóða 11% hækkun á öll laun, en fulltrúar verkalýðsfélaganna vilja 10% hækkun og greiðslu 1% af dagvinnulaunum í sér- stakan sjóð félaganna. Það er saga út af fyrir sig, að engum vafa er undirorp- ið, að það hefði verið verka- mönnum hagkvæmara að samþykkja miðlunartillögu sáttasemjara um 6+4% hækkun, því að vonir stóðu ta að þá yrði um raunhæf- ar kjarabætur að ræða, en 11% kauphækkun leiðir ó- hjákvæmilega til almennra hækkana, sem éta upp hin- ar ímynduðu kjarabætur. Kröfuna um meiri kaup- hækkun en fólst í miðlunar- tillögunni, gátu kommúnist- ar hins vegar túlkað þannig, að verið væri að berjast fyr- ir hagsmunum verkamanna. Mönnum finnst, að þeir hljóti að vera betur settir með 11% hækkun en 6%, þótt reynsla undanfarinna verk- falla hefði raunar átt að nægja til að sannfæra menn um fánýti þeirra krafna, sem atvinnuvegirnir ekki standa undir. Með kröfunni um lægri laun en boðin eru, hafa kommúnistar aftur á móti gengið skrefi lengra en skyn- samlegt getur talizt í hinni jpólitísku baráttu þeirra. All- ir hljóta nú að sjá, að verk- fallabaráttan miðast ekki við að bæta kjör verkamanna. Allt blaður um að hinn svo- nefndi styrktarsjóður séþeim hagkvæmari er auðvitað út í bláinn. Ef verkamenn vildu fremur að hið 1% rynni í sérstakan sjóð en til þeirra sjálfra, þá er þeim auðvitað í lófa lagið að greiða þá upphæð í slíkan sjóð eða kaupa sér sérstakar trygg- ingar hjá tryggingarfélögum, og samt ættu þeir þá eftir kauphækkun þá, sem einnig er boðin á yfirvinnu. En slíkan hátt vilja komm- únistar alls ekki á hafa, í fyrsta lagi vegna þess að þeir óttast það að vonum að flestir verkamenn mundu nota fé þetta til sinna þarfa, en í öðru lagi vegna þess að þeir verkamenn, sem legðu fé í slíkar tryggingar, mundu auðvitað vilja ráða því sjálf- ir, hvernig með sjóðinn yrði farið og þá væri erfiðara fyr- ir kommúnista að hagnýta hann í þeim tilgangi sem þeir æskja, þ.e.a.s. til pólitísks framdráttar klíku þeirrar, sem stjórnar kommúnista- flokknum. SKRÍTIN FRÉTTA TILKYNNING Ungversk sendinefnd hefur dvalið á Islandi frá 9.—13. júní til þess að rann- saka möguleika á auknum samskiptum milli íslands og Ungverjalands. Sendinefndin átti viðræður við forseta Islands, herra Ás- geir Ásgeirsson, Guðmund í. Guðmundsson, utanríkisráð herra og Gylfa Þ. Gíslason, viðskipta- og menntamálaráð herra. í viðræðum þessum kom í ljós að möguleikar eru á að auka samskipti og samvinnu á sviði viðskipta- og menn- ingarmála, og verður í því skyni unnið að nauðsynleg- um undirbúningi í báðum löndunum. í sendinefndinni voru m.a. Frigyes Puja, aðstoðarutan- ríkisráðherra, og Pól Korbac- sics, sendiherra í Stokkhólmi, en hann er jafnframt sendi- herra lands síns hér á landi. (Frá utanríkisráðuneytinu)." Þessi tilkynning barst Morgunblaðinu fyrir helgina og birtist hún hér í ritstjórn- argrein. Um þessar mundir er sýnd í Tjarnarbíói kvikmynd frá harmleiknum í Ungverja- landi, þeim ógnarlegu at- burðum, sem íslendingar ekki hafa gleymt. Hin sakleysis- lega fréttatilkynning utan- ríkisráðuneytisins íslenzka vekur því sannarlega enga gleði með þjóðinni. Við skulum hér ekki ræða um viðskipti við Ungverja, en hitt er ljóst, að aukin samskipti og samvinna á sviði menningarmála við Kadar-stjórnina ungversku, sem nú er sagt að í undir- búningi sé, er andstætt vilja íslendinga, og þess vegna vekur tilkynning ráðuneytis- ins furðu. DAUFT YFIR- BRAGÐ ÞJÓÐ- HÁTÍÐAR Ví miður varð þjóðhátíð'in ekki eins ánægjuleg og menn höfðu vonað. Kalsa- veður var víða um land og í Reykjavík var dans á götun- um hindraður af einstæðri skammsýni og óbilgirni manna, sem með þeirri af- stöðu þóttust vera að vinna að hagsmunum verkalýðsins. „í GÖTUVIRKIN“ er gamalkunnugt franskt víg- orð. Það hljómaði í stjórn- arbyltingunni miklu 1789 og oft síðan hefur það kveðið við, þegar órói og ólga hefur verið meðal hinnar gallversku þjóðar. Nú hefur Frakkland fengið styrka stjóm de Gaulles, sem hefur unnið stórkostlegt átak á fáum árum til að koma efna- hagslífi landsins á réttan kjöl og skapa grundvöll- inn að bættum lífskjörum þjóðarinnar. En þrátt fyrir það, hafa víg- orðin „götuvirkin“ heyrzt að nýju, — götuvirki eða Barri- cades og vegatálmanir hafa verið reist, en að þessu sinni bregður nýtt við, nú eru það ekki borgarbúamir sem mót- mæla, heldur bændumir. Víða hefur komið til átaka. Mót- mælaaðgerðum bændanna á Bretagne-skaganum hefur ver ið líkt við uppreisnartilraun Franska stjórnin hefur lýst yfir vandræðaástandi á Bre- tagne skaganum, en bænda-i byltingin breiðist út. Foringjari ánægju þjóðarinnar, að frétt- ir skyldu hafa borizt frá Danmörku um frestun á af- hendingu íslenzku handrit- anna. Allt hjálpaðist þetta að við að gera daginn dauflegri en annars hefði verið á 150 ára afmæli Jóns Sigurðsson- ar og 50 ára afmæli Háskóla íslands. En öll él birtir upp um síðir, og við skulum vona að þess verði skammt að bíða að aftur verði bjartara yfir íslenzku þjóðlífi. bænda í Mið Frakklandi hafa ákveðið að hefjia samskonair mótmælaaðgerðir þann 27. júní. Mótmæla með dráttarvélum. Mótmælaaðgerðir bændanna hafa verið fólgnar í því, að fara í mótmæliagöngur og stöðva alla umferð og flutn- inga um aðalvegi héraðsins. Einn daginn söfnuðust um 2000 bændur saman í bænum Malestroit, fóru inn í mjólk- urbú, stöðvuðu alla vinnu þar og hindruðu vörubíla og mjólk urbíla í að komast leiðar sinn- ar. Annan daginn óku um 1000 bændur í stórri fylkingu um bæinn Facquet og aðrir stétt- arbræður þeirra lokuðu öllum vegamótum á stóru svæði um- hverfis með dráttarvélum. þann sama diag lokuðu bænd- ur öllum vegum inn í bæinn Guingamo með 200 dráttar- vélum. Vegum og strætum umhverfis bæima St. Brieuc og Nantes var lokað með götu virkjum. FRÉTTIR berast víða að um I Parísarfréttum segir að í dag hafi sex manns slasazt er heimatilbúin sprengja sprakk fyrir utan ritstjórnarskrifstofur Túnis-vikuritsins Afrique Ac- tion. Við sprenginguna kvikn- aði í byggingunni og tók það slökkviliðið um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Meðal hinna særðu var kona, sem hlaut mikil andlitssár. Frá Bolzano á Norður-Ítalíu er símað að tveir unglingar hafi verið drepnir er þeir neituðu að hlýðnast fyrirskipunum vopn- aðra varða um að nema staðar. Mikið hefur verið um óeirðir í VerShækkun og offramleiðsla. í Kröfurnar sem bændur gera i er að verðið á landbúnaðar- i vörum verði gert stöðugra en / verið hefur. Að undanförnu J hefur verðið lækkað stórlega á ýmsum afurðum vegna mik ils framboðs og offramleiðslu. Þá eru uppi háværar kröfur , um að krefjast aukinnar iðnvæðingar Bretagne-skaga. Bretónarnir, eins og skaga- menn eru kallaðir, telja sig og hafa orðið afskipta um sam göngubætur, svo að þeim er gert örðugra en Normönnum að koma afurðunum á Plarís. ar-markaðinn. Auk þess sem franska stjóm in hefur sent aukið lögreglu- lið út á skagann til þess að ; halda opnum samgönguleiðun um hefur hún nú heitið Bre- tónum ýmsum úrbótum. Úrbætur stjórnarinnar. Hún hefur heitið að flytja offramleiðslu á kartöflum og 6000 tonn af smjöri til Alsír. Þá hefur verið ákveðið að veita fjárframlög og lán til að endurskipuleggja og end- urbæta sláturhús á skaganum og koma upp nýjum frystihús um. 1 Sérstakur markaður verður settur upp á Bretagne, sem á að draga úr verðsveiflum og rninnka milliliðagróðann. Hænsn.aræktarmönnum A Bretagne verður veitt sérstök aðstoð. Gerð bílabrautar og liagning rafmagnsjámbrautar út á Bre- tagne verðuir efst á lista hjá franska samgöngumálaráðu- neytinu. Bolzano undanfarið og sprengju árásir gerðar á orkuver og jámbrautir. Hefur verið sett ferðabann í nágrenni orkuvera að næturlagi. Bolzano er hluti af landsvæði því, sem Austur- ríkismenn nefna Suður-Týroi en Italir Alto Adige. Land- svæði þetta var innlimað í Ítalíu eftir fyrri heimsstyrjöld- ina, en Austurríkismenn krefj- ast meiri sjálfstjómar fyrir þýzkumælandi íbúa þar. 1 Madrid voru 17 manns dregnir fyrir rétt í dag ásakaðir um tilraunir til að koma á fót kommúnistasellum og að dreifa kommúnistaóróðri. Krefst sækj- andinn 6 til 20 ára fangelsis- dóma. Tíu manns voru handteknir í Framh. á bls. 17 Þá skyggði það auðvitað á handtökur, njósnir og mann- dráp undanfarna daga. Njósnirog manndráp NTB/Reuter, 19. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.