Morgunblaðið - 25.06.1961, Page 15
Sunnudagur 25. júni 1961
MORGUNBLAÐIÐ
15
Einn af blaðamönnum Mbl.,
Ingimar Erlendur SigHirðsson,
fór fyrir skömmu sem farar-
stjóri á vegum Ferðaskrifstof
unnar Sunnu tii Madeira,
Portúgals og Spánar. Ferðin
var fyrsta hópferð íslendinga
með stóru farþegaskipi. I þess
ari fyrstu grein um ferðalagið
er einkum sagt frá dvölinni
um borð í skipinu, en í síðari
grein verður sagt nokkuð frá
heimsókn til Madeira, svo og
Lissabon í Portúgal og Vigo
á Spáni.
I. GREIN
— EF SKIPSTÓRINN á þessu
skipi laetur sjá sig á hafnarbakk
anum, þá verður hann strýktur,
sagði gamall, haltur Hollending-
ur og skók stafinn framan í stór-
vaxinn, brezkan lögregluþjón,
Eyjaskeggjar hópast að lystiskipinu við Madeira.
sfm er
§lungin‘
sem hélt uppi röð og reglu. Hann
vissi greinilega ekki, hvernig
hann átti að taka hótun Hollend
ingsins; andlit hans var svip-
brigðalaust, síðan einbeitnislegt,
loks lifnaði dauft bros á vörum
hans, og hann sagði:
— Herra minn, þér virðist
gleyma því, að skipið tafðist ein
mitt í Hollandi.
Hollendingurinn lét sér nægja
að skaka stafinn orðvana, en
lögregluþjóninn skipaði mann-
mál, vog og mynt snertir, held-
ur einnig siði, venjur og hugs-
unarhátt. Enginn fer allur til
útlanda. Helmingurinn er eftir
heima. Allt þetta fólk á að deila
kjörum um borð í þessu skipi
og kanna enn önnur lönd. Að
vísu aðeins stuttan tíma. En
hvernig mun því ganga að
hrista sig saman, eins og sagt
er á reykvísku? Þarna eru Þjóð
verjar, Hollendingar, Banda-
Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu, kynnir íslendingana fyr-
ir útlendingaeftirlitinu um borð í Aurelíu, áður en hann
kvaddi hópinn. —
/jöldanum að færa sig innar á
bakkann. Það var eftirtektarvert,
að allur þessi fjöldi (rúmlega 450
manns) hlýddi orðum hans eins
og einn maður. Heima hefði senm
lega þurft tíu lögregluþjóna til
að ýta á jafn stóran hóp manna.
Augu allra beindust að skipinu,
Bem átti að vera heimili þeirra
næstu tíu daga. Það hafði birzt
í nóttinni eins Og draugaskip,
veifandi ljósum, sem ýmist hurfu
sjónum eða birtust annars stað-
ar í náttvillu. Þegar það nálgað-
ist, fékk það smám saman á sig
mynd; fyrst mynd skuggans, eins
Cg myrkur í myrkrinu, síðan þétt
ist myndin og lýstist jafnframt;
línur hennar skáru sig út úr
myrkrinu, unz hún varð áþreif-
anleg augunum: hvítt skip. Og
þegar eimpípur gáfu frá sér
hljóð, var þessum keisaraskurði
á nóttinni lokið.
— Hvað ætli það sé stórt?
■agði einn íslendinganna.
— Ég gæti trúað að það sé
helmingi stærra en Gullfoss,
sagði annar.
l — Það er 11000 tonn.
' — Er það þá helmingi stærra
•n Gullfoss?
Þannig fer útlendingum.
6tærðarhugtök hafa lítið sjálf-
stætt gildi. Viðmiðumn ein virð-
ist raunhæf. Ekki aðeins, hvað
ríkjamenn, frar, Skotar, Frakk-
ar, Ástralíumenn, Kanadamenn,
Englendingar, íslendingar, Og
hver veit hvað. Og áhöfnin er
ítölsk. Sumt af þessu fólki talar
ekkert nema móðurmál sitt.
Bretar eru bezt settir. Þeir
verða stórveldi um borð, eins og
vera ber, og tunga þeirra al-
skipstunga. Ferðinni er heitið
til Madeira, Portúgals og Spán-
ar, og aftur til Englands. Það
hefði þótt ævintýri fyrir 50 ár-
um og mikil fremd heima á ís-
landi. Þvílíkar hugsanir fljúga
gegnum hugann, meðan fólkið
streymir hægt og skipulega um
borð'.
— Gjörið svo vel að hafa
vegabréfin handbær fyrir út-
lendingaeftirlitið.
Tveir menn aka kerru, með
nokkrum litlum en augsýnilega
þungum posum, að löndgöngu-
brúnni.
— Þið eruð seinir fyrir, segir
lögrgeluþ j ónninn.
Þeir glotta, og annar þeirra
segir:
— Það var ráðizt á okkur á
leiðinni, en við erum samt komn-
ir með allt saman.
— Lögregluþjóniiinn stíflaði
mannstrauminn og þeir roguð-
ust með posana um borð. Hvað
er þetta? Gull? Peningar. Skyldi
enginn ræningi vera í öllum þess
um hóp? Það ber ekki á því.
Sennilega eru flestir orðnir
þreyttir á sál og líkama. Það er
komið fram yfir miðnætti og
skipinu seinkaði um rúma tvo
tíma. Lestin frá London bíður
enn óþolinmóð á teinunum
skammt frá. Þetta er sérstök
lest, sem flutti farþegana til
Southampton. Sumir .höfðu reynt
að halla sér í lestinni, meðan
beðið var eftir skipinu. Sennilega
þeir sem komu lengst að.
Kannski samdægurs með lest frá
Skotlandi. íslendingarnir komu
frá London, þar sem þeir höfðu
nærri tvo daga til kaupa. Samt
þótti framkvæmdastjóra Eng-
landsdeildar Greek Line, sem sá
um ferð þessa með skipinu, hlýða
að afsaka töfina við farar-
stjóra. íslendinganna, þ. e. mig og
Guðna Þórðarson, forstjóra
Ferðaskrifstofunnar Sunnu, sem
kvaddi okkur um borð í m/s
Aurelíu, sem sumir íslending-
anna vildu kalla séra Árelíus.
Við minntum hann á að flugvélar
vaeru heldur ekki alltaf á réttum
tíma, strætisvagnar eða önnur
farartæki. íslendingum væri og
margt betur gefið en stundvísi.
— T. d. hvað? spurði hann vj
var hinn ánægðasti.
T. d. óstundvísi.
Farþegum var vísað til sængur
í skipsskrokknum, jafnóðum og
þeir komu um borð. Farrými var
aðeins eitt í þessari ferð, svo eng-
inn var öðrum lægra eða hærra
settur. Það er góð tilfinning, þótt
farareyrir sé ærið misjafn. ís-
lendingarnir fengu athvarf á svo-
kölluðu Græna dekki, miðskips,
undir svokölluðu Bláa dekki. Ein
hver, sem kenndi kulda í kroppn
um, skýrði plássið þegar Græn-
land. Nokkuð af kvenfólkinu
heimtaði aukateppi til að sofa
við, þrátt fyrir yfirlýsingar heims
frægra vísndamanna um, að kon-
ur væru frá hendi náttúrunnar
heitfengari en karlar og þyldu
betur kulda og vosbúð, sem væri
ekki nema sanngjarnt, þar sem
þeirra er að bera nýtt lif í heim
inn.
Nú hefði verið mál að halla
sér ef kvenþjóðin hefði ekki
saknað bagga sinna og einn karl-
mannanna neftóbaks, sem var
grafið niður í tösku. Gjörðist
kurr mikill með valkyrjum og
auðsætt, að þessi myndi ekki
koma dúr á auga, fyrr en þær
hefðu klæðzt náttserkjunum úr
búi sínu. Sögðu hinar ógiftu far-
arstjóranum óspart til skyldu-
verkanna, en giftar konur erlend
ar um allt skip ráku ektamenn
sína upp að heimta bagga sina.
Þær, sem höfðu engum á að
skipa eða treystu ekki glögg-
skyggni karlkynsins um of,
jstormuðu sjálfar upp á þiljur.
Hinni ítölsku áhöfn varð hverft
við, er liðssöfnuður þessi um-
kringdi hana, þar sem hver vann
að því með fjórar hendur að
draga farangurinn í dilka. Þeir
tilkynntu, hvað eftir annað, að
farangurinn yrði borinn af skips-
mönnum niður í klefana. En val-
kyrjur og hermenn þeirra hop-
uðu hvergi og óðu um töskuval-
inn upp í klof, þar sem hver
reyndi að finna náttvopn sín og
sinna kvenna.
Þessir bölvaðir ftalir, hreytti
fyrrnefndur Hollendingur út sér
og pikkaði stafnum í töskur á víð
og dreif. Skipstjórinn hafði vit á
því að láta ekki sjá sig. Senni-
lega hafa aðfarir þessar ver-
ið óbeinar hefndarráðstafanir
vegna seinkunar skipsins.
Fararstjóri fslendinganna til-
kynnti hinu fagra kyni fóstur-
landsins, að hver sem vildi gæti
borið sína bagga sjálfur, þar sem
hann væri í mesta lagi áburðar-
maður en ekki burðarmaður.
Hollendingurinn var enn að
pikka stafnum í hroðinn tösku-
valinn. Hvernig skyldi konan
hans líta út með nátthúfu?
Þegar vígamóðurinn var runn-
inn af hinum íslenz.ku valkyrjum
og þær sofnaðar svefni skrif-
stofustúlkna, forstjóra, símritara,
frúa og ungfrúa, gekk farar-
stjórinn upp á bátadekk og
horfði í land. Skipið hafði losað
fingur sína af hafnarbakkanum
og leið frá landi. Allt sem það
fjarlægðist varð minna og minna,
en það sem það nálgaðist stærra
og stærra. En að fara er að koma
og að koma er að fara. Enn ríkti
nótt um vötn og lönd. Svört nótt
yfir borginni, en græn á bökkun-
um fyrir handan. Það var gott að
vera ekki fararstjóri þessa stund;
gott að yfirgefa borgirnar, þar
sem verzlunaræðið greip menn
(einkum konur) og reykurinn
var eins og svartur pípuhattur
yfir húsunum, svo varla sást til
himins fyrir börðum hans; gott
að halda út á hafið, sem er eins
og skaut er himininn beygir sig
yfir og færir djásn sín: glitrandi
demanta og silfurmána. Langt í
fjarska teygði stakt tré limi sína
til himins, eins og spenntar greip
ar í orðlausri bæn.
★
Fæstir vöknuðu til morgun-
verðar daginn eftir. Himinn og
haf var grátt og hversdagslegt,
eins og maður og kona, sem hafa
verið of lengi í hjónabandi. Menn
voru að tínast upp á þiljur fram
undir hádegi, þ. e. a. s. þeir, sem
ekki lágu algjörlega fyrir þennan
dag, en það var auðvitað einkum
veikara, afsakið, sterkara kynið
(kvenkynið). Skipið gekk um 17
hnúta á klukkustund. Veltingur
var svo til enginn. Einhver sagði
að það hefði vængi á síðunum,
sem drægju úr veltingi, ög má
það vel vera, að sú íslenzka upp-
finning (Magnúsar Guðnasonar)
hafi komið þarna í góðar þarfir,
þótt Islendingar væru ekki menn
til að nýta hana fremur en marg-
ar aðrar merkar uppfinningar.
M/s Aurelia er skrásett í Gen-
úa á ítalíu, en óstaðfestar fregnir
herma, að skipakóngurinn gríski,
Onassis, vinur Maríu Callas með
meiru, sé dulbúinn eigandi þess.
Skipið er aðallega í Ástralíuferð-
um, en gerir útúrdúra á milli.
Ekkert hefur verið til sparað að
gera það sem bezt úr garði, mið-
að við hlutverk þess og stærð.
Það tekur alls 1200 farþega, en í
ferð sem þessari e? hámarkstala
farþega 600 manns, auk áhafnar-
innar, sem telur um 500. Salir
eru margir stórir og vistlegir um
borð: aðalmatsalur, hljómleika-
og dansalur, reykingasalur,
leikstofa barna og unglinga og
vöggustofa, bóka- og skrifstofa,
kvikmyndasalur, búð, rakara- og
hárgreiðslustofa, barir margs
konar, spítali og yfirleitt angi
flestu því, sem lítil borg hefur
upp á að bjóða. Á þiljum uppi
er sundlaug, íþrótta- og leikvöll-
ur, auk þess nægilegt rúm til
sólbaðslegu á efri og neðri þilj-
um. Öllu þessu kynntust farþeg-
ar smám saman og nutu eftir
vild.
Veður var ekki sem hlýjast
fyrsta daginn, talsverð gjóla og
dumbungur en naut þó sólar
öðru hverju, en öllu betur næsta
dag og næstu, meðan skipið
öslaði sjóinn til Madeira, sem var
fyrsti áfangastaður. Sóldýrkend-
ur sátu lémagna í stólum sínum,
roðnuðu. flögnuðu og brúnkuðu,
og engar píslir, ekki einu
sinni ofsakláði um nætur, megn-
uðu að draga úr ástríðu þeirra.
Það var greinilega metnaðarmál
sumra íslenzku stúlknanna að
verða sem brúnastar á skömm-
um tíma, enda þykir fínt heima
að vera brúnn, einkum ef brúnk-
an er útlenzk. Svo rammt kveður
að þessu, að í augum margra
hefur sá karl eða kona, sem
ekki kemur brúnn úr utanlands-
reisu, farið hálfgerða fýluför. Af
ofanskráðu mun e. t. v. einhver
ætla, að skrifarinn sé hatursmað
ur sólskins, en svo er þó ekki,
heldur ræður hér mest um hóf-
semd, svo og slæm reynsla af
áhrifum of mikils sólskins á
vissa kirtlastarfsemi. Aðrir ísl.
karmenn voru í föruan og
fækkuðu lítt fötum þær stundir,
sem sól var í alveldi.
Framh. á bls. 17.
Nokkrar íslenzkar stúlkur á dansleik um borð, ásamt
enskum farþegum.