Morgunblaðið - 03.08.1961, Qupperneq 3
Fimmtudagur 3. agúst 1961
MORGVTSBL AÐIÐ
3
<
BKUZKA freigátan Duncan
kom til Beykjavíkur í gær, í
þriðja sinn á skömmum tíma.
Duncan kom til þess að taka
olíu og gefa sjóliðunum tæki-
færi til að „teygja úr leggjun-
nm“, eins og þeir sögðu. Allt
í lagi um borð nema „bjór-
vélin“.
• ★ •
Ljósmyndarinn okkar var
uppi á skattstofu í gærmorgun
til þess að kæra skattinn, eins
og hann sagði, þegar hann sá
heljarmikið herskip bakka inn
í höfnina. Þetta hafði hann
aldrei séð áður svo að hér
hlaut eitthvað óvenjulegt að
vera á ferðinni.
Fleiri höfðu orðir forvitnir,
því margt manna var á hafn-
arbakkanum, þegar hann kom
niður eftir. Það gekk mikið á
Vírinn slitnaði, þegar einn strákanna var kominn um borð.
I knattspyrnu á bryggjunni
Og smástrákar biðu þess í eftir
væntingu, að herskipið legðist
að. Svo seig Duncan að hafnar
bakkanum Og strákur snaraði
sér um borð. Um leið slitnaði
landfestin, gildur vír, Sjóliði,
sem kominn var upp á hafnar
bakkann til þess að ganga frá
festingunni, dinglaði spottan-
um í ráðaleysi framan í félaga
sína um borð. Skipið rak frá
og strákurinn, sem kominn
var um börð skemmti sér vel,
en félagar hans á hafnarbakk-
anum ætluðu að hræða hann
og hrópuðu: „Skipið er að
fara, Skipið er að faral
Eftir langa mæðu tókst loks
að koma Duncan upp að hafn-
arbakkanum og fleiri strákar
fóru um borð.
• ★ •
Við hittum siglingafræð-
inginn í matsal yfirmanna.
„Við tökum olíu á 5 daga
fresti. Það þykir vissara að
hafa alla geyma fulla. Alltaf
getur eitthvað borið að hönd-
um, skip lent í nauð, eða flug
vél orðið að lenda úti á miðju
hafi. — Annars er okkar meg-
inhlutverk að gæta þess að
brezku togararnir fari ekki
inn fyrir landhelgislínuna og
vera þeim til aðstoðar, ef fneð
þarf. í þessari deild brezka
flotans eru 10 skip, sem eru
með fiskiskipum bæði við Bret
land og á fjarlægum miðum“.
• ★ •
— „Mér þykir fyrir því að
geta ekki boðið bjór. Þrýst-
ingurinn er nefnilega farinn
af bjórgeyminum. Við verðum
bara að fá okkur whisky“,
sagði hann — og okkur fannst
það ekkert lakara.
Svo hömuðust félagar hans
við að dæla lofti á bjórgeym-
inn. Þeir notuðu fótdælu, svip-
aða þeirri, sem bílstjórar hafa
til þess að dæla í hjólbarðann,
þegar springur úti á þjóðveg-
um. Loks komst allt í gott
lag. Bjórinn freyddi úr kran-
anum og krúsirnar voru fyllt-
ar.
„Það er ekkert undarlegt þó
ólag sé á þessum tækjum. Bjór
er svo sjaldan drukkinn hér,
nema þegar við erum í landi.
Það eru samt engar reglur,
sem banna yfirmönnum að fá
sér bjór eða áfengi í hafi, en
ég veit ekkert dæmi þess, að
menn hafi gert það. Allir
verða að standa sínar vaktir
— klárir í kollinum".
• ★ •
—„Sjóliðarnir geta fengið
tvo brúsa af bjór á dag, bæði
í landi Og úti í sjó. Svo segja
reglurnar. En fæstir notfæra
sér þetta. Hins vegar taka
flestir rommskammtin sinn á
hverjum degi. Það er alda-
gömul hefð í brezka flotanum,
að hver skipsmaður fær sem
svarar áttunda hluta úr únsu
af rommi á dag. Upphaflega
var þetta víst ætlað til að þess
—-
Duncan kemur að bryggju — hafnsögumaðurinn með stýrimönnum á brúarvæng.
Klak - og eldissiöð fyrir
lax reist í Kollafirði
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið
að reisa klak- og eldisstöð fyrir
laxfiska, og hefur í því skyni
fest kaup á jörðinni Kollafirði í
Kjósarsýslu. Verður hafin vinna
við að koma stöðinni upp þegar á
þessu ári.
Alþingj veitti í fjárlögum yfir
standandi árs heimild til jarða-
kaupa og lántöku til að reiaa
slíka stöð, en reynsla ýmissa er-
lendra aðila hehfur leitt í ljós, að
laxaeldj er vel arðbær búgrein,
ef vel er á haldið. Þór Guðjóns-
son, veiðimálastjóri dvaldist í
Bandaríkjunum s.l. vetur til að
kynna sér nýjungar á þessu sviði.
><*» Þroskast á 1—3 árum.
Eldið fer þannig fram, að
laxahrognum er klakið út í stór
um stíl og seiðin síðan alin í þar
til gerðum tjörnum, fyrst í
fersku vatni, en síðan sjóblöndu,
þar til þau eru orðin naegilega
þroskuð til að ganga í sjó eins og
þeim er eðlilegt. Þegar svo er
komið, er seiðunum sleppt í sjó
eins og fé á afrétt. 1 sjónum ferst
talsvert af seiðunum, en sá hluti
þeirra, sem lifir af, nær fullum
þroska á 1—3 árum.
Reynsla hinna erlendu aðila
að hleypa kjarki í kappana,
þegar þeir þurltu að klífa
siglutrén, eða leggja til Orr-
ustu“.
— „Allir sem eru orðnir tví
tugir fá þennan skammt ókeyp
is, en taki þeir ekki skammt-
inn fá þeir 3 penca greiðslu
í hvert sinn“.
• ★ •
En þeir á Duncan voru alls
ekki að hugsa um romm-
skammtinn í gær. Veðrið var
of gott til þess — og svo var
þetta líka í fyrsta sinn síðan
1958, að áhöfn brezks gæzlu-
skips er gefið landgönguleyfi
á íslandi. Sjóliðarnir notuðu
tækifærið til þess að fara í
knattspyrnu. Þeir byrjuðu á
bryggjunni, en leiknum lauk
með því að boltinn lenti í
sjónum og tókst naumlega að
bjarga honum. — Þeim höfðu
verið boðin afnot af knatt-
spyrnuvelli við Háskólann —
og þangað var haldið. Skokk-
uðu piltarnir í halarófu í gegn
um miðbæinn og litu margir
vegfarendur við, því það er
ekki á hverjum degi að knatt-
spyrnukappar, í litskrúðug-
um treyjum og stuttum bux-
um ganga eftir Austurstræti.
Þeir voru að búa sig undir
knattspyrnukeppni flotans, því
brátt fer Duncan til Englands
og þá verða þeir að sýna
leikni sína. Piltarnir á Duncan
sögðust ekki vera í góðri þjálf
un, þeir öfunda sjóðliða á flug
móðurskipum mikið, því þar
hafa þeir stóran knattspyrnu-
völl og geta æft mikið.
„Við þyrftum helzt'að koma
í land á hverju kvöldi til þess
að komast í góða þjálfun fyrir
næstu leiki“, sagði einn.
„Munur að vera á flugvéla-
móðurskipi!" bætti hann við.
—---------------------
hefur sýnt að langflestir láx
anna, sem þannig eru til orðnir,
leita hrygningarstöðva í eldisstöð
inni, þar sem þeir eru aldir upp
Sé svo um búið, gengur laxinn
sjálfur inn í stöðina, og þar er
hann veiddur.
>«w» Tilrmunastofnun.
í fréttatilkynningu frá land
búnaðarráðuneytinu, sem blaðinu
barst í gær, segir, að ætlunin með
byggingu og rekstri laxeldisstöðv
ar ríkisins sé þríþætt. í fyrsta
lagi yrði þar reynd til þrautar sú
eldisaðferð, sem lýst hefur verið
hér að framan og hún löguð is
lenzkum staðháttum. í öðru lagi
ætlar ráðuneytið stöðinni að
verða tilraunastofnun, þar sem
Framhald á bls. 19.
Sovétlistin — þerna
eldhúsi kommúnismans
Ungur íslenzkur menntamaður,
Arnór sonur Hannibals Valdi-
marssonar, sem stundað hefur
nám í Rússlandi ritar grein um
Sovétlist í síðasta hefti tímarits-
ins „Birtings". Gefur hann þar
ófagra lýsingu á þjónkun listar-
innar í þágu kommúnismans.
Kemst hann þar meðal annars oð
orði á þessa leið:
hann þar meðal annars að orði
á þessa leið:
„Listamenn eru starfsmenn
ríkisins, þjóna því, eins og allt
launafólk. Aðrar afurðir en þær,
sem eru þóknanlegar ríkinu, þýð-
ir þeim ekki að bjóða til sölu,
því að aðrar vörur kaupir það
ekki og kemur ekki á markað“.
Hvernig litist íslenzkum mynd-
listarmönnum á ef þeir mættu
ekki mála eða höggva mynd öðru
vísi en að ríkisstjórninni eða ein-
hverjum embættismönnum félli
hún í geð?
Tæki flokksins
Síðar í greininni kemst höfund-
ur að orði á þessa leið:
„Listir snerta allmjög hug-
myndafræðileg efni. Þess vegna
er þeim sett það verkefni að
kenna mönnum kommúniska hug
myndafræði. Af þessu leiðir tvö
eðlislæg einkenni á öllum listum
í Sovétríkjunum: 1. Þær eru
didaktískar: (eiga að kenna mönn
um réttan hugsunarhátt, þ. e.
hugsunarhátt Flokksins), ala
menn upp í anda kommúnismans
og fá menn til að þjóna honum,
2. Þær eru tæki í höndum Flokks
ins og ríkisvaldsins til þess að
reka áróður. öll list í Sovétríkj-
unum er áróðurslist".
Ekki er fallegt að heyra. Hvað
skyldu þeir Þjóðviljamenn segja
við þessum upplýsingum?
Arnór Hannibalsson ræðir síð-
an um rússneskar nútímabók-
menntir og áhrif flokkseinræðis-
ins á þær. Kemst hann þá að orði
á þessa leið:
„En þessar bókmenntir eru
fjarlægar því lifandi lífi, sem lif
að er í landinu. Þær eru lygar
mestan part: Fjalla um syndlaus-
ar hetjur flokksins og sýna, að
þær bera ætíð sigur úr býtum.
Hin ægimikla fjölbreytni mann-
legs lífs og mannlegra tilfinninga
er lokað land fyrir þessum bók-
menntum. í þeim er sagt frá öllu
eins og það á að vera, ekki eins
og það er“.
Allt eru þetta athyglisverðar
upplýsingar hjá hinum unga
manni. Hann hefur sjáifur verið
árum saman í Rússlandi og
kynnzt þessu ástandi. Hann talar
því greinilega af reynsiu og
þekkingu á þessum hlutum. Ætla
mætti að hann drægi þá ályktun
af reynslu sinni að hið kommún-
iska skipulag sé síður en svo æski
legt fyrir islendinga. Ef til viU
segir hann lesendum Birtings
nánar frá skoðun sinni á þvi
atriði síðar.
Ábyrgðarleysi
að sitja auðum höndum
Alþýðublaðið ræðir í gær þá
erfiðleika sem skapazt hafa vegna
þinna miklu kauphækkanna:
„Þá er vitað mál, að frystihúsin
geta ekki staðið undir þeirri 20%
kauphækkun, sem fallið hefur í
þeirra skaut, og myndu þvi bráð-
lega stöðvast, ef þjóðin enn tapar
miklum framleiðsluverðmætum.
Auk þess er öll útgerð á hausti
og vetri undir sömu sökina seld.
Af þessum ástæðum telur rikis
stjórnin fullkomið ábyrgðarleysi
að sitja auðum höndum fram
undir áramót og þjóðarhagsmun-
um stórhættulegt. Slík bið mundi
aðeins gera þær ráðstafanir sem
óhjákvæmilegar eru enn þung-
bærari fyrir þjóðina í heild“.
STAKSTEIMAR