Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. águst 1961 Skyndibrúðkaup Renée Shann: 47 Hann stóð upp, gekk til henn- ar og kyssti hana. — „Játning eiginkonu“, sagði hann lágt. — Þakka þér fyrir, að J>ú sagðir mér alla söguna. Þú skilur vænt- anlega, að þú hefðir alls ekki þurft þess. — En ég vildi gera það samt. Ó, Robin, ég'er svo fegin, að þú tekur þér þetta ekki mjög nærri. Ég var svo hrædd um, að þú segðist ekki elska mig leng- ur, þegar þú hefðir heyrt alla söguna. Hann hristi höfuðið brosandi. — Það var nú ekki mikil hætta á því. Hann hvessti augun. — En þar með er ekki sagt, að ég hefði enga löngun til að gefa þessum Lionel almennilegt spark, ef ég fengi tækifæri til. Hann fyllti glösin þeirra aftur. — Jæja, nú kemur að mér. En þar verðurðu bara, er ég hrædd- ur um, að trúa talsvert miklu upp á mitt góða andlit. — Það þori ég vel. — Astæðan til þess, að ég gat ekki skrifað eða komið mér á neinn hátt í samband við þig, var sú, að ég var skömmu eftir að við giftum okkur, fluttur í í annað starf en ég hafði áður. Ég fór „undir jörðina" eins og það er stundum kallað. Hún leit á hann og skildi þetta ■ekki almennilega. — Ég var einangraður frá öll- um öðrum og gat ekkert sam- band haft við umheiminn. Þú skilur, elskan mín, að þetta sem ég hafði, þegar við vorum að gifta okkur, var meira og minna til að sýnast. Stundum gegndi ég vikum saman öðru s arfi, sem sé njósnum. Hún greip andann á lofti. — Ég skil. Hversvegna gat mér ekki dottið það í hug? — Það var nú varla von. 1 þ ^ssa tvo mánuði gat ég bók- staflega ekkert sinnt þér né haft samband við þig. Eina vonin mín var sú, að þú myndir það sem ég sagði þér á giftingardag- inn okkar, að ef til vill fengirðu ekki bréf frá mér nema óreglu- lega. Og ég sagði þér að hafa engar áhyggjur, ef svo færi. — Ég man það, og mér hefur oft dottið það í hug. En ég gat nú ekki annað en verið áhyggju- full samt. — Það hafa verið ýmsir flókn- ir og leynilegir samningár á döf- inni undanfarið, sem ég má nú ekki segja þér neitt nánar frá. Nú er þeim lokið, hvað mig snertir. Ég er kominn heim og það sem meira er, nú hef ég þriggja mánaða leyfi. Augu hennar ljómuðu. — Ó, það var dásamlegt. En svo mundi hún eftir nokkru. — Það er eitt, sem ég þarf að spyrja þig um. Ég var í strætis- vagni á Trafalgartorginu fyrir tveimur morgnum, og þá var ég alveg viss um, að ég hefði séð þig á gangi. — Guð minn góður! — Var það þá ekki þú? — Jú, víst var það ég. En ég kalla það bara hittast ótrúlega á að þú skyldir sjá mig. Hversvegna komstu ekki til mín strax þegar þú varst kom- inn tilborgarinnar? — Skyldan varð að ganga fyr- ir öllu öðru. Ég þurfti að gefa langa skýrslu í aðalstöðvunum, og losnaðj ekki fyrr en seint í dag. Hún var gripin feginleik, að henni skyldi ekki hafa missýnzt. Þrátt fyrir allar tilraunir ann- arra til að sannfæra hana um hið gagnstæða, hafði hún alltaf verið sannfærð um, að hún hefði þekkt manninn sinn. — En svo varð ég alveg rugl- uð. þegar ég fékk bréf frá þér í gærkvöldi, sem var póstlagt er- lendis. Hún gretti sig ofurlítið og bætti við: — Og það var sannast að segja, heldur ómerki- legt bréf, og mér fannst þú hafa lítið að segja í því. eftir allan þennan tíma! Hann brosti. — Það var sann- arlega ekki _f því, að ég hafði ekkert að segja, heldur af hinu, að ég mátti ekki segja það, og mér datt satt að segja aldrei í hug, ag það kæmist á leiðar- enda. Ég varð að trúa öðrum fyrir að koma því í póst og ég gat alveg eins búizt við, að leng- ur tími gæti liðið áður en honum tækist að koma því áleiðis. Hann leit á úrið sitt. — Klukk an er næstum tólf. Skyldi vera of seint að hringja heim til þín? Ég lofaði nefnilega Söndru, að ég skyldi hringja til hennar seinna í kvöld. Hún var svo fegin að ég skyldi vera kominn heim, að ég held hún vildi, að ég hringdi til hennar, þótt seint sé. — Ég skal vitanlega hringja í hana. Ég vil segja henni, hvað ég hamingjusöm. Sandra svaraði i símann. — Júlía! Ég hef setið uppi og beðið eftir þvi, að þú hringdir, elskan. Mig langaði til að vita, hvort Robin hefði nokkurntíma fundið þig. — Jú, það gerði hann og þú getur því nærri, hvort ég varð ekki hissa og glöð. Svo fórum við beint hingað. Ó, Sam’ra, það er svo dásamlegt, að hann skuli v ra kominn. Ég á enffin orð! — Ég fer nærri um það, svar- aði Sandra. Robin gekk til hennar og lagði höndina á öxl hennar, en Júlía lagði sína hönd á hans, og sagði honum, hvað Sandra hefði sagt. Hún ætlaðd svo að fara að bjóða góða nótt, þegar Sandra sagði: — Bíddu andartak, ég þarf að segja þér það. Ég er búin að yfirgefa Clive fyrir fullt og allt. Það dró ofurlítið ský fyrir hamingjusól Júlip. Heldur hefði hún viljað, að allir gætu verið hamingjusamir. En þetta ský leið frá aftur. — Það er nú svo einkennilegt til að vita, sagði Sandra, að síð- an ég herti mig upp í þetta, líður mér miklu betur. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu, en svona er það. Ég er alveg ánægð og hef minni áhyggjur nú, þegar þessu er öllu lokið. Enda hefur mér verið það ljóst undanfarið, eins og þú veizt, að þetta hefði aldrei getað haft framgang. — Ó, hvað ég er fegin. Ég hef haft svo miklar áhyggjur af þér. — Þær skaltu ekki hafa leng- ur. Ég er búin að fá annað starf, og byrja á mánudaginn. Ég segi þér frá því þegar við hittumst. Og svo segi ég góða nótt. Nei, ég man það núna, að ég átti að skila frá mömmu, að hún vonist eftir ykkur í mat um hádegið á morgun. Ég geri líka ráð fyrir, að þú þurfir að ná í fötin þín og þess háttar. — Jú við skulum sannarlega koma. Ég hringi fyrripartinn á morgun. Hún sneri sér að manni sínum um leið og hún lagði frá sér símann. — Veiztu Robin, að það er eitt, sem við höfurn ekki sagt hvort við annað ennþá? Robin tók hana blíðlega í fang sér. — Þurfum við að segja það, elskan mín? — Nei, ekki nauðsynlega. En ... .hún brosti til hans.... — ég man eftir, að þegar þú varst að segja mér, að þú elskaðir mig, þá þótti mér alltaf svo gaman að heyra það. (Sögulok). STÚLKUR helzf vanar saumaskap óskast nú þegar. Verksm. Eygló Laugavegi 178. a r k ú ó UOOK AT THAT, AAARK... I BELIEVE THOSE TWO ARE BECOMINO 5 FRIENDS/ J I GUESS OLD HONKER'S A LITTLE LONELY I WITH NO OEESE « 71 AROUND/ 3 CHERRY. I'AA GOING TO TAKE A LOOK AROUND LOST FOREST..MAYBE , I CAN FIND A CLUE TO OUR MISSING ANIMALS/ . Old honker has been a forlorn GOOSE SINCE HIS FAAAILV WAS KILLECJ BUT NOW HE SEEMS TO HAVE FOUND A FRIEND aitUvarpiö Fimmtudagur 10. igúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttír. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —. 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,A frívaktinni", sjómannaþáttur (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurtregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Kórsöngur: Karlakór Dalvíkiir syngur. Söngstjóri: Gestur Hjör_ leifsson. Einsöngvarar: Helgi Indriðason og Jóhann Daníels- son. Fíanóleikari: Guðmundur Jóhannsson. 20:25 Erindi: Fallið á prófi (Arnór Sigurjónsson rithöfundur). 20:55 Tónleikar: Kvintett í Es-dúr fyr ir pianó og blásarakvartett (K- 452) eftir Mozart (Robert Veyron Lacroix leikur á píanó, Pierre Pierlot á óbó, Jacques Lancelot á klarínettu, Gilbert Coursier á horn og Paul Hongne á fagott). 21:15 Erlend rödd: Höll í Svíþjóð, verksmiðja í Ráðstjórnarríkjun- um — grein eftir Francoise Gi- roud (Halldór Þorsteinsson bóka vörður). 21:40 Samleikur á fiðlu og píanó: — Jacques Ghestem og Raoul leika vinsæl lög. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður- inn" eftir H. G. Wells; XIV. — (Indriði «. Þorsteinsson rithöf- undur). 22:30 Sinfóniskir tónleikar: Frá tvenn um útvarpstónleikum í Evrópu: a) Frá útvarpinu i Berlín: — Konsert fyrir þrjú píanó og hljómsveit eftir Bach (Eber- hard Rebling, Gúnther Kootz og Werner Richter leika með sinfóníuhlj ómsveit útvarpsins f Berlín; Rolf Kleinert stj.). b) Frá ungverska útvarpinu: — Sinfónía nr. 95 i c-moll eftir Haydn (Sinfóníuhljómsv. ung verska útvarpsins leikur; - András Koródi stjórnar). 23:10 Dagskrárlok. Föstudagur 11. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar -• 12:25 Fréttir og tilk.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tvö stutt hljómsveitarverk úr óperum: a) „Draumur" úr „Hans og Grétu" eftir Humperdinck — (Fílharmoníusveit Lundúna leikur; Anthony Collins stj.). b) Forleikur að „Seldu brúðinni" eftir Smetana (Sinfóniuhljóm sveit Lundúna leikur; Royal- ton Kisch stjórnar). 20:15 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:45 „Vínarblóð", óperettulög eftir Johann Strauss (Þýzkir söngvar- ar flytja með kór og hljómsveit undir stjórn Franz Marszaleks). 21:00 „Við Gýgjarstein": Svandís Jón* dóttir les kvæði eftir Pál J. Ár- dal. 21:10 Tónleikar: Sinfóniskar etýðuf op. 13 eftir Schumann (Moura Lympany leikur á píanó). 21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn" eftir Kristmann Guðmunds son; I. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagaa: „Osýnilegi maður- inn" eftir H. G. Wells: XV. — (Indriði G. Þorsteinsson rith.). 22:30 A léttum strengjum: Werner Múller og hljómsveit hans leika. 23:00 Dagskrárlok. AJi steftgtw heiur verib lajög eimnajina frá þvl QöLakykU hans lézt, «b nú virtfisl iuuia tukfa aigii ast uýjac na. — Sjáðu þetta Markús . . . Eg held þeir séu að verða prýðis virx ir. — Eg býst við að Afi steggur sé nokkuð einmanna þar sem hér eru engar gæsir! Sirri, ég ætla að svipast um hér í Týnda skógi . . . Ef til vill finn ég einhver spor eftir horfnu dýrin! LÚÐVlK GIZURARSON héraðsdómslögmaður Tjarnargötu 4. — Sími 14869.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.