Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. iúní 1961 Gunnar Felixson skorar fyrsta mark leiksins. Hann brunar að marki með glæsilega sendingu Þórólfs Beck og Zanten mark- vörður fær ekki að gert. Fjögur glæsileg mörk færðu íslandi verðskuldaðan sigur 4:3 Þórólfur bezti ma5ur vallarins * er Island vann Holland 4—3 ÞRÍTUGASTI landsleikur Islands varð sigurleikur. Og það var verðskuldaður sigur sem íslenzka liðið vann. Á að gizka 8 þúsund manns komu á völlinn og tóku á köflum virkan þátt í leiknum með því að hvetja landana. Þetta er á réttri braut hjá áhorfendum — og landsliðinu. Fjórum sinnum sendu íslenzku framherjarnir knöttinn í hollenzka markið. Öll voru þau skoruð úr fallegum upp- hlaupum, stundum glæsilegum upphlaupum og sendingum. Þrívegis varð Heimir að sækja knöttinn í mark íslands. Sigur okkar gat orðið stærri ef vörn okkar hefði ekki verið opnari en allar vonir stóðu til. Þrír menn bera nokkuð af í leiknum af íslendingum. Þór ólfur Beck stendur þar lang- fremstur og sýndi beztan leik allra á vellinum. Hann átti þátt í öllum mörkunum að verulegu leyti og skoraði eitt sjálfur. Þá er það Heimir í markinu, sem hann varði af öryggi og festu. Gunnar Felixs son átti og mjög góðan leik. Yfirferð hens er feikileg og lenkur hans mðe Þórólfi var á köflum glæsilegur enda nýtti hann tvö tækifæranna eins og bezt verður á kosið, — með tveim fallegum mörkum. Hollendingarnir tóku völdin fyrstu mínúturnar. Það var eins Og ísl. liðið áttaði sig ekki á að leikurinn var byrjaður. Á fyrstu mín. kom hornspyrna á ísland og henni lauk með tveim öðrum. Garðar bar ábyrgðina á tveimur þeirra — en þær urðu ekki hættulegar. Stuttu síðar grípur Heimir fallega inn í leik- inn. Það fór fagnaðaralda um áhorfendaþúsundirnar — Og Heimir komst í essið sitt. Eftir 7. mín. kemur fyrsta upp hlaup íslendinga — komst upp undir mark en án hættu. Þarna fyrst losnaði um þá pressu sem hófst á ísl. markið í byrjun leiks- ins. Og ísl. sóknartilraunirnar verða strax virkari en þær holl- enzku. Það er spilað dreifðara og hættan er meiri í upphlaupunum. Gunnar kemst í gott færi en spyrnir fast í stað þess að lyfta yfir hollenzka markv. Og þá byrja mörkin. 7mr\ Eftir 10 mín. leik nær •yJ ísl. liðið slíku upp- hlaupi og það allt inn í marknet 2:1 Hollands. Upphafið byrjaði á vall armiðju. Þórólfur fær knöttin, leikur fram Og Gunnar sér tæki- færið brunar fram og Þórólfur gefur í eyðuna á réttu augna- bliki. Gunnar skorar með góðu og öruggu skoti. 2mr\ Sex mín. síðar kemur • •r næstum endurtekning á fyrra markinu. Þórólfur leikur fram miðjuna. Verður að bíða eftir samherjunum. Steingrímur eygir tækifærið og fær knöttinn á réttu augnabliki. Steingrímur skorar annað mark íslands af stuttu færi. Það leið aðeins rúm mínúta þar til Hollend ingar svöruðu. Upphlaupið kem- ur upp hægri kant og sndi er langsending að marki. Hún virð- ist hættulaus. Árni hættir og bíð- ur. — Heimir líka. En Weber v. útherji lét ekki hugfallast. Hann hleypur að Og fær skallað undir þverslá og inn. Þetta mark verður að skrifast á reikning Árna og Heimis. 3 1 Á 40. mín. eykst bilið • • aftur Þórólfur og Gunnar leika upp miðjuna eftir langa uppbyggingu aftar. Gunnar hefur sendinguna — leik ur framhjá markverði og skorar í mannlaust markið Vörn Hol- lendinga var þarna grátt leikinn, og kom engum vörnum við. 3m n Tveim mín. síðar svara Hollendingar. Weber útherji sem var laus í stöðu sinni og fór víða um völl leikur fram miðjuna. Rúnar sleppir af mið- herjanum Kerans. En honum tekst ekki að „dekka“ eyðuna. Kerans fær knöttinn leikur nær og skorar af 14 metra færi örugg Beztu menn liðanna. Þórólfur í baráttu við fyrirliða Hollend inga, Molenaar. Þórólfur bar sigurorð af honum í leiknum. (Myndir: Sveinn Þormóðsson) lega. Þarna var ísl. vörnin mjög sundurlaus. 3:3 Á 15. mín. síð. hálf- leiks jafna Hollend- ingar. Hainje innherji fær send- ingu frá Libregts, Rúnar hafði staðið mjög illa í stykkinu áður en Librigts sigrar í návígi og fær sent Hainje. Hainje leikur nær og skorar rétt innan við víta- teigslinu, með föstu og góðu skoti. Það leit illa út. En ísl. liðið beið ekki boð- anna að svara. Steingrímur lék upp kantinn alveg upp undir endalínu, gaf þar háan bogabolta fyrir markið og Þórólfur skallar í netið. Þetta reyndist sgiurmark- ið í ieiknum. Tvívegis eftir þetta komst mark Hollendinga í verulega hættu. Molenaar miðverði tókst að bjarga á marklínu eftir lag- legt upphlaup og fallega skipt- ingu á hægri væng. Ingvar skorti herzlumun á að skora þarna — hafði ágætt færi en slæma að- stöðu. Steingrímur komst í færi síðar — og sendi í netið, en dóm- arinn dæmdi rangstöðu og undir- ritaður telur þann dóm hárrétt- an, þó línuvörður hafi verið á öðru máli. í heild var leikur ísl. liffs- ins ákveffnari en hins hol- enska. Sigurinn var því fylli- lega verðskuldaður. Fram- herjunum — og markverffi ber fyrst og fremst aff þakka 6. landsliðssigur okkar. Undir lokin sóttu Hollend- ingar mjög fast og má segja að þeir hafi gerst nokkuff ágengir. Þó komst ísl. markiff ekki í verulega hættu utan einu sinni í horni. Þá brást Hollendingum bogalistin, en Heimir var þá úr jafnvægi til aff verja. Framh. á bls. 23 Sagt eftir leikinn — ÞETTA var góffur leikur, sagði dómarinn er hann kom kófsveittur svo perlaffi á enni hans til búningsklefanna eft- ir leikinn. — Hann var vel leikinn og drengilega. — Hvaff um rangstöffu- markiff ? • — Ég hafffi horft á v. út- herjann allan tímann og er ekki í vafa um aff hann var rangstæður. Hins vegar viff- urkenni ég aff h. framvörður snerti knöttinn með hendinni áður en þriðja mark Hollend inga kom. Ég stöðvaði ekki leikinn, en framverffinum tókst aff spyrna til h. inn- herja og hann skoraði íslenzka liffiff átti góffan leik og liff sem á miffherja eins og þiff tslendingar eigiff er ekki á flæðiskeri statt. Og þiff sem eigiif þennan líka dásamlega völl aff auki. — Og vann þá betra liffiff? — Tvímælaulaust, svaraði hinn gófflegi tri. — ★ — Molenaar miffvörffur, fyrir- liði Hollendinga, skildi illa ensku, en h. framvörffur hljóp undir bagga meff okk- ur og túlkaði. — Var þetta góður leikur aff ykkar dómi? — Bæði og . . . svaraði Molenaar. Jafntefli hefði ver ið bezta Iausnin. Við áttum mun meira í síðari hálfleik. — Beztur tslendinga? — Miðherjinn. Hann er erfiffur viffureignar og Iang- hættulesgastur. Án hans hefffi fsland ekki unniff. Og síðan sag'ði Libregts framvörffur okkur sína skoff- un um þaff, aff þetta væri ekki bezti leikur Hollend- inga, en samt væru þeir mjög ánægðir meff hann. — ★ — Sveinn Teitsson var aff vefja sárabindi af fótum sér. — Já, hvort ég er ánægff- ur. Það datt aff vísu dálítiff niður í síðari hálfleik, en þaff var ekki um annaff að ræða en styrkja vörnina og halda í forskotiff. Spiliff hjá strákunum var gott á köflum, en kannski vorum viff framVerffimlr of framarlega framan af leikn- um. — Bezti maffurlnn? — Ég mundi segja Gunnar Felixson. Hann er nýliðinn og stóff sig meff stakri prýffi. — A. St. Steingrimur Bjömsson skorar annað mark tslands. Hann fékk sendingu frá Þórólfi — komst í dauðafæri og skoraffi örugglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.