Morgunblaðið - 13.08.1961, Síða 6

Morgunblaðið - 13.08.1961, Síða 6
6 MORCTJNRL AÐIÐ Sunrmdagur 13. Sgúst 19©n Dðnsk stjarna Það kom öllum að óvör- um, þegar tilkynnt var á kvikmyndahátíðinni í Berlín, að ung, dönsk stúlka hefði verið kjörin bezta leikkona ársins. Stúlkan, sem um ræð- ir, heitir nú Anna Karina, áð ur Hanne Blarke, og er að- eins 20 ára gömul. Verðlaun- in hláut hún fyrir leik sinn í frönsku kvikmyndinni „Kona er kona“, þar sem hún lék nektardansmey. Anna Karina er lítt kunn utan Frakklands og Danmerk ur. Hún kom til Parísar fyrir 2 V2 ári, fékkst í fyrstu aðal- lega við fyrirsætustörf, en snerí sér síðan að kvikmynda leik. Fyrsta kvikmyndin, sem hún lék í, hét „Litli hermað- urinr.“, en sú mynd var strax bönnuð af stjórnmálalegum ástæðum Anna Karina giftist leikstjóia þeirrar myndar, Jean-Luc Goddard, fyrir rúmu hálfu ári. Goddard stjómaði einnig kvikmynd- inni „Kona er kona“ og hlaut hún 2. verðlaun á hátíðinni, silfurbjörninn. Gullbjörninn til ftaliu Gullbjörninn fór að þessu sinni til Íialíu. Það var leik- Johnnie“, sem er stjórnmála- leg ádeila. Finch leikur þar streðara, sem leggur allt í sölurnar til að ná valdastöðu. Tvennum aukaverðlaunum var úthlutað til landa, 1 hverjum kvikmyndagerð er á byrjunarstigi. Þau verðlaun • hrepptu Kórea og Holland. Eftirtekt vakti, að engin 4K , T * j verðlaun runnu til Banda- S- ríkjanna að þessu sinni. * ic Skortur á háttvísi Þýzk blöð eru ákaflega gröm og hneyksluð yfir ósæmi legri hegðun margra smá- stjarnanna. Mjög fáir heims- frægir leikarar og leikkonur voru mættar á hátíðinni og því skapaðist gullvægt tæki- færi fyrir nýliðanna að vekja á sér athygli. Begja blöðin, að hátíðin í Berlín eigi að vera hátíð góðra kvikmynda en kvikmynda-kapelánar og siðlausar leikkonur spilli h snni með skorti á háttvisi. Anna Karina I Rennilás bilar Á einum næturklúbbnum bar það til, að rennilás á tildurslegum kjól Laya Raki bilaði, — ekki af tilviljun, segja sumir. Gestirnir hljóð- uðu upp yfir sig, en Laya var hin ánægðasta og naut þess að vera miðdepill skemmtun- arinnar, þar til hóteleigand- inn varpaði henni á dyr. Layja Raki var þýzk nætur- klúbbadansmey áður en hún fór til Hollywood og hét þá Brunhilde Jörns. Hún var ekki fyrr stigin út úr flug- vélinni á Tempelhoferflugvell inum, er hún hneykslaði menn með óviðelgandi klæðaburði. „Betra að hún hafi aldrei komið,“ segja blöðin illkvittn- islega. Jayne Mansfield var stödd í þessum næturklúbb og það fór í taugarnar á henni, þeg- ar öll athyglin beindist að Raki. Eiginmaður hennar, fyrrv. herra Alheimur, brá skjótt við, hóf hana á loft og lét hana fljúga í nokkrar mínútur, gestum til mikillar ánægju, enda var hún í „rétt- um“ fötum. Þannig gengur það fyrir sig á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Rennilás á kjól Layja Raki bilar stjórii.n Michelangelo Anton- ioni sem gekk með sigur af hólmi fyrir sinn sálfræðilega hjónabandsharmleik, er hann, nefnir „La Notte“ — Nóttin. Bezti leikarinn var kjörinn, Englendingurinn Peter Fineh fyrir leik sinn í „No love for * Hvernig er að vera rithöfundur og blaðamaður Þegar út kemur bók eftir einhvern kollega minn, ég tala nú ekki um þegar það er góð bók, hefur sú spurn- ing oft vaknað hjá mér, hvernig það fari saman í dag lega lífinu að afgreiða við- fangsefnin með bægslagangi og hraða blaðamannsins, þar sem allt verður áð koma „í blaðinu á morgun“, og vand- virknisleg vinr.ubrögð rit- höfundar, sem oftast fæðir af sér skáldverkin með miklum og langvinnum þrautum, að mér skilst. Til að svala forvitni minni um þetta, sló ég á þráðinn til Indriða G. Þorsteinssonar, rithöfundar og blaðamanns hjá Alþýðublaðinu, og lagði fyrir hann þessa spurningu. Hann svaraði: • Öflug mæðiveikis- girðing á milli Þegar Velvakandi hringir í mann og spyr svona spurning- ar, þá finnst manni, að nær væri að hann spyrði einhvern annan, eins og til dæmis Matthías Johannessen, Gísla J. Ástþórsson, Jökul Jakobsson eða Baldur Óskarsson, vegna þess þeir eru allir blaða- menn og > rifa bækur. Kannski þeir hafi verið spurðir, og þá mundi ég vilja svara eins og þeir. Það eru nefnilega alltaf nokkrir blaðamenn starfandi, sem vinda sér í að skrifa bók, svona eins og þ e g a r búandfólk snarast í hnakkinn og s n ý r reið- skjótanum h e i m að um FERDINAIMH & Bólstr- uð hús- gögn AKUREYRI, 3. ágúst. — Um sl. helgi var fréttamönnum boðið að skoða ný húsakynni, sem Bólstruð húsgögn hf. hafa flutt í, en fyrirtækið var áður til húsa í 48 fermetra húsnæði. — Hið nýja pláss fyrirtækisins er á neðstu hæð hins nýja Amaro- húss í Hafnarstræti 99, og hefur fyrirtækið þar til umráða 380 fermetra húsrými. Á næsta ári mun hinsvegar fást um 450 fer- metra pláss á 2. hæð sama húss, og mun þá öll starfsemin flytj- ast þangað, bæði verzlunin og bólsturgerðin. Húsgagnavinnustofan Þór á Akureyri framleiðir eingöngu grindur og annað tréverk fyrir Bólstruð húsgögn, en auk þess kaupir fyrirtækið húsgögn af Ólafi Ágústssyni & Co., Stefáni Þórarinssyni, Akureyri, Hús- gagnaverzlun Austurbæjar og Trésmiðjunni Víði, Reykjavík, en vegghillur og skápa frá Hansa. Þau stálhúsgögn, sem fyrirtækið hefur á boðstólunum, eru einkum frá Sindraverk- smiðjunni hf. og Húsgagnaverk- smiðju Atla og Kristjáns I Reyk'javík. Þá hefur fyrirtækið einkaumboð hér á Vilton-tepp- um frá Álafossverksmiðjunni. Útibú er rekið í Neskaupstað, og mun' það flytja á næstunni í gott húsnæði við aðalgötu bæjarins. Allir hluthafar eru hér á Ak- ureyri. — Stjórnarformaður er Ágúst Ólafsson, framkvæmda- stjóri Eiríkur Stefánsson og verzlunarstjóri Halldór Her- mannsson. Bólstruð húsgögn hf. var stofnað árið 1941 af Jóni Kristjánssyni, bólstrara, og var sölubúð opnuð fáum árum síð- ar með ýmiskonar húsgögn. — St. E. Sig. vel hvað er að vera blaðamað- ur og gæti ýmsu um það svar að. Aftur á móti veit ég ekk- ert hvað er að vera rithöf- undur, enda hef ég ekki skrif að nema nokkrar stuttar sög- ur. Ég held að þeir viti mest um hvernig er að vera rithöf undur, sem hafa einsett sér 'að verða það og geta ekki orðið annað og hafa ekki vinnufrið ' fyrir tilhugsuninni um það. Það skilst mér að gæti verið eitthvað í ætt við þá þjáningu, sem svo mjög er haldið fram að skáldskap* argáfan valdi mönnum, og jaðrað getur við vondan heilsubrest eftir lýsingum að dæma. Með þessu er ekki ver ið að gera lítið úr þjáning. unni. Hún er merkileg tilfinn ing, þegar hún er ekki líkam leg. Um blaðamennskuna verð ur ekki annað sagt en að hún er helvítis puð, hlaup og staut og röfl í prentsmiðjum, og ég mundi ekki vilja hætta henni. Aftur á móti er ósköp auðvelt að hætta að skrifa sögur, kannski vegna þess að þjáningin er öll í blaðamennsk unni. Ég held að farsælast sé að biaðamaður og rithöfund- ur í sama manni kássist ekkl hvor upp á annan. Það er ekki hægt að vera nema ann- að í einu. Rithöfundur og skáld er vondur blaðamaður og blaðamaður er afleitur rit- höfundur. Þess vegna þarf öfluga mæðiveikigirðingu þar í milli með rúlluhliðum og vagtpóstum sem hafa hund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.