Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBL4ÐIÐ Sunnu'dagur 20. ágúst 1961 Allt er þetta umgjörð um manninn sjálfan — Setnlngarræða Geirs Hallgrlmssonar borgarstjóra á Reykjavlkurkynningunni HERRA forseti íslands, virðu- iega forsetafrú, haestvirtu ráð- herrar, góðir Reykvíkingar og aðrir áheyrendur. Á 175 ára afmæli Reykjavík- urkaupstaðar leiðum við hugann að þeirri nauðsyn, að stjórnvöld i lýðræðisþjóðfélagi ínissi ekki sjónar á þjónustuhlutverki því, sem þeim er ætlað að gegna. Sú hætta er fyrir hendi, hvort sem um er að ræða ríki eða bæ, að yfirvöldin taki að líta á sig sem sjálfstæðan aðila, — stofn- un, sem gæta skuli eigin hags- muna, óháða borgurunum, sem í upphafi átti að þjóna. í>að hefur þvi meginþýðingu til þess að bægja þessari hættu frá, — að bæjarbúar kynni sér vandlega starfsemi bæjarfélags- ins og starf hvers annars, og taki á grundvelli þeirrar þekk- ingar virkan þátt 1 stjóm borg- ar sinnar. Aukin þekking og áhugi borg- aranna á bæjarmálum hlýtur óhjákvæmilega að skapa meira aðhald og ábyrgð hjá stjórnend- um bæjarfélagsins og styrkja tengslin milli bæjarbúa og bæjar stjórnar. En viðfangsefni og vandamál liðandi stundar verða ekki skýrð nema rakin sé þróunar- saga bæjarfélagsins. Með þvi viljum við ekki ein- göngu votta frumherjum þa.ckir okkar fyrir að hafa lagt grund- völl að þeim lífsþægindum, sem við njótum í dag, heldur gerum við okkur einnig grein fyrir, að framtíðarstefna verður ekki réttilega mörkuð, nema byggt sé á reynslu fortíðarinnar. í>annig er að því keppt, að Reykjavíkurkynningin 1961 leiði ekki eingöngu í ljós það, sem áunnizt hefur í sameiginíegum málum bæjarbúa, heldur geti slik kynning engu síður orðið til þess að opna augu manna fyrir því, sem betur má fara og fram- tíðarverkefnum, sem nauðsyn- legt er að ieysa. Ég vil þakka framkvæmda- nefnd Reykjavíkurkynningar 1®61, framkvæmdastjóra og arki- tektum, svo og fjölmörgum öðr- um, sem lagt hafa fram fómfúst starf til að gera þessa kynningu næstu daga Reykvíkingum eftir- minnilega. Ég hlýt og að nota þetta tæki- færi til að þakka gjafir færðar Reykjavík og heillaóskir bæjar- félaga, stofnana og eintaklinga innanlands og utan og flyt þess- ar heillaóskir hér með áfram til illra Reykvíkinga. Þegar við hugleiðum breyting- ar þær, orðið hafa á högum ReykvíkingB frá þvi að kaup- s ,aðarróttin<h frogust fyrir 175 árwn, þá vaknar sá spuming, hvort sto stórstíg þróun muni einnig atga sór staB á nætu 175 áruaa. LíMegt er TmBB. þótt mönnimi fiitnáK þafl • t. v. ófcrúleatt í dag, að «a tvftug- íaiciot a n—tu 7 akiarfjórðung- Geir Hallgrímsson um eins og hinum fyrri, og verði þá um 1.500.000,- manna. Slíkri þróun kvíðum við ekki. Við þurfum nú þegar, rúml. 70 þúsund íbúar, að glíma við flest sömu vandamál, og milljónaborg ir úti í heimi. Hitt er erfiðara að sjá fyrir, hvernig lífshættir muni breytast í framtíðinni. Fleygi tækni-þró- uninni áfram með sívaxandi hraða eins og hingað til, þá er það takmarkað, hvað við getum séð fram í tímann, eins og for- tíðin ber vitn: um. Þótt við fegin vildum, getum við ekki leyst vandamál líðandi stundar nema á grundvelli þeirra lífsvenja, þekkingar og forsendna, sem nú eru fyrir hendi. — Ef við ætlum okkur að leysa vandamálin til langs tíma i einu, kann sú lausn bæði að vera okkur ofviða og eftirkom- endum okkar skaðleg vegna breyttrá aðstæðna. Þrátt fyrir allt verður hver kynslóð að leysa sín vandamál, þótt sá metnaður sé sjálfagður að skila öllu af sér í betra horfi en við var tekið og búa sem bezt í haginn fyrir hina upprennandi kynslóð. Þegar við hugsum okkur Reykjavík framtíðarinnar, þá er okkur að vísu í huga borg, sem er í samræmi við landslag og feg- urð borgarstæðisins, — þar sem skiptast á fagrar byggingar, trjá- gróður, torg og opin svæði, — borg, þar sem greiðfærar götur, öruggar hafnir siglinga og flugs auðvelda samöngur, þar sem ljós og afl, hiti og vatn er leitt í hvert hús, — borg, þar sem af- kastamilklir og arðsamir atvinnu vegir eru stundaðir og mynda grundvöll alls þessa, sem fyrr var talið, — en allt er þetta samt sem áður aðeins umgjörð um manninn sjálfan. í borginni skiptir öllu máli að sjá og blanda geði við frjálsa, lífsglaða, starfandi karla og konur, sem eru ávallt í tengslum við sögu staðarins og skipta sköpum með Þjóð sinni, dvelja við uppeldi og menntun barna sinna, fólk, sem að vísu hefur sínar áhyggjur og sorgir og berst við breyzkleika og veikleika en trúir á Guð og iðkar og nýtur lista og bók- mennta, stundar íþróttir og heilsuvernd. — fólk, sem þrosk- ar persónuleika sinn, einstak- lingseðli og samfélagskennd. Með þeirri ósk, að þannig verði í Reykjavík ávallt „rúmt um hug og hjarta“ og þar búi fólk, sem slíkt kunni að meta, lýsi ég því yfir, að Reykjaxíkur- kynning 1961 er hafin. SlNAIShnúhr yr SVSQhnútar X Snjékomo 7 Skúrir. ''///rRtgn- » OSi 9&Þ K Þrumur V/yý'sra'Si X'M’M HMHmt 1 ^rnHihskH L®Lao» 1 /9 ft ÍQAt Ut /u Á KORTINU í gærmorgun er lægð SA af Hvarfi, og á þeim tíma sást vel á suðvestunlofti blikan, sem fylgir regnsvæði hennar. Var búizt Við SA-átt í gærkvöldi af völdum þessar- ar lægðar. — Á Norðaustur- landi var þokuloft og rigning með köflum en hægviðri á síldarmiðunum. Sunnan lands var þurrt Og bjart veður, 13 st. hiti á Kirkjubæjarklaustri kl. 9, en þá voru aðeins 5 st. á Hólsfjöllum. Veðurspáin á hádegi í gær: . SV-land, Faxaflói og mið- in: Þykknar upp með SA átt, kaldi eða stinningskaldi og dálítil rigning með kvöldinu. Breiðafjörður og miðin: NA gola, léttskýjað. Vestfirðir og miðin: NA gola þokuloft norðan til. Norðurland og miðin: NA gola, rigning með köflum austan til, birtir til vestan til með kvöldinu. NA-land, Austfirðir og mið- in: NA gola, rigning með köfl- um. SA-land og miðin: Norðan gola og léttskýjað, þykknar upp með austan átt í kvöld. Indverjar ekki háðir vernd Hvers vegna skrifar hann á islandi? f Tímanum í gær birtist samtal við einn af yngri rit- höfundum okkar, Elías Mar, þar sem hann lætur m. a. uppi álit sitt á rússneskum bókmenntum, gagnrýni og hlutverki rithöfundarins í þjóðfélaginu. Koma þar fram allnýstárlegar skoðanir, sem íslenzkum almenningi er kannski forvitni á að kynnast. Elías Mar trúir því nefnilega statt og stöðugt, að hlutskiþti rithöfundarins undir Ráð- stjórn sé miklu eftirsókn- arverðara en hlutskipti hans í vestrænu þjóðfélagi. f þessu sambandi segir hann m. a.: „— Það hlýtur að vera gam- an að vera rithöfundur þar sem hægt er að vera einlægur og bjartsýnn án falskrar for- sendu. Ég hefði fyrir mitt leyti ekkert á móti því.“ Ber að skilja þetta svo, að Elías Mar hafi ekki verið ein- lægur í verkum sínum eða að einlægni hans sé á fölskum forsendum byggð? Eða er kannski eitthvað bogið við rökhugsunina í yfirlýsingu hans? Þegar blaðamaðurinn spyr hvort Elías hafi lesið Sívagó lækni, svarar hann: „— Néi, ég hef ekki lesið hana. Þær eru nefnilega miklu fleiri bækurnar, sem ég hef ekki lesið, vinur minn, heldur en hinar.“ Blaðamaðurinn spyr síðar hvort Elías haldi að til séu í Sovétríkjunum rithöfundar, sem eigi óbirt listaverk, vegna þess að þau hafi ekki hlotið náð ríkisvaldsins. Hann svar- ar: „— Sjálfsagt. En þeir eru líka til í löndum kapitalism- ans, gleymdu því ekki.“ Elías sér sóma sinn í því að láta undir höfuð leggjast að finna þessari fullyrðingu stað, enda viðbúið að það geti orð- ið honum erfið raun. Síðan kemur fróðlegasti hluti samtalsins og skal hann birtur hér orðréttur: „— Gætir þú sætt þig við það, að ríkisvald kæmi í veg fyrir útgáfu verka þinna? — Já, ef ríkisvaldið væri sósíalskt. Rithöfundur er aldrei upp yfir það hafinn að hafa ábyrgðartilfinningu. Hann á ekki að vera eins kon- ar sprelligosi, sem hrærir upp Nýju Delhi, 17. ágúst. (Reuter) Á ÞINGFUNDI í Nýju Delhi í dag, lýsti Nehru, forsætisráð- herra Indlands, því yfir, að Bandaríkjamenn hefðu ekki á nokkurn hátt skuldbundið sig til þess að verja Indland gegn mögulegum árásum frá Pakist- an. —• Nehru svaraði fyrirspurnum vegna ummæla Chester Bowles í Washington fyrir nokkrum dögum, er Bowles sagði, að Bandaríkjamenn hlytu að koma til aðstoðar bæði Indverjum og í fólki sér til skemmtunar eða öllu heldur skrattanum. Rit- frelsi, eins og - öðru frelsi, á að fylgja ábyrgð gagnvart les- endum. Og mann, sem ekki hefur þessa ábyrgðartilfinn- ingu í nægilega ríkum mæli á að stöðva. I Ráðstjórnarríkj- unum er engin gagnrýni bönn- uð, sem er bona fide — vel meint — en gagnrýni er ýmist vel meint eða ekki. Sjálfur er ég enginn niðurrifsmaður í eðli mínu, þótt ég gæti ósköp vel brugðið því fyrir mig . . . ef. — Treystir þú sósíalistisku ríkisvaldi til að dæma um, hvenær þín gagnrýni er já- kvæð eða ekki? — Já, algjörlega. Því þar er ríkið fólkið sjálft.“ Hugsunin í þessari síðustu yfirlýsingu er ekki síður þoku kennd en hugsunin í yfirlýs- ingunni um einlægnina og væri gaman að fá frá hendi Eliasar útlistun á því, hvernig „fólkið“ fer að því að dæma þær bækur, sem fámenn klíka ríkisvaldsins bannfærir. Það er dálítið erfitt að trúa því að nokkur alv-arlega þenkjandi rit höfundur skuli halda því fram, að hann eigi rikari skyld um að gegna við ákveðið skipu lag eða stjórnarfar en við list ina, sjálfan sig og þann mann- lega sannleik, sem hann er einn fær um að túlka. Það skyldi þó aldrei vera, að ,,vonbrigðin“, sem „Sóleyj- arsaga“ olli, eigi rætur sínar í þessu viðhorfi höfundarins? Pakistönum, ef annaðhvort ríkj- anna hæfi árás. — Við erum ekki háðir vernd eins eða neins, sagði Nehru —■ ef svo væri gæti Indland ekki lengur haldið stöðu sinni sem fullkomlega hlutlaust ríki. —• Nehru kvaðst þess fullviss, að ummæli Bowles hefðu verið töluð í góðu skyni, en túlkun þeirra væri ekki sann- leikanum samkvæm. — Nehru sagði, að mál þetta hefði ekki verið til umræðu, er Bowles var í Nýju Delhi í fyrri viku, en svo kynni að vera, að Banda- ríkjamönnum þætti sér bera sið ferðileg skylda til þess að við- halda jafnvægi milli landanna vegna þeirrar hernaðarlegu að- stoðar, sem þeir veittu Pakistan. Nehru sagði, að þegar hann árið 1954 hefði mótmælt hern- aðaraðstoð Bandaríkjamanna við Pakistan hefði Eisenhower Bandaríkjaforseti boðið Ind- landi samskonar aðstoð. Hann hefði neitað því boði á þeirri forsendu að slíkt væri hvorki samboðið virðingu Indlands né Bandaríkjanna. Indverjar hefðu áfram sem hingað til þann hátt á að kaupa þar vopn sem þau fengjust við vægustu verði. • Reknir umsvifalaust burtu Nehru vék að portúgölsku nýlendunni Góa og kvaðst ekki geta gefið tryggingu fyrir því, að Indverjar beittu ekki vopn- um til þess að losa íbúana þar undan nýlenduveldi Portúgala. Hann kvaðst jafnframt aldrei myndu leyfa að farið yrðl yfir indverskt land með valdi á hendur landsvæðanna Dadra og Nagar Naveli, sem áður voru portúgölsk landsvæði, aðskilin frá Góa, með ræmu af ind- versku landi. Hafa þau land- svæði nýlega verið innlimuð f Indland og mótmælti stjórn Portúgals þeirri ráðstöfun harð- lega. — Reyni einhverjir að ráð ast inn í þessi landsvæði, verða þeir reknir umsvifalaust til baka, sagði Nehru. Nehru ræddi ennfremur um viðskipti Indlands og Kína og kvað þau aldrei geta orðið með eðlilegum hætti fyrr en landa- mæraþrætum þeirra linnti með friðsamlegum hætti. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.