Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 1
20 sfður 48. árgangur 15J{. tbl. — Miðvikudagur 12. júlí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óeirðir í Alto Adige Verona og Róm, 11. júlí. —• (NTB-Reuter) — MIKIL skemmdarverk voru unnin í nótt á járnbrautun- um sem liggja frá ítalíu til Austurríkis og Sviss, svo loka varð fjórum járnbrauta- leiðum. ítalska lögreglan not ar nú blóðhunda til að leita uppi skemmdarverkamenn. Minnstu munaði að stórslys yrði þegar hraðlestin Miinch en-Róm ók á rafleiðslumast- ur, sem sprengt hafði verið og fallið hafði yfir braut- ina. Mun ítalska stjórnin senda austurrísku stjórninni mótmæli vegna ummæla ým- issa háttsettra Austurríkis- manna undanfarið, sem ekki er unnt að líta á öðruvísi en hvatningar til skemmdar- verka. Þá hefur ítalska stjóm in tilkynnt að frá kl. 6 e.h. á morgun (miðvikudag) verði allir austurrískir borg- arar, sem fara ætla til Ítalíu, að bera vegabréf með lög- mætum áritunum ítalskra sendiráða. - Hingað til hafa Austurríkis- menn getað ferðazt til Ítalíu án þess að sýna árituð vegabréf. Hef ur þeim nægt að sýna ökuskír- teini eða titsvarandi skilríki á landamærunum. Undanfarið hafa verið miklar deilur milli ítala og Austurríkis- Frh. á bls. 2 Flóttamönnum fjölgar BERLÍN, 11. júlí (Reuter). — Sl. fjóra daga hafa 2.600 Aaist ur-Þjóðverjar flúið til Vest- ur Berlínar, eða að meðaltali 650 á dag. Er þetta óvenju mikill flóttamannastraumur, því undanfarna mánuði hef- ur tala flóttamanna verið um 400 á dag að meðaltali. (Reuter). — Talsmaður ut- anríkisráðuneytis Vestur Þýzka- lands sagði í dag að stjórnin hafi kallað heim sendiherra sína í Washingtor. París, London, Moskvu, Ottawa, og aðalfulltrúa sina hjá SÞ og Atlantshafsbanda laginu til að ræða ástandið í heim inun MYND þessi er tekin af strand aða portúgalska skipinu Save í björtu báli út af strönd Moz ambique. Eins og frá er skýrt annarsstaðar nér í blaðinu, fór ust a.m.k. 147 manns í eldin- um. Bátar og skip leita enn líka í nánd við strandstaðinn. í fyrstu var haldið að hátt á þriðja hundrað manns hefði farizt, en seinna kom í ljós að ekki voru jafn margir farþeg- ar um borð og álitið hafði ver ið. 7 V'± milljón STOKKHÓLMI, 11. júlí (NTB). Dánarbú sænska óperusöngvar- ans Jussi Björling hefur verið gert upp. Kemur þar í ljós að Björling lætur eftir sig verðmæti sem nema rúmri milljón sænskra króna (um 7% millj. ísl. kr.) Eftirlit með íbúum A-Berlínar, sem vinna í V-Berlín Berlín, 11. júlí (Reuter) — YFIRVÖLDIN í Austur-Ber- Iín birtu í dag fyrirskipun þar sem íbúum austurhlut- ans, sem vinna í Vestur- Berlín er meinað að kaupa ýmsa nauðsynjavöru í Aust- ur-Berlín. í fyrirskipuninni segir að þeir íbúar Austur-Berlínar, sem óska eftir að kaupa sjón- varpstæki, þvottavélar eða ís skápa, báta, bifreiðir o. f 1., verði nú að leggja fram vott- orð um að þeir starfi í Aust- ur-Þýzkalandi eða Austur- Berlín. Áður hefur verið sett á nákvæmara eftirlit til að koma í veg fyrir að íbúar Austur-Berlínar starfi í Vest ur-Bcrlín án leyfis. Talið er að um 30.000 Austur- Berlínarbúar starfi í Vestur- Berlín án leyfis og auk þess um 25.000 með leyfi. Eitt aðalmálgagn kommúnista í Austur-Þýzkalandi, dagblaðið Neues Deutschland, hafði það í dag eftir opinberum aðilum að vinna Austur-Þjóðverja í Vest- ur-Berlín orsakaði mikið fram- leiðslutap í Austur-Þýzkalandi. Vinna fyrir óvininn Aðalritari kommúnistaflokks- ins í Austur-Berlín, Paul Vern- er, sagði á fundi verkamánna að Austur-Berlínarbúar, sem vinna í vesturhlutanum, vinni fyrir „óvinina“. Hann sagði að þessir menn framleiddu engin verðmæti fyrir Austur-Þýzka- land, en vegna „svartamarkaðs“ gengis (í Vestur-Berlín fást fimm austurmörk fyrir eitt vest urmark) lifðu þeir mun ódýrar — á kostnað verkamanna í Aust ur-Þýzkalandi. Hvort sem þess- ir menn vita það ekki, sagði Verner, þá eru þeir í rauninni að vinna fyrir þá, sem eru fjand menn okkar. Þessi framkoma ber vott um mikla skammsýni, því enginn getur lifað til lengd- ar á óheiðarlega fengnu fé, og tekjur þessara manna eru óheið- arlega fengnar, því þær byggj- ast á „svartamarkaðs“ gengi. Færri fórust en talið var í fyrstu Beira, Mozambique, 11. júlí. — (Reuter) — í D A G logaði enn í portú- galska farþegaskipinu Save, eftir að sprenging varð í skip inu eftir að það strandaði við ósa Lindefljóts. 147 manns fórust í eldinum. Siglinga- málaráðuneytið í Portúgal til kynnti í dag að tekizt hefði að bjarga 299 farþegum og 34 af 54 manna áhöfn, en alls voru 480 manns með skipinu. í fyrstu var talið að 250 manns hafi farizt. Fréttamaður nokkur fór með flugvél yfir strandstaðinn og átti seinna tal af nokkrum þeirra, sem björguðust. Var honum sagt að skipstjóranum hafi verið skip að að yfirgefa skip sitt þrátt fyrir mótmæli, og hafi hann flotið í land á tómri tunnu. — Sagði fréttamaðurinn, sem var frá Rand Daily Mail í Höfða- borg, að nú stæði skipstjórinn á ströndinni með tárvot augu og Dauðadómar í París PARÍS, 11. júlí (Reuter) — í dag var kveð'inn upp dómur í herrétti í París yfir nokkrum helztu leið togunum í uppreisninni, sem gerð var í Alsír í apríl s.l. Allir voru sakborningarnir fjarverandi. All ir voru þeir dæmdir til dauða. Hinir dauðadæmdu eru: Raoul Salan hershöfðingi, fyrrverandi yfirmaður franska hersins í Al- sír, Edmond Jouhaud hershöfð- ingi, Paul Gardy hershöfðingi og fimm fyrrverandi ofurstar úr franska hernum. Saksóknari ríkisins hafði fyrr í dag krafizt dauðarefsingar í málum sjö þessara herforingja, en lagt til að Gardy hlyti vægari dóm. Engu að síður var hann einnig dæmdur til dauða. Ekki hafa þó dómar þessir úrslitaþýð- ingu, því ef næst til einhvers hinna dauðadæmdu, á hann kröfu á nýrri málsssókn. Talið er að nokkrir hinna ákærðu séu enn í Alsír og framarlega í leynisam tökum hersins, O. A. S., sem berst gegn Alsírstefnu de Gaulle forseta. horfði á skip sitt brenna. Þetta var í fyrsta sinn að Rodriques Viera sigldi sem skipstjóri. SEX SPRENGINGAR Viera sagði fréttamönnum að skipið hefði tekið niðri er það var að bíða færis að sigla inn í höfnina í Beira. Eftir að skipið var strandað var honum sagt að ekki væri allt með felldu í lest- arrúmi númer tvö. Sendi hann þá stýrimann og tvo menn aðra til að athuga hvað að væri. En þegar þeir opnuðu lestina varð mikil sprenging. Fimm spreng- ingar aðrar fylgdu í kjölfar þeirrar fyrstu og breiddist eld- ur fljótlega út um allt skipið. Flugslys Denver, Colorado, 11. júlí — (NTB-Reuter). AÐ MINNSTA kosti 18 manns fórust þegar kviknaði i far- þegaþotu í lendingu á Denver- flugvelli í dag. Talsmaður flugfélagsins, sem áður hafði tilkynnt að ekkert manntjón hafi orðið varð síðar að viður- kenna að 18 lík hafi fundizt og enn væri ekki vitað með vissu hve margir hafi farizt. f vélinni voru 109 farþegar og sjö manna áhöfn. Þotan, sem var af gerðinni DC-8 var frá félaginu United Airlines og á leið til Denver frá Philadelphia. Skýjað var er flugvélin var að lenda. Sjónarvottar segja að spreng- ing hafi orðið í þotunni áður en eldurinn brauzt út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.