Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ s r FYRIR skömmu brá frétta- maður blaðsins sér upp á Óð- insgötu, en í húsinu númer 13 b er leidbrennslan Glit h.f. Blaðið hafði fregnaö að Glit myndi taka þátt í alþjóðlegri keramik sýningu í Washing- ton fyrir íslands hönd og spurðum við Ragnar Kjartans son, forstöðumann og einn af eigendum leirbrennslunnar nánar um það. — Þaö var íslenzka vörusýn ingarnefndin, sem ákvað að Glit skyldi taka þátt í þessari sýningu og höfum við unnið að undirbúningi þátttökunnar síðan í apríl, sagði Ragnar. Að undanförnu höfum við unnið dag og nótt, en munirn- ir verða sendir út eftir helg- ina. Sýningin hefst 8. sept. og stendur í rúman mánuð. Þetta er í fyrsta sinn, sem ís- land tekur þátt í þessari sýn- ingu, en þátttakendur í henni eru frá mörgum þjóðum og margt frægra listamanna. Ragnar sýndi okkur hluta munanna, sem fara eiga á sýn inguna og voru það vasar, skálar og öskubakkar. Sagði hann að enn væru 30 munir í brennsluofninum og þar á meðal stærsti vasinn sem er 65 cm á hæð. Endanleg ákvörðun um hvaða munir færu á sýninguna verður ekki tekin fyrr en þeir, sem í ofn- inum eru koma út. Á sýning- unni verða 20—30 munir frá Gliti. — Við Ieggjum atfal ánerzlu á form og glerung, sagði Ragn ar, en hann, glerungurinn, sem við notum, er búinn til af Steinuni Marteinsdóttur og byrjuðum við að nota hann snemma á þessu ári. Við Steinunn höfum gert munina, sem fara á þessa sýningu. Við höfum staðið í miklu sýningastússi á þessu ári, í vor tókum við þátt í sýningu arkitektafélagsins upp á Laugavegi, en það var úr- tökusýning fyrir sýningu í Múnchen og þangað sendum við muni. Einnig tókum við þátt í vörusýningu í Gauta- borg í vor og svo eigum við muni á íslenzkri listiðnaðar- sýningu, sem nú er á ferðinni í Bandaríkjunum á vegum vörusýningarnefndarinnar. Munir frá okkur eru einnig til sýnis í hinni nýju skrif- stofu Loftleiða í New York, ásamt málverkum eftir Ás- grím Jónsson. Við spjölluðum nú nokkr stund við Steinunni Martein dóttur en hún hefur unnið hj Glit í rúmt ár. Hrafnhildur, Stelnunn og Þórunn (frá vinstri) við vinnu sína. Ragnar skreytir stóra skál. — Þú vinnur aðallega við skreytingar? — Já, og einnig við rennslu á vösum. þú lært leirkera- Hefur smíði? — Já, ég var tvö og hálft ár við nám í Þýzkalandi, en áð- ur var ég í Handíðaskólanum. Hálft ár við teiknináfu í Þýzka landi og hin tvö við leirkera- smíði og þá aðallega rennslu og efnafræði glerunganna. — Var ekki erfitt að finna upp þennan glerung, sem þið notið? — Eg vann að því allan jan- úarmánuð. Það er mjög al- gengt að leirbrennslur hafi sína sérstöku glerunga. — Hvað notuðuð þið áður? — Ragnar bjó til ýmsa gler- unga og einnig keyptum við þá frá Þýzkalandi. Við notum þessa glerunga ennþá ásamt minum. Við spyrjum Ragnar hvað Glit sé búið að starfa lengi? — Við erum nú búin að starfa í fjögur ár og á þeim tíma hafa orðið miklar breyt- ingar. Hinn nýi glerungur Steinunnar er alveg nýr áfangi. . Auk Ragnars og Steinunn- ar vinna Hrafnhildur Kjarval, Þórunn Einarsdóttir og Her- mann Guðjónsson við leirkera gerðina. Hrafnhildur vinnur aðal- lega við rennslu, en hún stund ar nám í leirkeragerð í Kaup- mannahöfn og er búin að vera þar eitt ár, en á eftir þrjú. Þórunn er í Gagnfræðaskóla og vinnur þarna á sumrin. Hermann blandar Ieirinn, setur litina á og hugsar um ofninn. Leirkeragerðin fær nær allan sinn leir hérlend- is t. d. við Elliðaár og Laugar vatn, einnig er fluttur inn leir frá Danmörku til blönd- unar. Auk renndra vasa og skála framleiðir Glit h.f. ýmsa minnjagripi úr Ieir og eru þeir steyptir eða gerðir í mót- um. Einnig eru framleiddir steyptir vasar og nýlega var fengin 15 tonna pressa, en með henni er hægt að móta aflanga diska o. fl. Hluti munanna sem send- ur verður á sýninguna í Was- hington verður til sýnis í sýn- ingarglugga Morgunblaðsins um helgina. Ráðskona eða matsveinn Óskum eftir að ráða ráðskonu eða matsvein að Sam- vinnuskólanum í Bifröst Borgarfirði. — Upplýsingar verða gefnar í síma 17973 mánudaginn 21. ágúst. Símastúlka óskast til 1. október eða lengur. — Upplýsingar kl. 4—6 á morgun. GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16 Akronnes Til leigu er íbúðarhæð í nýju steinhúsi, 5 herb., eld- hús og bað. — Upplýsingar veitir VALGARÐUR KRISTJÁNSSON lögfræðingur Akranesi — Sími 398. Eignurlönd Eignarlönd til sölu við bæinn. Seljast í hekturum eða minni spildum. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Landspildur — 5313“. Bazar Blindrafélagsms verður haldinn 3. september n.k. Allir velunnarar Blindrafélagsins eru vinsamlegast beðnir að koma munum sínum til Dvalarheimilis Blindrafélagsins, Hamrahlíð 19, Margrétar Jónsdóttur, Stórholti 22, Fríðu Elíasdóttur, Sogavegi 168, Fanneyjar Guð- mundsdóttur, Bústaðabletti 23 og Helgu Jónsdóttur, Hólmgarði 35. SCANBRIT útvegar fólki skóla og úrvalsheimili í Englandi. Á heimilunum er yfirleitt ungt fólk, sem gerir nem- endum kleift að æfa talmálið við beztu skilyrði ut- an skólatímanna. Fyrir þá, sem taka vilja námið alvarlega, eru haust- og vetrarmánuðirnir ákjósan- legastir. Hagstætt verð. Upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson, sími 14029. Ver" rbœr — Melar 6 herbergja íbúð, neðri hæð og kjallari, sem verið hefur í einbýli, er tilsölu á Melunum. Auðvelt er að breyta eignarhlutanum í 2 íbúðir. Fallegur og sér- staklega vel hirtur blómagarður fylgir eigninni. oemja ber við ÓLAF ÞORGRlMSSON, HRL. Austurstræti 14. Höfum opnað verzlun að Njálsgötu 86, á horni Snorrabrautar og Njálsgötu (Áður Búslóð). — Höfum á boðstólum á boðstólum allan sængurfatnað, h^ítan og mislitan einnig okkar velþekktu vöggusett, mörg ný mynstur. Saumum sængurfatnað eftir pöntun og merkjum. VERIÐ H.F. Njálsgötu 86 — Sími 37568

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.