Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.08.1961, Blaðsíða 24
Vettvangur Sjá bls. 13 JlltygíUttW&Mtíí 177. tbl. — Fimmtudagur 10. ágúst 1961 IÞROTTIR Sjá bls. 22 Utilegumaður að dlðg- legum fálkaveiðum | Talinn skjóta sauðfé sér til matar J — sýslumaður og föruneyti héldu á Flateyjardalsheiði i gær S Akureyri í gærkvöldi. 1 DAG hélt sýslumaðurinn í Þingeyjarsýslu, Jóhann Skaftason, ásamt dr. Finni Guðmundssyni og einum lög reglumanni norður í Þorgeirs fjörð og á Flateyjardalsheiði í leit að þýzkum manni, Egon Miiller að nafni, en grunur leikur á að maður þessi hafi legið úti á þessum slóðum nú um skeið, veitt fálkaunga, og jafnvel skotið sauðfé sér til matar. Hafa ferðamenn nyrðra hitt mann inn og séð hjá honum fálka- unga, sem sá þýzki sagði, að hann væri að temja til svartbaksveiða, en kunnara er en frá þurfi að segja að íslenzki fálkinn er verndað- ur með sérfriðunarlögum. Þorgeirsfjörður og Hvalvatns-J fjörður eru tveir litlir firðirj sem ganga inn í norðanverðan | skagann á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, og er þar nefnt „í fjörðum". Flateyjardalsheiði er á skaganum suðaustur af fjörðun um tveimur. Þarna var áður byggð, en allir staðirnir eru nú komnir í eyði og lítið þar um mannaferðir. Sæluhús er á Flateyj ardalsheiði, en skipbrotsmanna- skýli við Þönglabakka í Þorgeirs firði, og er talið að Múller hafi haldið sig á báðum þessum stöð- um, einkum þó í skipbrots- mannaskýlinu. Sótti um leyfi en fékk ekki Maður þessi kom til Reykja- víkur fyrir nokkru og sótti þá Enn kt efst From- sókn þingrofs og kosningn HERMANN JÓNASSON og Ey- steinn Jónsson rituðu í gær Ólafi Xhors forsætisráðherra bréf, þar sem þeir ítrekuðu kröfu þá sem Framsóknarflokkurinn setti fram í júní s.l. um að Alþingi yrði rofið og efnt til nýrra kosninga nú þeg- ar. Ekkert nýtt er fólgið í bréfi þeirra, sem var ákaflega stórort. Eru upp í það teknar flestar full yrðingar Timans og Þjóðviljans undanfarnar vikur. SLÆM LÍÐAN Framsóknarmenn eru órólegir í stjórnarandstöðunni af tveim eðlilegum ástæðum. 1 fyrsta lagi er flokkur þeirra þess eðlis, að erfitt er að halda honum saman, þegar ekki er setið við kjötkatl- ana. Hins vegar óttast Fram- sóknarmenn það mjög að ganga til kosninga, eftir að viðreisnin hefur sýnt sig í verki. Þær kosn- ingar munu Framsóknarmenn þó verða að þola. Og um leið verður að hryggja þá á því, að stjórnin mun hlaða upp í þau skörð, sem þeir hafa reynt að rjúfa í við- reisnarmúrinn — en ekki gefast upp fyrir vandanum. Rússum gert tilboö um viöbótarsölu á síid Prodintorg kveðst reiðubuið að semja um frekari kaup um leyfi til að fanga fugla hér- lendis undir því yfirskini að hann værj fuglafræðingur, en mun hafa verið synjað um leyfið sök um þess að ekki þótti allt ein- leikið um fræðimennskuna. Ferðamaður nokkur mun hafa hitt þann. þýzka fyrir nokkrum dögum, og sá þá að sögn hjá honum nokkra fálkaunga. Sagði Múiler ferðamanninum að hann væri að temja fálkana til þess að veiða svartbak. Ennfremur hafa flogið hér fregnir þess efnis að Múller þessi muni hafa dregið fram lífið á því að skjóta sér sáuðfé til matar, en að sjálfsögðu hefur ekki fengizt staðfesting á þessum fregnum enn. Ókomnir í nótt Dr. Finnur Guðmundsson kom hingað flugleiðis í morgun, og sótti sýslumaður Þingeyinga hann hingað. Héldu þeir síðan ásamt lögreglumanni norður í firði að kanna málið. Búizt var við að leiðangurinn kæmi til Akureyrar í nótt, en Framhald á bls. 23. Þessi mynd var tekin í Bankastræti í gær og manni verður f ósjálfrátt hugsað til Eskimóa, sem þannig bera böm sín á bakinu. — Sennilega ágæt aðferð (Ljósm.: KM> Áætlun um framkvæmdir á ís- landi 1962-1966 fullgerð í nóv. Sex mánaða undirbúningsstarf 3 norskra sérfræðinga Margvíslegar athuganir standa nú yfir _*inkaupastofnun Sovétríkjanna, Prodintorg í Moskvu, hefur sím- að síldarútvegsnefnd og tjáð sig reiðubúið til að taka upp samn- inga um frekari kaup á Norður og Austurlandssíld. Síldarútvegs nefnd sat á funrdi í Reykjavík í gær, og mun hafa gert Prodin- torg tilboð um viðbótarsölu á saltsíld til Rússlands, og er svar væntanlegt næstu daga. 21. júlí sl. gaf síldarútvegs- nefnd út tilkynningu þess efnis, að saltað hefði verið upp í fyr- irframgerða samninga og varaði síldarsaltendur við frekari söltun, þar eð söluhorfur á saltsíld væru mjög slæmar. Jafnframt lýsti nefndin því yfir að eftir þennan dag yrði framhaldssöltun algjör- lega á ábyrgð saltenda sjálfra. Þeir Sveinn Benediktsson og Gunnar Jóhannsson voru meiri- hluta síldarútvegsnefndar ekki sammála varðandi að söluhorfum ar á saltsíld væru mjög slæmar, og báru fram tillögu þess efnis, að þessi ummæli yrðu felld nið- ur í yfirlýsingu nefndarinnar. Var breytingartillaga þeirra felld með fimm atkvæðum gegn tveim ur. — Sv. Ben. greiddi síðav atkvæði gegn tilkynningunni heiid. MORGUNBLAÐIÐ leit í gær inn hjá norsku sérfræðingun- um þrem, sem um þessar mundir vinna að undirbún- ingi áætlunar um fram- kvæmdir hér á landi árin 1962 til 1966, en stefnt er að því, að hún verði fullgerð þegar líður að lokum þessa árs. Norsku sérfræðingarnir, Per Tveite, Rolf Thodesen og Olaf Sætersdal, komu til landsins fyr- ir tveim mánuðum Og hafa unnið að verkefni sínu sleitulaust síðan. Eru þeir nú nýkomnir úr ferð til ýmissa staða á Norður- og Austurlandi, þar sem þeir kynntu sér gang atvinnulífsins og ræddu við forvígismenn bæjarfélaga og fyrirtækja. Við Hverfisgötu Það er annars í húsakynnuim Framkvæmdabankans við Hverf- isgötu, sem þeir Norðmennirnir eru að störfum og þar ræddi tíð- indamaður Mbl. við þá stundar- korn í gær. Hjá þeim var þá staddur Jónas Haralz, ráðuneytis- stjóri, en hann er einn fjögurra embættismanna, sem sérfræðing- arnir hafa nánast samráð við í störfum sínum. Það var einkum Per Tveite, sem var talsmaður norsku sér- fræðinganna, enda fer hann fyrir þeiim. Skipulagning og athuganir. Fram að þessu hefur verið lögð á það megináherzla, að skipu- leggja starfið svo og koma af stað ýmiskonar rannsóknuim og afla upplýsinga, sem nauðsyn- legar eru við undirbúning fram- kvæmdaáætlunarinnar. Nokkur gögn lágu fyrir þegar í byrjun, þ. á. m. greinargerð um sjávar- útveginn, sem norskur prófessor, Gerhardsen að nafni, tók saman á vegum sjávarútvegsmálaráðu- neytisins s.l. vetur. í öðrum grein um atvinnulífsins, svo sem iðn- aði, land'búnaði o.fl. reyndist ó« hjákvæmilegt að gera mun víð tækari athuganir, en unnar hafa verið fram að þessu og standa þær nú yfir. Eru þær að veru« legu leyti-framkvæmdar á veg- um Hagstofu íslands, en náið samráð haft bæði við viðskipta- málaráðuneytið, hagfræðidei Idir Framkvæmdabankans Og Lands- bankans, aðra opinbera aðila og ýmis samtök í viðkomandi at' vinnugreinum. Traust undirstaða mikilvæg. Kváðu þeir sérfræðingarnir Framhald á bls. 23. Stefnis-félagar t. HAFNARFIRÐI — Um helgina 19. Og 20. ágúst efnir Stefnir, fél. ungra Sjálfstæðismanna, til ferð ar upp í Borgarfjörð. Á laugar- dag verður dvalizt í Ölver, en þar fer þá fram héraðsmót. Á sunnu- daginn verður ekið um Borgar- fjörð og síðan komið heim um kvöldið. Sumarferð Óðins MALFUNDAFELAGIÐ Oðinn efnir til ferðar í Þjórsárdal um næstu helgi. Lagt verður af stað úr bænum eftir hádegi laugar- daginn 12. ágúst og ekið sem leið liggur um Mosfellsheiði, Grafning, Selfoss, Stokkseyri, Gaulverjabæ, Skeið, um Hreppa, í Þjórsárdal. Tjaldað verður í Ás- ólfsstaðaskógi og höfð þar viðlega um nóttina. Á sunnudag'nn verða svo skoð aðir merkustu staðir í Þjórsár« dal. Úr Þjórsárdal verður síðan haldið upp Hreppa, um Brúar* hlöð að Gullfossi og Geysi, það an að Skálholti og staðurinii skoðaður. Frá Skálholti verður síðan ekið um Grímsnes, Ölfua og Hellisheiði til Reykjavíkur. Farmiðar verða seldir á skrif* stofu Sjálfstæðisflokksins. Þátt* takendur þurfa að hafa tjöld og annan viðleguútbúnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.