Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1961, Blaðsíða 14
14 r MORGUNBLAÐIh Sunnudagur 20. ágúst 1961 'Ástríður Odds- dóttir F. 12. nóv. 1888. D. 13. júlí 1961 Kveðja Harmafregn, um taópinn vina fer, hnigin til moldar göfug kona, móðir. Ástviní kæra sárast harmur sker sorgþrungnir geyma minninguna hljóðir. f vorsins skrúða varstu burtu kvödd. Vinir allir hljóðir eftir standa. Fögur sál í fögrum lundi stödd, flytur nu til sólar bjartra landa. Ástvin kærum vorið virðist kalt, vegur þröngur, fölnuð blóm á grundu. Þú varst ljósið, vonin, lífið allt Ieiddir hann á bjartri ævi stundu. Ljúfi Guð s*m leiðir jarðar böm Iáttu sól á börnin hennar skína. Hún gætti þeirra, var þéim vökul vörn veitti þeim af hjarta blessun sína. Við kveðjum þig með kærri ást og þökk og kyrrlát minnumst góðra, bjartra stunda. Af trega sárum tárumst hugar klökk en tíminn geymir von til endurfunda. J. S. Ár Sú síðasta .... LANA Turner leikur nú aftur í kvikmynd hjá Metro- Goldwyn Mayer, til að inna af höndum umsamdar skyldur við félagið — og ná pening- um, sem hún á' þar inni. Lana Turner er síðasta stjaman í hinu skæra stjörnu belti MGM, meðan það kvik- myndafélag var stórveldi og svo að segja eitt á markað- inum. Greta Garbo, Joan Crawf ord, Norma Shearer, Judy Garland, Greer Garson hafa allar kvatt það og Lana Turner hefur verið í sex ára fríi. Fyrir um það bil 10 árum breyttu forystumenn félags- ins um stefnu í kvikmynda- gerð og hentaði sú stefna ekki öllum stjörnum félagsins. Árið 1955 hafði Lana Turner fengið meira en nóg af hlut- verkum, sem hún óskaði ekki eftir, og riftaði samningum. Þó lofaði hún að leika í einni kvikmynd á ári, sem væri fyrsta flokks mynd. Ekkj hefur hún staðið við gerða samninga, og nú, eftir sex ár, lei'kur hún í þeirri fyrstu sem verður jafnframt hin eina og síðasta. Að þeirri Ikvikmynd lokinni fær hún greiddar þær rúmar þrjár milljónir króna, sem hún á inni hjá félaginu. ★ Nýr kvikmyndastjóri .... Eddie Fisher, kvikmynda- leikari og söngvari, • hefur undirritað samning við Warn er Brothers um fjórar kvik- myndir, sem hann mun stjórna og teljast ábyrgðar- maður fyrir. Eiginkona hans, Elizabet Taylor, sem hlaut Oscar fyrir leik sinn í „Butter- field 8“ nú í apríl, fer með aðal’hlutverk tveggja þeirra. Warner Bros-félagið telur samninginn einn hinn stærsta og þýðingarmesta, sem þeir hafi í langan tíma gert. Annars hefur Eddie stofnað nýtt 'kvikmyndafélag, New Frontier Pictures, og mun það félag hafa nána samvinnu við Warner Brothers. Elsku litli drengurinn okkar og bróðir GRlMUR NORÐKVIST Austurgötu 26, Hafnarfirði andaðist að Landakotsspítala 16. ágúst verður jarðsung- inn frá Fossvog:kirkju þriðjudaginn 22. ágúst kl. 3 s.d. Fyrir hönd systkina og vandamanna. Gunnar Þór Isleifsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir Jarðarför móður okkar og tengdamóður SIGRlÐAR JÓNASDÖTTUR Nökkvasundi 37 fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. ágúst kl. 1,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Jenny Guðbrandsdóttir, Sigrún Andersen, Oddný Þórarinsdóttir Christian Andersen, Hermann Guðbrandsson Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður SVEINBJÖRNS SVEINSSONAR klæðskera fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, mánudaginn 21. þ.m. kl. 2 e.h. Halldóra Jónsdóttir, Jón Ingi Sigursteinsson, Erla Sveinbjörnsdóttir, Pétur Bertelsen. Hugheilar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu ÖNNU RUNÓLFSDÓTTUR Samtúni 10 Börn, tengdabörn og barnabörn Hjartans þakkir til allra vina minna fyrir alveg óvið- jafnanlega vináttu og samúð auðsýnda mér við andlát og jarðarför eiginmanns míns ÞORLEIFS JÓNSSONAR Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. Gróa Jóhannsdóttir KOSTIR hins hreina náttúrugúmmís er óum- hlathOl deilanlegt, þetta hafa fjölmargir r bændur, læknar, embættismenn og ekki sízt eigendur vörubíla, sem aka um hina misjöfnn vegi dreifbýlisins, fullreynt. Þess vegna kaupa þeir hin» endurbættu russnesku hjólbarða. og sveiganleiki er kostur sem flestir Mylff skilja hverja þýðingu hefur fyrir end- * ingu bílgrindarinnar, yfirbyggingar og yfirleitt flestra hluta bílsins. Þessir eiginleikar eru sér- staklega þýðingarmiklir þegar ekið er á hólóttum og grýttum vegum. Hið hæfilega mjúka gúmmí í rfissneskti hjólbörðunum er vörn gegn höggum. hefur afar mikla þýð- Bétt spyrna ingu fyrir góða endingu r Æ mótorsins og ekki hvað sízt á blautum og mjúkum vegum. Ennfremur er vert að gefa gaum að hemlamótstöðu hjólbarðans. Aðalumboð; Marz Trading Company Klapparstíg 20 — Síimi 17373

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.