Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 17
Sunnudagur 20. ágúst 1961 MQRGTJISVLAÐIÐ 17 r Tuttuigu og firmn ár eru nú lið in, síðan mesta ihneyksli aldarinn ar gerðist — þegar gert var kunn ugt að Játvarður VIII ætlaði að kvænast fráskilinni konu af amerísku þjóðerni, wallis Simp- son að nafni. Ástin kiostaði hann krúnuna, eins og kunnugt er. Síð an hafa þær sögur gengið, að hjónin væru ekki eins hamingju 8Öm og í upphafi var gert ráð íyrir. Nýlegar frásagnir í blöð- nm af hertogahjónunum hrekja jþennan söguburð. Þeim til stað- íestu eru birtar nokkrar myndir, •— þ. á. m. myndin, sem birtist fcér og tekin var í Feneyjum fyr ir skömrnu — sem sýna að sam- toomulagið er með bezta móti. ★ i Nokkrir vasaklútar vöktu mikla athygli á indverzkri list- iðnaðarsýningu í Bombay á dög- unum. Ástæðan: Þeir eru ofnir »f Jawaharlal Nehru, forsætis- ráðherra. Vasa- klútarnir eru taldir með lista- dýrgripum lands ins. Forráðamaður sýningarinnar skýrði svo frá, að Nehru sæti við að spinna þegar honum gæfist tími til. Hefði hann síð- ustu 12 mánuði spunnið 15 pund af garni og þræði. En Nehru væri ekki einasti þjóðar- leiðtogi Indlands, sem lagt hefði Btund á þessa list, Ghandi hefði einnig setið við spuna, þegar tími vannst til. ★ Jóhannes páfi hvatti á dögun- ixm alla kaþólska menn til að aka Igætilega — og bera virðingu fyr- ír lífi sínu og annarra. 50 dauðaslys á þjóðvegum Ítalíu í tvo daga urðu þess valid- andi að páfinn bar fram þessa bón. Hann hóf ræðu sína á þeim orðum, að lífum manna áð- ur fyrr hefði ver *ð ógnað af stríðum og sjúkdóms faröldrum, en mesta hættan nú væri ónóg skynsemi sjálfstjórn og gætni. Danska skáldkonan Karen Blixen bauð Aldous Huxley og konu hans til herragarðs síns, Rungstedlund, fyrir nokkrum dögum, en hin» frægi líffræðing- ur og rithöfundur dvelur um þessar mundir í Kaupmannahöfn. Engar sögur fara af því, hvað þessu fræga fólki fór á milli þá klukkutíma sem þau spjölluðu saman, en Karen Blixen var um það spurð eftir heimsóknina, hvort hún tilheyrði nú fylgjend- um Huxleys, sem vegsömuðu eit- urlyfin, sem framleidd eru úr sveppum. Skáldkonan svaraði því neitandi, en bætti við, að hún vildi gjarnan reyna þau. Hún bætti og við að hún hefði í einn eina tíð neytt haschisch, sem er frægt eiturlyf „til að bæta við reynslu sína.“ ★ Hljótt hefux verið um Birg- itte Bardot undanfarna mánuði — enda litaði hún hár sitt svart og hætti að vekja athygli — en nú hafa kastljósin beinzt að að henni á ný. Ástæðan er ný kvikmynd, sem fjallar um — Brigitte Bardöt. Upptaka kvik myndarinnar er nýhafin í París undir stjórn Louis Mallet. Hann hefur einn ig skrifað handritið með aðstoð BB. Kvikmyndin snýst um stúlku, sem dreymir um að verða dans- mær en verður þess í stað ljós- myndafyrirsæta. Hún hefur heppnina með sér, myno af henni birtist á forsíðu þekkzt tímarits, kvikmyndastjóri kemur auga á hana — og býr til úr þenni kynþokkadís. N Ý L E G A sleit franski stjórn- málamaðurinn P a u 1 Reynaud hryggvöðva, þegar hann var að slást með drengj- unum sínum. Paul Reynaud er 83 ára gamall. E i n s f ó r fyr- ir hljómsveitar- stjóranum Leo- pold Stokowski, sem er 74 ára gamall. H a n n var í fótbolta með sínum strákum, 9 ára og 11 ára, og fótbrotnaði. Ýmsir furð- uðu sig á þessu fjöri í gömlu mönnunum og einhver spurði Paul Reynaud, hvernig honum dytti annað eins í hug, manni á hans aldri. — Kæri vinur, svar- aði Reynaud og hló. Það er mín bjargföst skoðun, að ef mað- ur ætlar að halda sér almenn- lega við, þá verður maður alltaf reyna meira á sig en talið er hollt. _____ ★ Menn minnast, þegar Rainier fursti bannaði hinni hræðilegu skapstóru Lady Docker að stíga fæti sínum í Monaco, og ekki nóg með það, heldur fékk hún ekki aðgang að allri frönsku Rí- verunni. Frúnni þótti þetta súrt í broti, enda er Ríveran talin paradís þessarar jarðar. En menn geta fengið nóg af sælunni. Svo fór það með Maríu Callas, óperusöngkonu. Hún hef- ur lýst því yfir, að hvorki hún né olíukóngurinn Onassis muni heiðra Saint-Tropez, sem er lítill bær þama suður frá, með nær- veru sinni. Ástæðan er sögð vera sú, að Callas hafi ofboðið hversu stúlkurnar á baðströndinni hafi haldið sýningu á nekt sinni. í fréttunum -)< Sunnudagskrossgdtan -)<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.