Morgunblaðið - 20.07.1961, Síða 10

Morgunblaðið - 20.07.1961, Síða 10
10 ’ MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 20. júlí 1961 Utg.: H.f Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannesser, Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgveiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ATVINNA MIKIL - í RÆÐU sem Bjarni Bene- diktsson, dómsmálaráð- herra, hélt á héraðsmóti sjálfstæðismanna á Reyðar- firði um síðustu helgi minnti hann m. a. á það, að leiðtog- arFramsóknarflokksins hefðu haldið því fram, að vegna viðreisnarráðstafana núver- andi ríkisstjórnar, þá horfði til landauðnar í heilum lands hluta og „ný móðuharðindi“ vofðu yfir þjóðinni. En nú væri svo komið, að jafnvel Framsóknarmenn sjálfir lýstu því yfir, að góðæri ríkti í landjnu. T. d. hefði Eysteinn Jónsson m. a. komizt þannig að orði í viðtali við Tímann í síðustu viku, er hann lýsti ástandinu í atvinnumálum Austfirðinga: „Ágætur afli hefur verið á grunnmiðunum í vor og það sem af er sumri.“ Kvað Bjarni Benediktsson þessa lýsingu ekki vera í góðu sam ræmi við hrakspár Framsókn armanna og kommúnista um afleiðingar landhelgissamn- ingsins við Breta. Um afkomu manna á Aust urlandi hefði Eysteinn Jóns- son m. a. sagt þetta: „Atvinna er því mikil í sjávarplássunum og afkom- an góð.“ Það er vissulega ástæða til þess að vekja athygli á þess- um ummælum eins aðalleið- toga Framsóknarflokksins. Þau sýna að fullyrðingar Framsóknarmanna um „ný móðuharðindi," vegna við- reisnarráðstafana ríkisstjórn- arinnar eru að þeirra eigin dómi fáránlegur sleggjudóm- ur. Á íslandi ríkir nú vel- megun, sem á að verulegu leyti rætur smar að rekja til þess að núverandi ríkis- stjórn tókst að hindra það hrun, sem yfir vofði, þegar vinstri stjórnin valt frá völd- um haustið 1958. En það er ekki aðeins á Austfjörðum sem atvinna hef ur verið næg og afkoma fólks ins góð. Sömu söguna er að segja úr öllum öðrum lands- hlutum. Atvinnutekjur fólks- ins voru á síðastliðnu ári víðast allmiklu hærri en þær voru árin 1958 og 1959. Þetta á einnig við um af- kómu bænda. Framleiðsla þeirra hefur haldið áfram að aukast og öllum kemur sam- an um að reikningar þeirra hafi um síðustu áramót stað- ið mun betur hjá kaupfélög- um og öðrum verzlunum en þeir gerðu árið áður. Hef- ur þetta m .a. komið fram í fregnum af fundum afurða- - AFKOMA GÓÐ sölufélaga bænda. ★ En það er einmitt vegna þess, hve heillavænleg áhrif viðreisnarstefnunnar hafa orðið, sem kommúnistar og Framsóknarmenn hafa nú myndað með sér niðurrifs- bandalag, sem hefur það tak- mark fyrst og fremst að hrinda af stað nýju kapp- hlaupi milli kaupgjalds og verðlags og skapa nýja verð- bólguöldu í landinu. Það er ekki of djúpt tekið í árinni, að aldrei hafi nokkrir stjórn arandstöðuflokkar sýnt ann- að eins ábyrgðarleysi og ó- trúnað við þjóðarhag eins og Framsóknarmenn og komm- únistar hafa gerzt berir að undanfarið. Þeir hafa haft forystu um pólitísk verkföll, sem ekkert eiga skylt við hagsmunabaráttu launþega. Síðasta afrek Framsóknar- manna og kommúnista er stöðvun vegavinnunnar hér á Suðvesturlandi. Þessir á- byrgðarlausu angurgapar hika ekki við það að stöðva lífsnauðsynlegt viðhald veg- anna og nýbyggingar, sem eru frumskilyrði þess að framleiðslan geti haldið á- fram að bæta aðstöðu sína og skapa neytendum við sjáv arsíðuna þýðingarmikið ör- yggi- Það er nauðsynlegt að bændur geri sér ljóst, að það er með atbeina Framsóknar- flokksins, sem kommúnistar eru nú að stöðva vegafram- kvæmdirnar og hindra sam- göngubætur milli sveita og sjávarsíðu. Það er fyrir þetta þjóðhættulega moldvörpu- starf, sem Rússar eru nú að borga íslenzkum kommúnist- um hundruð þúsunda króna. Rússarnir leggja til rúblur til þess að kommúnistadeild- in á íslandi geti haldið á- fram hernaðaraðgerðum sín- um gegn íslenzku efnahags- lífi. VINNUFRIÐUR í HOLLANDI ITNDANFARNA daga hefur Hollendingurinn Dirk Stikker, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, dval ið hér á landi. Þetta er mjög mikilhæfur maður, sem getið hefur sér gott orð á ýmsum sviðum. Okkur íslendingum væri sérstaklega mikilsvért að kynnast því starfi hans, sem hann er frægastur fyrir heima í Hollandi, en það er að hafa átt mestan þátt í að Er A.-t>ýska!and á barmi uppreisnarinnar Marguerite Higgins skrifar um „engisprettuárið" í kommúnistaheimi A ustur—Þýzkaland er það svæði í Evrópu innan hins sovézka heimsveldis, þar sem mest hætta er á, að allt fari í bál og brand. Fæðu- skortur er þar slíkur, að ströng skömmtun hefir verið tekin upp á ný á öllu land- inu.-----A.-þýzku kommún- istablöðin hafa sagt frá fundahöldum almennra borg ara, þar sem mótmælt hefir verið hvers konar aðgerð>um gegn Berlín — og látinn í ljós ótti við, að slíkt kynni að leiða til styrjaldar. Af þessum sökum getur stjórnin í Washington ekki gengið fram hjá þeirri skoð- un, að Austur-Þjóðverjar kunni nú að vera nær því að rísa upp gegn kommún- ismanum en nokkru sinni síð an 1953. — ★ — Eitthvað á þessa leið kemst Marguerite Higgins, Washing- ton-fréttaritari New York Her- ald Tribune, m. a. að orði í stuttri yfirlitsgrein, sem birtist í blaði hennar á dögunum. ★ KOM EKKI A ÓVART Ungfrú Higgins segir, að yfir- lýsing Krúsjeffs fyrir skemmstu, um að haett yrði við liðsfækk- un í Rauða hernum, og að út- gjöld til herbúnaðar yrðu auk- in verulega, hefði ekki komið á óvart — það hefði verið ljóst um skeið, að sovétstjórnin var fallin frá fyrirætlun sinni um fækkun í hernum. — Rússnesku blöðin sjálf voru t. d. góður leiðarvísir um þetta, segir Higg- ins. Áður, þegar slík liðsfækk- -K Marguerlte ] Higgins er ung- t ur, banclarískur J blaðamaður, er \ vakið hefir á i sér veruiega at J hygli að undan t förnu sem dug- ' legur og slung- \ inn „fréttahaukur". — Þegar hún i var í Kongó fyrir nokkrum mán- ] | uðum, þótti hún t.d. skjóta mörg. I um „kollegum" sínum af karlkyn- " I inu ref fyrir rass — svo sem þegar > hún náði einkasamtali við Antoine , ' Gizenga í Stanleyville, sem margir J höfðu áður reynt án árangurs. i „Maggie", eins og hún er almennt > kölluð i bandariska blaðaheimin- \ um, er nú einn þeirra blaðamanna, / sem skrifa að staðaldri um alþjóða- J mái í stórblaðið New York Herald 1 Tribune — og þykir hún fylgjast J | vel með „straumunum" bak við \ tjöldin f Washington. — Við leyf- / ' um nú rödd ungfrú Higgins að J I heyrast hér í þættinum. I un var á döfinni, voru rússnesku blöðin full af auglýsingum, þar sem þeir, er losnuðu úr her- þjónustu, leituðu eftir borgara- legum störfum. Sú staðreynd, að slíkum auglýsingum fór mjög fækkandi, þegar á leið vetur- inn, er m. bending í þá átt, að Krúsjeff hafi þegar fyrir löngu ákveðið að standa ekki við yfirlýsingar sínar um fækk- un í hernum. Higgins segir, að m.a. af þess- um sökum hafi yfirlýsing Krús- jeffs ekki komið stjómarherr- unum í Washington úr jafnvægi, svo heitið gæti — en annað hafi einnig legið þar til grundvallar. — Auðvitað gera menn sér það Ijóst hér, segir hún, að Krú- sjeff valdi yfirlýsingu sinni þann tíma, er vel þjónaði áætl- unum hans um taugastríð gegn koma á fót samstarfsnefnd atvinnurekenda og launþega. En hún hefur orðið mjög far sæl fyrir hollenzkt efnahags- líf. Stikker varð formaður at- vinnurekendasambands Hol- lands snemma á stríðsárun- um og á hinum erfiðu tím- um, sem jafnframt mótuðust af mikilli þjóðlegri einingu, tókst hann á hendur miklar samningagerðir við verka- lýðshr eyf in guna. Allt frá stríðslokum hefur hollenzkt atvinnulíf búið að þeim samningum, sem þarna var lagður grundvöllur að. — Vinnufriður hefur verið meiri í landinu en sennilega í nokkru öðru lýðfrjálsu landi. Hafa framfarir orðið svo miklar, að lífskjör hafa aldrei verið þar betri. Þó hafa Hollendingar nú misst flestar nýlendur sínar og hafa orðið að berjast sinni sérstæðu baráttu við hafið, sem kostar gífurlegt fé. í samstarfsnefndinni, sem áður var minnzt á, er unnið mikið starf, m.a. í samvinnu við opinbera aðila, til að afla sem fullkomnastrar vit- neskju um ástand efnahags- lífsins á hverjum tíma. í samræmi við niðurstöðurnar hefur svo í flestum tilfellum tekizt að semja um kaup og kjör hinna ýmsu stétta, án þess að til verkfalla hafi komið. Þarna fara saman vís indaleg vinnubrögð, sam- komulagsvilgi og þjóðholl- usta á báða bóga. Það yrði gæfa íslenzku þjóðarinnar, ef henni tækist að ná þeim samhug, sem Hol lendingar hafa náð í hinum viðkvæmu kjaramálum. — Raunar höfum við ekki efni á öðru. Vesturveldunum út af Berlín. En þrátt fyrir það er litið svo á í stjórnarherbúðunum í Washing ton, að í ljósi þeirra upplýsinga, sem stöðugt síast út úr hinu kommúníska heimsveldi, sé rík ástæða til að ætla, að þessi leik- ur Krúsjeffs sé að öðru leyt- inu til þess ætlaður að breiða yfir eigin veikleika á ýmsum sviðum. ★ „PÚÐURTUNNAN“ A.-ÞÝZKALAND Sannleikurinn er sá, að sl. ár hefir verið erfitt víða í hin- um kommúníska' heimi — og á sumum svæðum hefir það ver- ið sannkallað engisprettuár, i bókstaflegum skilningi. — Hin kommúnísku stjórnarblöð í Pek- ing hafa greint frá því, að „gríðarlegur engisprettugrúi éti sig nú ge'gnum kornakrana“. —. Þetta kemur í kjölfar opinberra tilkynninga um geysileg flóð, að undangengnum einstæðum þurrk um. — Síðan drepur ungfrú Higgins á matvælaframleiðslu Rússa sjálfra, sem sé að ýmsu leyti áfátt — ef ekki að magni, þá að gæðum — en þrátt fyrir framangreint, segir hún, að það svæði innan kommúnistaveldis- ins, þar sem hættast sé við að upp úr sjóði, sé Austur- Þýzkaland, svo sem sagt var i upphafi. Þar sé matvælaskortur svo mikill, að tekin hafi verið upp að nýju ströng skömmtun í öllu landinu — og feitiskortur- inn sé t. d. slíkur, að íbúar borga eins og Potsdam og Leip- zig verði nú að láta sér nægja mjög nauman sápuskammt. Þá segir hún, að á leynifundi for- ustumanna a.-þýzka kommún- istaflokksins fyrir skömmu hafi það komið fram, að á tímabil- inu fram að haustuppskerunni í ár muni ríkja neyðarástand í þessum efnum. A’ STRÍÐSÓTTI A.-ÞJÓÐVERJA Loks segir Marguerite Higg- ins: —■ Hin kommúnísku blöð A.-Þýzkalands hafa sjálf viður- kennt, að skortinn nú megi eink um kenna þeim víðtæku tilraun um, sem gerðar voru á sl. ári til þess að færa landbúnaðinn í skyndi í form samyrkjubúskap- ar. Og — það, sem mesta þýð- ingu hefir —- kommúnistablöð- in hafa birt frásagnir af fund- um austur-þýzkra borgara, þar sem þeir hafa mótmælt hvers konar aðgerðum kommúnista gegn Berlín og látið í ljós ótta við, að slíkt gæti leitt til styrj- aldar. — ★ — Af þessum sökum getur stjórn in í Washington ekki vísað þeirri skoðun á bug, að Austur- Þjóðverjar kunni nú að vera nær því að rísa upp gegn komrn únismanum en nokkru sinni síð- an 1953. — Og því eins er Krúsjeff Iíka alveg eins mikið í mun að brýna nú röddina o* hafa í hótunum við fólkið innan veldis kommúnismans eins og við vesturveldin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.