Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. ágúst 1961 um, og hann sagði Frank Schiff- mann, sem rak Lafayette leik- húsið og Apollo, hverja hann skyldi ráða. Ralph taldi Schiff- mann á að koma og grípa mig. Þegar Schiffmann spurði hamn, í hvaða stíl ég syngi, varð honum orðfall. „Þú hefur aldrei heyrt sungið svo letilega og hægt, né jafn drafandi,“ sagði hann. En hon- um tókst þó ekki að setja neinm miða á mig. Ég hef alltaf álitið, að þetta væri mesta hól, sem ég gat feng- ið. Aður en nokkur gat farið að bera mig saman við aðra söngv- ara, var farið að bera aðra sam- cn við mig. „Þetta eru ekk^ aðeins blues,“ var það eina, sem Cooper gat sagt honum. ,,Ég veit, veit ekki hvað þetta er, en þú verður að fara og hlusta á hana.“ Og Schiffmann kom. Eftir að hann hafði hlustað á mig, bauð hann mér að koma fram á Apollo fyrir tvöþúsund á viku. Það var vel borgað þá. Apollo var það sama uppfrá og Palace niðurfrá. Ég minnist einskis sem hefur haft áhrif á söng minn, nema þá það hafi verið plöturnar með Louis Armstrong og Bessie Smith í bamæsku minni. Ég vildi alltaf hafa til að bera tilfinningu Pops og raddstyrk Bessié’s. Grænjaxlarnir eru alltaf að spyrja mig, hvaðan ég hafi feng- ið stíl minn hvernig hann hafi þróazt, og fleira í þá áttina. Hvað á ég að segja þeim? Ef lagið talar til manns, er ekki um að ræða neitt sem þarf að þró- ast. Maður hefur það allt á til- finningunni og þegar söngurinn vekur tilfinningar annarra líka. Ég hef aldrei útsett neitt eða æft. Fái ég hið rétta lag hef ég allt hitt einhversstaðar í kO'l.lin- um, og það er ekki um neina vinnu að ræða. Til eru nokkur lög, sem orka svo sterkt á til- finningalíf mitt að ég get ekki sungið þau, en það er að sjálf- sögðu allt annar handleggur. Ef ég ætti að syngja lög, sem mér er sama um, væri það auð- vitað vinna. En það er ekki frek- ar vinna að syngja „Porgy“ eða „The man I love“, (bæði úr Porgy og Bess) en sitja og éta steikta Pekingönd, og ég þekki ekki betri mat en steiktar endur. Ég lifi þannig söngva. Þegar ég syng þá, lifi é.; þá aftur og aftur, og ég elska þá. Morguninn, sem ég byrjaði á Apollo, var ég búin að vera á fótum alla nóttina við að syngja á Hotcha, og þaðan fór ég beint til leikhússins. Sýningin átti að byrja klukkan tíu fyrir hádegi, og þegar komið var að mér, var ég búin að fara átján sinnum á salernið. Trúðurinn Pigmeat Markham var þarna um leið og ég, og hann bjargaði lífi minu. Verið var að leika kynninguna og hann stóð til hliðar við svið- ið. Á síðasta augnabliki greip ég í hann og bað hann í guðsbæn- um að gera eitthvað, því að ég yrði að hlaupa allt hvað af tæki á salernið. „Þú kemur ekki nálægt sal- eminu, stúlka min,“ sagði Pig- meat. „Þú rerð beint inn á svið- ið.“ Hann sá, að ég var ótta- slegin, svo að hann tók í herðar mér og henti mér inn á sviðið. Þegar ég stanzaði, var ég kom- in hálfa leið ytfir það. Einhvern veginn komst ég að hljóðneman- um, og greip í hann. Ég var í ódýrum, hvítum satínkjól og hnén á mér skulfu svo ofboðs- lega, að áhorfendur vissu ekki hvort ég ætlaði að dansa eða syngja. Jafnvel eftir að ég var búin að opna munninn voru þeir ekki ' vissir um það. Einhver skjáta á fremsta bekk kallaði; „Sjáiði, hún bæði dansar og syngur í einu!“ Ég byrjaði á lagi Bernie Hanighans, „If the Moon Turns Green." Þegar ég var byrjuð á „The man I love“, var allt í lagi. Þakið ætlaði c.ð fara af húsinu. — Hér er gott að vera, kæri vinur. Hér hef ég komizt yfir alla minnimáttarkennd! Hvergi eru áhorfendur eins og í Apollo. Þeir voru glaðvakandi snemma á morgnana. Þeir voru ekkert að spyrja í hvaða stíl ég syngi hver ég væri, hvernig söng stíll minn hefði þróazt, hvaðan ég væri, hverjir hefðu haft áhrif á mig eða neins annars. Þeir ætluðu bara að ganga af göflun- um. Og þannig hélt það áfram að vera. Ég var aðra viku í við- bót á Apollo. Það var í eitt af þeim fáu skiptum, sem það kom þar fyrir þó ég segi sjálf frá, og þið getið bölvað ykkur upp á að ég þegi ekki um það. Af öllum kvöldunum I öllum þessum Harlem-búlum man ég bezt eftir hráslagalegri nótt í Hotcha. Ég var að ganga fram hjá barnum, þegar ég sá ungan, laglegan strák sitja þar steinsof- andi. Meðan ég var að horfa á hann sá ég vændiskonu, sem var að búa sig undir að stela veskinu úr rassvasa hans. Ég sagði þess- ari "gæru að láta hann vera. „Má þér ekki vera sama?“ sagðf hún. „Ég skal skipta þýf- inu á milli okkar.“ „Ég held nú síður,“ svaraði ég. „Hann er maðurinn minn.“ Auðvitað var þetta haugalygi, en hvað vissi hún um það? Hún rétti mér veskið og ég kom því aftur til hans. Þannig kynntist ég Louis McKay. Einu sinni, þeg ar hann var alvarlega veikur, fór ég með ..ann heim til okkar, og mamma hjúkraði honum þangað til hann hafði náð heilsu aftur. Við fórum út saman tals- vert lengi. Seinna meir liðu stundum ár milli þess, að ég sá hann. Hann fór sína leið og ég mína. Þegar ég sagði merinni forðum, að hann væri maðurinn minn, hélt ég að ég væri að Ijúga, en síðar meir kom í ljós, að ég hafði sagt satt, án þess að hafa hugmynd um það. Ef hjarta mitt kynni mannamál Langamma mín var hjákona hvíts manns, frilla, eiginkona fyrir guði, eða hvað sem þið nú viljið kalla það. Hún var einnig venjuleg ambátt á plantekru hans. Þó að allt væri bölvað á þeim tímum, lifðu hvítir og svartir í sama heiminum. Hvítu mennirnir bjuggu hann til, reistu íbúðirnar, sögðu til um hver skyldi tína baðmull og hver vinna á ökrunum, einnig hver skyldi vera í hlöðunum. Þeir réðu hvað hver fékk í kviðinn, og hver var keyptur og hver seldur. Konurnar skiptu sér minna af þessu en karlmennirnir. En þær þurftu ekki annað en að líta út um gluggana til að sjá, hvað var að gerast. Það var fjandi lítill aðskilnaður á plantekrunum á daginn, og ennþá minni á nótt- unni. Marga nóttina fór hinn hvíti langafi minn út í litla hús- ið, sem langamma bjó í með börnum þeirra. Hánn þurfti eng ann velferðarstarfsmann til að segja sér frá ástandinu. Hann vissi vel, hvernig allt leit út þar. Rétt eftir 1930, þegar við mamma vorum að reyna að byrja að hafa í okkur og á í Harlem, bjuggum við ennþá í heimi sem þeir hvítu höfðu reist. En nú var hann orðinn heimur, sem þeir aldrei sáu. Að vísu komu sumir þeirra í nætur- krárnar, þeir stunduðu Cotton Club, stað sem negrar sáu aldrei að innan, nema þeir ynnu þar. Þessir staðir voru eingöngu sýn- ingar, sem settar voru upp fyrir þá hvítu til að koma í og borga fyrir skemmtanir. Þessir staðir voru ekki raun- verulegir en það var lífið, sem við lifðum aftur á móti. Það var þó allt að tjaldabaki, og að- eins örfáir hvítir sáu það nokkru sinni. Þegar það kom fyrir, var allt þeim svo framandi, að mátt hefði ætla, að þeir hefðt: dottið niður af annarri stjörnu. Það var óblítt. Stundum skil ég ekki, hvernig við lifðum það af. En við lifðum einhvern veg- inn. Þó að við hefðum kannski ekkj mikið í það í byrjun, öðluð- umst við hæfileikana eftir því sem á leið. Litla íbúðin okkar var meira en venjulegt heimili. Hún var eins og samsull af hjálpræðis- hernum, skjól fyrir blanka hljóð færaleikara, matbar fyrir hvern, sem gat spunnið upp sögu um erfiðleika sína, félagsheimili og næturkrá, þar sem hægt var að fá viskýlögg og stórfenglegan morunverð, hádegis- eða kvöld- verð, með beztu steiktu hænsn- unum í borginni. Mamma vildi hafa margt í kringum sig. Þetta kann að nokkru leyti að hafa stafað af því, að hún vildi aldrei vera ein, svo að hún færi ekki að syrgja pabba. Einnig getur það hafa átt sinn þátt í þessu, að hún var hrædd um mig. Hún vissi, að hennar myndi ekki njóta lengi við til að hugsa um mig, og hún gat ekki gert ýkja mikið til að vernda mig, eftir að hún var dáin. Hún átti engan að, nema mig, og ég átti engan að, nema hana. Hú„ /ar alla tíð góð við náunga sinn og gerði sannfærð um, að þegar hún var eitthvað fyrir aðra án endur- gjalds, væri hún að leggja fyrir velvilja í einhverjum banka á ihimnum. Þá hafðí ég eitthvað að treysta á, eftir að hún væri horfin. Og hún vonaði alltaf, að eitthvað af þessu fólki yrði mér gott í staðinn. Það hefur samt (ekki komið fyrir enn. En svona var hún nú gerð og guð blessi hana. Mamma var ekki aðeins góð við aðra, hún trúði á þá. Hún trúði, að guð hefði skapað þá, og þessvegná hlyti að finnast eitthvað gott í öllum. Hún fann hið góða í hinum undarlegustu stöðum og hjá hinu ótrúlegasta fólki. Hún gat fundið það í hór- rT'S PAST MIDNIGHT...I GUESS NOTHING IS GOING TO HAPPEN T TONIGHT/ J SOMETHING'S MOVING THIS WAV/ r 1 von um að komast að því bvernig stendur á hvarfi dýrannai ! Týnda skógi, liggur Markús élum við stíurnar. í I — Það er komið fram yfir mið- | nætti .... Sennilega gerist ekk- ert í nótt! .... Það er einhver að koma! HOPING TO find ocrr HOW UOST FOREST ANIMALS ACE DISAPPEACING MARK WAITS NEAR THE PENS um og alfonsum, jafnvel þjófum og morðingjum. Þó einhver kvensniftin fremdi fimmtíu glæpi á dag, og kæmi svo til mömmu, þegar á bjátaði, var mamma fús til að verja hana: „Hún er góð, 'itil stúlka innst inn við beinið, og það skiptir máli.“ Hún gat orðið hoppandi, ef eihver fleygði hattinum sínum á rúmið, eða misstj salt niður á gólfið. Það voru hlutir, sem hún leit alvarlega á. Hinsvegar lok- j aði hún augunum fyrir ýmsu öðru, sem menn gerðu. Hún ein- blíndi á góðu hliðarnar, sem hún fann einhversstaðar á þeim. Þú hefðir getað verið heirns- SlIÍItvarpiö Sunnudagur 20. ágúst 8:30 Létt morgunmúsik. — 9,00 Fréttir. 9:10 Morguntónleikar: Þaettir úr „þýzkri sálumessu" eftir Brahms (Elisabeth Grúmmer, Dietrich Fischer-Dieskau og kór St Hed- wigs-kirkjunnar syngja með Fílharmoníusveit Berlínar. Stjórnandi: Rudolf Kempe. 10:30 Prestsvígslumessa í Dómkirkj- unni: Biskup íslands vígir Árna Pálsson cand. theol. til Mikla- holtsprestakalls 1 Snæfellsnes- prófastsdæmi. Séra í>orsteinn L. Jónsson í Vestmannaeyjum lýsir vígslu; séra Magnús Guðmunds- son í Ölafsvík þjónar fyrir altari VígsJuvottar auk þeirra: Séra Helgi Sveinsson í Hveragerði og séra Rögnvaldur Jónsson. Hinn nývígði prestur prédikar. Org- anleikari: Dr. Páll ísólfsson. 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistar hátíðinni 1 Chimay í Belgíu 1961 —Parísar kvartettinn og Pierre Fournier sellóleikari flytja verk eldri og yngri tónskálda: a) Svíta fyrir kvartett eftir Gautier. b) Sónata eftir de Rosier. c) „Musette de Choisi et de Taverni** eftir Couperin. d) Svíta nr. 6 í D-dúr fyrir ein- leiksselló eftir Bach. e) Sónata í A-dúr eftir Franck. f) Tvö millispil eftir Ibert. g) Kvartett í mismunandi hraða stigum eftir Schmitt. 15:30 Sunnudagslögin. — (16:30 Veð- urfregnir). 17:30 Barnatimi (Anna Snorradóttir): a) Dýrasögur og dýravísup Anna Guðmundsdóttir, Stein- dór Hjörleifsson og Stefanía Sigurðardóttir lesa og segja frá). b) Verðlaunagetraun litlu barn- \ anna. c) Fimm mínútur með Chopin. d) Ævintýraskáldið frá Öðinsvé- um: Kynning á verkum H. C. Andersens (Þorsteinn Ö. Stephensen les eitt af ævin- týrum skáldsins). 18:30 Miðaftantónleikar: Jascha Hei- fetz leikur vinsæl fiðlulög. 19:00 Tilkynningar. — 19:20 Veður- fregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Kvöld í óperunni (Sveinn Ein- arsson). 20:40 Erindi: Sænska stórveldið og endalok þess (Jón R. Hjálmars- son skólastjóri). 21:05 Tónleikar: Píanósónata 1 As-dúr op. 110 eftir Beethoven (Myra Hess leikur). 21:25 Með segulband í siglingu; III: Haldið heim á leið (Jónas Jón- asson). 22:00 Fréttir og Veðurfregnir. 22:05 Danslög. — 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 21. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar. -- 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar, — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar, — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónléikar: Lög úr kvikmyndum, 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veður- fregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Guðmund ur Thoroddsen prófessor). 20:20 Einsöngur: Guðrún Ágústsdóttip syngur. 20:40 Erindi: Alþjóðakjamorkumála- stofnunin í Vínarborg (Pétup Eggerz sendiherra). 21:00 Tónleikar: Tveir Brandenborg- arkonsertar eftir Joh. Sto. Baohu Hljóðfæraleikarar undir stjóm Jascha Horenstein leika. 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds son; IV. (Höf. les). 22:00 Fréttir, veðurfregnir og síld- veiðiskýrsla. 22:20 Búnaðarþáttur: Um kjötfram- leiðslu af nautgripum (Ölafur E. Stefánsson ráðunautur). 22:40 Kammertónleikar: Samleikur á fiðlu og píanó; Wolfgang Schneiderhan og Carl Seemann leika: a) Sónata í C-dúr etifr Hind- ermith. b) Sónata nr. 2 eftir Béla Bartók. 23:15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.