Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. júni 1961 Verkfall og veður spilltu hátíðahöldunum VEÐURGUÐIRNIR voru ó- þjóðhollir á sjálfan þjóðhátíð ardaginn. í Reykjavík var eins og víðar hryssingslegt veðurfar, hvasst og kalt, og rigningarslitur lömdust í and lit skjólklæddra barna, sem gengu í skrúðgöngunum. Ur- koman var þó ekki svo mikil, að hún mældist. Mörg börnin höfðu verið búin í sumarflík- ur um morguninn, en á síð- ustu stundu höfðu mæðurnar steypt vetrarúlpum yfir syni og dætur, enda ekki vanþörf á í norðan garranum. Hitinn var tæp átta stig um daginn, Hallsson sungu, og leikinn var þáttur eftir Ragnar Jóhannesson. Kl. 10 var hátíðahöldunum 3lit- ið. Dans var enginn úti á götum vegna þeirrar meinbægni verk- fallsstjórnar að leyfa ekki upp- setningu hljómsveitarpalla og aðra undirbúningsvinnu. Voru götur Reykjavíkur tómlegar þessa nótt, en fjöldi manna þyrpt ist suður í Hafnarfjörð og Kópa vog, og þar dunaði dansinn á pöll um og götum. Nýstúdentar vökn uðu, þegar líða tók á kvöldið, og munu þeir flestir hafa skemmt sér í Sjálfstæðishúsinu fram eftir nóttu. Forsetahjónin ásamt Jóhanni Gunnari Ólafssyni, sýslumanni, og fylgdarliði sínu fyrir framan íbuðarhúsið að Rafnseyri. (Ljósm. Mbl.: Markús) Hátíöahðldin á Rafnseyri tdkust vel þrátt fyrir leiðindaveður * Forseti Islands var meðal gesta þar en komst um nóttina niður í sex stig. Kl. tíu um morguninn var há- tíðin hringd inn í klukknaportum allra guðshúsa höfuðstaðarins, en hálftíma áður höfðu íþrótta- menn, sem upphaflega hófu há- tíðahald 17. júní, lagt blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum í Vesturbænum. Benedikt G. Waage, forseti f- þróttasambands fslands, lagði sveiginn á gröfina, og var það í 35. skipti sem hann framkvæmir þá athöfn. Þegar kl. var stundarfjórðung gengin í ellefu lagði forseti bæjar stjórnar, frú Auður Auðuns, blómsveig frá Reykvíkingum á legstað Jóns, og Karlakór Rvík ur söng undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. Kl. eitt lögðu skrúðgöngur upp vestur á Melum, uppi á Skóla- vörðuholti og inni á Hlemmi. Skátar gengu í fararbroddi hverr ar göngu, börn og unglingar mynduðu kjarna þeirra, en stúd entar, sem sérstaklega höfðu ver ið beðnir um að fylkja liði, sáust fáir. Munu þeir hafa sofið væran á sitt eyra, enda flestir lúnir eft ir gott hóf kvöldið áður. Lúðra sveitir blésu göngumóð í skrúð göngufólk. Göngurnar náðu sam an niðri á Austurvelli. Formaður þjóðhátíðarnefndar, Eiríkur Ás- geirsson, setti hátíðina þar, en síðan var gengið í Dómkirkjuna og hlýtt messu hjá herra biskup inum Sigurbirni Einarssyni. Árni Jónsson söng einsöng, og dr. Páll ísólfsson lék á orgelið. Stundarfjórðung gengin í þrjú lagði forseti Hæstaréttar, Gizur Bergsteinsson, blómsveig frá ís- lenzku þjóðinni við minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Þá flutti for- sætisráðherra, Ólafur Thors, ræðu af svölum Alþingishússins. Ávarp „fjallkonunnar", sem séra Sigurður Einarsson í Holti hafði ort, flutti Sigríður Hagalín. Ætt jarðarlög voru sungin og leikin undir stjórn Pauls Pampichlers Og Jóns G. Þórarinssonar. Allmargt manna var á Austur- velli um miðjan daginn, en þó færra en undanfarin ár. Mun veðrið hafa átt höfuðsök á því. Kl. 3 hófst barnaskemmtun á Arnarhóli sem Klemens Jónsson, leikari, stýrði. Þar var margt til skemmtunar og mikill fjöldi barna saman kominn. Kl. 5 hófust hátíðahöld íþrótta manna á Laugardalsvelli, en frá þeim er skýrt annars staðar í blaðinu. Um kvöldið var haldin kvöld- vaka á Arnarhóli. Lúðrahveit Reykjavíkur lék, ritari þjóðhátíð arnefndar, Ólafur Jónsson, setti kvöldvökuna, borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, flutti ræðu, Karla- kór Reykjavíkur söng, leikinn var þáttur eftir Guðmund Sig- urðsson, óperusöngvararnir frú Sigurveig Hjaltested og Kristinn ÞRÁTT FYRIR óhagstætt veð ur munu 12—1500 manns hafa sótt hátíðahöldin að Rafnseyri 17. júní. Voru gest ir komnir úr flestum hyggðar lögum Vestfjarða og mörgum öðrum landshlutum. Heiðurs gestir við hátíðahöldin á Rafnseyri voru forseti íslands Herra Ásgeir Ásgeirsson, á- samt frú sinni og fylgdarliði. Það var um kl. hálftíu árdegis þann 17. júní, sem varðskipið Óðinn sigldi undir stjórn Eiríks Kristóferssonar, skipstjóra, inn Arnarfjörð, fánum prýddur stafna á milli, með fána forseta íslands við hún á framsiglu. Hafði skipið látið úr höfn í Reykjavik um kl 10 kvöldið áð- ur og sigldi til Rafnseyrar með forsetahjónin, fylgdarlið þeirra, þrjá af þingmönnum Vestfjarða kjördæmis og fleiri gesti, m.a. fréttamenn þriggja Reykjavíkur blaðanna. Sjólag var fremur slæmt um nóttina, mikill mótbyr, og þjáðust margir um borð af sjóveiki, aðrir en þeir sem verið höfðu svo forsjálir að taka inn sjóveikistöflu. Munu forsetahjón in hafa verið í þeirra hópi. Um nóttina fékk annar lög- regluþjónanna, sem voru í fylgd arliði forseta, Björn Kristjáns- son ,svo hastarlegt nýrnakast, að hann varð að flytja á sjúkrahús á Patreksfirði og dvaldi hann þar á þjóðhátíðardaginn, en var tekinn um borð í Óðinn á heimleiðinni. Skip forseta iagðist við festar skammt fyrir utan Rafnseyri, en þar lá einnig varðskipið María Júlía, sem flutti þjóðhátíðargesti frá Bíldudal. Stundarfjórðungi fyrir tvö steig forseti ásamt fylgdarliði sínu um borð í skips bátinn sem sigldi síðan upp til lands og lagðist þar við bryggju. Tóku þar á móti þeim hátíða- nefndin, sýslumaður' og tveir af þingmönnum kjördæmisins. Hátíðahöldin hófust kl. 2 eftir hádegi og flutti Sturla Jónsson, hreppstjóri á Suðureyri, fram- kvæmdastjóri hátíðarnefndar, setningarræðu. Að henni lokinni söng kirkjukór Þingeyrar þjóð- sönginn undir stjórn Baldurs Sig urjónssonar. Forseti íslands fiutti síðan ávarp og er það birt hér á öðrum stað í blaðinu. Var öll- um hátíðargestum það sérstakt gleðiefni að forseti skyldi geta þegið boð um að koma til Rafns- eyrar, og var þeim hjónum fagnað innilega, en þess má einnig geta, að forsetinn var um árabil á þingi sem þingmaður Vestur-ís- firðinga. Eftir ræðu forseta söng kórinn „Þagnið dægur-þras og rígur“, Jónas Tómasson, tónskáld, lék undir á orgelið. Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli las drápur, sem Jóni Sigurðssyni höfðu verið fluttar af ýmsum ís- lenzkum skáldum. Næst flutti Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld „Minni Jóns Sigurðssonar" og Jón Ólafsson, prófastur í Holti flutti „Minni íslands“. Kirkju- kór Þingeyrar söng á milli atriða. Nú var gert hlé á dagskránni í GÆR hófst í sakadómi Reykja- víkur rannsókn á óvenjulegu árásarmáli. Tveir 16 ára piltar er handteknir voru að morgni þjóðhátíðardagsins, réðust á hálf sjötuga konu, sem býr í húsi hér í úthverfi bæjarins. Lögðu þeir hendur á konuna, sem fékk taugaáfall, en slapp lítið meidd úr höndum árásarmannanna. Þeir voru í gærkvöldi úrskurð- aðir í þó nokkra varðhaldsvist. Konan, sem hér um ræðir, býr ein í húsi, og vaknaði hún eld- snemma á laugardagsmorgun við að rúða var brotin í forstofuhurð- inni. Er hún fór framúr til þess að aðgæta hverju þetta sætti, voru þar fyrir tveir piltar, sem þá þegar réðust á hana. Konan, sem er á sjötugsaldri, hrökklað- ist undan árásarmönnunum, en þeir keyrðu hana niður í sófa og gerðu tilraun til þess að nauðga henni. Konan segir piltana hafa hótað að drepa sig. Um leið og þeir ruddust inn í húsið, greip annar árásarmann- anna símatólið og sleit hann það úr sambandi. Meðan árásarmenn- irnir þjörmuðu að konunni, urðu þeir saupsáttir, Og fóru þeir út úr herberginu, en við það opn- aðist undankomuleið fyrir kon- og var þá gengið um beina í ný byggðu prests- og skólahúsi. Að kaffidrykkju lokinni gekk for- seti og fylgdarlið hans til hinnar 75 ára gömlu kirkju staðarins og notaði forseti tækifæri til að rabba við gamla vini og fylgis- menn úr sýslunni. Gekk hópur inn svo upp á Bælisbrekku og ræddi forseti og Hörður Bjarna- son, húsameistari, um væntanleg ar framkvæmdir á staðnum. Nú þegar er búið að reisa íbúð arhús fyrir prestinn og hluta af skólahúsinu. En gert er ráð fyrir að í framtíðinni verði rúm fyrir 24 heimavistarnemendur 1 skól anum á Rafnseyri. Verða her- bergi þannig úr garði gerð að þau megi nota sem gistiherbergi una. Hún klifraði út um glugga á herberginu. Hlóp hún út á veg, og þar að bíl, en bílstjóri hans gerði lögreglunni viðvart. Þegar lögreglan kom, voru árás- armennirnir horfnir úr húsinu. Fundust þeir þar sem þeir reyndu að fela sig í hávöxnu grasi. Voru þeir þegar handteknir. Báðir voru þeir ölvaðir mjög. Það kom í ljós að þeir höfðu farið í peningaveski konunnar og stol- ið buddu, en í henni var lítið af peningum. Það kom þegar fram við fyrstu yfirheyrslu á laugardaginn, að þeir höfðu afráðið árásina á kon- una í félagi. Hvorugur þekkir hana, en annar árásarmannanna býr nokkuð frá húsi konunnar og hafði hann vitað að hún var þar ein. Konan, sem fyrir árásinni varð, meiddist lítið, en fékk mikið taugaáfall. Hún hafði komið fyrir sakadóm í gærdag, en Ármann Kristinsson sakadómari, fer með rannsókn máls þessa. Hún gat þess, að aðfaranótt 9. fyrir ferðafólk að sumarlagi. Eft ir er að reista íbúðarhús fyrir á búanda jarðarinnar, sem nú er Jón Waage, kapellu og planta skógi í hvömmunum í kringum bæinn. Voru fjörugar umræður þarna á brekkubrúninni, þrátt fyrir rok og rigningu. Átta til níu ára snáði sem fylgzt hafði með samtalinu spurði forsetann hvort ekki væri rafmagn á Rafns eyri. Forseti svaraði því játandi Og spurði piltinn hvaðan hann væri. Hann var frá Þingeyri. Klukkan 5 var skemmtuninni haldið áfram og fór þá fram fim leika- og þjóðdansasýning undir stjórn Sigurðar Guðmundssonar íþróttakennar á Núpi, en henni lokinni var stiginn dans á palli. Kvaddi forseti Rafnseyri um sjö leytið og var þá haldið til kvöld verðar um borð í varðskipinu en klukkan tæplega níu létti Óðinn akkerum og stefndi út Arn arfjörð, hafði stutta viðkomu á Patreksfirði og sigldi síðan rak leiðis til Reykjavíkur, en þangað var komið árla morguns á sunnu dag eftir þægilega sjóferð. þ.m. iefði hún vaknað við að verið var að rjála við útihurðina. Fór hún framúr en þá var þar enginn. En þá veitti hún því at- hygli að útidyralykillinn stóð I hurðinni. Nokkru síðar vaknar hún við að enn er komið að hús- inu. Hún fer þá aftur á stúfana og sér þá hvar tveir menn með grímu fyrir andlitinu eru við útihurðina. Hringdi konan á lög- regluna, en er hún kom, þetta var um kl. 5 árd., voru grímu- mennirnir á bak og burt. Annar á rásarmannanna kom fyrir Ármann Kristinsson saka- dómara, og skýrði hann frá því, að eftir líkamsárásina á konuna hefðu þeir lagt á flótta frá hús- inu enda orðið þess þá varir að konan var komin út í leit að hjálp. Þeir voru komnir alllanga leið frá húsiu, er þeir söknuðu brennivínsflösku, sem þeir höfðu haft meðferðis. Þeir voru að koma frá því að ná í flöskuna, er þeir sáu til lögreglunnar og földu sig í grasinu. Þessi piltur hafði viðurkennt fyrir Ármanni Kristinssyni árás- ina á konuna og, að þeir félagar væru einnig „grímumennirnir", Hefðu þeir ætlað að brjótast inn til konunnar og ræna hana í það skiptið. Hinn árásarmaðurinn var ekki leiddur fyrir sakadómarann, en hann úrskurðaði árásarmenn- ina báða í 45 daga varðhald I gærkveldi. Líkamsárás á konu Tveir 16 ára piltar þar að verki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.