Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 22
22 r MORGVyBLAÐIÐ Sunnudagur 20. ágúst 1961 Þjdðlögin eru grund- t/öllur allrar tónlistar ÉG VAR orðinn 32 ára þegar ég sló í gegn — á einu kvöldi. Mér verður hugsað nokkur ár aftur í tímann, þegar ég á- kvað að hætta að syngja dæg urlög og snúa mér algerlega að þjóðlagasöng. Umboðsmað ur einn sagði þá við mig: — Sjáðu til Harry, — ég skal segja þer hreinskilnislega, að þú hefur enga von um að kom ast áfram á þennan hátt. Það jafngildir algerri sjálfseyði- legging á vinnumarkaði, að leggja stund á þjóðlagasöng, Josh White og Burl Ives hafa algera einokun þar. Uáttu nú af þessu. Hver heldurðu að vilji hlusta á þig?“ En ég hef alltaf vitað hvað ég vil. Og fari illa, er ekki við annan að sakast en Belafonte sjálfan. • Síðan mér tókst að vinna vinsældir á þessu sviði, hef ég fengið einhverja tauigaslít andi skyldutilfinningu, gagn- vart öðrurn . Þúsundir manna byrja allt í einu að spyrja mann spurninga um allt mögu legt og mér finnst ég verða að hafa viðeigandi og rétt svar á takteinum. Þegar ég hóf feril minn bjóst ég aldrei við öllu þessu fjasi og mér er enn ekki Ijóst hvierjar afleiðingarnar kunna að verða. Eg ólst upp við vitundina um hvernig það er að vera meinað aðgangs að ýmsum opinberum stöðum. Síðan uppgötvaði ég að ég gat lifað og hrærzt og aflað mikils fjár á þeim sömu stöðum. Eg hef ekki fengið neina formlega fræðslu í tónlistar- fræðum, engrar söngkennslu notið og les ekki nótur. Tækni lega séð er rödd mín annar ten ór, en um það eru ekki allir sammála. Sumt fólk þolir alls ekki að hlusta á mig syngja, hvort sem ég syng vel eða illa, tenór eða baryton. Fyrir nokkrum árum var gerð smá vegis aðgerð á raddiböndum mínum. Sjúklingur einn, sem var í sjúkrahúsinu sagði, er hann frétti af því: — Jæja, kannske hann geti þá farið að syngja. En það er ekki hægt að eiga hylli allra. Það er bara um að gera að iðka það, sem maður veit sig geta bezt gert. Eg man það ringdi kvöldið góða árið 1949, þegar ég fór til Royal Roost í New York til þess að syngja í fyrsta sinn. Með mér voru jazzleikararnir Oharlie Parker og Max Roach. Eg stóð þarna frammi fyrir á- horfendum, ungur og stirður eins og trédrumlbur og varð að ræskja mig níutíu sinnum, áð ur en ég vissi í hvaða tónteg- und ég var. Eg vissi hreint ekkert hvað ég átti að gera við hendurnar og munnurinn var svo þurr, að þegar ég hafði brosað varð ég að lyfta efri vörinni með fingrinum til þess að losna við brosið, — þetta eru engar ýkjur. En áhorfendur voru vinsam legir, jafnvel mjög hlýlegir — en til þessa dags skil ég ekki af hverju. Eg söng á Royal Roost í 22 vikur. Síðan var ferðazt milli næturklúbba víðsvegar um landið næstu tvö árin. Og ég var hræðilegur. Stóð grafkyrr með spenntar greipar á magan um. Eg söng til kvenfólksins hvern ómerkilegan ástarslag arann á fætur öðrum, og eng inn þeirra gat vakið minnstu tilfinningu, nema hvað ég hugsaði án afláts um hvað textar ljóðanna væru óraun- verulegir og ómerkilegir. Loks þegar óg hafði lokið við að syngja kvöld -eitt í nætur klúbbnum Martha Ray’s Five O’Clock Club á Miami Beach gaf ég allt upp á bátiinn — dægurlögin og 750 dala viku laun. Og ég hygg að dægur- lögin hafi jafn fúslega sagt skilið við mig, því að á þeim vettvangi kennir margra grasa. Eg fæddist 1. marz 1927 í New York og var skírður nafn inu Harold George Belafonte. Faðir minn var frá Martinique franskri eyju í Karabíska haf inu. Hann varð brezkur þegn í heimsstýrjöldinni síðari, en þá var hann matsveinn á her- skipi. Móðir mín var frá Jamaica og móðuramma mín var brezk að ætt, gullhærð, bláeygð og mjög falleg kona. Ef öll fjölskylda mín væri sam ankomin mætti þar líta öll möguleg litbrigði — ailt frá hinum blakkasta til hins hvít asta. Eg átti tvívegis heima á Jamaica — á árunum 1929-’32 og 1937—’40. Árin þar á milli dvöldumst við í hinum og þess um íbúðarholum í Harlem. Eitt sinn bjuggum við bræð- urnir tveir ásamt móður okk ar í einu herbergi í sex herb. hrörlegri íbúð, sem fjórar aðr ar fjölskyldur bjuggu í — alls 25 manns. Það var þröngt í búi í þá daga og um skeið vor um við jafnvel á fátækrastyrik. í þessu umihverfi varð ég að heyja blóðuga baráttu fyrir tilverunni — áður en ég hafði náð tíu ára aldri. Til varnar gekk ég í félag götustráka — þau voru tíð í þá dag og næst um almennt samþykkt, að strákar yrðu að tilheyra ein- hverjum slíkum flokiki, en þeim var ebki haldið eins á lofti þá og nú. Við börðumst með steinum, hnífum, keðjum og hverju því, sem tiltækilegt var. Eg geri ráð fyrir, að ég hafi verið alveg eins harður og slæmur og hinir strákarnir, en móðir mín köm mér tiltölu lega fljótt úf þessum félags- ^Jdarriý dJeia^onte óec^ir skap. Það var hennar sigur að fá haldið okkur bræðrunum frá fangelsi. Síðan hagur minn tók að vænkast svona vel hef ég nokkrum sinnum orðið fórnar lamb fjárplógsmanna og hafa slíkir atburðir haft nokkur á áhrif á afstöðu mína til fólks og vals vina og kunningja. Það er ekki algengt að finna kunningja sem eru ekki að einhverju leyti tengdir frægð og frama. Fyrir um það bil hálfu öðru ári síðan kom ég inn á gisti- hús í Chicago, þar sem ég átti að syngja. Gistihússtjórinn kom að mér, þar sem ég stóð og beið eftir að fara inn á sviðið. Hann kallaði þegar í stað — Hvern f járann vilt þú? Komdu þér í burtu. Mér hitn aði í hamsi og ég hafði mesta löngun til að lemja manninn — en lét það vera og gekk fram í fórsal gistihússins. Litlu síðar komu þjónar og vísuðu mér inn á sviðið. Er ég hafði sungið kom gistihús- stjórinn til mín og vildi afsaka sig og skýrði framikomu sína með því, að hann hefði ekki vitað hver ég var. En ég svar aði því til, að það hefði engu máli skipt hver ég var, menn hefðu engan rétt til að ávarpa mannlega veru á þenhan hátt. a Stundum hafna ég tilboð um um að syngja, jafnvel þótt launin séu há. Fyrir skömmu hafnaði ég tilboði um að syngja í sjónvarpsþætti fyrir fimmtíu þúsund dali. Það er svo margt annað en greiðslan, sem getur komið til greina. Til dæmis er algerlega óaðgengi- legt fyrir listamenn, sem hafa rÖL búið sig undir fimm mínútna atriði, ef einhver náungi vopn aður vasaúri kemur og segir að stytta verði atriðið niður í þr jár miínútur — eins og stund um vill bera við hjá miðlungs sjónvarpsstöðvum. Söngur er afar óstöðug at- vinnugrein. Það virðist raunar hlægilegt að geta unnið sér inn eina milljón dali á ári með þessum hætti. En hver skyldi kvarta? Fyrir tólf árum átti ég ekki málugi matar. — Nú get ég keypt mér dýran mat, en oft er mér ekki leyft að greiða fyrir hann. Það veldur mér heldur engum sársauka að greiða himinháan tekju- skatt, þegar ég hugsa til þess að fyrir nokkrum árum lapti ég dauðann úr skel. Eg er þeirrar skoðuinar, að þjóðlögin séu grundvöllur allr ar tónlistar. Margir forystu- menn á sviði sinfónískrar hljómlistar nútímans snúa al- gerlega baki við þjóðlaginu. Þeir menn skapa gervitónlist, með óraunsönnum hljóðföllum og leggja alla áherzlu á að ná áhrifum með ýmisskonar stíl- brögðum. En tónlist verður að vera meira. Innihaldið skiptir mestu máli, ekki förmið. Ein- faldleiikinn er mikilsvirði, ein faldar laglínur, sem fólkið á ekki of erfitt með að læra. Ef menn geta ekki náð til áheyr enda sinna með ljóðinu, sem sagt er fram eða sungið, hefur það ekkert að segja. Við verð um að syngja eins og tilfinn- ingin býður. Mér virðist að það bezta sem ég get lagt fram til þjóðlagasöngsins sé að syngja eins og ég finn og veit bezt. — Rocco — Þá su//oð/ ég f Frh. af bls. 3. rosa lax á Hellunni. Svo tók hann roku niður miðja kvísl, austur fyrir stóran stein í kvíslinni, og þar festist línan á. Það hvein allt út af hjól- inu, svo ég sullaði mér í kvísl ina á vöðlum. Þegar ég var kominn dálítið frammí gat ég ekki staðið lengur, stakkst á hausinn og rak marga metra niður kvíslina. Ég gat samt skreiðst á fætur aftur, komist að steininum og losað línuna. Svo óð ég niður eftir miðri kvíslinni og losaði línuna, sem lá sitt á hvað milli steina. Þá voru komnir 150 metrar út af hjólinu alla leið niður í Kistu hyL — Þegar ég var kominn nið- ur að hylnum, hélt Jóhann- es áfram, — var laxinn ennþá á, og ég átti við hann í 40 mínútur, og hann var orðinn þreyttur. Þá dettur bara allt í einu úr honum. Jæja, ég fór upp í kvísl aftur, en þar hafði félagi minn reynt á meðan ég barðist við laxinn, sem var víst ein 25 pund, en hann hafði ekki orðið var. Ég kastaði, og um leið er annar lax á, og öllu stærri en hinn, sennilega svona 28 pund. Og það þarf ekki að segja frá því, að hann fór nákvæmlega eins. Austur fyrir steininn, þar festist lín- an, ég aftur á hausinn í kvísl- ina og ætlaði hreint aldrei að komast á fætur aftur. Ég man að ég saup ógurlegar hveljur. Þennan lax missti ég svo alveg eins, eftir hálftíma «ír. Þá stóð ég á höndun- um . . . — Þá fór ég uppeftir aftur, sagði Jóhannes, — og þá voru vöðlurnar náttúrlega fullar af vatni og sullaðist út úr þeim við axlirnar á mér. Þá fór ég með fæturna upp að klöpp stóð á höndum og hellti þannig úr vöðlunum. Svo sagði ég við félaga minn að það þýddi ekkert að eiga við þá hér, Og við skyldum bara koma yfir á Breiðu. Hann sagði að ég yrði að kasta einu sinni í kvíslina fyrst. Þá sagði ég hon um að ef ég setti í fleiri láxa þarna þá vonaði ég að þeir yrðu ekki svona stórir. Þá hló hann. SvO kastaði ég og fékk strax 14 punda lax ög annan jafn stóran rétt á eftir. Þetta var ógurlegt ævintýri, sagði Jóhannes að lokum. Já, Laxá er löng, en lífið er stutt. Og við lesendur er það að segja, að hér er óþarfi að nöta deila - í - með - tveimur - þegar - veiðimenn - segja - frá - aðferðina. Það sem sagt hefur verið frá hér að fram- an er heilagur sannleikur. Eða hvað? — hh Framh. af bls. 6. * hana hlutlaust. Menn taka af- stöðu með eða móti myndinni, og þá ekki alltaf eftir listræou mati, á Ítalíu a. m. k., — jafn- vel taka afstöðu til hennar óséðr ar. * Hótunarbréf > Visconti varð fljótlega fyrir alls konar mótlæti vegna mynda- tökunnar. Borgarstjómin í Míl- anó frétti, að kvikmyndin yrði ekki beinlínis nein lofgjörð um borgina, og lagði því hvers kyns tálmanir í götu hans. T. d. sam- þykkti borgarstjórnin að leyfa ekki ýmsar upptökur á borgar- svæðinu. Blöðin birtu hótunar- bréf til Viscontis, sem var skammaður fyrir að ata fæðing- arborg sína auri. Honum tókst að Ijúka mynd- inni, en mótspyrnan var nægi- lega sterk til þess að koma í veg fyrir, a'S hann hlyti fyrstu verðlaun á seinustu kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum (biennaln- um), þótt flestir sérfræðingar um kvikmyndalist hefðu búizt við því. í stað þess fékk Visconti aukaverðlaun fyrir myndina. Hann fór frá Feneyjum. án þess að taka við þeim. Herferð Síðan fóru ritskoðararnir í her ferð. Einstaklingar, félög, kirkj- unnar menn og fulltrúar hins opinbera reyndu að hindra sýn- ingar myndarinnar sem víðast. Árásirnar á „Rocco og bræður hans“ hafa orðið mun heiftúð- ugri en árásirnar á ,,Hið ljúfa líf“ (La Dolce Vita), sem Fell- ini gerði, og þykir að flestu varra og ómerkilegra listaverk. Raunsæ atriði Það er þó ekki raunsæ lýsing Viscontis á hinu þjóðfélagslega vandamáli, sem hefur skotið púrítönunum, ritskoðurunum Oig yfirvöldunum skelk í bringu, heldur hlífðarlaus og bitur raun- sæislýsing hans á lífi hinnar sikileysku fjölskyldu, og þá eink anlega hin áhrifamiklu og „sterku“ nauðgunar- og morð- atriði. „Rocco og bræður hans“ er raunveruleg „kvikmyndaskáld- saga“, gerist á fimm árum ogi skiptist í kafla, er bera nöfn bræðranna fimm, sem farið hafa norður til Mílanó ásamt móður sinni, Vincenzo, Simone, Rocco, Ciro og Luca. Aðalpersónumar eru Simone og Rocco, — Kain og Abel. Bræðurnir keppa um sömu stúlkuna, stelpugæsina Nadíu, sem er fyrst með Simone, en síð ar verður Rocco hrifinn af henni og vinnur hylli hennar. Simone kemur eitt sinn ásam.t lagsbræðr um sínum þeim skötuhjúunuim að óvörum og nauðgar Nadíu fyr ir augum Roccos og ber hann til óbóta. Rocco, sem alltaf er reiðu búinn að fyrirgefa og fórna, reynir að bjarga Simone, en get ur það ekki, og báðir farast þeir. Þeir hæfa ekki þessum heimi, því að vonzka Simones er jafn hættuleg og gæzka Roccos. Ciro. yngri bróðir Roccos, segir, að Rocco sé heilagur maður, en I heimi ok'kar er ekki rúm fyrir slíka menn. Frómleiki þeirra get ur aðeins haft skelfilegar afleið ingar. .- „’Tis a pity she’s a Whore" Leikendurnir eru úr ýmsum áttum. Gríska leikkonan Katiha Paxinou, sem lék Pilar í „Hverj* um klukkan glyrnur", leikur móð ur bræðranna. Ungur franskur leikari, Alain Delon, leikur Rocco. Hann lék í leikritinu „’Tis á pity she’s a Whore“ eftir John Ford, samtímamann Shake.' speares, þegaT Visconti setti það á svið í París. Mótleikari Delona þá var rmnusta hans, Romy Schneider. Franska leikkonan Annie Girardot leikur Nadíu, og ítalinn Renato Salvatore leik. ur Simone. — Hvað skyldi líða langur tíml, þangað til þessi mynd kemur tál íslands? —■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.